Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 [ ÚTFLUTNINGUR — ÚTFLUTNINGUR — ÚTFLUTNINGUR — ÚTFLUTNINGUR | Valur Valsson: Mikilvægi iðn- aðarvöruútflutn- ings f er vaxandi Það er gömul reynsla hér á landi, að þegar illa árar í sjávar- útvegi og fiskvinnslu er uppgang- ur í iðnaði. Þetta á sér þá meginskýringu, að gengisskrán- ingin er miðuð nær alfarið við afkomu í sjávarútvegi og fisk- vinnslu. Þannig var það einnig á árunum 1967—1969, þegar miklir erfiðleikar urðu í efnahagslífi þjóðarinnar vegna verðfalls og aflabrests í sjávarútvegi. Á sama tíma hljóp mikill vöxtur í iðnaðar- framleiðsluna og náði sá vöxtur hámarki á árinu 1973. Efnahagserfiðleikarnir í lok 7. áratugarins sannfærðu jafnframt meiri hluta manna hér á landi um, að brýn nauðsyn væri á að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið og útflutning landsmanna. Á ár- unum 1968 og 1969 var fjallað um og tekin ákvörðun um aðdild Islands að EFTA. Þannig var gengið út frá þvi, að forsenda nýs hagvaxtar í landinu væri fríversl- un og þátttaka Islands í fríversl- unarsamstarfi Evrópu. Þá er vert að rifja upp, að um áramótin 1968/1969 tók til starfa Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Fyrstu árin var hún starfrækt á vegum Félags íslenskra iðnrek- enda, en frá miðju ári 1971 hefur Útflutningsmiðstöðin starfað sem sjálfstæð stofnun. Með stofnun Útflutningsmiðstöðvarinnar var hafið skipulagt starf við að greiða fyrir útflutningi iðnaðarvara. Með þetta í huga er eðlilegt að miða við árið 1968, þegar reynt er að fá yfirsýn yfir þróun útflutn- ingsiðnaðar. Segja má, að það ár sé lokaár þess tímabils í sögu þjóðarinnar, þegar sjávarútvegur- inn var nær einráður í útflutn- ingnum. Árið 1968 er hlutur sjáv- arafurða í heildarútflutningi landsmanna tæplega 87%, hlutur landbúnaðarafurða er þá nær 9%, en iðnaðarvörur voru aðeins um 3% af heildarútflutningnum. Útflutningur iðnaðarvara: iðnaðarútflutningur 66-faldaðist á ellefu árum Útflutningur áls hófst árið 1969 og á árinu 1970 er hlutur iðnað- arvara í heildarútflutningi orðinn um 18% og hlutur sjávarafurða um 77%. Allan 8. áratuginn er hlutur iðnaðarvöru í heildarút- flutningi á bilinu 20—24%. All- veruleg breyting hefur þannig orðið á útflutningsvörum lands- manna og hefur tekist að nokkru að ná því markmiði, sem stjórn- völd settu á síðari hluta 7. áratug- arins, að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Árið 1979 var hlutur sjávarafurða í heildarútflutningi 74,7%, hlutur iðnaðarvara 21,7%, hlutur land- búnaðarafurða 2,6% og ýmsar vörur voru um 1% af heildarút- flutningi. Miðað við útflutningstölur fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 1980 þá má gera ráð fyrir, að á öllu árinu 1980 aukist hlutdeild iðnaðarvara í heildarútflutningi. I lok nóvem- bermánaðar var hlutur iðnaðar- vara í heildarútflutningi orðinn 23,2%. Árið 1968 fluttu íslendingar út iðnaðarvörur fyrir 2,6 milljónir Bandaríkjadala, en árið 1979 nam þessi útflutningur 171 milljón Bandaríkjadala. Á sama tíma jókst heildarútflutningur lands- manna úr 76,6 milljónum Banda- ríkjadala í 789 milljónir Banda- ríkjadala. Iðnaðarvöruútflutning- urinn hefur á þessu tímabili 66-faldast, meðan heildarútflutn- ingur landsmanna hefur tífaldast, þegar miðað er við Bandaríkja- dali. Af einstökum vörutegundum í útflutningi iðnaðarvara vegur ál þyngst. Nokkrar sveiflur hafa verið á útflutningi áls frá einu ári til annars, en að jafnaði hefur álið verið um % hlutar iðnaðarútflutn- ingsins. Síðasta áratug fór hins vegar útflutningur annarra iðnað- arvara einnig hratt vaxandi og hefur hlutur áls í iðnaðarvöruút- flutningnum heldur minnkað hin síðari ár. Árið 1972 var hlutur áls í iðnaðarvöruútflutningi tæplega 70%, en þetta hlutfall var 62% árið 1979. Að áli undanskildu eru það fjórar iðngreinar, sem bera uppi útflutninginn. Hér er um að ræða ullarvörur, skinn og skinna- vörur, niðursuðu og kísilgúr. Árið 1979 nam útflutningur þessara vörutegunda um 47,4 milljónum Bandaríkjadala, sem var langleið- ina helmingur af álútflutningi. Af þessum útflutningsgreinum eru ullarvörur fyrirferðarmestar með um 23,5 milljónir Bandaríkja- dala. Uppbygging ullarvöruiðnað- arins hefur verið gífurlega hröð síðasta áratug, sem best sést á því, að árið 1968 var útflutningur slíkra vara innan við 1 milljón dollara. Island er nú orðið þekkt meðal vestrænna neytenda fyrir gæðavörur úr ull. Þessi útflutn- ingur hefur skapað stórum hópi íslendinga atvinnu á sama tíma og hann er þýðingarmikill þáttur í gjaldeyrisöflun landsmanna. Útflutningur skinna og skinna- vara hefur einnig vaxið mjög hratt síðustu árin og árið 1979 nam hann um 10 milljónum dala. Á ýmsu hefur gengið um þennan útflutning síðustu árin, en flestir gera ráð fyrir, að þarna bíði enn mikil ónotuð tækifæri. Einnig hefur gengið á ýmsu varðandi útflutning á niðursuðu- vörum á síðasta áratug, en hann hefur þó að verðmæti vaxið jafnt og þétt og árið 1979 nam hann um 8,6 milljónum Bandaríkjadala. Verðmæti kísilgúrútflutnings hefur einnig vaxið á áratugnum og var hann rúmlega 5 milljónir Bandaríkjadala árið 1979. Útflutningur kísiljárns hófst árið 1979 og nam hann á því ári rúmlega 9 milljónum Bandaríkja- dala. Gera má ráð fyrir, að á næstu árum vaxi hlutur kísil- járnsins í heildarútflutningnum. Útflutningur ýmissa annarra iðnaðarvara hefur vaxið verulega hin síðari ár og má þar nefna málningarvörur, veiðarfæri, um- búðir, vélar og tæki og vikur. Mikilvægustu markaðssvæðin Allmiklar sveiflur hafa verið á skiptingu útflutnings iðnaðarvara eftir markaðssvæðum undanfarin ár. Vegur þar þyngst sala á áli, sem breytist nokkuð frá ári til árs. Langmikilvægasta markaðssvæði iðnaðarvaranna eru Evrópulönd. Árið 1979 fór um 60% iðnaðarvar- anna til Efnahagsbandalagslanda og 21% til EFTA-landa. Þessi Evrópulönd keyptu því rúmlega 80% af iðnaðarvörum okkar. Til Austur-Evrópu fóru um 11% iðn- aðarvaranna, 3% til Bandaríkj- anna og um 5% til annarra landa. Sé ál og kísiljárn undanskilið, fór um 41% iðnaðarvöruútflutnings- ins árið 1979 til EBE-landa, um 16% til EFTA-landa, 24% til Austur-Evrópu og tæplega 17% til Bandaríkjanna og Kanada. Efna- hagsbandalagið er langþýð- ingarmesta markaðssvæðið fyrir iðnaðarvöruútflutninginn. EFTA-löndin eru í 2. sæti þegar ál og kísiljárn er tekið með, en af þeim vörum undanskildum eru Norður-Ameríka og Austur- Evrópa mikilvægara markaðs- svæði en EFTA. Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir þróun og stöðu útflutnings iðnaðarvara. Þær upp- lýsingar sem hér hafa verið born- ar fram staðfesta, að iðnaðarvörur eru orðinn þýðingarmikill þáttur í heildarútflutningi landsmanna. Miðað við þann vöxt sem verið hefur í útflutningi margvíslegs iðnvarnings á undanförnum árum og sem fyrirsjáanlegur er á næst- unni, má gera ráð fyrir, að mikil- vægi iðnaðarvöruútflutningsins fari vaxandi. Skipting heildarútflutnings 1968—1979 1968 1970 1972 1974 1976 1978 1979 1. Sjávarafurðir ........86,6% 77,1% 72,4% 73,3% 71,8% 76,4% 74,7% 2. Landbúnaðarafurðir .. 8,7% 3,4% 3,1% 2,9% 2,6% 2,3% 2,6% 3. Iðnaðarvörur ......... 3,4% 18,4% 23,3% 21,4% 23,9% 19,8% 21,7% 4. Ýmislegt ............. 1,3% 1,1% 1,2% 2,4% 1,7% 1,5% 1,0% Samtals 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% Útflutningur iðnaðarvöru 1968 -1979 (í þús. US-dollurum) 1968 1972 1976 1979 1. Skinnaiðnaður 361 3.281 6.482 10.154 2. Vefjar- og fataiðnaður . 808 4.053 11.176 23.457 3. Niðursuða 979 2.630 3.293 8.647 4. Kísilgúr 188 2.227 4.185 5.125 5. Á1 — 31.084 67.967 106.135 6. Kísiljárn — — — 9.385 7. Málning 49 579 1.750 2.335 8. Húsgögn og innréttingar 2 31 63 23 9. Veiðarfæri 67 133 380 1.473 10. Pappírsvörur 72 190 360 890 11. Annað 51 . 235 1.015 3.420 Samtals 2.577 44.443 96.671 171.044 Útflutningur iðnaðarvara eftir markaðssvæðum 1973 -1979 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1. EBE-lönd 53% 51% 43% 63% 50% 44% 60% 2. EFTA-lönd 27% 31% 13% 18% 15% 20% 21% 3. Austur-Evrópa 8% 9% 16% 15% 17% 12% 11% 4. U.S.A 4% 5% 4% 2% 4% 3% 3% 5. Önnur lönd 8% 4% 24% 2% 14% 21% 5% Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Agúst Einarsson: Sjávarútvegur meginuppi- staðan í öflun gjaldeyristekna Oft kemur fram í máli fólks, að það telur að sjávarútvegurinn njóti styrkja frá hinu opinbera. Hér er um mikinn misskilning að ræða, því sjávarútvegurinn nýtur engra opinberra styrkja. Vera má að þessi misskilningur sé tilkom- inn vegna þess að sjávarútvegur- inn hefur sjálfur byggt upp eigin sjóði sjálfum sér til styrktar, þegar illa árar. Þegar rætt er um mikilvægi sjávarútvegsins eru það einkum tvö atriði, sem koma upp í hugann. í fyrsta lagi sér sjávarútvegurinn fyrir meginhluta gjaldeyrisöflun- ar landsmanna eða á bilinu 73— 78% síðustu ár og í öðru lagi hefur sjávarútvegurinn verið í farar- broddi þeirrar miklu efnahags- þróunar, sem átt hefur sér stað á þessari öld. Þessi tvö atriði standa að sjálfsögðu í nánu samhengi hvort við annað. Höfuðskilyrði fyrir hinum öra vexti sjávarútvegsins er, að hann hefur átt markað sinn erlendis og er þar af leiðandi óháður smæð innlenda markaðarins. Þrátt fyrir sérstöðu sína getur þessi atvinnu- grein þó ekki frekar en aðrar atvinnugreinar þróazt án tengsla við aðrar atvinnugreinar. Efna- hagslífið er flókið og hver eining í þjóðfélaginu stendur í nánu sam- hengi við aðrar einingar og byggir starfsemi sína á starfsemi þeirra. Þannig hefur öflugur iðnaður t.d. risið upp í nánum tengslum við sjávarútveginn og kaup og sala á vöru og þjónustu hefur dafnað samhliða sjávarútvegi. Eins og áður sagði, er sjávarútvegur veigamesti þátturinn í gjaldeyris- öflun landsmanna. Hann hefur getað hagnýtt sér kosti stórfram- leiðslunnar og með örum vexti skapað lífvænleg skilyrði fyrir aðrar atvinnugreinar. Sjávarútvegur er rúmt hugtak, sem tekur til hinnar margvís- legustu starfsemi. Þó má segja, að eitt öðru fremur hafi ráðið hinni öru þróun, en það eru afköst fiskveiðanna, en þau byggjast á dugmikilli sjómannastétt, fram- sýnum útgerðarmönnum og þá ekki sízt legu fiskimiðanna um- hverfis landið. Hin öra þróun sjávarútvegsins hefur ekki átt sér stað án þess að við henni hafi verið reistar margvíslegar skorð- ur. Ríkrar viðleitni hefur gætt til þess að sjávarútvegurinn fengi ekki að njóta þess raunverulega hagnaðar, sem af honum er. Um árabil hefur afkoma sjávarútvegs- ins verið miðuð við að hann sé rekinn sem næst núlli og þannig hefur tekjuþróun í sjávarútvegi orðið stefnumarkandi fyrir aðrar atvinnugreinar. Þannig hefur ver- ið stefnt að því, að þrátt fyrir forystuhlutverk hans í hagþróun- inni og stöðu hans sem megin- uppsprettu gjaldeyristekna, að koma í veg fyrir að hann nyti nema að takmörkuðu leyti þess ávinnings, sem sérstaða hans og möguleikar skapa honum. Svo sem að framan segir er sjávarútvegur meginuppistaðan í öflun gjaldeyristekna. Þær greinar sjávarútvegsins sem gegna veigamestu hlutverki í gjaldeyrisöfluninni eru eftirfar- andi: 1. Fryntln* 2. RaltfÍHkverkun 3. Skrelðarverkun 4. SlldarHöltun 5. Mj<tl og lýsÍHÍr. 6. tnvarlnn (iskur 55,0%af heild.útfl. Hjávaraf. '79 15.0» 2.5% 3,8% 19.0% 5,6% Framangreindar hlutfallstölur eru frá árinu 1979. Á árinu 1980 varð veruleg breyting á fram- leiðslusamsetningunni og þá sér- staklega í þá átt að framleiðsla á saltfiski og skreið jókst verulega frá árinu 1979. Á íslandi er uppbygging fisk- vinnslufyrirtækja mjög oft þannig háttað að sama fyrirtækið hefur jöfnum höndum með að gera frystingu, saltfiskverkun og skreiðarverkun. Þessi fjölbreyti- leiki framleiðslunnar gerir fyrir- tækjunum oft mögulegt að nýta betur það hráefni sem að landi berst og jafnframt að laga fram- leiðslu sína hverju sinni að mark- aðsaðstæðum. Svo sem fram kemur í yfirlitinu hér að framan, er hlutdeild ísvar- ins fisks í heildarútflutningi sjáv- arafurða tæp 6%. Einhver kann að spyrja hvers vegna verið sé að selja óunninn fisk á erlendum mörkuðum í svo ríkum mæli. Ástæðurnar fyrir því eru margvlslegar. M.a. eru neyt- endur á meginlandinu og í Bret- landi oft á tíðum fúsir að greiða hærra verð fyrir ferskan fisk en frosinn. Þá skiptir einnig verulegu máli varðandi ísfisksölur erlendis, ástand á framleiðslumörkuðum, efnahagsástand hér á landi og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins. Sjávarútvegur er meiri sveiflum háður en flestar aðrar atvinnu- greinar. Þar er bæði um að ræða sveiflur í aflabrögðum og á erlend- um mörkuðum, af þeim sökum er happadrýgst að hafa framleiðsl- una og markaðina sem fjölbreytt- asta hverju sinni. Ágúst Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.