Morgunblaðið - 20.01.1981, Side 13

Morgunblaðið - 20.01.1981, Side 13
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 13 ÚTFLUTNINGUR — ÚTFLUTNINGUR — ÚTFLUTNINGUR — ÚTFLUTNINGUR | Ólafur B. Ólafsson, framkvæmdastjóri: Hraðfrystiiðnaður hefur ómetanlegt gildi fyrir af- komu og framtíð Islendinga Þegar fjallað er um málefni atvinnuveganna, er óhjákvæmi- legt að mat sé lagt á mikilvægi einstakra atvinnugreina og fyrir- tækja fyrir íslenzkt þjóðarbú. Mörg atriði koma til greina, þegar meta skal þýðingu þeirra og eru menn ekki alltaf á einu máli um hvaða mælistikur skuli nota. Get- ur það farið eftir stöðu manna í þjóðfélaginu eða búsetu svo eitt- hvað sé nefnt. Þá hefur framtíð- armarkmið í þróun atvinnuhátta mikla þýðingu. Því það sem skiptir máli í dag fyrir heill og hamingju þjóðar, getur verið gjörsamlega þýðingarlaust á morgun vegna tæknibyltingar, nýjunga, breyttra lífsviðhorfa, o.s.frv. En óbreytt stendur, að sérhver þjóð hlýtur að verða að stefna að sem beztri nýtingu þeirra náttúruauðæfa, sem eru innan landamarka henn- ar, svo framarlega sem hún fær ekki sambærileg auðæfi til afnota annarsstaðar frá á lægra verði en nýting eigin auðæfa kostar s.s. átt hefur sér stað í innflutningi olíu frá Arabaríkjunum til Bandaríkj- anna. Inn í það dæmi koma einnig verndunarsjónarmið, þ.e. geymsla eigin auðæfa vegna framtíðar- þarfa. Án þess að fara nánar út í þessar hugleiðingar, er rétt að undirstrika að eðlileg nýting eigin náttúruauðæfa er forsenda mynd- unar sjálfstæðs þjóðríkis. Um það þarf ekki að hafa mörg orð. Það er augljós staðreynd. Framfaraskeið þjóðarinnar í atvinnumálum hefst með togaraútgerð íslendingar sem hefur verið talið frekar snautt af náttúruauðæfum. Fiski- miðin umhverfis landið hafp. þó um aldir og ekki hvað sízt á þessari öld, verið þjóðinni mikill gnægtarbrunnur. Við upphaf tog- araútgerðar Islendinga í byrjun aldarinnar, togarinn Coat frá Hafnarfirði árið 1905, hófst fram- faraskeið þjóðarinnar í atvinnu- málum. Þá fyrst tókst að hefja hagnýtingu þessara miklu nátt- úruauðæfa við strendur landsins á stórvirkan og skipulegan hátt. Skal hér rakin nokkuð þróunin í nýtingu þorskaflans með almenn- verða straumhvörf í atvinnuhátt- um landsmanna. Á áratugnum 1930—1940 rísa upp nokkrir tugir hraðfrystihúsa, er frysta fisk, flök og heilfrysta til útflutnings. I byrjun þessa tímabils, sérstaklega á styrjaldarárum fór enn stór hluti aflans ísaður til erlendra kaupenda. En á síðustu áratugum, hefur hlutdeild ísfisksins verið óveruleg miðað við það sem áður var. Sem dæmi skal sýnd nýting þorskaflans eftir helztu verkunar- aðferðum árin 1977—1979 en tölur fyrir árið fyrir: 1980 liggja enn ekki 1977 1000 1978 1000 1979 1000 1977 Hlutdeild 1978 1979 Smál. Smál. Smál. % % % Frysting 276,8 299,4 348,7 58,2 61,5 62,0 Söltun 133,1 114,2 125,2 28,0 23,4 22,2 Herzla 31,1 7,4 31,0 6,5 1,5 5,5 ísfiskur 10,8 26,4 39,0 2,3 5,4 6,9 Annað 23,8 39,7 19,0 5,0 8,2 3,4 Samtals 475,6 487,1 562,9 100,0 100,0 100,0 eiga mikið land. irnir um orðum og síldinni sleppt. Segja má, að fyrstu áratugirnir hafi verið áratugir veiðanna. Meg- ináherzla var lögð á að nýta þau mið sem þekktust og leita nýrra. Minna var hugað að frekari vinnslu. Stærsti hluti aflans var fluttur ísaður til erlendra hafna í Evrópu og seldur þannig. Nokkuð var saltað á hefðbundinn hátt fyrir markaði í Suður-Evrópu. Bátafiskur fór í salt og skreið. Gjörbylting: Vinnslustigið Um og eftir 1930, í heimskrepp- unni miklu, hrundu saltfiskmark- aðir Islendinga og ísfiskmarkað- urðu erfiðari. Upp úr því Erfiðar markaðsaðstæður og vanþróuð geymslutæki á frystum matvörum stóðu m.a. í vegi. Þá höfðu hefðbundnar neyzluvenjur á fiski (almenningur vildi frekar ferskan fisk og saltaðan) mikil áhrif á það, hversu hægt miðaði áfram fyrir seinni heimsstyrjöld- ina. En með henni verður gjör- bylting hér á. Þá hefst það tíma- bil, sem mætti nefna vinnslustigið í íslenzkri útgerðarsögu. Aukin áherzla er lögð á að sem stærsti hluti aflans fari í vinnslu en sem minnst sé selt ísað erlendis. í þorskaflanum í þessu yfirliti eru taldar með eftirfarandi fisk- tegundir: Þorskur, ýsa, ufsi, langa, keila, steinbítur, karfi, skötuselur I / Ha m m ( \ i »1 I 1 **'' Wmmmm Á ! M • fi 'f f \ f' # \~.K IV **sr' ur hann fyrir ails konar veðrum, en veðráttan hefur afgerandi áhrif á verkunina, einkum fyrst eftir að fiskurinn er hengdur upp. Oft kemur fyrir að skreiðin frýs á hjöllunum, en það er mikið fjár- hagslegt tjón, verður m.a. ekki seljanleg til Ítalíu nema í litlu magni. Ymsar tegundir myglusveppa geta herjað á fiskinn, og valda þeir svonefndum jarðslaga, en roðið verður þá mjög dökkt og fiskurinn því ekki áferðarfallegur. Þá getur flugumaðkurinn valdið tjóni þegar hlýnar í veðri, enda hefur ekki verið talið viturlegt að verka skreið frá 15. maí til 15. sept. Mörgu fleira þarf að gæta að á meðan fiskurinn er að verkast, og þarfnast hann mikillar umhyggju ef verkunin á að takast vel. Auðvitað hefur hráefnið mestu áhrifin á hin endanlegu gæði skreiðarinnar. Því ferskari sem fiskurinn er hengdur upp, því meiri eru líkurnar fyrir því, að skreiðin verkist í betri og verð- mætari gæðaflokka. Gæðakröfur og mis- munandi neyslumáti Mikill munur er á neysluvenjum á hinum ýmsu mörkuðum. Kannski er það vísbending um gæðakröfur sem slíkar á hráefni, að því sunnar sem dregur á jörðinni virðast kröfur minni, þó einnig í og með vegna annarskon- ar neyslumáta. I Nígeríu er t.d. mest af skreiðinni (og hausum) neytt sem mauksoðinnar fiski- súpu-kássu. Þá er fiskurinn (og hausar) yfirleitt seldur í stykkja- tali, sem kannski er eðlilegt miðað við aðal neyslumátann. (Hér er átt við sölu eftir að varan er komin á neytendamakað í neyslulandi). Á suður Ítalíu er fiskurinn bleyttur upp, flakaður og seldur þannig. Til þess að fá heilleg flök verður fiskurinn að vera efnislega góður og má alls ekki hafa frosið á hjöllunum, því þegar fiskur frýs springa sellurnar í fiskholdinu og missa við það hæfni sína til að draga í sig vatn. Fiskurinn verður mjög sundurlaus. Á norður Ítalíu er þessu öðru- vísi varið. Finnmarken gæði, sem má vera nokkuð frosin skreið, er almenn gangvara á norður Ítalíu, en selst treglega til suður ítaliu, nema í litlu magni. Með sama hætti getur eilítill súr í fiski gengið á suður Ítalíu, en verið algjörlega fordæmdur víðast á norður Italíu. Hér á undan hefur verið stiklað á stóru um mikilvæga fram- leiðslugrein í útflutningi okkar íslendinga, og gefur vonandi smá innsýn i neyslumáta aðal mark- aðslanda okkar á skreið. Því miður hefur sú skoðun unnið sér almennt fylgi, að skreið sé síðri gæðavara en aðrar útflutningsafurðir. Þetta á sinn þátt í því að misjafnlega tekst að vinna og halda sumum mörkuðum okkar, öðrum en meg- inmörkuðunum í Nígeríu og Italíu. Það er með skreið, eins og aðra vöru sem við framleiðum til út- flutnings, að því betra hráefni sem notað er í hana, því meiri gæða- vara verður hún. Þar af leiðandi ætti að fást hærra verð og fleiri markaðir að nýtast okkur. Ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar Á annan tug þúsunda manna vinna við framleiðslu frystra sjáv- arafurða í frystihúsum landsins. Þúsundir sjómanna manna fiski- skipaflotann, sem samanstendur af rúmlega 80 togurum og hundr- uðum minni fiskiskipa. Þriðja hver gjaldeyriskróna, sem þjóðin aflar með útflutningi vöru er vegna útflutnings frystra sjávar- afurða. I kringum hraðfrystiiðn- aðinn eru hundruð þjónustufyrir- tækja með mikinn fjölda starfs- manna o.s.frv. I stuttu máli sagt, hraðfrystiiðnaðurinn er ein mikil- vægasta atvinnugrein þjóðarinn- ar. Atvinnugrein, sem hefur ómet- anlegt gildi fyrir afkomu og fram- tíð Islendinga. Hér er um að ræða fjölbreytilega framleiðslu mikils magns vöru fyrir mikinn fjölda markaða sem hafa ólíkar þarfir og gera mismunandi kröfur. Stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum, en þangað hefur um 70% útflutnings farið í ára- raðir. Þá hafa Bretland, Sovétrík- in, Japan, Tékkóslóvakía, Vestur- Þýskaland og Frakkland haft mikla þýðingu. Þegar í upphafi hraðfrystiiðn- aðar á árunum 1934—1940 voru menn þeirrar skoðunar, að ef lyfta ætti Grettistaki í sölumálum hraðfrysts fisks, yrði það að ger- ast í stóru sameinuðu átaki. Fiskimálanefnd annaðist þessi mál, þar til samvinnufélögin árið 1940 og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, stofnuð 25. febrúar 1942, tóku þessi mál að sér. SÍS fyrir hraðfrystihús á vegum samvinnu- félaga og SH fyrir einkafram- taksmenn og síðar bæjarútgerðir. Þá hafa jafnan nokkrir einstakl- ingar verið með fremur lítið magn í sölu. Sölufélög og skrif- stofur erlendis Bæði sölusamtökin SH og SÍS reka sölufélög og söluskrifstofu erlendis eða sem hér segir: SH 1. Bandaríkin Fyrirtækið Coldwater Seafood Corp., stofnað árið 1947, starfræk- ir 2 fiskiðnaðarverksmiðjur. Aðra í Cambridge, Maryland og hina í Everett, Boston. Starfsmenn hátt í 1000 manns. Sala 1980 $201,9 millj. Er með umboðsmenn um öll Bandaríkin. Útflutningur til USA 1980 52.489 smál. 2. Bretland Söluskrifstofa í London. Unnið að undirbúningi byggingar á frystigeymslu og fiskiðnaðarverk- smiðju í Grimsby. Útflutningur til Bretlands 1980 14.184 smál. 3. V-Þýskaland Verið að undirbúa opnun skrifstofu í Hamborg. Útflutning- ur 1980 7.010 smál. 4. Aðalskrifstofa SH — Reykja- vík Hefur heildarumsjón með fram- leiðslu-, sölu- og fjármálum. Ann- ast sölumál í Austur-Evrópu, Sov- étríkjunum, Norðurlöndum og Japan. sís 1. Bandarikin Fyrirtækið Iceland Seafood Corporation, Harrisburg, stofnað árið 1951, en hét þá Iceland Products Inc. Starfrækir eina fiskiðnaðarverksmiðju í Harris- burg. Starfsmenn rúml. 300 tals- ins. Sala 1980 $91,6 millj. Útflutn- ingur til USA 1980 20.505 smál. 2. Bretland Fyrirtækið Iceland Seafood Corporation í Lowestoft. Er verið að endurskipuleggja sölumálin og starfsemina með stóraukinni áherzlu á brezka markaðnum. Útflutningur 1980 2.112 smál. Síld ekki meðtalin. 3. V-Þýskaland Söluskrifstofa í Hamborg, sem annast sölumál í V-Þýskalandi og annars staðar á meginlandi V-Evrópu. 4. Aðalskrifstofa Sjávarafurða- deild SÍS — Reykjavík íslenzkur hrað- frystiiðnaður og útflutnings- mál hans Hefur heildaryfirlit yfir starf- semina og annast m.a. sölumál í A-Evrópu, Sovétríkjunum og Jap- an. Mikil nákvæmni og gott skipulag I sölukerfum þessara tveggja sölusamtaka, SH og SÍS, starfa tugir manna að sölumálum á helztu fiskmörkuðum heims. Auk þess vinna tugir manna að tækni- og eftirlitsmálum í frystihúsum hérlendis. Framleiðendur þurfa ávallt að vera í sem nánustu tengslum við markaðinn, til þess að vöruþróun verði í samræmi, bæði við óskir kaupandans og möguleika fram- leiðslunnar, og einnig að fram- leiðsluþróun stefni í rétta átt. Mikla nákvæmni og gott skipu- lag þarf til að flytja á annað hundrað þúsunda smálestir af frystum sjávarafurðum frá um 100 frystihúsum á Islandi til helztu markaðslanda í þeim um- búðum og af þeim gæðum, sem neytendur krefjast. Um er að ræða hundruð tegunda úr frysti- húsum og fiskiðnaðarverksmiðj- unum. Með áratuga þróun í tækni við frystingu, samtaka átaki á helztu mörkuðum og beitingu hæfilegs fjármagns við uppbyggingu helztu markaðssvæða, hefur tekizt að þyggja upp öfluga atvinnugrein á íslandi, þrátt fyrir það, að frysti- iðnaðurinn hefur ætíð þurft að heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni. og spærlingur. Af framangreindu sést m.a. að 60,6% þorskaflans umrætt tímabíl fór í frystingu. Nokkrar sveiflur geta verið á þessu milli ára, en í- það heila tekið, hefur frystingin verið lang- samlegasta stærsta vinnslugrein- in, allt frá stríðslokum. Nú er svo komið að hraðfrysti- iðnaðurinn er stærsta atvinnu- grein landsmanna. Rúmlega 100 hraðfrystihús eru starfrækt víðs vegar um landið. Árleg heildar- framleiðsla þeirra af frystum sjávarafurðum hefur aukizt gífur- lega á síðustu árum eða sem hér segir: Smál. 1976 1977 1978 1979 1980 99.570 114.121 125.605 159.695 (áætl.) 135.000 Hvalafurðir eru í þessum tölum, en árleg framleiðsla þeirra var sem hér segir: 1976 3.695 tonn, 1977 3.597 tonn 1978 4.755 tonn, 1979 4.863 tonn Á sama tímabili var útflutning- ur frystra sjávarafurða sem hér segir: 1976 1977 1978 1979 Magn Smál. 98.015 106.642 123.295 146.304 Virði millj.kr. 26.364 38.764 67.598 110.437

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.