Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1981 39 Steindór Kr. Jónsson skipstjóri - Minning Fæddur 18. maí 1918. Dáinn 12. janúar 1981. Fráfall Steindórs á Drangi veld- ur mér tilfinningalegum doða, svo að ég kemst naumast í rétta andlega stellingu til að skrifa viðeigandi eftirmæli um þennan gamla leikbróður og trygga forn- vin. Mér finnst eins og að með honum hafi dáið partur af bernsku minni. Því hef ég mál mitt með að söngla þá dýrt kveðnu stemmu, sem ort var endur fyrir löngu um þann válega allra veðra sjó, sem Steindór skipstjóri sigldi um hvað oftast, djarfur og vaskur við stjórnvöl í lyftingu: „Austan kaldinn á oss blés / upp skal faldinn draga. / Veltir alda vargi hlés, / við skulum halda á Siglu- nes.“ Aldrei var æðrast þó að á bátinn gæfi, og alltaf stóð commo- dór Steindór óhagganlegur í brúnni, lúsrólegur jafnt í blíð- skaparlogni sem í mannskaða- veðri, þegar stefna var tekin við Siglunes eða Skaga, Skjálfanda eða á Grímseyjarsundi. Það var viðburður ef ferðir féllu niður vegna veðurs. Lífæð og nafla- strengur norðlenzku sjávarþorp- anna mátti ekki lokast. Haganes- vík, Hrísey, Hofsós eða Grímsey skyldu hafa sinn rétt á opnu sambandi og menningartengslum við umheiminn engu síður en kaupstaðirnir og snjóakisturnar, Ólafsfjörður og Sigló. Steindór var sóknharður og lét aldrei á sér bilbug finna fremur en faðir hans, skipstjórinn og öðlingurinn Jón Björnsson, sem ég sá aldrei skipta skapi. Hann annaðist þessar sjó- ferðir áður af stakri prýði og samvizkusemi. Núverandi skip- stjóri á Drangi er Örlygur Ing- ólfsson, systursonur Steindórs. Ekki kæmi mér á óvart þó að Jón stýrimaður, sonur Steindórs, eigi eftir að taka við stjórn og rekstri póstskipsins af föður sínum. Það er verðugt verkefni fyrir ungan og efnilegan mann, sannkallað þjóð- þrifastarf þegar samgöngur tepp- ast nyrðra í lofti og á láði. Allir voru þeir vösku og áræðnu feðgar og frændur fæddir með sjávarblóð í æðum. Jón gamli, skipstjóri á Unni, Ester og gömlu Drangey auk fleiri skipa, var barnfæddur Árnesingur. Hann réri frá Hafn- arfirði og Herdísarvík í byrjun aldarinnar. Fyrir norðan kvæntist hann eyfirzkri konu, Kristínu Guðjónsdóttur, úr Skíðadal. Þau bjuggu á litlu grasbýli sem nefnist Sólheimar og er á Syðri-Brekk- unni á Akureyri. Húsið stendur enn og er fyrir löngu úr tengslum við sína gömlu fjölskyldu. Þar ólst Steindór upp, eða Deddi á Sól- heimum eins og hann var jafnan nefndur í þá góðu og gömlu daga á Akureyri. Þar var þessi „svali" sveinn umvafinn ástríki margra eftirsóknarverðra systra. Eftir að Jón gamli varð ekkjumaður og hrörnaði bjó hann í nærfærnu skjóli sonar síns, Steindórs, og rokmyndarlegrar tengdadóttur, Emilíu Sigurðardóttur frá Sauð- árkróki. Steindór heitinn eða Deddi var fyrsti leikbróðir minn og vinur á lifsleiðinni ásamt Badda, blessuðum, eða Björgvin Júníussyni, endurvarpsstjóra og bíóstjóra á Akureyri. Faðir hans var einnig sunnlenzkur eins og faðir Dedda og móðir mín. Hálf- sunnlenzkur uppruni okkar þriggja var engan veginn til að tengja okkur saman heldur hitt, að heimili okkar lágu svo nærri hvert öðru, að við gátum kallast á milli góðbúanna. Baddi ólst upp í næsta húsi, á Eyrarlandsvegi 29. Við, strákarnir þrír, urðum snemma óaðskiljanlegir vinir og hálfgildis uppeldisbræður. Nokkr- um árum síðar bættist mikill æringi og flugkálfur í hópinn með fyndið og fjörugt hugmyndaflug í uppátækjum, þar sem var Billi, eða Jóhannes Snorrason flug- stjóri, sem hefir svifið manna lengst undir heillastjörnu um loft- in blá. Þetta voru frjálsustu, skemmtilegustu ' og áhyggju- minnstu ár ævinnar. Við undum okkur við leiki og sprell og alls- kyns uppákomur í þessari ein- stöku paradís okkar á Syðri- Brekkunni, einhverjum hlýlegasta og vingjarnlegasta unaðsreit hér- lendis. ... aldrei doði alltaf gaman / uppátækin tengdu saman / skóla- stjóra prúða syni / samprakkara og góða vini. / Deddi og Baddi í hópinn bættust, / við bolsiur og sítrón kættust. / Pukrað var með hókus pókus / pípuhattar komu í fókus / og allskyns annar fílíókus. / Allt lék þá á reiðiskjálfi / eins og væri hleypt út kálfi. / Að glóðum þessa gamans blés, / galgenvógel Jóhannes. / Uppeldi vort eins og vind / um eyru létum þjóta, / við aldrei urðum fyrir- mynd / né aðra til að móta, / eins og góðir pabbar vilja, / er læra syni seint að skilja ... Þannig hljómuðu nokkrar línur í gamalli endaleysu, sem ég bullaði og sullaði saman i tilefni fimmtugs- afmælis Billa fyrir þrettán árum og var einskonar úttekt á sam- prakkaraárum okkar fjórmenn- inganna á Syðri-Brekkunni, „ver- öld, sem var“. Steindór var hraustastur allra eins og Júlíus Ceasar sagði um Belgiumenn. Harðgerður og djarf- ur án þess að vera fráhrindandi. Undir niðri var hann meyr og hjálpsamur. Hann var afbragðs- drengur og vinur góður, sem ég mun alltaf sakna. Nú verður ekki eins gaman fyrir mig að koma til Akureyrar og áður. Svo hraustur var Steindór og harður af sér í æsku, að ég minnist þess ekki að hafa séð hann brynna músum og hvað þá gráta er við fengum á okkur allskyns skelli og skakka- föll, skrámur og skammir. Kannski streymdu tárin hans inn í staðinn? Glannaleg uppátæki okkar einkenndust helzt af því að ganga fram af hverjum öðrum og skelfdum áhorfendum með nýjum og óvæntum uppákomum. I alls- kyns dirfskubrögðum naut með- fæddur kjarkur Dedda sín bezt. Þessar forkostulegu kúnstir kór- ónuðust síðar með því, að Billi stóð á höfði á sjálfum kirkjuturni staðarins, rétt eins og heilagur dýrlingur í helgimynd eða altar- istöflu eftir Jón í Möðrudal eða Sölva gamla Helgason. Mér er það ennþá óskiljanlegt, að við skyldum ekki allir hafa sprungið í loft upp og hafnað í tætlum í sömu gröf eins og við fórum þá óvarlega með púðrið þegar við stálumst í að sprengja gaddfreðna mykjuhaug- ana á Sólheimatúninu í loft upp. Síðar slapp Steindór aftur hárs- breidd frá dauðanum í sprengi- regni steypiárásar nazista á gamla og hæggenga, friðsama, akureyska dampskipið Snæfell, þar sem það lá við festar í Noregi í innrásinni 1940. Mjóu munaði líka þegar Deddi stakk sér sem smápolli ofan af snjóhengju með höfuðið á undan og hvarf bókstaf- lega á kaf í snjódyngju i Sýslu- mannshvamminum, rétt fyrir neð- an þar sem hann byggði sér síðar veglegt íbúðarhús hátt uppi á brekkubrún, á einu unaðslegasta bæjarstæði landsins. Okkur strák- unum tókst með naumindum að tosa honum upp helbláum og hálf-meðvitundarlausum. Hann var naumast búinn að jafna sig þegar hann sveif eins og engill í aðra dýfu og lenti með leikni í snjónum eins og þyrilvængja. Og nú kveður hann fyrstur okkar þennan undarlega heim, og það á sóttarsæng. Því meir sem velt er fyrir sér duttlungum dauðans þeim mun vitlausari verðum við og ruglaðri í óútreiknanlegum tiltækjum mannsins með ljáinn. Þrátt fyrir svaðilfarir Steindórs á sjó og í snjó um veður öll válynd, í stríði og friði, lá fyrir þessum hugrakka og hrausta sjóhólki að deyja á friðsamri leik-slóð bernsk- unnar. Dauðinn er ekki alltaf verstur óvina. Hann getur jafnvel stundum komið sem líknandi vin- ur þegar eitt það dýrmætasta, sem við eigum, sjálf heilsan, er farin veg allrar veraldar. Ekkert var fjær skapgerð og eðli þessa dug- mikla víkings og sæfara en þurfa kannski að vera upp á aðra kominn og enda ef til vill lífdag- ana sem ósjálfbjarga aumingi. Kona hans gætti hans með um- hyggju og vakti yfir honum í' þessum erfiðu veikindum. Þrátt fyrir skjót og óvænt endalok var Steindór lukkunar pamfíll. Hann var hamingjumaður í starfi og hjúskap og átti barnaláni að fagna. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag. Að lokum votta ég eftirlifandi eiginkonu hans, Emmu, börnum þeirra, Ester, Kristínu og Jóni, sem og tengdabörnum og barna- börnum einlæga samúð. Steindór mun halda áfram að lifa í niðjum sínum. Er hægt að ímynda sér æskilegra framhaldslíf? Hvað höfum við svo að gera með kröfu- harðari og heimtufrekari trú? Enginn gerir verkfall gegn dauð- anum. Eftirfarandi grafskrift þætti mér sæma Steindóri skip- stjóra, sem siglir nú inn i eilífðina: Hann var traustur eins og drang- ur úr hafinu, sem stóð af sér allar skvettur, brotsjói og boðaföll nema síðustu holskefluna á þurru landi. Örlygur Sigurðsson Steindór Kristinn Jónsson, fyrrverandi skipstjóri á Akureyri, er látinn, eftir stríð við erfiða sjúkdóma um ^skeið. Hann var þekktur um byggðir Eyjafjarðar og víðar sem skipstjóri og útgerð- armaður póst- og flóabáta um áratuga skeið, mikill dugnaðar- og atorkumaður, höfðinglegur og hreinskiptinn. Steindór fæddist 18. maí 1918, sonur Jóns skipstjóra og útgerð- armanns á Akureyri Björnssonar og Kristínar konu hans Guðjóns- dóttur, bónda á Sauðanesi í Dal- víkurhreppi. Farmannapróf tók hann frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942, en fór fyrst að stunda sjóinn með föður sínum 1935. Hann var af og til háseti áður en hann tók farmannapróf, fyrst á póstbátnum Drangey, sem faðir hans átti. Hann keypti póstbátinn Ester af föður sinum í ársbyrjun 1943 og gerði hann út og var skipstjóri á því skipi þar til hann keypti gamla Drang 1946. Á því skipi var Steindór síðan í póst- og vöru- flutningum þar til hann lét smiða nýja Drang árið 1959 í Noregi, en hann er enn í förum. Þessi skip öll átti Steindór og var oft skipstjóri á þeim eða þar til sveitarfélög við Eyjafjörð og ríkissjóður keyptu hluta póstbáts- ins Drangs í upphafi síðasta áratugar. Hin síðari ár fór Stein- dór oft í aukaferðir á Drang utan Eyjafjarðarsvæðisins til þess að afla útgerðinni verkefna og sigldi einnig oft til útlanda. Steindór gegndi mörgum trún- aðarstörfum, jafnframt sjó- mennsku og framkvæmdastjórn. Hann var formaður Sjómanna- dagsráðs Akureyrar um sinn, gjaldkeri Skipstjórafélags Norð- lendinga, endurskoðandi Vélbáta- ^tryggingar Eyjafjarðar, svo nokk- 'uð sé nefnt. Steindór var eindreginn sjálf- stæðismaður og hafði á hendi trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann sat í stjórn Síldar- verksmiðjunnar í Krossanesi, Út- gerðarfélags Akureyringa hf. og í stjórn Akurs hf. Þá var hann einnig í stjórn Norðurverks hf. og umboðsmaður Skeljungs hf. á Ak- ureyri um áratugaskeið. Ég minnist Steindórs fyrst er ég var að alast upp í Ólafsfirði og einu samgöngurnar við plássið vóru póstferðir skipa hans. Þá sigldi Steindór oft krappan sjó um Ólafsfjörð til þess að koma fólki, pósti og nauðsynjum leiðar sinnar. Þá kom góð sjómennska, festa og áræði fullhugans í góðar þarfir. Mér er kunnugt um að gamlir sjómenn, sem alla sína ævi höfðu haft sjósókn að starfi, dáðust að Steindóri þegar hann var að taka fjörðinn í verstu veðrum, í þeirri hafnleysu sem þá var. Þótti þeim jafnvel stundum nóg um, en alltaf fylgdi Steindór skiþum sínum heilum í höfn. Ég fullyrði að án harðfylgis, góðrar sjómennsku og dugnaðar Steindórs Jónssonar hefði oft verið þrengra fyrir dyr- um íbúa byggðarlaganna út með Eyjafirði. Þessi pláss urðu byggi- legri vegna atorku hans og áræðis. Fyrir þetta ber ekki sízt að þakka nú að leiðarlokum. Steindór var kvæntur Emiliu Sigurðardóttur, sjómanns frá Sauðárkróki, Lárussonar. Hún bjó manni sínum einstaklega fagurt heimili á Akureyri þar sem sér ofan af brekkunni yfir pollinn. Börn þeirra eru þrjú: Ester, gift Gunnlaugi Björnssyni Akureyri, Kristín, gift Ragnari Jakobi Magnússyni Akureyri og Jón, kvæntur Fjólu Traustadóttur og starfar hann við útgerð Drangs. Ég sendi Emilíu og börnunum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið góðan Guð að blessa okkur minningu Steindórs Jóns- sonar. Lárus Jónsson Steindór Kristinn Jónsson lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 12. þ.m. Útför hans fer fram frá Matthíasarkirkju á Akureyri í dag. Steindór átti við vanheilsu að stríða síðustu misseri og var í þeim efnum litlum vörnum komið við, þrátt fyrir vilja og þekkingu okkar hæfustu lækna. „Deddi á Drang“ — en svo var hann oftast nefndur meðal sam- tíðarmanna norður þar, bæði til sjós og lands, var röskleika drengskaparmaður sem setti jafn- an hressilegan blæ á umhverfi sitt, hvort heldur var í leik eða starfi. Hann gat þó verið nokkuð hátíðlegur við skipsstjórn í brúnni á skipi sínu, þá mátti ekkert glens draga athygli frá stjórnunarstörf- um. Það var því þakkarvert og sanngjarnt af forsjónarinnar hálfu að láta hann ætíð koma með allan mannskap og heilt skip í höfn á þeim rúmlega aldarfjórð- ungi að hann sá um skipstjórn, oft við ærinn háska í Skaga- og Eyjafjarðarálum. Éitt var víst að bæði Ólafsfirð- ingar, Siglfirðingar og íbúar Grímseyjar vissu að það var mannskaða veður ef Póstbáturinn Drangur hélt ekki sínu striki og birtist samkvæmt áætlun úr sorta og stórsjó þegar um skammdegis- hörku var að ræða. Þeir sem kynntust störfum Steindórs í farþega-, póst- og annari flutningaþjónustu fyrir Eyjafjörð, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Skagafjarðarhafnir,, að ógleymdri Grímsey vilja nú að leiðarlokum árétta þakklæti fyrir frábæra þjónustu, oft við afleitar aðstæður. Hann var ætíð traustur, farsæll og hjálpfús í starfi svo að betur verður vart á kosið. Norðlensku vetrarveðrin eru oft hörð og miskunnarlaus, sem kunn- ugt er, en undantekning mátti það vera ef hann „Drangur" hélt ekki sinni áætlun, sinni þjónustu ótruflað þó við veðurham og ísa væri að etja. Góð handleiðsla, gott og traust skip þess tíma, með samstilltum mannskap um borð var til þess að vekja trú og aðdáun fólks er þurfti að reiða sig á þessa flutningaþjón- ustu meira og minna. Þegar vetrarríkið nú grúfir yfir eru áreiðanlega margir í þessum tiltölulega dreifðu byggðarlögum, sem vildu votta Dedda á Drangi virðingu sína og þökk. Greiðvikni hans og hjálpsemi var viðbrugðið. Ég minnist þess t.d. frá fyrstu skipstjórnarárum hans, að eitt sinn var hann beðinn fyrir smá sendingu frá Siglufirði til Dalvíkur. Nú gleymdist að skila pakkanum frá borði á Dalvík. Þegar til Akureyrar kom labbaði hinn ungi skipstjóri uppá næstu leigubifreiðastöð og sendi með böggulinn beinustu leið til Dalvík- ur. Þetta gerðist á laugardegi, en næsta dag, sunnudag, áttu að fara fram hátíðarhöld í tilefni Sjó- mannadagsins, og fyrir þann tíma þarf sendingin að vera komin í hendur skemmtinefndar dagsins, sagði hann Deddi á Drangi. Svona var hann. Steindór Jónsson var ekki gam- all þegar sjósókn hófst með föður hans, Jóni Björnssyni, skipstjóra og útgerðarmanni á Akureyri. Jón faðir hans tók á leigu g.s. Langanes 1932, ásamt félögum sínum og hóf póstferðir, fólks- og vöruflutninga frá Akureyri til ýmsra hafna Norðanlands. Áður hafði Jón skipstjóri verið formað- ur á g.s. Unni frá Akureyri er hélt uppi þessum póst- og strandferð- um. Þó skólaganga og úthafssigl- ingar um tíma hafi komið Stein- dóri að góðum notum í lífsstarf- inu, þá er það mál þeirra sem best til þekkja að mótun og sjómanns- reynsla föður hans hafi ekki átt minni þátt í hvað giftusamlega hefur tekist í strandferðum og allri þjónustu er hann þurfti að inna af hendi í tugi ára víðsvegar um Norðurland og víðar. Og það er vel farið að nú er það þriðji ættliðurinn frá aldamóta- skipstjóranum (Jón Björnsson var fæddur 6. apríl 1881) er stýrir skipi og sér um rékstur Póstbáts- ins fyrir Norðurlandi, báðir skip- stjórnarlærðir, þeir Jón Stein- dórsson og Örlygur Ingólfsson, systursonur Steindórs. I einkalífi var Steindór Jónsson einnig gæfumaður. 1. júní 1947 giftist hann Emilíu Sigurðardóttur, ættaðri frá Sauð- árkróki. Hún hefur stutt mann sinn í blíðu og stríðu. Heimili þeirra hjóna á Menntaskólabrekk- unni, að Barðstúni 5, Akureyri ber blæ myndarskapar og gestrisni. Útsýnið út og suður Eyjafjörðinn með sjálfan Akureyrarpoll sem lifandi fjölleika Paradís í nokk- urra faðma fjarlægð frá stofu- gluggunum er mannbætandi feg- urð, sem gott var að njóta á sólskinsstundum. Þrjú mannvænleg börn eignuð- ust þau hjón. Elst er Ester, gift Gunnlaugi Björnssyni, kennara og vélvirkja; Kristín gift Ragnari Magnússyni flugmanni; yngstur er sonurinn Jón sem áður er getið. Hann er kvæntur Fjólu Traustadóttur frá Akureyri, en öll hafa þau heimili sín þar. Ég og fjölskylda mín sendum Emilíu, börnum hennar, barna- börnum og öðrum nánustu ætt- ingjum Steindórs okkar innileg- ustu samúðarkveðjur með þökk fyrir langa kynningu og góðar samverustundir frá liðnum tíma. Blessuð sé minning Dedda á Drangi. E.B. Malmquist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.