Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 Ilér fara á eftir kaflar úr ræðu Friðriks Suphussonar alþing- ismanns. sem hann flutti á Varð- arfundi sl. fimmtudagskvöld: Hver voru upp- haflegu markmiðin? Þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð, 8. febrúar á sl. ári, gaf hún út stefnuskrá. Fyrsti kaflinn í stefnuskránni fjallar um efna- hagsmál og fyrstu töluliðir þess kafla eru um hjöðnun verðbólgu, kjaramál og verðlagsmál. Þar seg- ir orðrétt m.a.: 1) „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði verðbólgan orð- in svipuð og í helstu viðskipta- löndum íslcndinga." 2) „A undanförnum árum hafa staðið yfir mikil átök um launa- mál. Ríkisstjórnin leggur höfuð- áherzlu á að leysa þau mál með samstarfi og samráði." 3) „Verðhækkunum á þeim vör- um og þjónustu, sem verðlagsráð fjallar um, verði sett eftirgreind efri mörk ársfjórðungslega á ár- inu 1980: Til 1. maí skulu mörkin verða 8%, til 1. ágúst 7% og loks til 1. nóv. 5%. Á árinu 1981 verði ákveðin tímasett mörk í samræmi við markmið um hjöðnun verð- bólgu.“ (I raun urðu mörkin 11,7%, 8,6% og 10,9% og verðbólg- an frá ársbyrjun til ársloka því 55%, en ekki 31%. Engin tímasett mörk fyrir árið 1981 koma fram í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar.) Með þessa stefnu að leiðarljósi Iagði stjórnin af stað. Nú er ljóst, að við upphaf ársins 1982 verður verðbólgan á verulegri uppleið skv. spám opinberra aðila og hraðinn um það bil 50% á ári eða sá sami og þegar stjórnin tók við. I stað þess að vera sú sama og í helztu viðskiptalöndunum eins og segir í stjórnarsáttmálanum, verður verðbólgan líklega fjórum til fimm sinnum meiri hér á landi en í OECD-löndunum í ársbyrjun 1982, þrátt fyrir kaupskerðingu bráðabirgðalaganna. Þarf þá held- ur betur að grípa til leiftursóknar, ef stjórnin hyggst ná markmiði sínu. Um samstarfið og samráðin við aðila vinnumarkaðarins, sem rík- isstjórnin lagði höfuðáherzlu á eins og sagt var í stjórnarsáttmál- anum, gildir það, að forráða- mönnum ASÍ var að eigin sögn sýnt skjalið, sem lögin voru skrif- uð á, klukkutíma áður en þau voru staðfest af forseta íslands. Þessar staðreyndir um markmið ríkisstjórnarinnar eru rifjáðar hér upp til að koma í veg fyrir þann misskilning, að það hafi í upphafi verið bókfærð ætlun ríkis- stjórnarinnar að efna til aðgerða án samráös við launþega til að ná því markmiði að viðhalda verð- bólgunni í 50%. Vinstri stefna í skattamálum Hækkun skatta milli áranna 1980 og 1981 á verðlagi fjárlaga- frumvarps 1981 er sem hér segir: 1. Orkujöfnunancjald ........ 8 000 2. Innflutn.gj. á sffljcæti . 1 200 3. Nýtt vöruífj- á sæljfæti oif ffosdrykki ........... 3 600 4. Hækkun tekju- og eignarskatta umfram verÖlag (áætlad)___ 6 400 5. Skattahækkun á bensíni umfram verÖlagshækkun .... 4 700 6. Lækkun nýbyggingargj....... +300 7. Lækkun tolla ............ +1 000 8. Lækkun aöiögunargjalda .. +3 100 Samtals 19 500 N.B.: Skattvísitala 145 bætir 6,5 milljörðum við tekju- og eignar- skatta + sjúkratryggingagjald. Þetta þýðir einfaldlega það, að skattar hækka hlutfallslega tals- vert meira en launatekjur al- mennings eða u.þ.b. 20 milljarða gkróna. Ríkisútgjöldin vaxa að sama skapi. Meira fer í ríkishít- ina, en minna situr eftir í vasa almennings. Það er þess vegna augljóst, að stjórnin fylgir vinstri stefnu á sviði skattamála. Efnahagsmála- nefndin skilaði af sér í september Áður en fjallað er um bráða- birgðalögin og efnahagsaðgerðirn- ar er rétt að rifja það upp, að ríkisstjórnin leyfði 7% gengissig gagnvart dollar í desember og hafði þá gengi dollara miðað við krónuna hækkað um 58% milli áramóta, úr 395 kr. í 625. Og á gamlársdag hækkaði svo öll opin- ber þjónusta um 10%. Við þessar aðstæður voru bráðabirgðalögin sett og efnahagsáætlunin kynnt. Bráðabirgðalögin fjalla um fjögur efnisatriði: Verðstöðvun (1. gr.), vexti (2.-3. gr.) og verðbóta- skerðingu (4.-5. og 6. gr.) og Friðrik Sophusson inn formaður Seðlabankaráðs, nýlega í Tímanum, þegar hann er spurður um áhrif sex mánaða reikninganna. Orðrétt segir Tím- inn: „Þessi breyting mun væntan- lega þýða, að vaxtaaukareikningar hverfa sem innlánsform, en verð- tryggðir reikningar taka algjör- lega við. Þetta mun náttúrlega hafa sín áhrif á útlán, og má gera ráð fyrir, að verðtryggð útlán muni aukast stórlega." Halldór Ásgrímsson sagði það sitt mat að breyta þyrfti ýmsum þjónustugjöldum bankanna um leið og nýja innlánsformið yrði tekið upp. Þessum gjöldum hafa sparifjáreigendur hingað til orðið að standa undir, og því hafa vextir af innlánum löngum verið lægri ríkisstjórnina að fresta opinber- um framkvæmdum þrátt fyrir ákvæði fjárlaga yfirstandandi árs. í útvarpinu sl. miðvikudagskvöld sagði fjármálaráðherra, að ekkert væri ákveðið í þessu sambandi. Þetta væri einungis heimild, sem aðeins yrði notuð síðar á árinu, ef sérstök þörf verður á. Sem sagt: Forseti lýðveldisins er látinn gefa út bráðabirgðalög vegna þess að brýna nauðsyn ber til að setja lög á gamlársdag um heimild, sem hugsanlega verður notuð á síðari hluta ársins!! Á sama tíma liggja engar tillögur fyrir um breytingar á skattalögum vegna framtals tekna síðasta árs. Já — það er margt skrýtið í kýrhausnum. Hér er að sjálfsögðu um óþörf bráðabirgðalög að ræða, því að Hjakkað í sama verðbólgufarinu Ræða á Varðarfundi um efnahagsráðstafanir heimild til frestunar opinberra framkvæmda (7. gr.). Þegar fætt er um bráðabirgðalögin, er rétt að hafa í huga, að allt frá því á sl. vori hafa talsmenn ríkisstjórnar- innar sagt, að fyrirhugaðar væru efnahagsaðgerðir. Starfandi var efnahagsmálanefnd, sem skilaði af sér í september. Ríkisstjórnin fjallaði um málið annað veifið frá því í sumar. Stjórnarandstaðan margspurði um lagafrumvörp og benti á nauðsyn lagabreytinga vegna vaxtahækkunar um áramót. Allt kom fyrir ekki. Er lýðræðið „lítilfjörlegt formsatriði44? Sú ríkisstjórn, sem að eigin sögn var sett á stofn til að bjarga virðingu Alþingis, sýndi það í verki, með því að senda þingið heim og taka með þeim hætti löggjafarvaldið úr höndum þjóð- kjörinna fulltrúa, þrátt fyrir hörð mótmæli stjórnarandstöðunnar. Helmingur þingmanna var síðan kallaður til Reykjavíkur milli jóla og nýárs til að gefa ráðherrum umboð til lagasetningar á grund- velli hugmynda, sem fyrst urðu að marktækum tillögum á aðfanga- dag. Sjálfsagt finnst kannski ein- hverjum þetta vera „lítilfjörleg formsatriði", þegar það er rakið hvernig staðið er að lagasetning- unni eins og Svavar Gestsson orðaði j)að nýlega í sjónvarps- þætti. Eg bið ykkur samt um að hugleiða með mér, hvert slíkur hugsunarháttur leiðir okkur, þeg- ar tekið er tillit til þess, að auðvitað eru lýðræðis- og þing- ræðislegir stjórnarhættir aðeins formsatriði. Spyrja má, hvort ein- hver ástæða sé til þess að yfir höfuð að kalla þing saman. Er ekki bara nóg að tryggja sér meirihluta með því að boða suma þingmenn á fundi og kaupa svo atkvæði, sem á vantar. Lýðræðis- sinnar eiga ekki í vandræðum með að svara slíkum spurningum neit- andi, þótt svörin bögglist ef til vill fyrir kommúnistum — ekki sízt þeim, sem á sínum tíma skrifaði í Þjóðviljann þessi fleygu orð: „Al- þingi götunnar þarf að sýna hrokagikkjum valdsins við Aust- urvöll, hver það er, sem ræður úrslitum um allt efnahagslíf þessa þjóðfélags." (Svavar Gestsson í leiðara.) Hvað felst í „verðstöðvun“? Hér á landi hefur verið verð- stöðvun skv. lögum í áratug og verðbólgan hefur aldrei verið meiri. Það er kaldhæðni örlag- anna, að þegar tvær lagaheimildir til verðstöðvunar voru í lögum, jókst hraði verðbólgunnar í sama hlutfalli. Fyrsta grein bráða- birgðalaganna er nákvæmlega eins orðuð og þágildandi verð- stöðvunargrein að öðru leyti en því, að nú er tekið fram, að lagagreinin gildi aðeins til 1. maí; en hún var ótímabundin áður. I fljótu bragði mátti ætla, að stjórnin hygðist gefa verðlag frjálsara 1. maí, en bæði við- skipta- og fjármálaráðherra hafa gert þær vonir litlar með yfirlýs- ingum sínum. Lagagreinin virðist því vera gjörsamlega óþörf, því að nákvæmlega sömu heimildir voru áður í lögum. Formaður verðlagsráðs hefur hins vegar gefið í skyn, að nú eigi að herða verðlagseftirlitið og hverfa frá faglegu mati ráðsins yfir í pólitískt mat á því, hvað sé „óhjákvæmileg" hækkun. Augljóst er, að hækkun á innfluttum vörum vegna gengissigsins í desember, leiðir til óhjákvæmilegrar hækk- unar. Fróðlegt verður að vita, hvort leyfilegt verður að hækka vöruverð á þeirri innfluttu fram- leiðslu, sem hækkar vegna verð- bólgu eða aukins tilkostnaðar í framleiðslulandinu, t.d. olíu. Ef það verður leyft, eiga íslenzkir kaupendur að greiða kostnaðar- hækkun erlendra framleiðenda og þá hlýtur sama regla að eiga að gilda um kostnaðarhækkanir inn- lendra framleiðenda, eða hvað? Ég býst við, að forráðamenn í íslenzk- um iðnaði fýsi að vita svarið. Vextir látnir elta verðbólguna I 2. og 3. grein er fullri verð- tryggingu sparifjár og inn- og útlána frestað um eitt ár, en jafnframt mælt fyrir um verð- tryggingu sparifjárreikninga, þar sem binda má fé til sex mánaða. Eins og flestir vita, hefðu almenn- ir vextir hækkað um 10% um áramótin að óbreyttum lögum, vegna þess að ríkisstjórninni mis- tókst að telja niður verðbólguna. Ríkisstjórnin segist einnig ætla að lækka vexti 1. marz nk. En hvað segir Halldór Ásgrímsson, nýkjör- en útlánsvextir, og er munurinn nú 9—10% að meðaltali, sem væri auðvitað alltof mikill munur. Þjónusta bankanna, s.s. útgáfa og afgreiðsla tékkhefta, og meðferð gíróseðla, væri ekki nægilega hátt verðlögð, sagði Halldór. Þessi þjónusta kostaði auðvitað pen- inga, og aukið mannahald, og fyrir hana yrði að greiða." Hér boðar formaður Seðla- bankaráðs skýrt og skorinort hækkun á þjónustugjöldun banka, þrátt fyrir verðstöðvun og viður- kennir að sjálfsögðu þau augljósu sannindi, að verðtryggð innlán leiði til verðtryggðra útlána, sem auðvitað þýðir vaxtahækkun í 50% verðbólgu. Þannig eru vextir í raun látnir elta verðbólguna. Kaupskerðingin ein er kristaltær Það eina, sem er öldungis skýrt í bráðabirgðalögunum, er, að verð- bætur verða skertar 1. marz um sjö prósentustig. Þessi kaupskerð- ing er réttlætt með því að taka úr sambandi skerðingarákvæði Ólafslaga síðari hluta ársins og miða þá verðbætur að fullu við vísitöiu framfærslukostnaðar. Það sem þá vantar, skal bætt upp með skattalækkunum fyrir láglauna- menn. Um þetta ætla ég ekki að fjölyrða, enda hefur afarmikið um þetta verið rætt og ritað að undanförnu. Nýgerðir kjarasamn- ingar eru afnumdir með lögum, sem að sjálfsögðu dregur úr verð- bólgunni um stundarsakir, en í staðinn er fórnað þeim árangri, sem fékkst fram með 50. og 51. gr. Ólafslaga og staðfest var í síðustu kjarasamningum eftir mikið þóf. Slíkt eykur verðbólguna, þegar frá líður. Reynt er að telja launþegum trú um, að verðbæturnar á síðari hluta árs komi í stað skerðingar- innar 1. marz. Ekkert er hins vegar minnzt á þá staðreynd, að kjarasamningar við opinbera starfsmenn gilda aðeins til 1. ágúst og til 1. nóvember milli VSÍ og ASÍ. Verðbætur, eftir að samn- ingstímabili lýkur, hljóta að vera samningsatriði í nýjum kjara- samningum. Verður opinberum framkvæmdum frestað? Fjórða efnisatriðið í bráða- birgðalögunum er heimild fyrir nægur tími var til að setja slík frestunarákvæði í venjuleg lög, þegar þing kemur saman. Auk þess er í fjárlögum heimild til 3 milljarða gkróna niðurskurðar fyrir fjármálaráðherra. En stjórn- in kýs heldur að fá heimild til að ýta vandamálunum á undan sér með frestun framkvæmda í stað þess að takast á við vandann og efna til niðurskurðar. Þetta kemur reyndar ekki á óvart, þegar það er rifjað upp, að í Ólafslögum var ákvæði, sem skyldaði ríkisstjórn- ina til að skera niður einn millj- arð, en það mistókst með öllu. Á fundi með pabba sínum og nokkr- um ungum framsóknarmönnum um daginn, rifjaði Eiríkur Tóm- asson, fyrrv. aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, þetta upp og sagðist blása á þessa yfirlýsingu í bráðabirgðalögunum, enda myndu kommúnistar ekkert frekar nú en áður spara í sínum ráðuneytum. Hefði ríkisstjórnin skuldbundið sig til að skera niður ríkisútgjöld hefði verið ástæða til að gleðjast. Heimild til niðurskurðar er til í fjárlögum og þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu. Eða eins og sagt hefur verið: „Vilji er allt sem þarf.“ Horfið frá arð- semi til uppbóta Mikilvægasta aðgerðin í fyrri þæfti efnahagsáætlunar ríkis- stjórnarinnar er að sjálfsögðu það, að þvi er lýst yfir, að gengissigi verði hætt um áramót og gengi krónunnar verði haldið stöðugu næstu mánuði. Ekkert er sagt, í hve marga mánuði, en hingað til hefur verið talið, að stöðvun gengissigs eigi að gilda til 1. maí eða sama tíma og verð- stöðvunin. Úr stjórnarherbúðun- um heyrast hins vegar þær raddir, að stöðvun gengissigs eigi aðeins að vera í tvo mánuði og verður fróðlegt að sjá hvor skoðunin reynist réttari. Eins og margoft hefur verið bent á, leiðir stöðvun gengissigs, áður en fiskverð er ákveðið til tvöfalds gengis. Til að halda fiskverði niðri og þar af leiðandi að tryggja stöðugt gengi, hygKst ríkisstjórnin efna til milli- færslna eða styrkja til undirstöðu- atvinnugreinanna. Þannig er það ætlun ríkisstjórnarinnar að hverfa í þessum efnum til hátta, sem viðhafðir voru fyrir áratugum síðan og gáfust mjög illa. Farið er inn á brautir, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur um langan aldur talið að leiði til stöðnunar í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.