Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 Ronald Reagan tekur við embætti forseta Bandarikjanna WaNhington. 20. jan. RONALD Reagan mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna við hátíðlega athöfn í dag. Jimmy Carter mun yfirgefa Hvíta húsið og fljúga heim til Plains, Georgia, eftir fjögur ár í embætti. Verulegur munur er á skoðunum Reagans og Carters, en augljós breyting mun þó varla verða á lífi í Bandaríkjunum og áhrifum stórveldisins í heiminum á augabragði við stjórnarskiptin. Reagan lofaði í kosningabaráttunni, sem hófst fyrir tæpu ári og lauk með stórsigri hans 4. nóvember sl., að ráða bót á efnahagsvanda þjóðarinnar og efla stöðu hennar í varnar- og utanríkismálum. Carter lofaði hinu sama, en kjósendur kusu heldur að reyna Reagan og stefnu repúblikana en leyfa Carter og stefnu demókrata að ráða áfram ríkjum næstu fjögur árin. Meiri viðhöfn, tilstand og hátíðarhöld fylgja embættiseiðtöku Reagans en nokkurs forvera hans. Carter lagði sig fram um að RAÐHERRAR REAGANS Caspar W. Weinberger varnarmála- ráðherra: Akafur talsmaður aukinna útgjalda til varnarmála Fyrstu kynni Caspars W. Woinbergers, sem tekur við emhætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Reagans. aí her- mennsku var holræsagerð í Roberts-herbúðunum í Kali- forniu árið 1941. Weinberger hafði sem ung- ur maður mikinn áhuga á hermálum og reyndi að kom- ast í Konunglega kanadíska flugherinn til að taka þátt i orrustunni um England. Ekk- ert varð þó af þeim fyrirætl- unum hans þvi að fjarlægð- arskyni hans reyndist ábóta- vant og auk þess lagði faðir hans mikla áherslu á að hann iyki lagaprófi frá Harvard áður en hann tæki sér annað fyrir hendur. Eftir að laganámi lauk gerð- ist Weinberger sjálfboðaliði í hernum. Hann barðist í Kyrrahafsstríðinu gegn Jap- önum, var í leyniþjónustu Douglas MacArthurs hers- höfðingja og hafði öðlast kapt- einsgráðu þegar stríðinu lauk. Fyrir afskipti sín af stjórn- málum fékk Weinberger viður- nefnið „Caspar hnífur" enda þótti hann maður aðhaldssam- ur í fjármálum og beitti hnífn- um óspart þegar honum þótti það við eiga. Þrátt fyrir það hefur hann um langan aldur hvatt til þess að Bandaríkja- menn ykju útgjöldin til varn- armála. „Það, sem býr að baki fjár- veitingum til varnarmála er ekkert annað en tilvera okkar sem frjálsrar þjóðar í heimi, sem ekki er hægt að kenna við frið,“ sagði Weinberger fyrir tíu árum þegar hann var aðstoðaryfirmaður fjárhags- og stjórnsýslustofnunarinnar á dögum Nixons. Hann hefur margsinnis varað við þeirri trú margra, að minni útgjöld til varnarmála séu efnahagslífinu holl, og sagt, að það sé rangt vegna þess, að við það dragi úr mætti og virðingu Bandaríkj- anna og auk þess grafi það undan ýmsum iðngreinum, sem eru burðarásar efnahags- lífsins. Caspar W. Weinberger er fæddur í Los Angeles 18. ágúst 1917. Faðir hans var lögfræð- ingur og Weinberger lagði einnig stund á laganám við Harvard-háskóla og útskrifað- ist þaðan með mjög góðum vitnisburði. í fyrstu sneri hann sér að lögfræðistörfum en 1952 var hann kosinn á ríkisþingið í Kaliforníu og var endurkosinn fjórum árum síðar. Árið 1962 varð Weinberger formaður í- samtökum repúblikana í Kali- forníu en vann sér það til óhelgi í augum hinna íbalds- samari samflokksmanna sinna að vilja ekki styðja Barry Goldwater í forsetakosningun- um nema rétt að nafninu til. Weinberger studdi ekki Ron- ald Reagan þegar hann sóttist fyrst eftir útnefningu repú- blikana fyrir ríkisstjórakosn- ingarnar 1966 en kom til liðs við hann þegar hann hafði hlotið útnefninguna. Hann var forseti nefndar, sem hafði eft- irlit með stjórnsýslurini í Kali- forníu og fjármálastjóri en 1969 fór hann til Washington þar sem hann var forseti viðskiptanefndar ríkisins og loks yfirmaður fjárlagastofn- unarinnar. Donald T. Regan fjármála- ráðherra: Víðsýnn en varkár fjármálamaður Donald T. Regan heitir sá, sem tekur við embætti fjár- málaráðherra Bandaríkjanna í dag. Ilann er forseti áhrifamikils verðbréfafyrir- tækis í Wall Street, Merrili Lynch & Company, og það mun koma i hans hlut að taka upp varnir fyrir dollarann og skipuieggja fjármálastefnu stjórnvalda. Þó að fjármálaheimurinn hafi yfirleitt fagnað tilnefn- ingu Regans í embætti fjár- málaráðherra kom hún vinum hans og samstarfsmönnum mjög á óvart. Hann var að vísu í miklu áliti hjá þeim fyrir góðar gáfur og skipulagshæfi- leika en þykir hins vegar einfari og ekki mannblendinn. I vitnaleiðslum fyrir einni nefnd fulltrúadeildarinnar í júlí sl. kom Regan fram með tillögur í skattamálum, sem svipar mjög til þeirra, sem ráðgjafar Reagans hafa gert. Hann lagði til að fjármagns- kostnaður fyrirtækja yrði lækkaður, hámark skattlagn- ingar af hagnaði yrði 21% og skattleysismörk einstaklinga hækkuð í samræmi við verð- bólguna. Regan sagði, að skattalækkun myndi ekki auka verðbólguna ef útgjöldum hins opinbera yrði jafnframt haldið í skefjum. Ef þess yrði gætt myndi skattalækkunin örva efnahagslífið á öllum sviðum. Þó að Regan hafi látið lítið að sér kveða í eiginlegum stjórnmálaafskiptum er hann vel þekktur í heimi fjármál- anna bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Hann á sæti í mörg- um áhrifamiklum nefndum og ráðum og sem forseti stærsta fyrirtækisins í Wall Street og fyrrverandi varaforseti kaup- hallarinnar í New York býr hann yfir mikilli þekkingu á viðskipta- og efnahagsmálum. „Hann gerir sér fulla grein fyrir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig,“ er haft eftir Eugene Rotberg gjaldkera Alþjóða- bankans. Donald Thomas Regan er fæddur í Cambridge í Massá- chusetts 21. desember 1918. Hann tók prófgráðu í ensku við Harvard-háskóla en lagði einnig stund á hagfræði. Að námi loknu árið 1940 gekk hann í landgönguliðssveitir flotans og hafði verið gerður að ofursta þegar stríðinu lauk. Regan fór að starfa fyrir Merrill Lynch að styrjöldinni lokinni og tveimur árum síðar var hann orðinn meðeigandi. Hahn varð forseti fyrirtækis- ins 1969 og undir hans stjórn hefur það blómgast svo mjög, að nú rekur það 600 skrifstofur í Bandaríkjunum og erlendis og hefur í þjónustu sinni 8000 starfsmenn. I starfi sínu hefur Regan haft það að leiðarljósi, að fjármálaheimurinn sé sífelld- um breytingum undirorpinn og þeir, sem ætli sér einhvern hlut á þeim vettvangi, verði að hafa mörg járn í eldinum. Hann hefur þó orð á sér fyrir að hrapa ekki að neinu og tekur ekki ákvörðun fyrr en að lokinni gaumgæfilegri athug- un. Donald T. Regan er kvæntur og á fjögur uppkomin börn. Frístundunum ver hann eink- um á golfvellinum og við lestur bóka og fræðirita um sagn- fræðileg efni, sem hann hefur mikinn áhuga á. Alexander M. Haig utanríkis- ráðherra: Metnaðargjarn inn en fyrst og Fyrir tólf árum virtist sem frama- braut Alexanders M. Ilaigs væri á enda gengin. Hann var 44 ára gamall ofursti i hernum, hafði litla reynslu af raun- verulegum striðsátökum og engar lík- ur virtust vera á frekari stöðuhækkun. UaÍK hefur að visu ekki enn stjórnað herdeild en á þeim tima, sem liðinn er, hefur hann gegnt stöðu varaforseta herráðsins, verið starfsmannastjóri i Hvita húsinu, yfirmaður herja Atlants- hafsbandalagsins i Evrópu og forseti stórfyrirtækisins The United Techno- logies Corp. Allt til þess tíma, að Ronald Reagan valdi Haig sem væntanlegan utanríkis- ráðherra, mátti Haig þakka einum manni ótrúlegt gengi sitt: Richard M. Nixon. Þeir, sem kynnst hafa Haig og unnið með honum, skiptast nokkuð í tvö horn í áliti sínu á manninum. í augum sumra er hann gáfaður, samningalipur og frábær skipuleggjandi, en öðrum þykir hann ráðríkur, ósvífinn og þegjandalegur. öll- um ber þó saman um, að hann sé metnaðargjarn, duglegur og trúr. Á dögum Watergate-hneykslisins neit- aði Haig að mæta fyrir rannsóknarnefnd þingsins og bar því við, að samtöl hans við forsetann væru trúnaðarmál og að þeim trúnaöi ætlaði hann ekki að bregð- ast. Haig hefur síðan staðið við þessa skoðun sína en þó er hætt við að hann verði að rjúfa þagnarheitið þegar leiðtog- ar demókrata í öldungadeildinni taka til að spyrja hann spjörunum úr um aðild hans að Watergate-málum. Það, sem þeim leikur einkum hugur á að vita, er hvort hann skipaði FBI að hlera símtöl embættismanna og blaðamanna, hvort hann hefði beðið Gerald Ford um að náða Nixon, og hvort hann hefði ráðið Nixon frá því að segja allan sannleikann. Alexander Meigs Haig er fæddur í Philadelphia 2. desember 1924. Faðir hans, sem var lögfræðingur, lést þegar Haig var tíu ára gamall og fóru þá nokkuð erfiðir tímar í hönd fyrir fjöl- skylduna. Haig, sem helst aldrei lét sér falla verk úr hendi, vann með skólanum öll sín unglingsár. Hann átti sér þann draum að komast til mannvirðinga innan hersins og það var því mikilvægur áfangi á þeirri braut þegar hann vann sér skólavist í háskóla bandaríska hersins. Fyrstu tveir áratugirnir í hernum voru fremur viðburðalitlir. Hann var með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.