Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 Begin baráttuglaður og boðar kosningar 7. júlí Jerúxalem 19. jan. — AP. 2% atvinnu- leysi í Svíþjóð Stokkhólmi. 19. jan. — AP. ATVINNULEYSI í Svíþjóð í des- embermánuði var um 2 prósent atvinnubærra manna og hafði atvinnulausum fjölgað um tíu þúsund frá því í nóvember og aukningin er 0,3 prósent ef miðað er við sama tíma fyrir ári. Pjöldi ungs fólks sem hefur ekki atvinnu var 35 þúsund í desember 1980 samanborið við 27 þúsund í sama mánuði 1979. Meðal kvenna jókst atvinnuleysið úr 34 þús. í 42 þús. á sama skeiði. Begin MENACHEM Begin var hin baráttuglaðasti og hvergi smeykur er hann greindi fréttamönnum frá þvi i Jerúsal- em á sunnudag. að kosningar hefðu verið ákveðnar í ísraeí 7. júlí nk. Skoðanakannanir á siðustu mánuðum benda ein- dregið til þess að Likud-banda- lag Begins muni þó biða hið ferlegasta afhroð i kosningun- um, enda hefur stjórn Begins átt mjög undir högg að sækja nánast alian þann tima sem hún hefur setið frá 1977. Verkamannaflokkurinn gaf út yfirlýsingu þar sem krafizt var þess að kosningarnar yrðu haldn- ar öllu fyrr, en ekki var ljóst að svo stöddu hvort þingmenn Verka- mannaflokksins myndu beita verulegum þrýstingi til að svo yrði. Kjörtímabili Begins hefði ekki átt að ljúka fyrr en í nóvember á þessu ári. Begin sagði aðspurður, að hann væri sannfærður um, að hann myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum og gegna áfram forsætisráðherraembætti og kvaðst engar áhyggjur hafa af því sem komið hefði fram í skoðanakönnunum; þær hefðu víð- ar og oft reynzt haldlausar og marklitlar. I fréttum israelska útvarpsins sagði, að flestir stjórnarandstöðu- flokkarnir vildu að kosningarnar yrðu fyrr, helzt í maí. Talsmaður Verkamannaflokksins sagði að kosningadagurinn væri ákveðinn með tilliti til þess að þá væru flestir erlendis í leyfum sínum og vonaðist Begin til að hagnast á lélegri kjörsókn. Egyptaland: Hermálafulltrúi í hópi brottrekinna Sovétmanna Sovétríkin: Kalró. 19. jan. - AP. Aðstoðarhcrmálafræðingur við sovézka sendiráðið í Kairó var einn þriggja diplómata sem vísað var úr landi nýlega, sakaðir um njósnir. að því er egypskt tímarit greindi frá um helgina. Blaðið sagði að einn Egypti hcfði einnig verið handtekinn fyrir sömu sakir og hafa þá fjórir verið gripnir á síðustu tveimur vikum, grunaðir um að hafa borið upplýsingar í fulltrúa Sovétríkj- anna. AP-fréttastofan segir að sambúð Egyptalands og Sovétríkj- anna hafi ekki í langan tíma verið jafn stirð og nú, en þó hafi Hassan Aly, utanríkisráðherra Egypta- lands, sagt í dag að reynt yrði að forðast allt sem gæti valdið frek- ari spennu. Meðal upplýsinga sem Sovétmennirnir voru sagðir hafa reynt að afla sér voru upplýsingar um ástand og horfur mála innan egypska þingsins. Egyptinn sem var handtekinn hefur verið bú- settur í Moskvu og er sagður hafa fengið þjálfun þar áður en hann var sendur heim. 30% matvælanna af 3% landsins Bernadette líkast til úr lífshættu BclfaHt. 19. jan. - AP. BERNADETTE Devlin. fyrrvcr- andi þingmaður kaþólskra á N-frlandi og fræg baráttukona fyrir nokkrum árum var í dag sögð ögn hressari og var staðfest að hún væri úr lífshættu en mjög hættulega veik enn. Hún kom til meðvitundar stundarkorn í dag, brosti til vinar sem var í heimsókn og reyndi að lyfta hendi í kveðjuskyni. Eins og frá var sagt í Mbl. fyrir helgina ruddust nokkrir vopnaðir menn inn á heimili hennar og manns hennar og skutu á þau á föstudag. Sjö skot hæfðu Bernadette og þrjú eiginmann hennar. Hann var enn sagður í lífshættu, en ekki útilok- að þó að hægt yrði að spyrja hann nokkurra spurninga. Talsmaður lögreglunnar sagði að þrír hryðjuverkamenn úr hópi mótmælenda, sem voru handtekn- ir eftir tilræðið væru stöðugt í yfirheyrslum, en hafa ekki játað verknaðinn. Vinur þeirra hjóna, sem ekki var nafngreindur sagði frétta- manni AP í dag að Mcaliskey hefði orðið fyrir fyrstu skotunum, þegar hann reyndi að varna byssumönn- unum vegarins. Eltu þeir hann síðan inn í eldhús og skutu hann tvívegis. Hann reyndi að vara konu sína við og ætlaði hún að hlaupa í felur, en tilræðismenn- irnir voru fyrri til og skutu hana sjö skotum eins og fyrr sagði. Lögreglan segir að það sé hald manna að atlagan hafi verið gerð að Bernadette fyrir þátttöku hennar í baráttu kaþólskra á N-írlandi en hún hefur verið atkvæðamikil þótt hún eigi ekki lengur sæti á þingi. Bernadette Devlin Monkvu, 19. jan. — AP. SL. SUNNUDAG var tilkynnt í Sovétríkjunum um ýmsar ráðstafanir stjórnvalda, sem eiga að miða að því að auka matvælaframleiðslu á jarðar- skikum, sem fólk hefur til eigin nota, en þeir eru siðustu leif- arnar af frjálsu framtaki í sovésku efnahagslifi. Jarðarskikar, sem bændum og borgarbúum er leyft að erja í sjálfs sín þágu, eru aðeins 3% alls ræktaðs lands í Sovétríkj- unum en þaðan koma þó um 30% matvælaframleiðslunnar. Ráðstafanir stjórnvalda nú eru gerðar með það í huga að fjölga þessum skikum stórlega og regl- Kínverjar vísa hollenzka sendiherranum á braut kosti um sinn. Ekki var tilgreindur neinn sérstakur tími, en sagt að í ljósi þess hvernig hollenzka stjórn- in hefði reynt að hygla Taiwan kysu Kínverjar að stjórnmálaskipti ríkj- anna yrðu færð niður um stig og myndu nú hafa sendiráðunauta í stað sendiherra í höfuðborgum sín- PekinK, 19. jan. — AP. KÍNVERJAR hafa sakað hol- lenzku stjórnina um að grafa undan vinsemd Hollendinga og Kfnverja með þvf að leyfa sölu á kafbátum til Taiwan. í framhaldi af þessu var hol- lenzki sendiherrann í Peking beð- inn að fara úr landi, að minnsta Verkfall hjá Alitalia Segir í orðsendingu kínversku stjórnarinnar að Hollendingar hljóti að taka á sig alla ábyrgð af þessari ákvörðun. Róraaborx. 19. jan. — AP. FLUGMENN hjá ítalska flugfé- laginu Alitalia hófu verkfal) i Greenpeace- maður í Japan sleppti 150 höfrungum Tókýó, 15. janúar. — AP. KANADÍSKUR náttúruverndar- maður var f dag handtckinn f borginni Shizuoka f Japan fyrir að sleppa 150 höfrungum úr lóni þar sem þeir höfðu verið króaðir af og biðu slátrunar. Kanadamaðurinn, Patrick C. Wall að nafni, er í Greenjieace- samtökunum, hefur viðurkennt að hafa frelsað höfrungana og kveðst hann reiðubúinn að fara í fangelsi, ef nauðsynlegt reynist. Sjómenn í Shizuoka króa af þúsundir höfrunga árlega til slátr- unar, og er þetta ábatasamur atvinnuvegur. dag, mánudag. og mun það standa yfir i sjö daga. Þar af leiðandi varð að aflýsa öllum flugferðum frá ítalfu til annarra Ianda, utan einni, og 90 prósent innanlandsflugferða. Eina flugið sem ekki var hætt við var frá Rómaborg til Buenos Aires með millilendingum í Dakar og Rio de Janeiro. Starfsmenn flugvallarins sögðu að ekki hefðu ýkja margir ferðamenn verið á Leonardo da Vinci-flugvelli í morgun, vegna þess að mörgum hefði verið kunnugt um verkfallið og gert ráðstafanir til að komast leiðar sinnar með öðrum flugfé- lögum. Lestar- og flugferðir frá Ítalíu hafa verið meira og minna í lamasessi síðustu ár vegna tíðra vinnustöðvana. I febrúar/mars í fyrra lagðist flug Alitalia niður í 40 daga vegna verkfalla og lestar- þjónar hafa verið með skyndiverk- föll öðru hverju frá því fyrir jól. Ágreiningurinn nú er sprottinn af því að flugmenn hafa gert kaupkröfur sem ríkið telur sig ekki geta fallizt á. Yrði gengið að þeim myndu nær tvöfaldast laun flugmanna, en þeir eru meðal hæst launuöu ríkisstarfsmanna á Ítalíu. Hafa flugmenn krafist launahækkana og greiðslna í öðru formi sem myndi þýða um 18—30 milljón líra hækkun — eða um 120—198 þús. nkr. Stjórnmála- samband við Venezuela RÍKISSTJÓRNIR íslands og Venezuela hafa tekið upp stjórn- málasamband skv. fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær skipst verður á sendiherrum. ur um skepnuhald verða rýmk- aðar mjög. Veður víða um heim Akureyri -5 skafrenn- ingur Amsterdam 7 skýjaó Aþena 12 heióskírt Barcelona 12 skýjaó BrUssel 2 skýjaó Chicago 6 skýjaö Denpasar 31 rigning Dubiin 10 heióskírt Feneyjar 4 skýjaó Frankfurt 3 skýjað Fsareyjar 4 súld Genf 4 skýjað Helsinki -0 snjókoma Hong Kong 21 heióskírt Jerúsalem 11 heióskírt Jóhannesarb. 26 skýjaó Kaupmannahöfn -3 akýjaó Kairó 18 heióskírt Las Palmas 17 alskýjaó Lissabon 16 heíöskírt London 9 heióskírt Los Angeles 25 skýjað Madrid 10 heióskírt Maiaga 17 heióskírt Maliorka 16 lóttskýjaó Mexicoborg 14skýjaó Miami 18 skýjaó Moskva -3 snjókoma Nýja Delhi 21 heiöskírt New York 1 skýjaó Oaló -9 heióskírt París 9 skýjaó Perth 31 heióskírt Reykjavík -5 skafrenn- Ríó dé Janeíro ingur 36 skýjað Rómaborg 6 heióskírt San Francisco 18 skýjaó Stokkhólmur -5 skýjað Sydney 28 heióskírt Tel Aviv 16 heiöskírt Tókýó 10 heióskírt Vancouver 10 skýjaó Vínarborg 16 snjókoma Tíu unglingar biðu bana þegar eld- sprengju var varpað inn í íbúð Lundúnum, 19. janúar. — AP. TÍU unglingar biðu bana og 30 slösuðust, margir hverjir lífs- hættulega, þegar eldsprengju var varpað inn i ibúð i Lundún- um aðfaranótt sunnudags. Tvær stúlkur héldu þar sameig- inlega afmælisveizlu. Lögregl- an hefur unnið að rannsókn málsins og leitar nú nokkurra unglinga, sem komu óboðnir til veizlunnar en var snúið frá. Afmælisveizla stúlknanna, Angelu Jackson, 18 ára og Yvonne Ruddock, 16 ára, var haldin í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Deptford í Lund- únum. Þar var margt um mann- inn, einkum unglingar ættaðir frá Vestur-Indíum. Hávaðasamt varð í veizlunni og kvörtuðu nágrannar til lögreglu. Laust fyrir klukkan sex var eld- sprengjunni varpað inn og breyttist íbúðin í einu vetfangi í logandi víti. 10 unglingar urðu eldinum að bráð, margir forðuðu sér með því að stökkva út um glugga og slösuðust við fallið og aðrir hlutu brunasár. Angela slapp ómeidd úr hildarleiknum en Yvonne var lögð á sjúkrahús og er líðan hennar sögð alvarleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.