Morgunblaðið - 20.01.1981, Side 12

Morgunblaðið - 20.01.1981, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 ÚTFLUTNINGUR Einar Benediktsson: ÚTFLUTNINGUR ÚTFLUTNINGUR Fengum hærra verð fyrir sildina — vegna samstöðu framleiðenda Fyrirkomulag Um árabil, eða frá 1945, hefur öll sala á saltaðri síld frá íslandi verið í höndum Síldarútvegs- nefndar, en þá ákvað nýsköpunar- stjórn Ólafs Thors að nýta sér heimild í lögum og gera SÚN að einkaútflytjanda á allri saltsíldar- framleiðslu landsmanna. Hins vegar var Síldarútvegsnefnd stofnuð með iögum frá Alþingi 1934 og tóic til starfa fyrri hluta árs 1935. I fyrstu var starfssvið SÚN einkum fólgið í forgöngu um markaðsleit og tilraunum til að selja síld á nýjum mörkuðum, auk þess sem hún hafði með höndum úthlutun veiðileyfa, söltunarleyfa og útflutningsleyfa og samræmdi söltunina makaðsþörfinni á hverj- um tíma. Rétt er að taka fram að SÚN er ekki ríkisfyrirtæki, þótt hún starfi samkvæmt sérstökum Samtökin Viðskipti og verzlun efna í dag til ráðstefnu um íslenzka útflutningsverzlun. í tilefni af því hafa nokkrir forystumenn í útflutningsatvinnu- vegunum skrifað Kreinar fyrir Morgun- blaðið um útflutnintís- starfsemina. lögum, en þess misskilnings hefir víða gætt. Nefndin hefir aldrei fengið fé frá ríkissjóði né öðrum opinberum sjóðum. Tekjur hefur SÚN af útflutningi saltsíldar og sölu rekstrarvara á sama hátt og önnur útflutningssamtök í fisk- iðnaði. Einkaréttur SÚN á sölu saltaðr- ar síldar frá íslandi gildir í eitt ár í senn og áður en þessi réttur er veittur hverju sinni er leitað umsagnar félaga síldarsaltenda, enda gera lögin ráð fyrir því, að hægt sé að gefa saltsíldarútflutn- inginn frjálsan hvenær sem er, ef saltendur óska þess. Auk sölu á saltaðri síld annast SÚN innkaup, sölu og dreifingu á tunnum og öðrum rekstrarvörum fyrir salt- síldariðnaðinn og rekur í því skyni birgðageymslustöðvar víða um land. Stjórn Síldarútvegsnefndar er nokkuð óvenjulega skipuð en í henni eiga sæti átta menn, sem eru fulltrúar síldarsaltenda, út- vegsmanna, sjómanna og Alþing- is. Síldarsöltun og sala á saltsíld Sérstaða síldarsöltunar Saltsíldarframleiðslan er í ýms- um veigamiklum atriðum frá- brugðin öðrum greinum fisk- iðnaðar. Saltsíld er afar vandmeð- farin vara, sem hefur mjög tak- markað geymsluþol, auk þess sem verkun hennar tekur allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði eftir tegundum. Vegna þessa verður að telja söltun síldar svo til óframkvæmanlega nema sölusamningar séu gerðir áður en söltun hefst, enda má ætla að síldarsaltendur væru ekki reiðu- búnir að taka þá áhættu sem því fylgir að salta síld án þess að samningar liggi fyrir. Önnur ástæða þess að illmögu- legt er að hefja söltun án fyrir- framsamninga er sú, að óskir hinna ýmsu markaða eru mjög mismunandi. Er þá ekki eingöngu átt við mismunandi óskir hvað varðar tegundir, heldur einnig mismunandi sérkröfur um fram- kvæmd söltunar á sömu tegund. Auk þess eru kröfur hinna ýmsu markaða afar mismunandi hvað varðar stærðir, fitu- og saltmagn. Hins vegar er að sjálfsögðu ekki vitað um stærðarsamsetningu veiðinnar né fituinnihald síldar- innar þegar fyrirframsamningar eru gerðir. Þessi atriði ásamt ýmsum öðr- um valda því, að markaðsmál saltsíldar og samræming söltunar við markaðsþarfir eru afar flókin og erfið viðureignar. Þótt markaðs- og sölumál séu aðalverksvið SÚN er þó dagleg stjórnun söltunar eitt þýðingar- mesta verkefni fyrirtækisins, þar sem slík stjórnun og yfirsýn yfir heildarframleiðsluna á hverjum tíma styrkir stöðu okkar og traust á mörkuðunum. Sem dæmi má nefna að ekki er óalgengt, að úr sama farmi sé síld verkuð fyrir tvö eða jafnvel fleiri markaðslönd og umframsöltun einstakra teg- unda getur verið illseljanleg þótt aðeins sé um nokkur hundruð tunnur að ræða. Söltunarstjórnin er því mjög vandasöm og tímafrek nákvæmnisvinna, sem krefst góðs samstarfs við saltendur. Saltend- ur verða að fá söltunarfyrirmæli frá SÚN áður en söltun hefst hverju sinni og tilkynna SÚN síðan um framleiðsluna að lokinni söltun hvers dags. Miðstýring SÚN á söltuninni og samræming við markaðsþarfir, er því einn veigamesti þáttur starfseminnar og eykur hæfni fyrirtækisins til sölu og útflutnings þessarar vöru. Það hefur ítrekað komið fram af hálfu kaupenda að þeir telja mikils virði það öryggi, sem oftast fylgir slíku fyrirkomulagi. Markaðsmál En það er ekki nóg að framleiða og stjórna söltuninni. Eins og að framan greinir eru markaðs- og sölumál aðalverkefni Síldarút- vegsnefndar og þau vandasöm- ustu. Fylgjast verður með afla, aflakvótum, gæðum og nýtingu síldar hjá öllum þeim þjóðum sem síldveiðar stunda, svo og öllum helstu viðskiptum sem eiga sér stað á þessu sviði milli landa. Taka þarf þátt í gerð milliríkja- samninga, fylgjast með tollamál- um og aðgerðum viðskiptabanda- laga og kanna breytingar á birgðastöðu á hinum ýmsu mörk- uðum, svo eitthvað sé nefnt. Rétt er að taka fram að söltuð síld er að langmestu leyti fullunn- in neysluvara og fer í verslanir í því ástandi, sem hún er afgreidd héðan, nema hvað kryddsíldin fer nær eingöngu til frekari vinnslu. Markaðssvæði saltsíldar er í Austur-, Norður- og Mið-Evrópu, en auk þess er takmörkuð neysla á saltsíld í Norður-Ameríku og ísra- el. Á árum áður var saltsíld oft kölluð nfæða fátæka mannsins", en í dag telst hún fremur til dýrari matvæla, enda hefur gífurlegur samdráttur orðið í neyslu saltaðr- ar síldar og samkeppni á mörkuð- unum því harnað mjög. Þrátt fyrir stöðugt vaxandi samkeppni nú síðustu ár og mikið umfram fram- boð á síld í heiminum hefur tekist að ná og halda verði fyrir saltaða síld frá íslandi, sem er allmiklu hærra en það verð sem helstu keppinautar okkar bjóða. Þetta hefur tekist þrátt fyrir þá stað- reynd, að síldarsöltun hefur auk- ist verulega ár frá ári og er nú svo komið að á sl. haustvertíð tókst að selja og salta langtum meira af Suðurlandssíld en nam meðaltals- árssöltun Norðurlandssíldar frá því að SÚN tók til starfa 1935 og þar til síldin hvarf af miðunum 1969. Til fróðleiks má nefna að frá því að veiðar á Suðurlandssíld voru leyfðar að nýju í hringnót árið 1975 hefur framleiðsla á saltaðri síld verið sem hér segir: Arið 1975 Árið 1976 Árið 1977 Árið 1978 Árið 1979 ÁRið 1980 95 þúsund tunnur. 124 þúsund tunnur. 152 þúsund tunnur. 194 þúsund tunnur. 180 þúsund tunnur. 270 þúsund tunnur. Útflutningsverðmæti síldar, sem söltuð var á haustvertíð 1980 ÚTFLUTNINGUR er áætluð nýkr. 220—230 milljónir (gkr. 22—23 milljarðar). Allt bendir til, að á árinu 1980 hafi íslendingar framleitt meira magn af saltaðri síld en nokkur önnur þjóð í heiminum. Sem dæmi um erfiða samkeppn- isaðstöðu okkar má geta þess að árið 1977 var verð á fersksíld á íslandi þrefalt hærra en í Kanada. Árin 1978 og 1979 minnkaði þessi munur nokkuð, en 1980 lækkaði svo fersksíldarverðið í Kanada aftur og nú er því spáð að það muni enn lækka árið 1981. Þessu til viðbótar er rétt að ítreka það sem oft hefur komið fram áður í fjölmiðlum, að sjávarútvegur í helstu samkeppnislöndum okkar nýtur gífurlega hárra opinberra styrkja. Þótt farsællega hafi tekist með sölu á saltaðri síld frá íslandi síðustu ár verður því ekki í móti mælt, að miklar blikur eru á lofti varðandi sölumöguleika á næstu árum, þegar tekið er tillit til framanritaðs og þess, að vænta má að veiðar hefjist að nýju í Norðursjó á þessu ári. Möguleikar okkar til að selja á viðunandi verði með fyrirframsamningum álíka magn og selt var á sl. ári eru því að verulegu leyti háðir framtíðar- þróun viðskipta okkar við Aust- ur-Evrópu, einkum Sovétríkin. Þar sem nokkur umræða hefur átt sér stað að undanförnu um réttmæti þess að hafa sölu sjávar- afurða í hendi fárra stórra sölu- fyrirtækja má benda á, að líklega væri síldarsöltun á íslandi óframkvæmanleg í þeim mæli sem nú er án slíks fyrirkomulags. Óheft samkeppni innlendra aðila á erlendum mörkuðum mvndi að öllum líkindum leiða til lægra meðalverðs, sérstaklega á tímum offramboðs eins og nú ríkir á síldarmörkuðunum, enda segja sölufræðin okkur að frjáls sam- keppni færi kaupandanum lægsta söluverð, sem ekki er markmið í útflutningi á íslenskum sjávaraf- urðum. Haraldur Sturlaugsson, Akranesi: Gæðakröf ur við- skiptalandanna mismunandi Útflutningsverslun með skreið hefur verið frjáls hér frá byrjun. Tiltölulega fáir útflytjendur hafa þó orðið rótgrónir í skreiðarút- flutningi. Nú eru sex fyrirtæki sem sinna þessum útflutningi að staðaldri. Mikilvæg út- flutningsvara Skreiðin var mikilvægasta út- flutningsvara okkar í margar ald- ir eða allt fram á fyrri hluta 19. aldar. Þá fór saltfiskverkun að aukast á kostnað skreiðarinnar. í kringum 1880 var svo komið að lítið sem ekkert var flutt út af skreið og skreiðarverkun lá síðan að miklu leyti niðri til 1935. Að tilstuðlan Fiskimálanefndar, sem þá var sett á stofn, hófst fram- leiðsla að nýju og fór svo ört vaxandi, sérstaklega eftir 1950. Frá 1950 til dagsins í dag hafa verið flutt út frá íslandi um 200 þús. tonn af skreið og hausum eða rúm 6.000 tonn á ári að meðaltali. Ef við styðjumst við núverandi útflutningsverðlag á þeirri skreið- artegund sem mest er framleidd, þá getum við talið að fob verð- mæti þess meðalútflutnings sé Sala og út- flutningur á skreið nálægt 20 milljörðum g.króna ef miðað er við gengi bandaríkjadoll- ars í dag. Árið 1980 var með stærri skreið- arframleiðsluárum sem hér hafa komið. Framleiðslan er um 12 þús. tonn af skreið og hausum og er fob verðmæti þess útflutnings um 40 milljarðar gkróna ef miðað er við gengi í dag. Hlutdeild skreiðar í þeim afla af botnfiski sem kom upp úr sjó, hefur sennilega verið um 10 prósent á síðasta ári, venjulega verið frá 1,5 til 5 prósent. Helstu neyslulöndin á skreið eru Nígería og Italía. Nokkur önnur Afríkulönd eins og Kamerún, Ben- in o.fl. Markaður er einnig nokkur í Evrópulöndum. Þá er einnig, þó lítið sé, markaður í U.S.A., Kan- ada og jafnvel Ástralíu. Noregur og ísland eru lang- stærstu framleiðslulönd skreiðar, og til skamms tíma eiginlega þau einu. Framleiðsla í Noregi fer minnkandi vegna minnkandi þorskafla. Nýlega hefur þó Græn- land bæst í hópinn, og telja má líklegt að Kanada hyggi á skreið- arverkun og jafnvel Bandaríkin. (Norðausturströndin.) Verkun á skreið Skreiðarverkun er elsta fisk- vinnsluaðferðin, og fluttist til ís- lands með landnámsmönnum frá Noregi. Hún fer fram á þann hátt, , að fiskurinn er þurrkaður úti, á svokölluðum trönum. Fyrst er fiskurinn slægður og hausaður, síðan tveir spyrtir saman og hengdir þannig upp. Þegar fiskur- inn hefur þornað nægilega er hann tekinn í hús, honum staflað á bretti eða staflað þannig að loft leiki um hann. Þannig þornar hann enn meira og rakinn jafnast í fiskinum. Þegar skreiðin er orðin fullhörð, tekur um 3 mánuði, en fer eftir stærð fisksins, má pakka henni til útflutnings, og er þá jafnframt gæðaflokkuð. Fiskur sem hengdur er upp á trönur, inniheldur 80% vatn en fullhörð skreið um 17 til 18%, 95% af vatninu hefur því verið fjarlægt. Þegar fiskurinn hangir uppi, verð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.