Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 45 Þó ekki væri nema í þakklætisskyni Árelius Níelsson skrifar: „Er þetta hægt? Getur verið að nú eigi að hefjast handa við breytingu á símanotkun hér í höfuðborginni, á þann veg að svipta einstæðinga, hreyfifatlaða og aldrað fólk þeirri ánægju sinni að spjalla í síma við vini sína og vandamenn? Falleg framkvæmd á ári fatlaðra. Mörgum einstæðing- um eru slík sambönd einasta tilefni tilhlökkunar og ánægju. Hart er hrafnshjartað hjá þeim sem eiga slíka uppástungu. Arelíus Níelsson Með sparsemi, dáð- um og heiðarleika Hvers á eldri eða elsta kynslóð- in í landinu eiginlega að gjalda? Hún er sérstaklega hér í Reykja- vík í þörf fyrir hundruð ef ekki þúsundir sjúkrarúma, fær litla áheyrn árum saman. Hún er rænd ánægju af ellilaunum og tóm- stundastörfum með svimháum sköttum. Hún er rænd sparifé, sem safnað var með sparsemi, dáðum og heiðarleika, með geng- issigi og gengisfellingum. Ætti samt að njóta almennra mannréttinda Og nú á að taka frá henni þetta eina samband einstæðinga við vini og vandamenn. Samt hefur þetta fólk lagt auð og allsnægtir, beint og óbeint, í hendur nútímafólksins á Islandi, hallir í stað hreysa, hafskip í stað árabáta, veislukost í stað örbirgðar, ljós í stað myrk- urs. Þótt eldra fólkið eigi engan þrýstihóp eins og hálaunahóparn- ir beita nú broddi sinna kröfu- spjóta, ætti það samt að njóta almennra mannréttinda, þótt ekki væri nema í þakklætisskyni fyrir unnin afrek." Textun Fræbbblanna: Fyrst og fremst ætl að að vera fyndnir Helgi B. Magnússon skrif- ar: ,Til Velvakanda. Fyrir nokkru skrifaði HIA unar- eða vistheimili fyrir aldraða, eins og stungið hefði verið upp á í Velvakanda: — Ég skal segja þér, að það er nefnilega úrslitaatriði þegar staður er valinn fyrir svona stofnun, að hann sé miðsvæð- is. Það er staðreynd, þótt ekki sé hún falleg, að gamla fólkið gleymist okkur, ef það er sett niður á afskekktum stað. Þarf ekki að fara langt frá alfara- leið til þess að svo verði. Nei, svona stofnanir eiga að vera plötudóm á tónlistarsíðu Morgunblaðsins um plötu Fræbbblanna, „Viltu nammi, væna?“ Sem aðdáandi þeirra miðsvæðis. En kannski kæmi einnig til greina að koma upp hverfiselliheimilum um borg- ina, svo að gamla fólkið gæti valið sér verustað nálægt sín- um nánustu. Við þurfum ekki að kafa djúpt niður í þessi mál til þess að skilja hversu yfir- þyrmandi einmanakennd hlýt- ur að grípa fólk, þegar ástvinir þess sjá sér aldrei útskot frá sínum önnum til þess að heim- sækja það. Þar getur hver séð sjálfan sig. langar mig til að koma með nokkrar ábendingar og biðja hann um að endurskoða álit sitt lítilsháttar þar sem ég tel umsögn hans hafa verið full fljótfærnislega. HIA ræðst mjög harkalega á textagerð Fræbbblanna og segir m.a. að flestir textanna fjalli um það að hafa kynmök. Ég hef nú lesið textana sjálfur og mér finnst þetta dálítið hörð ásökun. Mér telst til að af 13 textum Fræbbblanna á plötunni fjalli 2 beint eða óbeint um kynlíf, eða 15% sem er álíka og á plötum Bubba Morthens og Utangarðsmanna að þeim ólöstuðum. Þessir textar eru „í nótt“ og „Bíó“. „í nótt“ fjallar á hrein- skilnislegan hátt um nútíma kynferðisleg sambönd, en hvort sem menningar- og siða- postulum nútímans líkar bet- ur eða verr, eru flest náin kynni unglinga í dag svipuð og lýst er í textanum. Tjaldað til einnar nætur, ekkert meira og ekkert minna. Textinn er á sinn hátt ekkert klúrari en „Eina ósk“ sem varð vinsælt nýlega í flutningi Bjögga „poppstjörnu" (tilvitnun í Bubba Morthens). Hann lýsir bara veruleikanum. Veruleika sem verður að horfast í augu við. Hann inniheldur einnig skot á þá sem freistast til að taka slík sambönd of alvar- lega. „Bíó“ fjallar um geðsjúkl- inga sem eru að taka svokall- aða „snuff-movie“ eða sado- masokistiska klámmynd. Er nafnið komið af jnyndinni „Snuff" sem var auglýst með því að sagt var að aðalleikkon- an hefði raunverulega verið drepin í myndinni og bitarnir seldir (NB, þeir rokseldust í Bandaríkjunum). Máski skot á sjúkleika klámiðnaðarins eða á geðsjúkrahús þar sem sjúkl- ingarnir fá næstum að fara sínu fram. Að síðustu langar mig að benda á það að textum Fræbbblanna er fyrst og fremst ætlað að vera fyndnir, að skoða hlutina frá nýju sjónarmiði. Þeir eru mótvægi við háalvarlega heimspeki- þvælu, húmorlausa þjóðfé- lagsádeilu og sætsúpuvellu nútíma popptónlistar." Fræbbblarnir Lækkun hitakostnaðar er nauðsyn það er augljóst! Þú getur sparað 20-30% af hitakostnaði heimilisins með því að nota Danfoss ofnhitastilla. Danfoss ofnhitastillar og Danfoss þrýstijafnarar hafa sannað kosti sína um allt land. Taekniþjónusta okkar hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum með raunhæfa þekkingu. Leitið upplýsinga um = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.