Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 „Hef leikið í 20 ár og aldrei verið útilokaður" — ÞETTA ER fyrsti leikurinn á ævinni sem ég fæ útilokun í leik, og ég hef stundað handknattleik i 20 ár sagði Páll Björgvinsson fyrirliði Vikings. — Ég braut alls ekki af mér. Þetta voru ekkert annað en stór og afdrifa- rik mistök dómara leiksins. Ég var alls ekki smeykur við að reyna að leika vörnina þrátt fyrir tvær brottvísanir, og ætlaði mér að varast öli brot. Mér leið • Páll Björgvinsson alveg hræðilega illa fyrir utan völlinn og sjá félaga mina missa leikinn niður i tap. Við eigum enn eftir klukkutima baráttu i Evrópukeppninni i ár og við munum leggja okkur alla fram i leiknum úti á sunnudaginn. — ÞR. „Agalegt að tapa þessu“ — ÞAÐ VAR agalegt að tapa leiknum og missa niður sex marka forskot. Slikt á ekki að geta gerst, sagði hinn snjalli markvörður Kristján Sigmunds- son eftir leikinn. Þetta gekk alveg frábærlega vel. Vörnin hjá strákunum var góð og allt gekk okkur i haginn. Isiðari hálfleikn- um var slakað á og þá kom vonleysi upp. Ég er ofsalega vonsvikinn. En síðari leikurinn er eftir. Það getur allt gerst þrátt fyrir að sá leikur verði okkur erfiður. Naumur sigur Aftureldingar Lið UMFA og Týs frá Vest- mannaeyjum léku mikinn hörku- leik i handknattleik i 2. deildinni siðastliðinn laugardag að Varmá i Mosfellssveit. Heimaliðið UMFA sigraði naumlega í leikn- um með einu marki, 19—18. En það mátti þó ekki tæpara standa þvi að Sigurlás Þorleifsson náði að skora mark svo til á sömu sekúndunni og leikurinn var flautaður af. Sigur Aftureldingar var nokkuð sanngjarn, liðið hafði yfirhöndina allan leikinn en tvívegis rétt undir lok leiksins tókst Tý að jafna metin. Þegar þrjár minútur voru til leiksloka var staðan jöfn, 18—18. En á lokamínútunni tryggði Þórður liði sínu sigur með góðu marki. Týr lék maður á mann í lokin og mikill darraðardans var á vellinum. Týr náði boltanum og var mjög nálægt því að jafna metin eins og greint var frá. Staðan í hálÚeik var 11—9 fyrir Aftureldingu. Bestu menn í liði UMFA voru þeir Emil Karlsson UMFA — Týr 19-18 markvörður, Sigurjón og Steinar. Liðið lék vel bæði í vörn og sókn og oft sáust fallegar leikfléttur sem komu vörn Týs úr jafnvægi. Týr lék leikinn ekki mjög vel og gerði oft slæm mistök. Ólafur Lárusson var drjúgur í leiknum, skoraði grimmt og var besti mað- ur liðsins. Með meiri baráttu í leiknum hefði Týr gert betur. Dómarar í leiknum voru þeir Gunnar og Ólafur Steingrímssyn- ir og voru þeim mjög mislagðar hendur við dómgæsluna án þess þó að það bitnaði meira á öðru liðinu. Mörk UMFA: Sigurjón 5, Þor- valdur 3, Björn 4, Steinar 3, Lárus 2, Ingvar og Þórður 1 mark hvor. Mörk Týs: Ólafur 8, Sigurlás 3, Magnús 2, Logi, Þorvarður, Val- þór, Kári, og Davíð 1 mark hver. —þr. „Leikurinn í Svíþjóð verður okkur erfióur“ — segir þjálfari Lugi • Bertil Anderssen þjálfari Lugi, sá fyrir sér gjörtapaðan leik. Hann er smeykur við siðari leikinn. — í MÍNUM augum var þetta tapaður leikur. Það var aðeins spurning hversu stórt tap okkar yrði. Vikingar léku mjög vei og voru erfiðir sagði Bertil Anders- sen þjálfari Lugi eftir leikinn. — Við náðum hinsvegar upp góðri baráttu i siðari hálfleiknum og lékum þá framar i vörninni og það kom Viking úr jafnvægi. Siðari leikurinn verður erfiður. Það er langt frá því að það sé unninn leikur fyrir okkur. Heimavöllur ræður ekki svo miklu að Vikingar gætu hæglega unnið okkur á heimavelli. Við verðum undir það búnir að berj- ast af krafti og stefnum að sjálfsögðu á sigur en það verður erfiður róður. — ÞR. • Bogdan þjálfari Vikings var gifurlega vonsvikinn eftir leik Víkings gegn Lugi. Tekst Bogd- an að leiða lið sitt til sigurs i Sviþjóð. „Þaó voru dómara- mistök að útiloka Pál“ - segir Bogdan „VIÐ LÉKUM lengst af vel í leiknum og það var ægilegt hvernig þetta endaði. Ég tel það hafa verið dómaramistök að Páli skildi hafa verið vikið af leikvelli og útilokaður. Ég hafði lagt fyrir hann að leika ekki af mikilli hörku i vörninni og hann braut alls ekki ólöglega af sér. Það hafði slæm áhrif að hann skyldi ekki geta leikið siðari hálfleik- inn. Ungu ieikmennirnir misnot- uðu góð tækifæri i leiknum, það þjalfari Vikings var dýrmætt. Min skoðun er sú að hafi Páli leikið með allan timann hefði sigurinn orðið okkar næsta örugglega. Við munum berjast af krafti úti, það verður erfiður leikur en við eigum möguleika sagði Bogdan þjálfari Vikings. — ÞR. Handknattielkur Kristján Sigmundsson markvörður Víkings átti snildarleik gegn Lugi. Hér ver Kristján meÖ tilþrifum. uA»m. Emrn«. jar pú stfinclar, 6 hencfin a5\ s ^r>a,wtt uppýynr H > sKiÆiáenacmrt. J ' ------T^~----------^ SPVK/VA Sambond. KEHNSLi ’ MiLLi 3 iL. • t»að eru til margskonar gerðir af skíðum, bæði úr gerfiefni, tré og hvortveggja. Skíði úr gerfiefnum eru auðveld í meðförum og viðhaldi, en nokkru dýrari en hin venjulegu tréskíði. • Það er mikilvægt að skíðin séu af réttari lengd og hafi rétta spennu. Þau eiga að vera með mjúka sveigju framan og aftan við fótstig, þannig að þau fylgi vel brautinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.