Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 betur um gæði knatt- spyrnunnar sem leik- in er í Vestur-Þýska- landi. Það sem ein- kenndi leikina var fyrsta og fremst mik- ill hraði, nákvæmni í sendingum og síðast en ekki síst hversu mikið var reynt af markskotum af löngu færi. Enda voru þau ekki ófá mörkin sem komu úr slíkum skot- um og voru flest þeirra gullfalleg. Og svo komu mörk Atla Eðvaldssonar en hann var viðmælandi okkar og ætlaði að spjalla við Mbl. um reynslu sýna í þýsku knatt- spyrnunni. Það sást greinilega á þeim myndum sem Atli sýndi mér með leikj- um Borussia Dort- mund að frammistaða hans hefur verið góð. Enda hefur hann unn- ið sér fast sæti í liði félagsins. Atli byrjaði keppnistímabil sitt vel og náði að skora sjö mörk áður en hann varð fyrir því óhappi að meiðast rétt fyrir jólafrí sitt. Brot- ið var illa á Atla í einum leiknum með þeim afleiðingum að annar dálkurinn í vinstra fæti brotnaði. Atli hefur því verið frá keppni að undan- förnu en mun að öll- um líkindum verða orðinn algóður um miðjan febrúar. • Atli Eö- valdsson at- vinnumaöur í knattspyrnu meö Borussia Dortmund. Við komum okkur vel fyrir í stofunni og sátum yfir rjúkandi kaffibollum og góðu meðlæti. Myndsegul- bandið var sett í gang og á skjánum birtist hver leikurinn af öðr- um úr vestur-þýsku 1. deildar-keppninni í knattspyrnu. Eftir því sem undirritaður horfði á fleiri leiki sannfærðist hann enn „Elska knatt- spyrnu — Hefur verið mikið um meiðsl hjá iiðinu i vetur, Atli? — Já, það hafa fimm leikmenn hlotið alvarleg meiðsli. En ég er sá fyrsti sem meiðist illa í kappleik. Hinir hafa meiðst á æfingum. Sem sýnir best þá miklu hörku og keppni sem getur verið á þeim. Ég var að fara fram úr sóknarmanni í leiknum og tók af honum boltann. Var síðan að gefa boltann á eigin markvörð þegar ég fékk sparkið frá honum. í fyrstu reyndi ég að haltra um og leika með en varð fljótlega að fara útaf. Ég varð bæði undrandi og hissa þegar ég komst að raun um að ég væri brotinn. í fyrstu var ég ákaflega leiður, en jafnaði mig fljótt. Því þetta er jú hlutur sem getur alltaf skeð í hinni hörðu atvinnumannaknattspyrnu sem leikin er hér í Þýskalandi. — Hvernig hefur þér gengið að aðiagast æfingum og kapp- leikjum hjá Borussia Dortmund? — Þetta hefur verið mjög lær- dómsríkt og skemmtilegt tímabil. En jafnframt gífurlega erfitt og kostað mikla vinnu. Þegar æfingar hófust í júlí á síðasta ári var ég 89 kíló. Og þótti síður en svo of sprettir og erfiðar líkamsæfingar. Hlaupin eru einn stærsti þáttur- inn í undirbúningsæfingunum fyrir keppnistímabilið. — Hvað varðar sjálfa knatt- spyrnuna þá var ég mjög hissa þegar mér var tilkynnt að ég ætti að leika miðframherja. Stöðu sem ég hafði aldrei leikið á mínum ferli. En það er alltaf gaman að fást við eitthvað nýtt og ég var ákveð- inn í því að standa mig vel. Knattspyrnan hér er allt önnur en heima og því sem ég hef vanist. Ég átti að leika fremsta mann sókn- arinnar. En jafnframt að fylgja sókndjörfum varnarleikmönnum andstæðinganna og gæta þeirra þegar þeir voru í sókn. Þetta kostaði geysilega mikla yfirferð á vellinum, og ég var alltof sam- viskusamur í fyrstu leikjunum og keyrði mig alveg út. Svo lærist manni smátt og smátt hvernig best er að leika stöðuna án þess að fórna of miklum kröftum i óþarfa. — Mér gekk mjög vel til að byrja með í leikjum mínum en er líða tók á haustið fór ég að finna til mikillar þreytu. Ég lék mig ekki eins vel lausan og ég hafði • Atla hefur oft verið líkt við hinn fræga Hrubesch sem leikur með Hamborg SV og er vestur-þýskur landsliðsmaður. Hér er Atli að kijást við kappann er lið þeirra léku saman. þungur. Var nýútskrifaður úr Iþróttakennaraskóla íslands og áleit því að ég væri í allgóðri æfingu. En á aðeins þremur fyrstu vikunum sem ég æfði hjá Borussia léttist ég um heil 10 kíló. Fór niður í 79 kíló. Þrátt fyrir að ég borðaði eins og hestur enda lystin í góðu lagi eftir erfiðar æfingar. Ég get nefnt þér lítið dæmi um hversu æfingarnar eru erfiðar. Einn daginn var skógarhlaup. Hlaupinn var hringur sem var um 3 km langur. Ég hélt vel í við öftustu menn og þótti mjög góður þegar hlaupinu var lokið, en það var hlaupið allgreitt. Ég var rétt búinn að ná mér af mestu mæð- inni þegar þjálfari okkar Udo Latek, sagði: „Af stað aftur og nú aukið þið hraðann strákar." Og það var þreyttur Atli Eðvaldsson sem lauk síðari hringnum á skap- inu einu saman. Síðan komu gert og skoraði ekki úr góðum tækifærum. Þá var ég ekki eins ákveðinn. En þetta tímabil var að líða hjá þegar ég varð fyrir meiðslunum. — Við höfum leikið yfir 45 leiki síðan í vor, 21 leik í 1. deildinni og fjöldann allan af æfingaleikjum og vináttuleikjum. Hvað hefur komið þér einna mest á óvart í knattspyrnunni í Þýskalandi? — Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu vel og vinalega mér hefur verið tekið af Þjóðverjunum. Leikmenn jafnt sem stjórnmálamenn hafa lagst á eitt að hjálpa mér í einu og öllu þegar illa hefur gengið. Og nú síðast þegar ég varð fyrir meiðsl- unum var allt gert fyrir mig sem hægt var. Það er einstaklega góður liðsandi og mikið unnið saman. Satt best að segja átti ég Þórarinn Ragnarsson ræðir við Atla Eövaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.