Morgunblaðið - 20.01.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 20.01.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1981 11 Hreinræktaður Jón Birgir Pétursson: EINN A MÓTI MILLJÓN 141 bls. örn og Örlygur Þetta er einn hinna nýju ís- lensku reyfara og önnur bók höfundar, en í fyrra kom út eftir Jón Birgi sagan VITNIÐ SEM HVARF. Af þessari nýju bók að dæma er Jón Birgir ekki á sænsku línunni og ekkert að reyna að gera spæjarasögur að þjóðfélagslega meðvituðum heimsósómabók- menntum. Hér virðist mér vera á ferðinni býsna hreinræktaður reyfari, meira að segja með skot- bardögum í kirkjum og skugga- legum vörugeymslum í útlöndum. Ekki er ráð að rekja söguþráð svona bóka, en óhætt mun að segja að spæjarinn Elías er hér að Bðkmenntlr eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON reyna að hafa uppi á íslenskum manni sem horfið hefur á dular- fullan hátt og sennilega farið í sjóinn. Sögusviðið er einkum ís- land og Holland og inn í söguna fléttast rík og voldug ætt manns- ins sem hvarf, sem og eiturlyfja- bófar í Rotterdam og víðar. Sögu- þráðurinn er ekkert síðri en í útlensku spennusögunum og spennan oft töluverð. Enda þótt þessi bók standist reyfari ekki samanburð við erkireyfara á borð við „Dag sjakalans" eftir Frederick Forsyth virðist mér höfundurinn einatt sýna einkar sannfærandi tilburði og held að engu sé að kvíða í reyfaradeild íslenskra bókmennta. Ýmsir ágæt- ismenn eru farnir að fást við þetta og vonandi kemur brátt að því að þetta verður umtalsverður gjald- eyrissparnaður fyrir þjóðina. Mér finnst dálítið freistandi að bera saman þessa bók Jóns Birgis og bók Gunnars Gunnarssonar, „Margeir og spaugarinn". Þessar sögur eru næsta ólíkar enda þótt þær teljist til sömu bókmennta- greinar. í bók Gunnars fá persón- urnar sjálfar meira rými og verða því skýrari. Hins vegar fannst mér sú saga ekki eins spennandi Jón Blrgir Pétursson. og þessi og feginn var ég að vera laus við karlhlunkinn hann Mar- geir. Þar eð ég hef takmarkaðan áhuga á sálarlífi og stjórnmála- skoðunum leynilögreglumanna kunni ég ágætlega við hinn fyrir- ferðarlitla Elías, spæjara Jóns. Niðurstaðan af þessum saman- burði er því sú að mér finnst „Einn á móti milljón" betri reyf- ari, en „Margeir og spaugarinn" betri skáldsaga. Bókmenntafræðilega séð er „Einn á móti miiljon" afskaplega íhaldsöm bók og þjóðfélagslega meðvitundarlaus. En ég held að henni sé ekki ætlað annað, og finnst það allt í lagi. Þar fyrir utan held ég að ef bókmenntir eiga nokkurn tíma eftir að frelsa heim- inn, þá verði það alltént ekki reyfarar. Stíllinn á bókinni er ákaflega hversdagslegur og málið rislítið. Á stöku stað hnaut ég um ambögur í málfari, en þær voru ekki margar. Sú hvimleiðasta var eftirfarandi setning (bls. 78V. „Hún hafði skilið að hann einnig hafði verið blekktur.“ Þetta er útlensk orða- röð og hefði prófarkalestur átt að útrýma slíku og þvílíku. Annars stendur þessi bók að flestu leyti mjög vel fyrir sínu. Tvcir Verðlauna hafar með reksturskostnað í lágmarki A mjög tiagstæðu verði TOYOTA er bíllinn sem heldur í við hvaða verðbólgu sem er... TOYOTA COROLLA: Metsölubíll um allan heim. Glæsilegur fjölskyldubíll. Rúmgóður og vel gerður að innan með stórt farangursrými. Bíll, sem eins og aðrir Toyota bílar er traustur, öruggur, viðhaldsléttur og eyðir litlu bensíni. TOYOTA TERCEL: Framhjóladrifinn bíll, sem er óvenju rúmgóður. WTOYOTA Sportlegur, hljóðlátur, og með frábæra aksturseiginleika. Bíll sem eyðir ótrúlega litlu og er eins og aðrir Toyota bílar, traustur, öruggur og viðhaldsléttur Bílar, sem komast langtá litlu ... til afgreiðslu nú þegar UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 UMBOÐIÐ A AKUREYRI; BLÁFELL S/F ÖSEYRI 5A —SÍMI 96-21090 Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.