Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 Enn um Blindisleik Það hefði einhverntíma þótt ástæða til að geta þess, að nærri fullt hús áhorfenda væri á 9. sýningu danssýningar á íslandi. En það er af öðru tilefni að ég skrifa aftur um Blindisleik. Ingibjörg Pálsdóttir hefur tekið við hlutverki Freyju af Sveinbjörgu Alexanders, sem ekki gat verið hér lengur, vegna anna í starfi sínu ytra. Þessi sýning er svo viðamikil, að gott er að sjá hana oftar en einu sinni. Augað festist á mörgu atriðinu, er ekki var séð við fyrstu sýn. Taugaspenna sem ég varð vör við á frumsýningu hafði minnkað hjá dönsurunum. Einkum var fyrsti þrídans þeirra Ásdísar Magnúsdóttur, Helgu Bernhard og Guðrúnar Pálsdóttur miklu léttari nú og þær mýkri í öllum hreyfingum. Sama má segja um Conrad Bukes í sínum síðasta sóló, hann var ennþá betri nú. Ingibjörg Pálsdóttir er einn af okkar beztu dönsurum. Hún hefur starfað með íslenska dansflokknum fpá stofnun hans 1973 og tekið þátt í öllum sýningum hans, að undanskildu einu ári er hún var við dansnám í Bandaríkjunum. M.a. dansaði hún hlutverk Lucille Grahn í Pas De Quatre, er Anton Dolin samdi og stjórnaði hér á Listahátíð 1978. Nú fær hún sitt fyrsta stóra tækifæri sem Freyja í Blindisleik. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með hana. Dansinn var hnökralaus. Sóló hennar í fyrsta þætti sýndi góða hæfileika en nokkuð vantaði á tæknilegu hliðina þar. Aftur á móti vann hún á og var stórkostleg BALLETT eftir Liiju Hallgrímsdóttur í hlutverkinu eftir að Kolur (Michael Molnar) kemur til skjalanna. Og tvídans þeirra, þegar Freyja er í varnarhringnum, var frábær. Hún túlkaði átök Freyju við hið illa, svo og gieðina er hún varð frjáls á ný ógleymanlega. Það atriði finnst mér enn vera hápunkt- ur sýningarinnar, svo sterkt höfðar það til nútímans. þar sem svo margir eiga um sárt að binda vegna alls kyns afleiðinga lífsgæðakapphlaupsins. Væri betur að fleiri „Búar“ væru í heiminum, með hans hjálpsemi kærleika og skilning á vandamálum annarra. Þetta er ekki aðeins sigur Ingibjargar heldur danslistarinnar á íslandi í heild. Við getum kinnroða- laust keppt við aðrar þjóðir á þessu sviði. Það er ekki amalegt fyrir ungar, efnilegar danserínur eins og Láru Stefánsdóttur, Helenu Jóhannsdóttur og Katrínu Hall að byrja sinn feril með þátttöku í sýningu sem þessari. Því miður mun Blindisleikur aðeins verða sýndur út janúarmánuð, því þá fara erlendu dansararnir af landinu. Vil ég því enn hvetja fólk til að missa ekki af þessum viðburði í svartasta skammdeginu. Ingibjörg Pálsdóttir „Þetta tæki er ómissandi við framli á pr jónav Pétur Sigurjónsson (t.h.) og Sigurður Gunnlaugsson við þvottavélina á Prjónastofunni að Auðbrekku 34. Liósm. Krlstlán. Rætt við Pétur Sigurjónsson, verkfræðing, um örtölvutæki er hann hefur fundið upp og hannað Á miðri myndinni er þvottastýringartækið sem reynst hefur leysa öll vandamál í sambandi við þvott á prjónavoð. Það er ekki hægt að segja að mikið fari fyrir þvi. UM NOKKURT skeið hefur staðið yfir hönnun og smíði örtöivutækis, sem stjórnar þvotti á prjónavoð og var það nýlega tekið í notkun. Hefur tækið verið smíðað í samvinnu við Örtölvutækni sf. og Iðntæknistofnun ís- lands, en hugmyndina að því átti Pétur Sigurjónsson, trefjaiðnaðarverkfræðing- ur, en hann starfar að iðn- rannsóknum við Iðntækni- stofnun. Tæki þetta hefur nú verið í notkun í tvo mánuði á Prjónastofunni við Auðbrekku 34 og hefur reynst valda því hlutverki er því var ætiað. Blaðamað- ur Morgunhlaðsins ræddi við Pétur og var hann fyrst spurður hver væri ástæða þess að ráðist var í smíði þessa tækis. „Þetta hófst eiginlega með því að ég var fenginn til að fara til Bandaríkjanna haustið 1977 vegna kvartana um galla á íslenzkri ullarvoð," sagði Pétur. „Þessar kvartanir reyndust eigá rétt á sér og var orsök gallanna sú að prjónavoðin var misjöfn, mishrein og misþæfð. Þvottur- inn á ullarvoðinni var greinilega of misjafn. Skömmu eftir að ég kom heim, fékk ég fyrirtækið Örtölvutækni sf. í lið með mér um að kanna hvernig hægt væri að búa til sjálfvirka stillingu sem sæi um að þvottavélar á prjónastofum ynnu alltaf eins og ekki yrði um svona mikil frávik að ræða í þvotti ullarvoðanna. Við byrjuðum á að setja sam- an örlítið tæki í tilraunaskýni, til að finna út hvernig slíkt stýritæki yrði byggt upp, því engin fyrirmynd var til um víða veröld. Þannig fikruðum við okkur áfram og eftir nokkrar tilraunir fórum vð út í að smíða hálfsjálfvirka stýringu. Það tæki hefur nú verið tekið í notkun á öllum íslenzkum prjónastofum. Það stjórnar þó aðeins þvotta- og þæfingarhlutföllum en starfs- maður verður að sjá um þvotta- vélina, annast fyllingu, tæm- ingu, íblöndun þvottaefna o.fl. Það sér hins vegar um að voðin verður alltaf eins og með því var vandamláið raunveruiega leyst. En eins og gengur og gerist þá er hætt við að menn gleymi sér og við notkun þessa tækis mátti lítð út af bera. Þess vegna fórum við út í að hanna stýribúnað sem stjórnaði allri þvottameðferð- inni. Allir áfangar í þvotti voð- arinnar voru ákvarðaðir fyrir- fram með stillingu á stjórntöflu, fylling á þvottavél, íblöndun þvottaefna og fylling og tæming í sambandi við skolun. Einnig ákvarðar stjórntölvan hve oft vélin skolar, stöðvar vélina og kveikir á rauðu ljósi, sem gefur starfsmanni til kynna að taka megi voðina úr þvottavélinni. Með hinni endanlegu gerð þessa tækis vinnst 80% vinnu- sparnaður þess starfsmanns sem annast þvottinn. Það er þó ekki aðalatriðið, heldur hitt, að prjónavoðirnar koma allar eins úr þvottavélinni. Þessa stjórn- tölvu má tengja við hvaða þvottavélargerð sem er og still- ingarmöguleikar eru ótakmark- aðir. Þessi árangur næðist aldrei með þeim búnaði sem venjulegar sjálfvirkar þvottavélar eru byggðar á. Þær hafa vélræna stýringu sem er það gróf að hún myndi aldrei gagna við þvott á prjónavoð, frávik slíks búnaðar eru talin í mínútum en með því tæki sem við höfum smíðað er hægt að stilla hvern verkáfanga upp á sekúndu." Nú ert það þú sem raun- verulega finnur þetta tæki upp en Örtölvutækni sf. sér svo um smiðina, er það ekki? „Jú, það er ég sem á hugmynd- ina en Björgvin Guðmundsson og Hreinn Sigurðsson á Örtölvu- tækni sáu um að tölvuvæða hana, ef svo mætti segja. Tækið er þannig íslenzk uppfinning að öllu leyti, hönnuð og smíðuð hér á landi. Iðnrekstrarsjóður veitti svo Iðntæknistofnun íslands styrk til að þróa hina endanlegu gerð þess. Sigurður Gunnlaugs- son, eigandi Prjónastofunnar við Auðbrekku 34, gerði okkur mögulegt að fullkomna tækið með því að veita okkur aðgang að prjónastofu sinni og gera tilraunir með það þar. Það hefur orðið okkur ómetanlegt því án lipurðar hans og góðrar sam- vinnu hefði þetta orðið erfitt." Verður farið út í fjölda- framleiðslu á þessu tæki i náinni framtíð? „Þessi tölvustýring er það veigamikið atriði að allar prjónastofur verða að hafa hana, tækið er alveg ómissandi við framleiðslu á prjónavoð. Tækið er tiltölulega ódýrt og leysir alveg þau vandkvæði sem voru á að halda prjónavoðinni í réttu horfi í þvotti og eykur auk þess nýtingu voðarinnar í sníðingu og saumaskap. Tækið hefur nú ver- ið í notkun í tvo mánuði og við teljum að á það sé komið viðun- andi reynsla og þess vegna er ekkert til fyrirstöðu að hefja fjöldaframleiðslu á því. Það hefur orðið gífurleg fram- för í gæðum íslenzks ullariðnað- ar á undanförnum árum sem hefur leitt til aukinnar sölu og tryggt hátt verð. Ef gæðunum hrakar skeður annað tveggja, varan selst ekki eða verðið lækk- ar. Á erlendum mörkuðum er algengt að léleg vara sé seld á helmingi þess verðs sem fæst fyrir gæðavöru og er þá venju- lega um óvandaða fjöldafram- leiðslu að ræða. íslenzki ullar- iðnaðurinn hefur ekkert inn á slíkar brautir að gera, það myndi einungis leiða til þess að hann yrði láglaunaiðngrein og þar að auki er ekki nægilegt ullarmagn hér fyrir slíka fram- leiðsluhætti. Okkur ber að halda okkur við markaði þar sem verðið er hátt og kröfurnar miklar, þannig verður arður okkar mestur en þá er líka allt komið undir vörugæðunum," sagði Pétur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.