Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 29 plír®0ílWÍ^feí>ilí5> Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Lausn gísladeilunnar og nýr Bandaríkjaforseti Asíðustu klukkustundunum fyrir brottför sína úr Hvíta húsinu getur Jimmy Carter glaðst yfir samkomulagi um að gíslunum í Teheran skuli sleppt. í staðinn hafa 8000 milljónir dollara verið fluttir á bankareikninga, sem íranir hafa ráðstöfunarrétt yfir. Þessa fjármuni frysti Jimmy Carter í bandarískum bönkum eftir að starfsmenn í bandariska sendiráðinu í Teheran höfðu verið teknir ásamt sendiráðsbygg- ingunni og öllu lauslegu í henni 4. nóvember 1979. Síðan þá hafa 52 sendiráðsstarfsmenn verið á valdi íranskra öfgamanna, sem hafa öskrað á hefnd í nafni íslömsku byltingarinnar. Fyrst kröfðust þeir framsals á íranskeisara. Eftir andlát hans heimtuðu þeir fjármuni og kröfðust upphaflega 24 milljarða dollara. Stjórnleysi í kjölfar byltingarinnar, samdráttur í olíuframleiðslu og hrakfarir í hernaðarátökum við íraka hafa leikið Irani grátt fjárhagslega. Þegar Ronald Reagan sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 4. nóvember síðastliðinn urðu Iranir hræddir. Sá atburður virðist jafnvel hafa haft meiri áhrif á þá en misheppnaði björgunarleiðangurinn, sem Carter efndi til í apríl síðastliðnum. í desember kom fram ný afstaða Irana til málsins og fyrir milligöngu Alsírstjórnar hefur samkomulag nú tekist. Velferð gíslanna hefur verið í fyrirrúmi hjá Bandaríkjastjórn. Jafnvel þegar þeim átti að bjarga með hervaldi var fullyrt, að það hefði verið unnt án þess að fórna lífi þeirra. Ástæða er til að fagna samkomulaginu, sem tekist hefur. Fögnuðurinn á rætur að rekja til mannúðlegra sjónarmiða. Ekki er þó unnt að gleðjast yfir frelsun gíslanna, ef hún yrði öðrum til eftirbreytni. Sendiráðsmenn hafa verið notaðir sem tæki til fjárkúgunar. Því mega menn ekki gleyma og þess vegna er ekki nógu sterklega unnt að fordæma allt hátterni írana í málinu. Á þessu stigi liggja ekki fyrir upplýsingar um einstaka þætti gíslamálsins. Enn hafa ekki borist lýsingar á aðbúnaði sendiráðsstarfsmannanna eða hvernig með þá var farið. Þær munu setja svip sinn á fréttir næstu vikna. Mannúðarsjónar- miðin eiga síðan eftir að víkja fyrir öðrum þáttum þessa máls. Það kemur í hlut Ronald Reagans, sem tekur við embætti Bandaríkjaforseta í dag, að nýta hina nýju stöðu til sem mestra hagsbóta fyrir land sitt og Vesturlönd í heild. Eins og málum er nú háttað bæði í írönskum stjórnmálum, við norður- og austurlandamæri írans, í Afganistan, og í suðvesturhorni þess, á landamærum íraks og í Persaflóa, er unnt að líta á landið sem púðurtunnu við helstu orkulindir Vesturlanda. Forsendur ættu nú að vera fyrir því, að vestrænir aðilar ræði við ábyrg öfl í Iran, finnist þau, um ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins. Þegar sá fyrir endann á gislamálinu byrjaði málgagn sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, venjubundinn undirróður sinn og hélt því meðal annars fram fyrir fáeinum dögum, að Bandaríkjamenn væru að undirbúa innrás í íran. Greinilega finnst Kremlverjum það ekki í samræmi við stórveldahagsmuni sína, að gísladeilan leysist. Segir það sína sögu. Sagt hefur verið, að niðurlæging Bandaríkjamanna vegna gislamálsins hafi orðið til að breyta afstöðu þeirra til valdbeitingar. Sumir orða það þannig, að þeir hafi með þessu áfalli náð sér eftir áfallið vegna Víetnamstríðsins. í kosninga- baráttu sinni lagði Ronald Reagan höfuðáherslu á það, að Bandaríkjamenn yrðu að hafa afl til að láta til sín taka, hvar sem hagsmunir þeirra væru í húfi, og aflið dygði ekki eitt heldur yrði pólitíski viljinn einnig að vera fyrir hendi. Endurreisn bandarískrar þjóðarvirðingar er eitt af kjörorðum Reagans. Honum verður auðveldara að ná því markmiði sínu, nú þegar samkomulag hefur tekist um gíslamálið. Rutt hefur verið úr vegi vandamáli, sem í rúma 14 mánuði hefur haft forgang fram yfir öll önnur í störfum Bandaríkjaforseta. Frelsun gíslanna gerir Ronald Reagan kleift að helga sig framkvæmd þeirra verkefna, sem hann ræður mestu um sjálfur. Lausn gíslamálsins er því ekki aðeins mannúðarmál heldur hefur hún miklu víðtækari afleiðingar. Allar breytingar á stöðunni í nágrenni Persaflóa hafa áhrif á almenna þróun alþjóðamála. Þegar jafn mikilvægir atburðir gerast í sömu andrá, að gíslarnir fá frelsi og nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum, er svo sannarlega unnt að tala um þáttaskil og ástæða til að huga gaumgæfilega að framhaldinu. Ekki síst fyrir okkur í landi, sem liggur um þjóðbraut þvera, þegar mikilvægustu öryggishagsmunir stórveldanna eru annars vegar. 444 DÖKKIR DAGAR í LÍFI GISLANNA -444 DÖKKIR DAGAR í LÍFI GÍSLANNA— 444 DÖKKIR DAGAR í LÍFI GlSLANNA— Viðhorfin breyttust við óbilgimi Khomeinis Það eru 444 dagar frá því að martröð gíslanna í bandaríska sendiráðinu í Teheran hófst. Sunnudaginn 4. nóvember 1979 barst sú fregn um heim allan að „uppivöðsluseggir" hefðu ruðst inn á lóð sendiráðsins, lagt það undir sig og tekið allt að eitt hundrað manns í gísl- ingu. Þennan dag sat Jimmy Cart- er forseti á fundum í Camp David og ráðfærði sig við helztu ráðgjafa sína hvernig hann skyldi haga baráttu sinni fyrir því að hljóta útnefningu Demókrataflokksins við for- setakosningarnar. Forsetanum stóð viss stuggur af Edward Kennedy öldungadeildarþing- manni er ákveðið hafði að keppa við Carter um útnefn- frá íran og að frysta íranskar innistæður í Bandaríkjunum. Það var aðeins eitt sem íranir vildu í skiptum fyrir gíslana, keisarann. Eftir sendiráðstökuna braust út í Iran mikil hatursbylgja í garð Bandaríkjanna. Hópar fólks söfnuðust saman við sendiráðið, hrópuðu ókvæðis- orð og brenndu bandaríska fánann, sem virtist til í miklu upplagi í landinu. Lítið fór fyrir mótmælum í Bandaríkj- unum til að byrja með, en seinna kom til uppþota og gripið var til ofbeldis í auknum mæli er íranskur námsmaður þar í landi skaut bandarískan táning til bana. Fljótlega létu íranir lausa 13 gísla, fimm konur og átta Og þrátt fyrir fall keisarans og þrátt fyrir það að Khomeini hafði tekið við æðstu stjórn mála í Iran, vantreysti Carter leynilegum upplýsingum og ráðleggingum utanríkisráðu- neytisins, þar sem hvatt var eindregið til þess að keisaran- um yrði ekki undir neinum kringumstæðum veitt hæli í Bandaríkjunum. Honum var tjáð, að það kynni að hafa alvarlegar afleiðingar, líkleg- ast yrðu bandarískir þegnar í Iran teknir í gíslingu í staðinn. Þegar keisarinn sótti um að fá að koma til Bandaríkjanna til læknismeðferðar skunduðu tveir nánir vinir hans, Henry Kissinger fyrrum utanríkisráð- herra og David Rockefeller miðlunar, þar sem ýmsir aðilar áttu hlut að máli, er loks leiddu til þess að gíslarnir voru leystir úr prísundinni, eftir 444 daga í haldi. Ymsir aðrir viðburðir komu til sögu og áttu sinn þátt í því að gísladeilan leystist. Þegar sá orðrómur komst á kreik, að Bandaríkjamenn væru að undirbúa innrás í íran til að frelsa gíslana, brást Khomeini ókvæða við, og hvatti æskufólk í íran til að vopnbúast og vera viðbúið stríði. Khomeini varaði jafn- framt við því, að allar tilraunir til að frelsa gíslana með her- valdi yrðu til þess að þeir yrðu teknir af lífi, allir sem einn. Engu að síður tóku Banda- ríkjamenn að undirbúa hernað- araðgerðir. Sjötti flotinn var í um að Carter léti undan þrýst- ingi og féllist á framsal keis- ara, hljóta þær vonir að hafa brostið þegar keisari þáði boð Sadats forseta og hélt frá Panama til Egyptalands. Þar með gátu Bandaríkjamenn ekki ráðskast með framtíð keisar- ans. Hart var vegið að Carter, en taka sendiráðsins virtist í fyrstu ætla að bjarga honum frá alls konar vandræðum, þar sem málið dró athygli almenn- ings frá ýmsum málum heima fyrir. Þegar á leið snerist gíslamálið upp í aðra martröð Carters. Hann var sagður skorta leið- togahæfileika, en þegar harðn- að hefur á dalnum hefur staða hans í gísladeilunni kæmi til með að hafa veruleg áhrif þegar Bandaríkjamenn kysu sér forseta í nóvember 1980. Eitthvað afdrifaríkt varð að gera, og ákveðið var að freista þess að senda sérþjálf- aða víkingasveit inn í íran til að frelsa gíslana. Það var 25. apríl síðastliðinn að sveitin lagði upp í ferð sem endaði með ósköpum. Átta bandarískir hermenn fórust, sex þyrlur glötuðust og einnig flutninga- flugvél, eins og frægt varð, og sveitin komst ekki nær gíslun- um, en á blett í auðninni í grennd við Teheran, í 30 kíló- metra fjarlægð frá bandaríska sendiráðinu. íranir ærðust af reiði vegna tilraunarinnar en þess að gíslarnir yrðu leystir úr haldi. Þegar keisari lézt svo úr krabba í Egyptalanai í júlí vöknuðu vonir gíslanna á ný, þar sem írönsk yfirvöld gátu ekki lengur hengt sig á þá kröfu að fá keisara framseldan áður en gíslarnir yrðu leystir úr haldi. En þá gripu Khomeini og hans menn til annarra bragða, settu ströng skilyrði um að eigum keisara í Bandaríkjun- um yrði skilað, að bandarísk yfirvöld viðurkenndu að hafa framið afglöp með því að styðja keisara og að eigum írana er frystar voru í Banda- ríkjunum yrði skilað, áður en til þess kæmi að gíslarnir yrðu leystir úr haldi. Fáir kenna Carter hvernig fór Fróðir menn telja, að mikill minnihluti vilji í raun kenna Carter sjálfum hvernig gísla- málið klúðraðist hvað eftir annað, sökin liggi fyrst og fremst hjá írönum. Aldrei hafi verið hægt að spá fyrir um viðbrögð írana og lengi vel hefði ekki verið ljóst hverjir færu með völdin þar í landi. Þá hefðu beinar samningaviðræð- ur ekki átt sér stað, þótt Alsírmenn hefðu þegar í febrú- ar í fyrra reynt að miðla málum, er alsírskur diplómat var í nefnd Sameinuðu þjóð- anna er fór til Teheran þeirra erinda að finna flöt til lausnar deilunni. Þær tilraunir urðu Steven Lauterbach Jerry Plotkin Victor Tomscth Donald Hohman Paul Lewia Thomae Ahern Fred Kupka John McKeel ingu flokksins. Samkvæmt skoðanakönnunum naut Kennedy helmingi meira fylgis kjósenda en Carter, og mögu- leikar hans á endurkjöri þóttu hverfandi sakir slægrar frammistöðu hans í skoðana- könnunum. Með sendiráðstökunni hófst hins vegar röð atburða er áttu eftir að hjálpa Carter til að hljóta útnefninguna, þótt síðar ættu þeir eftir að leiða til eins mesta ósigurs forseta í kosn- ingum og skerða álit Banda- ríkjanna út á við. Fyrstu fréttirnar af sendi- ráðstökunni bárust Washing- ton um hádegisbilið. Viðbrögð cinkenndust til að byrja með af tortryggni, en seinna braust út gremja, sem vart ætti að þurfa að iýsa. Talið var í fyrstu, að málið leystist fljótt, það þótti óhugs- andi að íranskur uppivöðslu- hópur, með nýju byltingar- stjórnina á bak við sig, þyrði að storka Bandaríkjunum svo nokkru næmi. Talið var jafn- vel, að nægja mundi að senda tvo til þrjá lágt setta embætt- ismenn til írans til að fá gíslana Iausa úr haldi. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Diplómatar komust aldrei nema til Istanbul. Það hafði heldur engin áhrif á yfirvöld í íran að flæma burtu Irani er dvöldust með ólögleg- um hætti í Bandaríkjunum. Orð Páfa dugðu ekki heldur, né sú ákvörðun Bandaríkjastjórn- ar að hætta olíuinnflutningi lita menn, en Ayatollah Khomeini lýsti yfir við það tækifæri, að gíslarnir sem eftir væru, 53 að tölu, yrðu leiddir fyrir rétt og sakaðir um njósn- ir. Upp úr þessu hættu menn að trúa á skjóta lausn gíslamáls- ins, nýtt kaldastríð var í upp- siglingu. Gíslarnir voru allt í einu orðnir peð í snarpri póli- tískri skák Khomeinis og Cart- ers. Hafði sá fyrrnefndi undir- tökin í skákinni og lék sér óspart með líf gíslanna. Einn dag voru líkur á að gíslarnir yrðu látnir lausir, næsta dag vofðu yfir þeim réttarhöld sem lyki á því að kveðinn yrði upp yfir þeim dauðadómur. Carter hunds- ar aðvaranir Segja má, að með sendiráðs- tökunni í Teheran hafi ein martröð í lífi Carters forseta náð hámarki og önnur byrjað. Atburðir í Iran settu mark sitt á forsetatíð hans alla. Er veldi keisara fór að riðlast á árinu 1978 og í ársbyrjun 1979 hafði Carter að engu varnaðarorð diplómata í íran, sem sáu hrun keisaraveldisins fyrir sér. Carter, sem tók hvað mest mark á Zbigniew Brzezinski ráðgjafa sínum í öryggismál- um, gerði ráð fyrir því, að íranski herinn tæki völdin í landinu og kæmi þar með í veg fyrir að Khomeini sneri heim úr útlegð. Hluti gíslanna sem leystir voru úr haldi í gær. Ekki beðist afsökunar Gislarnir sýndir skrii sem sainaoisi jafnan saman við sendiráðið i Teheran. Venjulega var bundið fyrir augu gíslanna. Fagnaðarfundir er einn hinna lituðu gísla sneri heim eftir að vera látinn laus úr haldi. forseti Chase Manhattan- banka, á fund Carters og báðu hinum aldna bandamanni Bandaríkjanna griða. Carter hafði þá þegar ákveðið að taka við keisara af mannúðarsjón- armiðum. Og meðan Reza Pahlevi dvaldist á Sloane-kettering sjúkrahúsinu settu íranir þá einu kröfu fram til lausnar gísladeilunni, að skipt yrði á keisara og gíslunum. Af hálfu bandarískra yfirvalda kom sú lausn aldrei til greina, og upp frá því hófust ýmsar þæfingar, viðræður, tilraunir til mála- viðbragðsstöðu á Miðjarðar- hafi og flugvélamóðurskipin Midway og Kitty Hawk voru til reiðu við mynni Persaflóa. Stöðugt jókst þrýstingur á Carter að afhenda Irönum keisara, sem þjáðist af krabba í sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Khomeini hamraði stöðugt á því, að fyrr væru Iranir ekki til viðræðu um lausn gislamálsins, fyrr en Bandaríkjamenn féllust á að framselja keisara. Vonir bresta Hafi gíslarnir gert sér von bandaríska þjóðin venjulega staðið með forseta sínum og hvatt hann til dáða. Carter brást við aukinni gagnrýni með því að slíta öllu stjórnmála- sambandi við írani, koma í kring afdrifaríkum efnahags- þvingunum á írani og með því að leggja bann við öllum út- flutningi bandarískra afurða til írans. Síga tók á ógæfuhlið Ljóst var Carter, að frammi- jafnframt hlakkaði í þeim að hún mistókst. Nú tók heldur betur að síga á ógæfuhliðina hjá Carter, þótt gíslamálið virtist í upphafi og framan af ætla að auka veg- semd hans. Dyggir stuðn- ingsmenn sneru jafnvel við honum baki, og Rússar sökuðu hann um að færa heiminn fram á barm þriðju heimsstyrjaldar- innar. Hann hafði gefið írön- um hvern frestinn af öðrum til að skila gíslunum, að öðrum kosti yrði gripið til einhverra aðgerða. Allir liðu frestirnir án Carter gaf strax út þá yfir- lýsingu, að hann myndi aldrei biðjast afsökunar á því að hafa stutt keisara. Innan fárra daga frá þeirri yfirlýsingu braust út styrjöld við Persaflóa, er írak- ar réðust inn í íran. Banda- ríkjamenn tóku á laun afstöðu með írönum í stríðinu, og sögur fóru af því að þeir væru tilbúnir til að láta Irönum í té varahluti í orrustuþotur í skiptum fyrir gíslana. Enn dróst lausn deilunnar þó á langinn, og þrátt fyrir miklar tilraunir síðustu dagana fyrir kosningarnar í nóvember, gekk hvorki né rak. Kjósendur voru búnir að fá sig fullsadda af loforðum sem ekki voru efnd, og vonir þeirra höfðu brostið einum of oft. Það leikur enginn vafi á því, að gíslamálið hefur haft sín áhrif í Bandaríkjunum, vakið upp vissa hreyfingu, sem legið hefur í dvala frá því á dögum Víetnam og Watergate. Afleið- ingarnar koma ekki í ljós fyrr en í fyllingu tímans. Líkur á öflugri hægri sveiflu í banda- rískum stjórnmálum hefur vissulega alltaf verið fyrir hendi, en víst er að Khomeini og fylgismenn hans áttu hvað mestan þátt í þeirri sveiflu sem setti sitt mark á forsetakosn- ingarnar og einkenndist af endurvakinni föðurlandsást. árangurslausar, svo og ýmsar aðrar þreifingar af hálfu S.Þ. Hins vegar særði það stolt Bandaríkjamanna, að sjá fána sinn brenndan hvað eftir annað í sjónvarpsfréttum af gíslamál- inu, en bandaríski fáninn var lengi vel brenndur með viðhöfn fyrir framan sendiráðið í Te- heran og myndum af því dreift um heim allan. Hér hafði bandaríski risinn verið gripinn sofandi á verðinum, að dómi ýmissa. Gíslamálið og minningin um það mun auðvelda Ronald Reagan að fá fram aukningu á útgjöldum til hermála, og jafn- framt heimila honum, ef svo má að orði komast, að grípa til afdrifaríkra hefndaraðgerða, ef reynt verður aftur að særa stolt Bandaríkjamanna með svipuðum hætti og gert var með töku sendiráðsins og gísl- anna í Teheran. Allar venju- legar leiðir til lausnar máli af þessu tagi misstu að miklu leyti gildi sitt, þar sem þær komu að litlu eða engu gagni í gísladeilunni. Bandaríkjamenn þrá að Bandaríkin verði á ný það herveldi sem þau gátu stært sig af að vera fyrir daga Víetnam og Watergate. Og verði Banda- ríkjunum storkað jafn grimmi- lega á ný eins og er gíslarnir voru teknir, á Reagan vart kost á öðru en að grípa til afdrifa- ríkra aðgerða. Viðhorfin hafa breyzt við margra mánaða óbilgirni Khomeinis. (Þýtt og endursagt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.