Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 25 • Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings brýst í gegn um vörn Lugi og skorar. Páll var fjarri góðu gamni í síðari hálfleiknum þar sem hann var útilokaður frá leiknum. UAsm. Emiii.. Ovænt endalok i leik Vikings gegn Lugi — Víkingar misstu niður unninn leik Þeir voru marjfir sem Iököu leið sina i Laugardalshöllina á sunnudagskvöldið til þess að sjá leik Lugi og Vikings i Evrópumeist- arakeppninni i handknattleik. Höllin var troðfull og stemmningin i húsinu stórkostleg. En vonbrigðin urðu mikil. Eftir stórgóðan leik Víkings þar sem allt stefndi i stórsigur hrundi leikur liðsins siðustu fimmtán minútur leiksins og Lugi sigraði með einu marki. Vikingar höfðu fimm marka forskot i hálfleik, 10—5, og þegar 10 minútur voru til leiksloka hafði Vikingur 4 marka forskot, 14 — 10. En allt kom fyrir ekki, ákveðnir Sviar börðust af krafti og komu sigrinum i höfn. Lið Vikings varð fyrir þvi áfalli að missa lykilmann sinn, Pál Björgvinsson, af leikvelli þegar 35 minútur voru liðnar af leiktiman- um. Páli hafði tvivegis verið vikið af leikvelli og var þvi útilokaður frá leiknum þegar hann fékk þriðju brottvísunina. Hafði þetta mikil áhrif á leik Vikingsliðsins og ekki er ósennilegt að þetta hafi ráðið úrslitum i leiknum. Stórleikur Víkings í fyrri hálfleik Það var greinilega mikil tauga- spenna í leikmönnum beggja liða er leikurinn hófst. Gífurlega mik- ill hávaði var í áhorfendum. Fjöld- inn allur var mættur með lúðra og blés í þá af miklum krafti og oft á tíðum var eins og skipaflautur væru þeyttar slíkur var hávaðinn. Fyrsta mark leiksins kom á 3. mínútu. Páll Björgvinsson braust í gegn en brotið var á honum og dæmt víti. Þorbergur skoraði ör- ugglega úr vítinu. Lugi jafnaði leikinn, 1—1, úr vítakasti. Páll og Þorbergur breyttu stöðunni í 3—1 með fallegum mörkum. Þá er Páli vísað útaf í 2 mínútur. Þrátt fyrir það tókst Víkingum að skora næstu tvö mörk. Steinar braust skemmtilega inn úr horninu og skoraði glæsilega, og Árni skömmu síðar. Var þetta glæsi- legur kafli hjá Víkingi. Þá var varnarleikur liðsins svo og mark- varsla Kristjáns frábær. Leik- menn Lugi skoruðu aðeins eitt mark fyrstu 15 mínútur leiksins, úr vítakasti. Þegar 25 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staðan 8—4. Sjögren skoraði 5. mark Lugi, en síðustu tvö mörkin í hálfleiknum skoruðu Víkingar. Guðmundur skoraði laglega úr horninu og á síðustu 10 sekúndum leiksins, náði Þorbergur boltanum af Svíum brunaði upp og skoraði örugglega. Fimm marka forskot í hálfleik og leikmenn Víkings fengu mikið klapp og hvatningu frá áhorfend- um þegar þeir gengu til búnings- klefanna. Állt útlit fyrir stórsigur Víkinga. Liðið lék mjög vel. Mikill kraftur og barátta í öllum leik- mönnum og Kristján Sigmunds- son varði stórkostlega. Þá bjarg- aði hann tvívegis meistaralega vel er hann hljóp út úr markinu fram á völlinn og stöðvaði hraðaupp- hlaup hjá Lugi. Páll útilokaður Það var ekki neinn bilbug að sjá á liði Víkings þegar þeir hófu síðari hálfleikinn. Sami kraftur- inn og ákveðnin einkenndi leik liðsins. Ólafur Jónsson skoraði 11. markið úr horninu og sex marka forysta orðin staðreynd. Stærra forskot en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Á 35. mínútu leiksins kom svo áfallið fyrir Víkinga. Páli Björgvinssyni fyrirliða var vikið af leikvelli í þriðja sinn og um leið útilokaður frá leiknum. Einn leik- maður Lugi hafði sótt að vörn -lu99: 16-17 Víkings og ekki var hægt að sjá að Páll bryti á honum ólöglega. Síður en svo. Var þetta mjög strangur dómur. Þrátt fyrir þetta var leikur Víkings sterkur næstu mínúturn- ar og Þorbergur skorar 12. mark- ið. Brynjari mistókst í dauðafæri á línunni. Enn skorar Þorbergur á 41. mínútu og staðan er þá 13—7. Lugi skoraði 8. mark sitt. Þorberg- ur skoraði 14. mark Víkings úr vítakasti. Lugi bætti 9. markinu við og staðan er 14—9. Fimm marka forskot og aðeins 15 mínút- ur eftir af leiktímanum. Þá er Steinari vikið útaf í tvær mínútur. Víkingar missa leik- inn út úr höndum sér Á þessu augnabliki var eins og þreyta væri farin að segja til sín hjá lykilmönnum Víkings, þeim Steinari, Þorbergi og Árna. Sjö- gren skoraði 10. mark Svía á 50. mínútu, staðan 14—10. í næstu sókn átti Þorbergur stangarskot og lánið fór að leika við Lugi. Smátt og smátt minnkaði barátt- an í vörn Víkings. Sóknarleikur liðsins síðustu 10 mínúturnar var óákveðinn og fáimkenndur. Það virtist setja leikmenn Víkings úr jafnvægi að einn leikmanna Lugi lék mjög framarlega á vellinum og truflaði allt spil Víkinga. í stað þess að reyna að halda boltanum og láta leikmenn Lugi brjóta á sér voru reynd ótímabær skot og sendingar mistókust. Leikmenn Lugi minnkuðu forskotið og þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum skildi 1 mark. Staðan 16—15. Mínútu fyrir leikslok jafnaði Lugi svo leikinn, 16—16, og var það í fyrsta skiptið í leiknum sem jafnt var. í síðustu sókn sinni misstu Víkingar boltann á mjög svo klaufalegan hátt. Sjögren brunaði upp og skoraði sigurmarkið. Sann- arlega óvænt endalok. Um tíma virtist aðeins spurning um hversu stór sigur Víkings yrði í leiknum. En hverjum af hinum fjöldamörgu áhorfendum skyldi hafa dottið í huga að leikurinn ætti eftir að snúast svo gjörsamlega Víkingum í óhag. Liðin Lið Víkings lék mjög vel í fyrri hálfleiknum. Varnarleikur liðsins var gífurlega sterkur og Kristján sjaldan leikið betur. Hann var besti maður Víkings í leiknum. Rólegur og yfirvegaður og stað- setningar hans mjög góðar. Þá varði hann hvað eftir annað hjá Svíum þegar þeir voru í dauðafær- um á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þorbergur stóð sig eins og hetja í leiknum, barðist af krafti og skoraði átta mörk úr þrettán skottilraunum, sterkur leikmaður sem gefst aldrei upp, enda áttu Svíar í erfiðleikum með hann. Páll lék mjög vel meðan hans naut við. Og það sást best hversu mikilvægur hann er fyrir liðið þegar hann var utan vallar. Það var mikil áhætta tekin með því að láta Pál leika varnarleikinn eftir að hann var komin með tvær brottvísanir. Hornamaðurinn ungi, Guðmundur, kom vel frá leiknum og skoraði falleg mörk. Steinar var sterkur í vörninni en hefði mátt vera ákveðnari í sókn- arleiknum undir lok leiksins. Ungu mennirnir í liðinu sem komu inn á voru mistækir og ragir í leik sínum, enda varla nema von, hafa lítið leikið með í vetur. Lið Lugi er mikið seiglulið sem gefst ekki upp þó illa gangi. Leikmenn eru hávaxnir og í góðri líkamlegri þjálfun. Sten Sjögren og Claes Ribendahl voru bestu menn liðsins. Liðið leikur frjálsan handknattleik en nokkuð agaðan og heldur boltanum vel. Þá eru markskot yfirleitt ekki reynd nema í góðum tækifærum. Þrátt fyrir að Víkingar hafi tapað leik sinum hér heima gegn Lugi hefur liðið alla möguleika á að sigra á útivelli. Lið Víkings stendur sig ávallt vel á útivelli og nú hefur það allt að vinna og engu að tapa. Leiki Víkingar jafn vel og þeir gerðu hér heima og halda út allan leikinn er full ástæða til bjartsýni. Það er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. í stuttu máli: Víkingur—Lugi 16-17 (10-5) Mörk Víkings: Þorbergur Aðal- steinsson 8 2v, Guðmundur Guð- mundsson 2, Árni Indriðason 2, Steinar Birgisson 2, Ólafur Jóns- son 1, Páll Björgvinsson 1. Mörk Lugi: Sjögren 5, Ribendahl 4, Jonsson 4, Nyberg 2, Davidsson 2. Varin víti: Kristján sigmundsson varði vítakast frá Ribendahl á 21. mínútu. Brottvísun af leikvelli: Páll Björgvinsson Víking útilokaður í 6 mínútur. Þorbergur og Steinar í 2. mínútur hvor. Kozak, Ribendahl og Heinoen í 2 mínútur hver. Kristján Sigmundsson markvörð- ur Víkings varði 13 skot í leiknum. Dómarar voru þeir Hjuler og Jörgensen frá Danmörku og orkuðu margir dómar þeirra tví- mælis. Þeir misstu þó leikinn aldrei út úr höndum sér og voru mjög ákveðnir í öllum dómum sínum. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.