Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 47
r, MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 27 • Atli kominn í dauöafæri, og í þetta sinn skoraði hann glæsilega framhjá markveröinum sem kom ekki vörnum viö. Æfingarnar heima á íslandi komust ekki í háifkvisti við æf- ingarnar hér úti. En hér er líka leikið á meiri hraða og þess er krafist að leikmenn séu sífellt á hreyfingu. Maður stendur aldrei kyrr í leik. Slíkt væri mótherjinn fljótur að notfæra sér. Þegar lokið fer liðið dvelur þar síðustu nóttina fyrir leikinn. Allir hvílast og dveljast saman. Þetta gildir jafnt hvort sem þú leikur á heimavelli eða útivelli. von á þeim öðru vísi. Ég hafði heyrt svo margar útgáfur af þjóðverjunum, hversu frekir þeir væru. Hversu margir leikmenn stunda æfingar hjá Borussia og eru á launum? — Tuttugu og einn leikmaður er á launaskrá félagsins og æfa reglulega með liðinu. Jafnframt því mæta tveir til þrír áhugamenn sem eru að keppa að því að gerast atvinnumenn. Það er mikil harka á æfingum og mikil keppni um að komast í liðið og halda sæti sínu í því. Við erum lánsamir að hafa einn besta knattspyrnuþjálfara í Evrópu, Udo Latek. Það var hann sem gerði Bayern Munchen að stórveldi á sínum tíma. Hvernig líður nú venjuleg æf- ingavika hjá þér? — Það er yfirleitt æft einu sinni á dag, eftir að keppnistíma- bilið er hafið. Þó kemur fyrir að æft sé tvisvar. Æfingarnar eru annaðhvort frá klukkan 11 til 2 eða 3 tjl 6. Þá fer langur tími í fundahöld og yfirfarin eru leik- kerfi og horft á myndsegulbönd með leikjum. Æfingarnar eru gíf- urlega strangar, jafnvel daginn fyrir leik. Það er mikið um hlaup og líkamsæfingar. Það er alls ekki Óa'igengt að í lok erfiðrar æfingar sem hefur staðið í tvo klukkutíma séu leikmenn látnir hlaupa 10 spretti í röð. ur í mig tilhlökkun fyrir hverja æfingu og fyrir hvern leik. Ég er enn það mikill áhugamaður í mér að ég elska að hlaupa og sparka boltanum. Þá er alveg stórkostlegt að leika á heimavelli okkar. Þar er völlurinn oftast nær fullur af áhorfendum sem gera miklar kröfur. Og þegar þú hefur allt að 58 þúsund manns til að hvetja þig áfram getur þú ekki annað en lagt þig fram. Hvað er þér eftirminnilegast af þeim tima sem þú hefur dvalið hjá Borussia Dortmund? — Tvímælalaust er mér efst í huga þegar ég skoraði fyrsta mark mitt með liðinu. Það var jafn- framt fyrsta mark liðsins á keppnistímabilinu og um leið í deildinni. Þá er mér eftirminni- legt hversu vel mér gekk í - æf- ingaleikjum liðsins á undirbún- ingstímanum. I einum leiknum skoraði ég 3 mörk og lagði upp önnur þrjú. Ég hef öðlast gífur- lega reynslu á að leika gegn bestu leikmönnum heims. Þá man ég eftir einu skemmtilegu atviki úr leik. Ég hljóp niður einn af meðspilurum mínum og við dutt- um kylliflatir. En þá flautaði dómarinn og dæmdi aukaspyrnu á mótherjana. Hvað eru mestu vonbrigðin 8em þú hefur orðið fyrir? Þegar ég brotnaði og varð að hætta að leika og æfa. Hefur þú átt auðvelt með að aðlagast mataræði og öðru sliku? — Já, það hefur ekki verið neitt vandamál. Ég borða mest kjöt og grænmeti. Hinsvegar get ég ekki vanist því að leikmenn drekki tvo til þrjá bjóra kvöldið fyrir leik. Það geri ég aldrei, ég drekk aðeins ávaxtasafa sem ég blanda með sódavatni. En þýsku leikmennirn- ir eru vanir að drekka bjór og þeir sofna betur á eftir að sögn. Hvað eru bestu lið Vestur- Þýskalands i dag og hvar stendur Borussia Dortmund? — Bestu liðin í Þýskalandi í dag eru án efa Bayern Munchen og Hamborg SV. Þá er Kaiserlautern mjög gott lið. Við í Borussia Dortmund stefnum markvisst að því að hafna í 4. til 5. sæti í 1. deild. Þá náum við Evrópusæti, það er að segja við leikum í UEFA-keppninni í knattspyrnu. Við leikum alls 34 leiki í 1. deild á keppnistímabilinu. Við erum mjög sterkir á heimavelli og þar höfum við enn ekki tapað leik. Bestu leikmennirnir í Þýska- landi í dag eru Rummenigge, frábær leikmaður, og Hans Peter Brigel. Hann var hér áður tug- þrautarmaður og hóf ekki Finnst þér jafn gaman að leika hér og heima? — Já, svo sannarlega. Það kem- Z Áhoríenúáíjoiuí é? öiiki!! i 'eikjum i Vestur-Þýskalandi. Hér er leikið á heimavelii Boru«‘; u sem tekur 58 þúsund manns og er hinn glæsilegasti. Það er Áiii Eðvaldsson sem -ooia Dortmund air að markverðinum. knattspyrnuiðkun fyrr en hann var 24 ára gamall og hefur því náð ótrúlega langt. Nú „Keisarinn" Frans Becken- bauer er mjög góður þrátt fyrir að hann sé 35 ára gamall. Ég er þess fullviss að hann á eftir að leika með þýska landsliðinu aftur. Hann hefur svo mikla reynslu og gott auga fyrir leiknum. Send- ingar hans mistakast varla. Nú er mikið rætt um miklar tekjur ykkar atvinnumannanna. Hvað hafið þið i raun i tekjur og aukagreiðslur? — Ég get ekki skýrt frá því hvað ég hef í laun. Það gerir enginn atvinnuknattspyrnumað- ur. Ég get aðeins sagt að það eru góð laun. En það er ekkert leynd- armál hvað við fáum í auka- greiðslur fyrir að sigra í leik í deildinni. Við fáum 1000 mörk fyrir hvert stig. Þannig að sigur í leik gefur hverjum leikmanni 2000 mörk. Ég er búinn að fá 19000 mörk í bónusgreiðslur, það sem af er keppnistímabilinu. En skattar eru háir í Þýskalandi. Ég þarf að greiða 54% í skatta af þessum peningum. Dortmund er sterkt lið fjárhagslega og verðum við í einu af fimm efstu sætunum í deildinni fáum við aukagreiðslu fyrir það. En ég er nú enn það mikill áhugamaður að ég hugsa ekki svo mikið um þessar greiðslur. Heldur að standa mig vel og njóta þess að leika knattspyrnu. Hvað um tómstundir? — Þær eru fáar. Þó reyni ég að fara í kvikmyndahús þegar tæki- færi gefst. Horfi á sjónvarpið. Og þá helst leiki úr knattspyrnunni. Það hafði alltaf verið draumur minn að gerast atvinnumaður í knattspyrnu. Og þá helst í Vest- ur-Þýskalandi. Hann hefur ræst og því er um að gera að láta ekki tækifærið ganga sér úr greipum, og standa sig vel, sagði Atli. Og víst hefur Atli gert það og vefið íandi sínu og sjálfum sóma. Nú verðu’- v l' að h«*- ‘ - ^88 varla langt að hann hefji leik að nýju með félagi sínu og vonandi gengur honum allt í haginn. — ÞR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.