Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 23 Stúdentar lögðu STÚDENTAR styrktu stöðu sína i úrvalsdeildinni í körfuknattleik er þeir unnu KR um helgina í íþrúttahúsi Hagaskólans með 88 stigum gegn 82. 1 leikhlái var staðan 44:42 ÍS í vil. Leikurinn var vel leikinn af hálfu beggja liða, þau létu boltann ganga vel og oft brá fyrir laglegum sam- leiksköflum. Leikurinn var mjög jafn og í upphafi hans skiptust liðin á forystunni án þess þó að ná nokkurn tima verulegu forskoti. KR-ingar höfðu heldur yfirhönd- ina undir lok fyrri hálfleiksins, en þá kom góður kafli hjá Stúdentum og þeir náðu að kom- ast yfir og i leikhléi var staðan 44:42 þeim i vil. Stúdentar hófu seinni hálfleik- inn svo af miklum krafti og náðu fljótlega í kringum 10 stiga for- skoti, sem KR-ingum tókst ekki að Bjarni Gunnar reynir körfuskot. Hann lék mjög vel gegn KR. vinna upp þrátt fyrir góða baráttu og mikla pressu í leikslok og stúdentar stóðu upp sem sigurveg- arar, lokastaðan 88:82 þeim í vil. Stúdentar léku þennan leik vel, baráttan var góð og sigur þeirra aidrei í verulegri hættu þrátt fyrir að oft væri mjótt á mununum. Það virtist þó há þeim nokkuð að Árni Guðmundsson lék ekki með að þessu sinni vegna meiðsla, en gamla kempan Bjarni Gunnar Sveinsson átti mjög góðan leik og skoraði alls 23 stig þó hann yrði að yfirgefa leikvöllinn með 5 villur er þrjár mínútur voru til leiksloka. Mark Coleman var að venju stiga- hæstur í liði ÍS, skoraði alls 27 stig. Þá átti Gísli Gíslason góðan leik. KR-ingar léku einnig vel að þessu sinni, en þó er eins og þá skorti meiri vilja til að vinna, en eins og staðan er í Úrvalsdeildinni 'nú, eiga þeir enga möguleika á sigri og gæti það verið orsökin. Þeir létu boltann þó ganga bæði hratt og vel og áttu oft laglegar leikfléttur. Jón Sigurðsson var beztur liðsmanna sinna, skoraði alls 21 stig og átti að venju margar fallegar sendingar. Þá átti ungur nýliði, Stefán Jóhannsson, góðan leik. Leikinn dæmdu þeir Hörður Túliníus og Erlendur Eysteinsson og sluppu þeir bærilega frá því hlutverki. Stig ÍS: Mark Coleman 27, Bjarni Gunnar Sveinsson 23, Gísli Gísla- son 14, Albert Guðmundsson 10, Jón Oddsson 8 og Ingi Stefánsson 6. Stig KR: Jón Sigurðsson 21, Keith Yow 19, Garðar Jóhannsson 14, Eiríkur Jóhannesson og Ágúst Líndal 10 hvor og Stefán Jó- hannsson 8. — HG Björgvin ÞEGAR baráttan var i algleym- ingi í seinni hálfleik leiks Fram og KR meiddist Björgvin Björg- vinsson. Hann fékk þungt högg á ennið svo hann vankaðist um Björgvin harðjaxl harður tima og hlaut mikinn skurð á augabrún. Björgvin harkaði af sér, fór inná að nýju þegar gert hafði verið að meiðslunum og lék aldrei betur, skoraði m.a. þrjú mörk og barðist manna mest í vörn. Að leik loknum fór Björg- vin á slysadeildina. þar sem sárið var saumað saman. Einkunnagjöfin Fram: Egill Steinþórsson 6 Jóhann Kristinsson 5 Theodór Guðfinnsson 5 Jón Árni Rúnarsson 6 Björgvin Björgvinsson 8 Hermann Björnsson 6 Atli Hilmarsson 6 Axel Axelsson G Erlendur Daviðsson 5 Hannes Leifsson 6 Sigurður Þórarinsson 6 KR: Pétur Hjálmarsson 5 Jóhannes Stefánsson 7 Björn Pétursson 6 Friðrik Þorbjörnsson 6 Konráð Jónsson 7 Haukur Ottesen 8 Haukur Geirmundsson 6 Þorvarður Guðmundss. 4 Þór Ottesen 4 Ragnar Hcrmannsson 4 Gísli Felix Bjarnas. 5 Ljósm. Emilía. 99 Fram fellur ekki iá — sagði Björgvin Björgvinsson eftir sigurinn yfir KR „VIÐ ERUM búnir að vinna þrjá leiki í röð og ætlum okkur ekki að falla.“ sagði Björgvin Björgvinsson fyrirliði Fram eftir sigurinn yfir KR á laugardaginn. 26 — 25. Með góðum lokaspretti tryggðu Framararnir þennan nauma sigur og lengdu þar með lifslíkurnar í 1. deild. Hvort þetta er aðeins gálgafrestur munu úrslit 14. og siðustu umferðir íslandsmótsins kannski leiða i Ijós. Fram á eftir að mæta Haukum í Hafnarfirði og KR á eftir að leika við Fylki. Ef KR og Fram vinna, verða þrjú lið jöfn með 11 stig, Fram, KR og Haukar, og verða að leika aukaleiki um eitt fallsæti. Fylkir er þegar fallinn í 2. deild. Útlitið hefur verið svart hjá Frömurum lengst af í vetur og í leiknum gegn KR á laugardaginn var einnig lengi útlit fyrir tap og þar með fall í 2. deild. KR-ingarn- ir komu mjög ákveðnir til leiks og voru fljótir að ná yfirhöndinni í leiknum. Framararnir voru aftur á móti mjög daufir, sérstaklega í vörninni og svo var ekki að sjá, að 1. deildar sæti væri í húfi hjá þeim. Þeir Haukur Ottesen og Konráð Jónsson léku vörn Fram oft grátt og Björn Pétursson var mjög öruggur í vítaköstum, skor- aði úr fimm slíkum í fyrri hálfleik. Mestur var munurinn fimm mörk á liðinu í fyrri hálfleik og í hálfleik var staðan 14:10 KR í vil. „Kalla special“ í hálfleik Karl Benediktsson, þjálfari Fram, virðist hafa talað ærlega yfir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik, því liðið var óþekkjanlegt, þegar það kom inn á völlinn á ný. „Þetta var Kalla special, hann lagði á ráðin með okkur og ákveðið var að taka Konráð úr umferð og þá fór mesti broddurinn úr sóknarleik þeirra," sagði Björgvin. Jón Arni skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins fyrir Fram. Konráð svaraði fyrir KR, en næstu fjögur mörk skoruðu Fram- arar og þeir jöfnuðu þar með metin, 15:15 á 6. mínútu hálfleiks- ins. Mikil umskipti það. Allt gekk á afturfótunum hjá KR á þessu tímabili, m.a. varði Sigurður víta- skot Konráðs. Næstu 20 mínútur leiksins var baráttan í algleym- ingi, KR komst tvö mörk yfir, 17:15 og 18:16, Framarar jöfnuðu, 17:17, 18:18 og 19:19, en aftur komust KR-ingar tveimur mörk- um yfir, 21:19. Næstu mínútur voru geysilega spennandi, Fram- arar sigu sífellt á, tókst að jafna og loks þremur mínútum fyrir leikslok komust þeir yfir í fyrsta skipti í leiknum, 23:22. Þegar staðan var 24:23 Fram í vil og tvær mínútur til leiksloka, gerðist örlagaríkt atvik. Jóhannes Stefánsson fékk knöttinn í dauða- færi á línunni og skaut í bláhornið niðri, en Agli Steinþórssyni tókst að verja á undraverðan hátt. Framararnir brunuðu upp og Hannes Leifsson skoraði 25:24. KR-ingar svöruðu jafnharðan, en Björgvin skoraði strax með fal- legu marki eftir gegnumbrot og sigur Fram var í höfn, þótt KR lagaði aðeins stöðuna á lokasek- úndunum. Hrun KR eftir góða byrjun í mótinu Þessi leikur einkenndist af góð- um sóknarleik, varnarleikur og markvarzla var fyrir neðan með- allag. Og auðvitað einkenndist hann af þvi hve mikið var í húfi. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur og jafntefli réttlátust úrslit. En sigurinn var sætur, því neita ég ekki,“ sagði Björgvin Björg- vinsson, sem var bezti maður vallarins ásamt Hauki Ottesen í liði KR. „Við munum nota tímann vel fram að leiknum við Hauka," bætti Björgvin við. Vafalaust nota KR-ingar einnig vel tímann fram að leiknum við Fylki, útlitið er sannarlega ekki gott hjá KR-lið- inu, sem ekki hefur unnið leik síðan snemma móts. Lengi vel leit út fyrir, að KR-ingar yrðu í -Tr 26:25 toppbaráttunni, en það breyttist heldur betur og nú blasir fallbar- áttan við. í stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardals- höll, 17. janúar, Fram - KR, 26:25 (10:14). MÖRK Fram: Björgvin Björgvins- son 6, Axel Axelsson 6 (4 v), Hannes Leifsson 4, Atli Hilmars- son 4, Hermann Björnsson 2, Jón Árni Rúnarsson 2 og Theodór Guðfinnsson 2 mörk. MÖRK KR: Haukur Ottesen 6, Konráð Jónsson 6, Björn Péturs- son 6 (5 v), Haukur Geirmundsson 3, Jóhannes Stefánsson 3, Ragnar Hermannsson 1 (1 v) mark. MISHEPPNUÐ vítaköst: Sigurður Þórarinsson varði víti Konráðs Jónssonar. BROTTVÍSANIR: Konráð Jóns- son, Haukur Ottesen, Friðrik Þor- björnsson og Erlendur Davíðsson útaf í 2 mínútur hver. - SS. Staðaní 1. deild karla Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni i handknattlcik — þegar ein umferð er eftir: Vikingur13 12 1 0 273-219 25 Þróttur 13 9 0 4 289-268 18 Valur 13 7 1 5 300-246 15 FH 13 5 2 6 283-290 12 Haukar 13 5 1 7 258-274 11 Fram 13 4 1 8 280-302 9 KR 13 4 1 8 269-294 9 Fylkir 13 2 1 10 252-311 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.