Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 SéA yfir hinn jjeysistóra keppnissal á Möltu. Teflt var í Ráöstefnumiðstöö Miðjarðarhafsins, fyrrum spítala á vejfum riddararetflu heilags Jóhannesar og musteris regiubrsðranna að fornu í Valletta. Lengd salarins er 160 metrar. LjoNm. Einar S. Einarsson. Þáð leit ekki vel út fyrir íslensku sveitinni eftir xk—%'ík tapið fyrir Rússum í 10. um- ferð, þvi næstu andstæðingar okkar voru Vestur-Þj<jðverjar sem eiga marga sterka skák- menn. Fremstur þeirra er tví- mælalaust Hubner, en hann var um þessar mundir upptekinn við undirhúning fyrir einvígið við Korchnoi auk þess sem Unzicker var heidur ekki með. Engu að síður voru V-Þjóðverj- ar með öfluga sveit með stór- meistarana Pfleger og Hecht i fararbroddi. Okkur tókst algjörlega að hrista af okkur stórtapið fyrir Rússum og árangurinn varð einn bezti sigur íslands á Ólympiuskákmóti fyrr og siðar. Eftir aðeins þriggja tima tafl- mennsku var orðið sýnt hvert stefndi og sigurinn varð enn stærri því i timahraki Jóhanns Hjartarsonar, Islandsmeistara. og Erik Lobrons, nýbakaðs skákmeistara V-Þjóðverja var stríðsgæfan okkar manni hlið- holl. Pfleger—Helgi Ólafsson 0—1 Hecht—Jón L. Árnason 1—0 Borik—Margeir Pétursson 0—1 Lobron—Jóh. Hjartarson 0—1 Fyrir þessa umferð höfðum við Helgi mikið kvartað undan því hversu litir skiptust ójafnt niður á sveitina. T.d. var Helgi nú í sjötta sinn með svart en hafði aðeins þrisvar haft hvítt og ég hafði haft jafnoft hvítt en var í sjöunda sinn með svart. Jón og Jóhann höfðu að sama skapi haft miklu oftar hvítt en við. í sveitakeppni getur slikur rugl- ingur auðvitað alltaf átt sér stað og í þessari umferð engu líkara en hagstæðara væri að stýra svörtu mönnunum, svo mikla æfingu virtumst við Helgi vera búnir að fá í meðferð þeirra. Helga tókst nú loks að hrista af sér slenið, þótt hann hefði svart í fjórða skiptið í röð og yfirspilaði stórmeistarann Pfleger af miklu öryggi: Hvítl: Pfleger Svart: Helgi Ólafsson Enski leikurinn 1. Rf3 - c5, 2. c4 - Rf6, 3. g3 - b6. 4. Bg2 - Bb7. 5. 0-0 - e6, 6. Rc3 — Be7, 7. d4 — cxd4, 8. Dxd4 - d6. 9. e4. (Helgi beitir broddgaltaraf- brigðinu svonefnda í þessari skák, en það einkennist af því að svartur bíður rólegur á 8,7 og 6 reitaröðunum eftir því að hvítur ráðist á hann. 9. e4 hefur að mestu leyti vikið fyrir 9. Hdl — 0-0,10. b3 - Rbd7,11. Bb2 - a6, 12. De3 upp á síðkastið.) - 0-0. 10. De3 - Rbd7, 11. b3 - a6, 12. Bb2 - Ile8, 13. h3 — Dc7,14. Ilfel - Bf8,15. Rd4 - Had8 (Það má segja að kúnstin við að tefla broddgaltarafbrigðinu sé að leika „engu“ og gera það vel. Eins og Helgi benti á eftir skákina stendur þessi hrókur líklega betur á c8, en hann ákvað samt að eiga þann leik inni, því seinna gæti verið erfitt að finna nytsaman leik.) 11. umferð Ólympíumótsins: Tapið fyrir Rússum gleymdist fljótt 16. Hadl - Db8. 17. g4 - g6, 18. Dg3 - Ba8,19. Bcl?! (Hvítur hefur stillt liði sínu ákjósanlega upp en á erfitt með að komast neitt lengra. Þessi biskup hefur lítið erindi á skák- línunni cl—h6 og því hefði hvítur átt að bíða átekta með 19. Khl.) - Bg7,20. Dh4 - Hc8!, 21. Dg3 - Rc5, 22. Khl - e5! (Eftir ráðleysislega taflmennsku hvíts ákveður svartur að láta til skarar skríða. Komandi sókn hans á drottningarvæng vegur fyllilega upp á móti veikingunni á d5.) 23. Rc2 - b5, 24. Rd5 - bxc4, 25. bxc4 - Rcxe4!, 26. Bxe4 — Rxe4, 27. IIxe4 - Bxd5, 28. Hxd5 - Dbl (Svartur fær nú manninn aftur og hefur þá unnið peð.) 29. Dd3 - Dxcl+, 30. Kg2 - 15!, 31. Hel - Dí4, 32. gxf5 - gxf5, 33. Re3 (Ef 33. Hxd6 þá e4, 34. Ddl - Be5.) - e4, 34. Ddl - Be5 (Svartur hefur unnið tafl, en Pfleger berst áfram í krafti örvæntingarinnar.) 35. Hgl - Kh8, 36. Kfl - Dh6, 37. h4 - Dxh4, 38. IIxe5 - dxe5, 39. Dd7 - Hg8, 40. Hg3 - Dhl+, 41. Ke2 - Dh5+. 42. Kel - f4, 43. Hh3 - Dg6, 44. Rg4 - e3!, 45. Íxe3 - Dbl+. 46. Ke2 Hcd8,47. Dxh7+ - Dxh7 og hvítur gafst upp. Kóngsbragðið sveik Jón L. í þetta sinn og peðið sem fórnað var í öðrum leik fékk hann aldrei til baka. Þvert á móti töpuðust fleiri peð í framhaldinu og enda- tafl var síðan vonlaust. Svo virtist sem andstæðingur minn væri að reyna að endur- taka skák Kasparovs við mig, en nú hafði ég litið í fræðin og fékk fremur auðfenginn vinning. Jóhann fékk lakari stöðu á móti Þýzkalandsmeistaranum, sem tefldi stíft til vinnings. I tímahraki kom Jóhann hins veg- ar krók á móti bragði: Svart: Jóhann Iljartarson Hvítt: Lobron 33. Rc5! - Dd4 (Til jafnteflis leiddi 33. — Dxfl+, 34. Kxfl — Hxd2, 35. Hxc8+ — Bf8, 36. Rxb7, en Lobron langaði greinilega mjög mikið til þess að vinna skákina, t.d. hafnaði hann stuttu seinna jafntefli.) 34. Dxd4 - Bxd4. 35. Rxb7 - H18, 36. Ra5 - Bd7, 37. Ila6 - Hc8, 38. Bc4 - Kf8. 39. Rb3 - Be5? (Sú hugmynd Lobrons að hafa þennan biskup á c7 er upphafið á öllum erfiðleikum hans í bið- stöðunni.) 40. f4 - Bc7?, 41. Kg2 - Ke7, 42. Ha7 - f6 (Biðleikur Lobrons. Líklega hef- ur hann nú búist við 43. Ba6 — Hb8 og svartur bjargar sér. Hvítur á hins vegar miklu öfl- ugra framhald í fórum sínum.) 43. Rc5 - Kd6, 44. Rd3! (Skemmtilegur leikur sem setur svart í hálfgerða leikþröng.) - Ke7, 45. Rc5 - Kd6, 46. Rd3 - Ke7, 47. e5! (Ekkert jafntefli, takk.) - fxe5, 48. Rxe5 — Kd6 (Eða 48. - Kd8, 49. Ba6 - Hb8, 50. Rf7+.) 49. Ba6 - c5, 50. Rc4+! - Kc6, 51. Bb7+ og svartur gafst upp. íslendingar voru þar með aft- ur komnir í baráttuna, enda voru andstæðingar okkar í þremur síðustu umferðunum ekki af lakara taginu. Rúgsar drógu nú enn á Ung- verja með því að sigra Banda- ríkjamenn 2xh—1V4. Karpov og Kasparov unnu þar landa sína fyrrverandi, Alburt og Shamko- vich. Balashov og Tarjan gerðu jafntefli, en Seirawan vann Tal. Sá ósigur féll ekki í kramið hjá Baturinsky, sovézka liðsstjóran- um, og Tal var settur við hlið Polugajevskys á varamanna- bekkinn og fékk ekki að tefla meira. Ungverjar gerðu jafntefli á öllum borðum við Tékka. Staðan eftir 11 umferðir: 1. Ungverjaland 30 v. 2. Sovét- ríkin 29 'k v. 3. Júgóslavía 28 v. 4. Rúmenía 27 v. 5.—8. Búlgaría, Tékkóslóvakía, England og Hol- land 26lk v. 9,—10. Argentína og ísland 26 v. Jakob V. Hafstein lögfræðingur: „Frændur eru frændum verstir“ Fiskirækt Færeyinga Fiskiræktarlegur ránsfengur í Morgunblaðinu 17. þessa mán- aðar fæ ég smá „sendingu" frá Færeyingnum Grími Guttorms- syni út af skrifum mínum í Morgunblaðinu 1. nóv., 11. des. og 17. des. síðastliðinn um laxveiðar Færeyinga á úthafinu á línu og í net við Færeyjar og víðar. Eg þakka greinarhöfundi upp- lýsingar hans um laxfiskarækt Færeyinga og myndarlegar fram- tíðaráætlanir eyjaskeggja í þeim efnum. Það var gott og gagnlegt að fá þessar upplýsingar, sem margir hafa eflaust lítið vitað um áður. Hinsvegar fæ ég ekki séð að Grímur hrekji á einn eða annan hátt þær staðreyndir, sem ég birti í fyrrnefndum greinum mínum um laxveiðarnar í net og á línu í norðanverðu Atlantshafi og nú orðið stóran þátt Færeyinga í þeim, enda byggði ég frásagnir mínar á niðurstöðum í ársskýrslu Alþjóða-hafrannsóknaráðsins, sem birt var á fundi ráðsins í Kaupmannahöfn á sl. hausti. Og það er vissulega til of mikils ætlast að Grímur Guttormsson viti meira í „fræðum þessum" en vísindamennirnir, sem að Al- þjóða-hafrannsóknaráðinu standa. Næst þykir mér rétt að geta þess að í dagblaðinu Vísi hinn 16. þessa mánaðar upplýsir íslenzki veiðimálstjórinn Þór Guðjónsson, að færeysku samninganefndar- mennirnir sem hér dvöldu nýverið til samningsgerðar við íslendinga um fiskveiðar við landið okkar, og reyndar einnig við Færeyjar — bara ekki um lax — hefðu lagt fram upplýsingar varðandi lax- veiðarnar í net og á línu við Færeyjar og samkvæmt fengnum laxamerkingum benti allt til þess, að það væri meira af norskum, sænskum og írskum laxi en ís- lenzkum, sem veiddist á þennan hátt við Færeyjar. Og látum það gott heita að sinni. En þetta eru töluvert athyglis- verðar og merkilegar upplýsingar, þótt ekki séu þær með öllu nýjar af nálinni. Menn verða hinsvegar að hafa í huga, við hvaða tækifæri þær eru fram settar og við hvaða aðstæður og umhverfi. Það fer sem sagt varla hjá því að spurt verði: Ef þjófnaður er framinn, skiptir það þá máli hvort sá, sem verknaðinn fremur, heitir Pétur Philips blómaljós fyrir heimili og stofnanir. Gerir öllum kleift aö rækta blóm í svartasta skammdeginu og þar sem sólar nýtur ekki. Leitið upplýsinga. heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTÚN 8 - 15655 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.