Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 19 Björgunarsveitarmenn búnir að draga einn i land. Skipverjar á Katrínu klárir í Á íullri íerð upp íjöruna í stólnum. björgunarstólinn á stefni skips- ins. eitt stórt kögur af iðuköstum, en fyrir utan var tiltölulega lygnt í sjó, enda landátt. Katrín strandaði um kl. 7 i gærmorgun á háflóði samkvæmt tilkynningu til Vestmannaeyja- radíós og þá lét Sigurjón Óskars- son skipstjóri á Þórunni Sveins- dóttur strax vita af því að hann væri næsta skip við Katrínu og héldi þegar á strandstað. Var hann kominn þangað í birtingu en um kl. 12.40 kom varðskipið Týr á vettvang, en treysti sér ekki til björgunaraðgerða þar sem þeir komust ekki nógu nálægt vegna hvassviðrisins. Samkvæmt upp- lýsingum Hannesar Hafstein hjá SVFI var björgunarsveitin á Klaustri ræst út í gærmorgun og komst hún af stað áleiðis á strandstað kl. 10 vel búin í erfiðri færð, snjó og fjúki, en sveitin hafði jeppa, beltabíla og trukka. Þá hafði SVFÍ einnig samband við Varnarliðið sem var þá þegar tilbúið að senda björgunarþyrlu á strandstað og tankvél, en í samtali Hannesar við Gísla skipstjóra taldi hann ekki ástæðu til slíks eins og á stóð því mannskapurinn væri ekki í hættu. Var þyrlan þó höfð til taks. Þegar eftir að Þórunn og Týr voru komin á vettvang var reynt að láta belgi fleyta línu út frá Katrínu, en það tókst ekki fyrr en gúmmíbjörgunarbátnum var sleppt og var hann lengi að velkjast í brimgarðinum áður en vindstrengurinn náði að feykja honum út fyrir brimgarðinn. Þá renndi Þórunn upp á grunnsævið og náði tauginni, en Sigurjón á Þórunni og skipverjar hans sýndu mikla hörku og áræði við björgun Katrínar. Björgunarsveitarmenn frá Klaustri voru komnir á strandstað um kl. 16.30 og á næsta hálftíma voru þeir búnir að ná mönnunum sex í land. Hálftíma síðar náðu skipverjar á Þórunni Sveinsdóttur gúmmíbjörgunarbátnum með tauginni frá Katrínu og var þá i skyndi komið sterkari dráttartaug á milli skipanna því flóð var á næstu grösum. Nokkrum mínútum eftir að Þórunn hóf togið byrjaði Katrín að losna og Þórunn dró hana síðan viðstöðulaust út úr brimgarðinum. Treglega gekk í fyrstu að koma vélum Katrínar á eðlilegt gangstig vegna þess að sandur hafði komist í kælivatnssíurnar, en það jafnaði sig. Þá kom hins vegar í ljós að stýri Katrínar hafði laskast, þannig að hún lét ekki að stjórn og var því afráðið að Þórunn Sveins- dóttir sigldi með Katrínu í togi til Vestmannaeyja. Voru skipin væntanleg þangað í morgun. Nöfn skipanna, Kátrín og Þór- unn Sveinsdóttir, og skipstjórarn- ir eru all tengd. Katrin heitir eftir konu Binna heitins í Gröf og var Katrín tengdamóðir Gísla skip- stjóra, en Þórunn Sveinsdóttir var móðir Gísla og jafnframt amma Sigurjóns skipstjóra á Þórunni. Það má því segja að móðurnafn Gísla hafi dregið tengdamóður- nafn hans af strandstað. -á.j. Það var fremur kuldalegt á miðjum isilögðum strandstað Frúarinnar. Ljósmynd Mbl. RAX. „Strönduðu“ á miðjum Skeiðarársandi EINS konar flugstrand varð á Skeiðarársandi i gær skammt frá strandstað Eyjabátsins Katrínar. en Ómar Ragnarsson fréttamað- ur ásamt fylgdarliði af frétta- stofu sjónvarps „strandaði" á miðjum Skeiðarársandi i gær. Var hann á leið á vél sinni TF-FRÚ til þess að kvikmynda björgunaraðgerðir á strandstað- num við Nýjaós. Ómar lenti á miðjum ísilögðum sandinum þar sem þúsundir árspræna líða um sumarlangt og hitti hann að máli björgunarmenn á leið á strandstað, en þegar hann ætlaði sjálfur að halda áfram för fór Frúin ekki í gang. Þar sem Morgunblaðsmenn sveimuðu í nokkrar klukkustundir yfir strandstaðnum og fylgdust með björgunaraðgerðum heyrðum við Ómar sí og æ kvarta yfir því í talstöðinni að Frúin væri hvorki heit né köld og hann kæmi henni alls ekki í gang, hún væri hreint ómöguleg þessa stundina. Þeir félagar komu Frúnni í gang rétt fyrir myrkur en til þess þurfti aukastuð frá rafgeymum björgun- armanna af Klaustri. hefðu verið undirritaðir og tilhúnir 12. des. sl„ en borgar- stjóri kvaðst á sama tíma von- ast til að borgarendurskoðandi fengi þá fljótlega. „Dagsetningin á undirritun þeirra er 11. des., en mér finnst nú að verið sé að deila um keisarans skegg,“ sagði Bergur. Hann sagðist gera nokkrar at- hugasemdir við reikningana, sem gætu nokkuð breytt endan- legum niðurstöðutölum, en þær væru nú, eins og reikningarnir kæmu frá framkvæmdastjórn Listahátíðar 52,7 millj. gkr. Bergur sagði óuppgerðar skuldir nema um 50 millj. gkr. Ekki vildi hann láta uppi hvaða þætti hann gerði athugasemdir við og sagðist eiga eftir að kynna þá fyrir framkvæmda- stjórn Listahátíðar. „Ég vonast til að geta gengið endanlega frá þeim í byrjun næstu viku, en það fer eftir því hvernig gengur að fá upplýsingarnar," sagði hann í lokin. Þriðjudag 20. janúar kl. 20.30. Finnski píanóleikarinn Ralf Gothóni leikur. Á efnisskrá eru píanósvítur eftir Leos Janacek (Grónar götur), Einojuhani Rautavaara (2. píanósvíta) og Modest Mussorgski (Myndir á sýningu). NORRÍMA HUSID POHJOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.