Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 3 Armúla 23, sími 85870 og 39179 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs ’81 NK. FÖSTUDAG, 23ja janúar, kemur saman í Reykjavík „bók- menntaverðlaunanefnd Norður- landaráðs", ok ákveður hún þá hver skuli hljóta bókmenntaverð- laun ráðsins 1981. Árlega síðan 1962 hefur þessum verðlaunum verið úthlutað, og nú i ár er verðlaunaupphæðin 75.000 ný- krónur (7,5 milljónir >?amlar). Verðlaunin verða afhent við há- Kynning á íslenzkri útflutnings- verzlun SAMTÖKIN Viðskipti oj? verzlun efna i daK til kynningar á islenzkri útflutningsverzlun i samvinnu við Verzlunarráð ís- lands. Fer kynnins þessi fram að Hótel Loftleiðum. I fréttatilkynn- ingu um þessa kynningu segir m.a.: „Lögð verður áhersla á þann þátt sem fer fram erlendis, dreg- inn fram mismunur á óskráðum viðskiptalögmálum hinna ýmsu landa og mikilvægi þess að þekkja þau ef árangur á að nást. Einnig verður leitast við að skýra hvers- vegna þjóðir sækjast eftir að vera í fríverzlunarbandalögum. Ræðumenn eru allir ungt fólk sem gegnir ábyrgðarstörfum í atvinnulífinu og hefur þekkingu og reynslu á því sem fjallað er um. Sautján ára nemandi í Verzlun- arskólanum, Eyjólfur Sveinsson, steur kynninguna og stjórnar henni, en Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður stjórnar umræðum, sem eru annarsvegar þegar kynn- ingin er hálfnuð og hinsvegar í lok hennar. Þá svara ræðumenn spurningum fundarmanna og stjórnanda. Ræðumenn eru: Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Islands, Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri SIF, Guðmundur Karlsson, alþingismaður, Valgerð- ur Björgvinsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Lýsis hf. Þrá- inn Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri Hildu hf. Tómas Óli Jóns- son, viðskiptafræðingur hjá Skipulagsdeild SÍS, Bergþór Kon- ráðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar SÍS, Andrés Svanbjörnsson, verkfræðingur Hönnunar hf.,Sturlaugur Daða- son, efnaverkfræðingur SH. Þetta er ekki fagráðstefna í þeim skilningi að hún sé fyrir sérfræðinga og áhugamenn um útflutningsmál eingöngu. Þessi kynning er fyrir almenning og ætluð til að vekja áhuga manna og skilning á mikilvægi þess að þekkja þá markaði sem við skipt- ' um við, fremur en skýra til hlítar allar hliðar þessara mála. Athygli nemenda á fram- haldsskóla- og háskólastigi er sérstaklega vakin á kynningunni, ekki síst þeirra sem eru á við- skiptabraut. Einnig er nemendum í grunnskóla sem eru í starfs- fræðslu bent á að þarna geta þeir kynnt sér þennan mikilvæga at- vinnuveg á skemmtilegan hátt. Það er hagsmunamál allra landsmanna að hægt sé að selja framleiðslu þjóðarinnar á sem bestum kjörum. Þessvegna er áhugavekjandi að fá upplýsingar um hvernig er að selja íslenska framleiðslu í löndum búa við aðra menningu og lífskjör og hafa kannski allt önnur viðhorf til viðskipta en íslendingar. Ekkert þátttökugjald er á kynn- inguna og það er von þeirra sem að henni standa að sem flestir notfæri sér þetta tækifæri til að kynnast því hvernig er að verzla með íslenskar vörur í hinum ýmsu heimshlutum. Kynningin er haldin í Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30.“ tiðlega athöfn á fundi Norður- landaráðs i Kaupmannahöfn dag- ana 2.-6. mars. Eftirfarandi tíu verk hafa verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1981: Frá fslandi: Hauströkkrið yfir mér, ljóð Snorra Hjartarsonar, og Undir kalstjörnu Sigurðar A. Magnússonar. Frá Danmörku: „Eva’s ekko“, skáldsaga Cesil Bödker, og „Vint- erens hjerte", ljóð Ivan Malin- owski. Frá Finnlandi: „Som sanden i havet“, skáldsaga Eeva Joenpelto, og skáldsaga Irmeiin Sandman- Lilius „Frámlingsstjárnan". Frá Noregi: Ljóð Olav H. Hauge „Janglestrá" og „Dikt i samling", og skáldsögur Idar Kristiansep „Den salte ákaren“ og „Stiene förer til havet". Frá Svíþjóð: „Tidigt en morgon sent pá jorden“, ljóð Werner Aspenström, og skáldsaga P.C. Jersild „En levende sjál“. Nefndina skipa tveir fulltrúar frá hverju landi, og fyrir Islands hönd eru Njörður P. Njarðvík, lektor, og Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri hljóðvarps; próf. Mogens Brömsted og rithöfundur- inn Ulla Ryum frá Danmörku; Finnarnir Kai Laitinen próf. og Sven Willner; dr. Jorunn Harleide og próf. Leif Mæhle frá Noregi; og frá Svíþjóð Per Olof Sundman og Áke Leander, rektor. Einn íslendingur hefur fengið verðlaunin, Ólafur Jóhann Sig- urðsson fékk þau 1976. Tvö síðustu ár hafa Svíar hreppt þau, Sara Lindman í fyrra og Ivar Lo-Jo- hansson þar á undan fyrir sjálfsævisögu. Nýjar mjólkurvöru- tegundir á markaðinn - nýjar umbúðir undir jógúrt TVÆR nýjar tegundir af mjólkurvörum koma á markað- inn á morgun. bá verður jóg- úrt einnig í nýjum umhúðum á morgun, sem framleiddar eru að Reykjalundi. Mjólkursam- salan mun einnig setja á mark- aðinn á næstunni óblandaðan jógúrt. Nýju mjólkurtegundirnar eru „Jarðarberja-Jógi“, sem fram- leiddur er úr léttmjólk og inni- heldur 1,5% fitu og einnig bætist við jógurt með blöndu af banönum og appelsínum. Nýju umbúðirnar verða svipaðar þeim gömlu í útliti, en tekin verður upp ný aðferð við lokun dósanna. Verður þeim lokað með plasti í stað málms. Nýju lokin eiga að falla þétt á dósirnar og á að verða auðveld- ara að opna þær en þær eldri. Þessar umbúðir verða síðar einnig notaðar undir aðrar mjólkurvörutegundir s.s. skyr. Nú fer hver aö veröa aö tryggja sér DAIHATSU CHARAD á veröi frá því i fyrra Gífurleg hækkun á gengi yensins á síðustu 12 mánuðum, hefur hækkaö verö á japönskum bílum upp úr öllu valdi. Við eigum nú aðeins fáa Daihatsu Charade 1980 á veröi sem við festum í haust og getum því boöið þennan frábæra metsölubíl á aöeins kr. 59.600 meö ryövörn og er hér um de luxe gerö að ræöa. Ef þú vilt gera góö bílakaup, líttu viö áöur en þaö veröur um seinan. Daihatsuumboðiðp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.