Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1981 Minning: Hólmfríður Krist- insdóttir frá Núpi Fædd 17. septcmber 1898. Dáin 10. desember 1981. Á hverjum degi er lífi heilsað og líf er kvatt. Stundum verður þessi ósýnilegi lífsþráður stuttur, en stundum langur. Eftir hverju þetta fer veit enginn. Verði hann stuttur er það undantekningar- laust mikil sorg, en verði hann mjög Iangur hefur aftur á móti oftast verið beðið til Guðs um að fara nú að slíta þennan þráð. Lífsþráður Hólmfríðar Krist- insdóttur varð frekar langur, og mjög langur ef hugsað er til þeirra veikinda og heilsuleysis sem þjáði hana mikinn hluta ævi hennar. Síðustu árin var hún alveg rúm- föst, en gæfa hennar var, að hún var umvafin umhyggju systra sinna sem stunduðu hana jafnt nætur sem daga. Maður hefur oft velt því fyrir sér hvaða tilgangur geti verið með því að láta fólk lifa, sem þráir að fá hvíld, er öðrum til byrði og sjálft mjög vansælt. Einhver tilgangur hlýtur þetta að vera. Ég held að við sem höfum fylgst með Hólmfríði og systrum hennar aila ævi okkar, hljótum að reyna að gera okkur grein fyrir að eitthvað eigi að læra af þessu. Það umburðarlyndi, þolinmæði og gæska sem þær systur sýndu henni í veikindum hennar var undravert, og gæti maður tileink- að sér eitthvað af því væri kannski tilganginum náð. Aldrei kvörtuðu þær, varia nokkurs beðið, en öllu tekið sem því sem er, og enginn fær breytt. Sannast því að „þolin- t Móöir okkar og fósturmóöir, HELGA SIGURDARDÓTTIR, lést í Landakotsspítala mánudaginn 19. janúar. Olafía Alfonadóttir, ólöf Karvelsdóttir, Helga Alfonadóttir, Sigríður Karvelsdóttir, Þorvaröur Alfonsson, Ólafur Karvelsaon. t Bróöir okkar, GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON, Sölvhólsgötu 12, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. janúar nk. kl. 10.30 fh. Fyrir hönd vandamanna. Guörún Brynjólfsdóttir, Guöjón Brynjólfsson, Guöni Brynjólfsson, Jón Brynjólfsson, Siguröur Brynjólfsson, Þorgrfmur Brynjólfason. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR S. INGÓLFSSON, sölumaöur, Aratúni 16, Garöabœ, sem lést 16. janúar síöastliöinn, verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju þann 26. janúar kl. 1.30 e.h. Katrfn Vilhelmsdóttir, Ólafur S. Ólafsson, Karen Olafsdóttir, Sssvar Guðlaugsson, Pétur Ó. Ólafsson, Sigrún Friógeirsdóttir, og barnabörn. t Sonur okkar og bróöir, PÁLL BJÖRNSSON, fré Gilsárvöllum, lézt aö Reykjalundi 7. janúar sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks aö Reykjalundi og Asi í Hverageröi, fyrir ágæta umönnun, svo og allra annarra sem auösýndu honum hlýju og hjálpsemi. Þorbjörg Pálsdóttir, Björn Jónsson, Sólveig Björnsdóttir, Andrés Björnsson. t Bálför fööur okkar, STEINGRÍMS GUDMUNDSSONAR, prentsmiöjustjóra, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 21. janúar kl. 15.00. Margrét Steingrímsdóttir, Krístjana Steingrímsdóttir. t Bálför mannsins míns, HELGAJÓNSSONAR, Austurbrún 6, hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þakka af alhug auösýnda samúö og vinarhug. Guórún Halldórsdóttir. mæði þrautir vinnur allar". Hólm- fríður var fædd 19. september 1898, en lést 10. janúar sl. Hún var þriðja barn níu barna þeirra Rakelar Jónasdóttur og Kristins Guðlaugssonar bónda að Núpi í Dýrafirði. Eina dóttur' misstu þau unga, en átta barnanna komust til fullorðinsára. Hólmfríður er þriðja systkinanna frá Núpi sem kveður þennan heim, en Sigtrygg- ur bróðir þeirra er látinn fyrir nokkrum árum. Það var ekki algengt þegar Hólmfríður var ung kona að fólk færi til útlanda til að læra, en til Svíþjóðar fór hún og dvaldi þar um þó nokkurn tíma og lærði handavinnukennslu. Oft minntist hún þessa tíma og fannst mér það eins og uppiestur úr ævintýrabók er hún sagði frá þessum Sviþjóð- arævintýrum. Það var alveg sama hvað hún vann í höndunum, allt var óaðfinnanlegt, enda sagði hún oft við mig er ég var að reyna að gera eitthvað í höndunum: „Jú þetta er allt í lagi, en rektu það upp, það er hægt að gera þetta betur." Mikið var ég nú oft örg út af þessu, en úr því að Fríða frænka sagði þetta þá varð að gera það, það var líka sagt þannig að eðlilegt var að hlýða. Þetta kenndi mér einnig að reyna að vera svolítið þolinmóðari en ég er í eðli mínu og læra að það er hægt að gera betur ef hægt er að hemja óþolinmæði sína. Hólmfríður var bráðgreind kona, minnug og fróð um fjöl- marga hluti. Sem kennari held ég að hún hafi verið mjög vel liðin, það hefur sýnt sig í hennar löngu og erfiðu veikindum, því að margir af nemendum hennar hafa bæði heimsótt hana og hringt hvað eftir annað til að spyrjast fyrir um líðan hennar, þótt nú séu um 17 ár síðan hún hætti kennslu. Þótt Fríða frænka hefði frekar erfitt skap voru kostir hennar líka miklir. Ekki mátti hún vita af neinum sem bágt átti án þess að vilja rétta hjálparhönd, og á fyrri árum voru það ekki ófá gamal- mennin sem hún heimsótti reglu- lega, sat hjá, spjallaði við og las fyrir. Þegar maður er ungur held- ur maður að fólk geri svona nokkuð sjálfum sér til skemmtun- ar, en þegar árin líða sér maður að þetta eru gæði, umhyggja og skilningur á einangrun gamals fólks. Þetta gamla fólk var ekki það eina sem naut umhyggju hennar. Við systkinabörn hennar öll, sem erum stór hópur, höfum sérhvert einhverntíma notið gæða hennar, því ósínk var hún á að stinga peningum eða einhverju að okkur. Hún giftist aldrei og átti ekki heldur börn og var það mikil synd, því hún var með aÖ>rigðum barn- góð. Ég get sagt þetta með sanni, því fram til 6—7 ára aldurs var mér alveg sama hvort ég væri hjá Fríðu frænku eða foreldrum mín- um, var ég þó mikið mömmubarn. Nú er hún er horfin til annarra heimkynna vil ég kveðja hana með vísubroti, sem sagt er að Theodóra Thoroddsen hafi sagt vinkonu sinni í draumi er Theodóra var nýlátin. „Yfir um álinn bátinn bar. blikaöi m)1 um fold ok mar. ég ytti að hlein og eygði þar áatina og lifið hvar sem var.“ Rakel Viggósdóttir Minning: Guðrún Helga Guðmundsdóttir Fædd 23. marz 1900. Dáin 11. janúar 1981. I dag er til moldar borin frá kirkju Óháða safnaðarins Guðrún Helga Guðmundsdóttir frá Sól- heimum. Helga eins og hún var allajafn- an kölluð, var ein af tólf börnum Guðrúnar Gestsdóttur frá Skúfs- læk í Flóa og Guðmundar Brynj- ólfssonar frá Keldum á Rangár- völlum sem lengi bjuggu stórbúi að Sólheimum í Hrunamanna- hreppi. Hún ólst upp í glaðværum systkinahópi, þar sem frjálslyndi, dugnaður og samheldni var í hávegum haft og er ættarfylgja þessa fólks enn í dag. Ég minnist Helgu frá æskuár- um, er hún kom ung og glæsileg stúlka á heimili foreldra minna og varð samferða systur minni á Húsmæðraskólann á ísafirði. Og síðar að hún var eftirsótt við framreiðslu matar þar sem stórar veizlur voru haldnar. Helga var tvígift. Fyrri maður hennar var Jón Kristjánsson frá Bræðramynni á Bíldudal. Þau eignuðust eina dóttur, Jónu, sem gift er Lárusi Johnsen, kennara og eiga þau tvo syni. Helga missti manninn eftir stutta sambúð, en giftist aftur, Hannesi Magnússyni, húsasmið, ættuðum frá Akranesi. Þau eign- uðust dóttur, Guðlaugu Sjöfn, sem gift er Sveini Sveinssyni bónda að Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi og eiga þau þrjú börn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði. að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið. af marggefnu tilefni. að frum- ort ljóð um hinn iátna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Helga var traustur lífsförunaut- ur, glaðvær og skyldurækin við heimili sitt, mikil húsmóðir og hjartfólgin dætrum sínum og eig- inmanni. Við systkini sín og skyld- fólk hélt hún alla tíð nánu sam- bandi. Hún var að eðlisfari félags- lynd og átti gott með að blanda geði við samferðafólk meðan heilsan entist. Hún tók virkan þátt í störfum Slysavarnafélags íslands og studdi það félag af áhuga með ýmsum hætti. Trúmál voru henni hugleikin og voru þau hjónin Helga og Hannes áhugaspm um stofnun Óháða safnaðarins í Reykjavík, sem þau hlúðu að eftir bestu getu meðan heilsa leyfði, enda var Helga trúuð kona, sem trúði á endurfundi við vini sína að loknu þessu lífi. Hannes Magnússon lést 1969. Helga ferðaðist mikið og kynnt- ist landi og þjóð en hugleiknastar voru henni ferðirnar í Hreppana og hitta þar systkini og skyldfólk sitt og rifja upp minningar æsku- áranna á Sólheimum, fylgjast með barnabörnunum sínum í sveitinni, sem hún unni svo mjög. Síðustu árin var Helga á Dval- arheimilinu Hrafnistu. Það voru erfið veikindaár. Hún naut þar frábærrar um- önnunar lækna og hjúkrunarfólks sem að leiðarlokum er þakkað og metið af heilum hug. Um Ieið er hún af systkinum og skyldfólki kær kvödd og henni þökkuð samfylgdin. Ég bið dætrum hennar og öðru vandafólki Guðs blessunar. Siggeir Vilhjálmsson Freysteinn Guðmunds- son — Kveðjuorð Fæddur 13. júlí 1964. Dáinn 28. desember 1980. Það er undarlegt þegar ungur og hraustur drengur eins og Frey- steinn var, er kallaður burtu með svo sviplegum hætti. Ekki datt okkur í hug að eitt okkar kæmi ekki aftur í bekkinn þegar við skildum fyrir jólafríið. Freysteinn var góður vinur og sýndi hugprýði hvar sem hann fór. Við vottum foreldrum hans og bræðrum samúð okkar og kveðjum Freystein með þessu ljóði eftir Tómas Guðmundsson skáld. „t dimmum xkugga af löngu liðnum vetri mitt Ijóð til þin var árum saman grafið. Svo ungur varxtu er hvarfxtu út á haflð hugljúfur. glæxtur, öllum drengjum betri. Og þvi varð allt svo hljótt vjð helfregn þina xem hefði klökkur glgjuxtrengur broxtið Og enn ég velt margt hjarta, harmi loxtlð xem hugxar til þin alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hlnna sem horfðu á eftlr j>ér I xárum trega þá blómgaxt enn og blómgaxt ævinlega þitt hjarta vor i hugum vina þinna. Og skln ei Ijúfast X’vi jjeirra yfir xem ung á morgni lifsinx xtaðar nemur og eiliflega, óháð þvi sem kemur I æxku xinnar tignu fegurð llflr? Sem xjálfur Drottinn mildum lófum lykl og llfslnx perlu I gullnu augnabliki." Með kveðju frá bekkjar- systkinum í M.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.