Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 11 í Morgunblaðinu, þriðjudag 28. apríl, er grein um Joe Louis, nýlátinn hnefaleikakappa, og er fyrirsögn greinarinnar: Mesti hnefaleikakappi allra tíma. Þótt síðar í greininni sé dregið úr þessari fullyrðingu með því að segja, að margir telji að Louis hafi verið mesti hnefaleikari allra tíma, má skilja greinina sem svo, að enginn hafi tekið Louis fram, enda er bent á, að hann hafi verið lengur heims- Ómar Þ. Ragnarsson: Ómar b. Ragnarsson Muhammed Ali Joe Louis Könnun þessi var eins vel unnin og hægt er að krefjast, miðað við það að aldrei verður hægt að setja þetta á nákvæma mælistiku. Keppni þessi var háð í mörg- um tölublöðum tímaritsins og lauk henni svo, að til úrslita börðust Rocky Marciano og Muhammed Ali, og hafði Ali sigur. í þessari keppni var gengið út frá því, að allir heimsmeistar- arnir væru eins og þegar þeir voru upp á sitt bezta. Það kom fram, að vissulega væri erfitt að gera upp á milli beztu heimsmeistaranna Ali, Var Ali ekki meiri hnefaleikari en Louis? meistari í þungavigt en nokkur annar. í þessari frétt er mjög hallað á Muhammed Ali, sem miklu fleiri telja mesta hnefaleikara allra tíma en Joe Louis. Helztu rök fyrir því, að Louis hafi staðið Ali að baki eru þessi: 1. Tímabilið frá því að Ali vann fyrst heimsmeistaratitilinn, þar til hann tapaði honum endanlega, er lengra en sam- svarandi tímabil Louis. Ali var sviptur titlinum þau ár, sem hann hefði annars staðið á hátindi ferils síns, vegna þess, að hann neitaði að gegna herskyldu. Það afrek að vinna titilinn aftur, eftir að hafa verið frá keppni þessi dýrmætu ár, á sér enga hlið- stæðu í sögu hnefaleikanna. 2. Á hinn bóginn dró heims- styrjöldin síðari mjög úr hættu á því að Joe Louis missti titil sinn, því að styrj- aldarþátttaka Bandaríkja- manna varð til þess að skapa lægð í hnefaleikaíþróttinni, sem entist langt fram eftir fimmta áratugnum. Óvíst er, að Louis hefði haldið titlinum svona lengi, ef aðstæður hefðu verið eðlilegar. 3. í hinu virta bandaríska hnefaleikatímariti Ring Magazine lögðu ýmsir þekktir hnefaleikasérfræðingar spurninguna um það, hver væri mesti hnefaleikari allra tíma, fyrir tölvu og mötuðu hana á ítarlegum upplýsing- um um heimsmeistarana í þungavigt, þannig að hún fyndi út úrslit hugsaðrar út- sláttarkeppni allra heims- meistaranna í þungavigt á þessari öld. Marciano, Louis, Jack Dempsey og Gene Tunney, en ef einhvern ætti að velja úr, yrði það Ali. Joe Louis, „The Brown Bomb- er“, var mjög höggþungur, en tækni Alis, hraði og klókindi, gera hann líklega verðugri en aðra til þess að tróna á hátindi „hinnar göfugu sjálfsvarnarlist- ar“, eins og hnefaleikar hafa verið kallaðir af sumum. Reykjavík, 28. apríi, 1981. British Steel fær siðasta tækif ærið Frá Einari K. (íuóíinnssyni, fréttaritara Mbl. i BretlandÍ DAG hvern allt árið um kring greiða breskir þegnar að meðaltali hálft sterlingspund á mann, það er 7—9 islenskar nýkrónur, til að fjármagna bullandi hallarekstur hins þjóð- nýtta stáliðnaðarfyrirtækis British Steel. t gær tilkynnti iðnaðarráðherrann, að enn myndi rikisstjórnin leggja fyrirtækinu til fjármagn til að gera þvi kleyft að halda áfram rekstri. merges as steel ready for processing JONES A LAUGHLIN STEEL COR Fyrirgreiðslan að þessu sinni er í þrennu lagi. í fyrsta lagi fær fyrirtækið 150 milljónir sterl- ingspunda til að fjármagna reksturinn þær fáu vikur, sem eftir eru af núverandi fjárhags- ári. í öðru lagi verða fyrirtækinu látnar í té 750 milljónir sterl- ingspunda til ráðstöfunar á næsta fjárhagsári. í þriðja lagi verða 3509 milljónir punda strik- aðar út úr reikningum fyrirtæk- isins, en þessa upphæð hefði það annars þurft að greiða. Alls nemur þessi fyrirgreiðsla um 4389 milljónum sterlingspunda, sem samsvarar rúmlega 65 milljörðum ísl. nýkróna eða rúmleg 6500 milljörðum gamalla króna. Nærri lætur, að þetta sé 10—12 sinnum hærri upphæð en íslensku fjárlögin í heild sinni fyrir þetta ár. Þessi fyrirgreiðsla verður reidd fram á næstu fimmtán mánuðum. Það má kallast kaldhæðni örlaganna, að maðurinn, sem tók ákvörðun um þennan mikla rík- isstyrk fyrir þjóðnýtta fyrirtæk- ið, er sjálfur sir Keith Joseph, iðnaðarráðherra, en hann hefur öðrum fremur barist gegn ríkis- afskiptum og forsjárhyggju. Að þessu sinni sagði hann: „Þetta er síðasta tækifærið, sem fyrirtæk- ið fær til að auka hagkvæmnina og aflétta þeim byrðum, sem það leggur á herðar skattborgar- anna.“ Kostir iðnaðarráðherrans voru aðeins þeir að loka fyrir- tækinu að mestu, ellegar að gera úrslitatilraun til að endurreisa það eins og hann líka ákvað. Lokun fyrirtækisins hefði þýtt atvinnuleysi um 100.000 manna í stáliðnaðinum og fjölmargra annarra, sem vinna í atvinnu- greinum tengdum stáliðnaðin- um. Þá er þess líka að geta, að missi maður vinnu í Bretlandi ber vinnuveitanda hans að greiða honum verulegar miska- bætur. Loks eru margar stál- verksmiðjur í héruðum þar sem atvinnuleysi er ærið fyrir, svo sem í Wales. Mikill þrýstingur er því á stjórnvöld að auka ekki á vandræðin með því að loka stáliðnaðarfyrirtækj unum. Nokkrar stálverksmiðjur eru í einkaeign í Bretlandi. Hagur þeirra hefur verið heldur skárri en þjóðnýtta fyrirtækisins þrátt fyrir allt. Forráðamenn þessara fyrirtækja hafa nú mótmælt auknum niðurgreiðslum til Brit- ish Steel og segja, að það geri samkeppnisstöðu fyrirtækja í einkaeign og ríkisgeiranum ójafna. Til að koma í veg fyrir, að það gerist, hyggst ríkisstjórn- in beita sér fyrir auknu sam- starfi þessara aðila þannig að allir njóti góðs af. Þrátt fyrir, að allir viðurkenni raunverulegt gjaldþrot British Steel, er ljóst að hagur fyrirtæk- isins hefur skánað á síðustu misserum. Óhagkvæmar verk- smiðjur hafa verið lagðar niður, framleiðsla minnkuð og starfs- mönnum fækkað. Á hinn bóginn hefur samdráttur á heimsmark- aði á síðustu tveimur árum dregið úr eftirspurn eftir fram- leiðslu stálverksmiðjanna og því lagt stein í götu þeirra, sem vilja styrkja stöðu þessa iðnaðar. i ;■> K, b' .■ i Sá sem er að byggja verzlar við Völund Parketágólf, Werzalit-sólbekkir Mótatimbur — Byggingatimbur Smíðatimbur — Ofnþurrkað timbur Gagnvarið timbur (4-faldar endingu) Gluggaefni — Gróðurhúsaefni Veggklæðningar — Loftklæðningar Límtrésbitar — Límtrésrammar Bilskúrshurðir — Verksmiðjuhurðir Innihurðir — Útihurðir Hagstætt verð, góð greiðsiukjör Yfir 75 ára reynsla tryggir góða þjónustu. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.