Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1981 21 Það er út í hött að stöðva verðlagningu vara með hækk- andi tilkostnaði segir Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum „ÞAÐ ER í raun út í hött, að ætla sér að stöðva verðlagningu á vörum, þegar allur tilkostnað- ur hækkar. Þetta kemur fram í öllum okkar rekstri, en þó aðal- lega í sambandi við innanlands- flugið," sagði Björn Theodórs- son, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á hinu nýja verðstöðvunarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar. „Við höfum í raun ekki fengið eðlilegar hækkanir undanfarin ár, þannig að þetta flug hefur verið rekið með tapi í áraraðir, þrátt fyrir sífelldar eðlilegar • hækkunarbeiðnir til yfirvalda. Þær hafa bæði verið seint af- greiddar og illa og yfirleitt skornar mikið niður við trog. Þannig fór t.d. með síðustu hækkun frá 1. marz. Þá var vísað til þess að verðstöðvun væri í gildi fram til 1. maí og við fengum 6% hækkun, en höfðum sótt um 26% hækkun, auk þess sem sú afgreiðsla kom ekki fyrr en mánuði síðar. Það segir sig því sjálft, að það vantar ennþá þessi 20% og það segir sig ennfremur sjálft, að það þýðir ekkert að halda taprekstri enda- laust áfram. Það virðist vera eini mögu- leikinn, ef halda á áfram slíku flugi, annars vegar að draga saman alla þjónustu eins og hægt er, sem er okkur að sjálfsögðu mjög á móti skapi, eða þá þannig ef ríkið metur stöðuna þannig, að rétt sé að borga með þessari þjónustu, eins og reyndari allri annarri þjónustu í landinu," sagði Björn Theódórsson að síðustu. Magnús Ingimundarson forstjóri í Frón: Atvinnuöryggi viðhaldið i útlöndum með þessu, ekki hér EFTA-samningrurinn farí n n út i veður og vind „Það sér hver maður að það er verið að viðhalda atvinnu- öryggi í útlöndum en ekki hérna, ef þetta verður svona. Ef á virkilega að múlbinda okkur alveg þá er EFTA- samningurinn einnig farinn út í veður og vind. Við stöndum engan veginn jafnfætis þeim", sagði Magnús Ingimundarson forstjóri Kexverksmiðjunnar Frón. Þá sagði Magnús: „Árið í fyrra var ákaflega erfitt fyrir okkur og við erum að rétta úr kútnum núna, en með þessu móti er eins og þeir séu vitandi vits að gefa útlenzkum keppinautum okkar frjálst spil. Það hafa aldrei verið neinar hömlur á því, að flytja inn allra handa vörur í okkar flokki og ég get ekki annað séð en þessu sé bókstaflega stefnt gegn okkur." Magnús sagði, að fyrir lægi beiðni hjá verðlagsráði um 12% hækkun. „Sá hækkunar- rammi sem þeir boða nægir alls ekki. Mér skilst að engir fái hækkanir nema opinber fyrirtæki að minnsta kosti ef þeir ætla að halda sig við 8% vísitölustigin. „Ég vil taka fram, að ég hef ekki getað náð sambandi við verðlagsstjóra ennþá og mér er ekki kunnugt um hvernig þeir ætla að beita þessu, nema af afspurn í gegnum fjöl- miðla," sagði Magnús í lokin. Sveinn Valfells, verkfræðingur: íslenzk atvinnustefna FYRIR verðlagsráði liggur nú fyrir fjöldi beiðna um hækkun á söluverði vöru og þjónustu. Um það bil tveir þriðju þessara beiðna er vegna íslensks iðnvarn- ings, sem á í tollfrjálsri sam- keppni við samskonar vörur er- lendis frá. Fyrir samskonar er- lendar vörur þarf ekki að sækja um slíkar hækkanir. Erlendir iðnrekendur hafa frjálsa álagn- ingu á íslenskum markaði. Sem dæmi má nefna, að fyrir ráðinu liggur beiðni frá íslensku iðnfyr- irtæki sem framleiðir sápur. Tvö fyrirtæki á íslandi framleiða sápu. Tugir eriendra sáputegunda eru á íslenskum markaði sem eru fluttar inn tollfrjálsar. Verðlags- ráð ræður engu um verð þeirra. Framleiðslukostnaði iðnaðar má skipta í eftirfarandi hlut- fallsskiptingu (Sbr. Hagtölur Iðn- aðarins 1980—'81. Laun26% Aðföng 62% Vextir 5% Afskriftir 4% Skattar 2% Arður 1% Arður er ca. 1% af veltu. Afskriftir eru 4%, en þær eru Óaf greiddar verð- hækkunarbeiðnir Hér fer á eftir listi yfir óafgreiddar verðhækkanabeiðnir hjá verðlagsyfirvöldum: Hjá verðlagsráði: Hækkunarbeiðnir í % 1. Hámarksverð á saltfiski 30% 2. Hámarksverð á brauðum 7,7—21,1% 3. Hámarksverð á sementi 19% 4. Steypa án sements 25% 5. Sandur og möl 15% 6. Niðursoðið fiskmeti 13,8—18,3% 7. Olíufarmgjöld innanlands 65% 8. Landvari 14,2—34,9% (meðalt. — ca. 16%). 9. Skipafarmgjöld og vöruafgreiðslugjöld 16% og 30% 10. Farmgjöld sérleyfishafa 23,6% 11. Álagning á innfluttar mat- og vefnaðarvörur 12. Krónutöluálagning í verðlagsákvæðum 13. Afgreiðslugjöld v/vöruúttektar 14. Vinnuvélar 26% Hjá verðlagsstoínun i umboði verðlagsráðs: 1. Dósir (dósagerðin) 15% 2. Skór (Iðunn) 13% 3. Sælgæti (Linda, Síríus, Opal, Freyja) 10-14% 4. Maískorn (Ora) 2,2% 5. Framleiðsluvörur Rafa 6,5% 6. Efnagerðarvörur (Reckord) 2,2-70% 7. Kolsýra (Eimur) 11,3% 8. Hreinlætisvörur (Frigg) 5,3% 9. Plastumbúðir (Reykjalundur) 7,24% 10. Einkennisfatnaður (Últíma) 6% 11. Vinnuföt (SÍS) 15% 12. Rafmagnsvörur o.fl. (Plastmótun) 8% 13. Félag dráttarbrauta. og skipasmiðja 20% 14. Bón og þvottur (Bliki) 19% 15. Aðgöngumiðaverð að vínveitingahúsum 38% 16. Bylgjupappakassar (Kassagerð Reykjavíkur) 17. Hreinlætisvörur (Mjöll, Sjöfn og Hreinn) 6% 18. Plastoshf. 19. Amboð 20. Framl. vörur Ora ótaldar annarsstaðar 6,7-29% 21. Kex (Frón) 8,8-14,0% 22. Málningarvörur (Málning hf. Harpa, Slippfél.) 14,6-14,9% 23. Tropicana 15% 24. Floridana 18,5% 25. Gaffalbitar (K. Jónsson) 40,7% Hjá ráðuneytum: Áburður 85% Póstur og sími 37% Skipaútgerð ríkisins 35% Strætisvagnar Reykjavíkur 40% Gjaldskrár hafna 20% Hitaveita Reykjavíkur 43% Landsvirkjun 42,5% kostnaður fyrirtækisins af úreld- ingu véla og búnaðar. Ekki má mikið útaf bera svo endar nái ekki saman. Náist endar ekki saman, þá kemur að því, fyrr eða síðar, að fyrirtækin komast í greiðsluþrot og verða að hætta starfsemi sinni, a.m.k. þau sem ekki geta sótt fé í ríkiskassann sbr. Sementsverksmiðja Ríkisins. íslensk iðnfyrirtæki eru ekki að biðja um verðhækkanir að gamni sínu. Þau eiga í harðri samkeppni bæði innbyrðis og við tollfrjálsar innfluttar vörur. Ef vara einhvers er dýrari en annarra á markaðn- um getur hann ekki búist við því að fólk versli til frambúðar við hann. Staðreyndin er sú að kúgun íslenskra stjórnvalda á íslenskum iðnaði er aðeins einn þáttur í vísitölusvindlinu og leiðir aðeins til verri afkomu íslenskra iðnfyr- irtækja en keppinauta þeirra er- lendis. Afleiðing verður hægari innlend iðnþróun eða samdráttur íslensks iðnaðar en hlutur útlend- inga á íslenskum markaði verður stærri. Nýframlagt stjórnarfrum- varp stefnir í áframhaldandi kúg- un á íslenskum iðnaði í þágu erlendra keppinauta þeirra. Er þetta í þágu atvinnuöryggis íslensks iðnverkafólks? Sveinn Valfells verkfr. Rafmagnsveita Reykjavíkur 20,8% afleiðing af hækkun Landsvirkjunar Sundstaðir 7—20% Á listann vantar yfirlit yfir orkufyrirtæki úti á landsbyggðinni. Kvótinn á humarver- tíðinni auk- inn f rá síð- asta sumri KVÓTINN á humarvertiðinni í sumar hefur verið ákveðinn 2700 lestir, en í fyrra var kvótinn 2500 lestir. Þá fengu 89 bátar leyfí til veiðanna, en þau eru aðeins veitt bátum minni en 105 brúttórúmlestum, en þó verður stærri bátum veitt leyfi til humarveiða séu þeir búnir 400 hestafla aðalvél eða minní. Humarvertiðin hefst 24. mai nk. og stendur hún ekki lengur en til 15. ágúst, en veiðarnar verða stöðvaðar fyrirvaralaust þegar 2700 lestum er náð. Humarveiðarnar eru stundað- ar frá stöðum á sunnanverðum Austfjörðum vestur um til Akr- aness, en flestir bátanna hafa verið frá Höfn, Vestmannaeyj- um og Keflavík. Sjávarút- vegsráðuneytið mun sem fyrr hafa eftirlit með því, að allar reglur, sem gilda um humarveið- ar verði haldnar. Umsóknir um leyfi til humarveiða þurfa að hafa borist ráðuneytinu fyrir 13. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.