Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 27 Morgunn í maí við þinghúsið Tjarnarmegin Alþingishússins er einn elzti og fegursti skrúðgarður borgarinnar. Þar er lífrikið að vakna til sólar og sumars í mun meiri sátt en rikir innanhúss, þó þar sitji margir „vormenn Islands" á bekkjum. Þessi mynd er tekin í maí 1980 við þetta aldargamla þinghús þjóðarinnar. Og maí- mánuður gengur í garð með hátiðisdegi launafólks á morgun. Þrenn ný lög: Mismunandi útflutnings- gjald á sjávarafurðir Þrenn lög vóru sam- þykkt í neðri deild Alþing- is í gær: 1) Breyting á lögum um fiskvinnsluskóla, sem m.a. kveða á um skólanefnd, hvern veg skipuð skuli, námskeið fyrir starfsfólk í hinum ýmsu greinum fiskiðnaðar og hvaða menntunarkröfur skuli gera til þeirra er öðlast starfsrétt- indi sem fiskiðnaðarmenn. 2) Lög um eiturefni og hættuleg efni, sem m.a. fjalla um skráningu slíkra efna til sérstakra nota, sölumeðferð o.fl. 3)Lög um útflutningsgjald af sjávarafurðum, en um það stjórnarfrumvarp stóð mikill styrr á Alþingi og taldi meiri- hluti sjávarútvegsnefndar neðri deildar að efni þess gengi þvert á markaða stefnu um samræmt útflutningsgjald og væri í hrópandi mótsögn við hlutverk verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins. Hin nýju lög kveða á um mismunandi útflutningsgjald fiskvinnslugreina, 4,5% af fob-verðmæti frystra sjávar- afurða en 10% af fob-verð- mæti skreiðar. Þingmenn Alþýðuflokks: Island aðili að Orku- málastofnuninni Eiður Guðnason og þrir aðrir þingmenn Alþýðu- flokks hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu, þess efnis, að rikis- stjórninni skuli falið að gera ráðstafanir til þess að ísland gerist aðili að Alþjóðaorku- stofnuninni. í greinargerð segir að ísland hafi tekið þátt í störfum OECD (Efnahags- og framfara- stofnunarinnar) frá stofnun hennar 1960. Árið 1974 hafi verið stofnuð sjálfstæð stofn- un innan OECD, Alþjóðaorku- stofnunin, m.a. með atkvæði íslands. Grundvöllur hennar er samningur um alþjóðaorku- áætlun, sem greinist í tíu meginþætti: 1. Neyðarbirgðir olíu. 2. Takmörkun á eftir- spurn eftir olíu á neyðartím- um. 3. Úthlutun á olíu á *** Ju >IM H :: mm ¦:¦:'¦; fyjÉ *&$>:''' 'm m^k ¦ ;|l<. _ -•"| »==y % ^m -W—- *"* m^^^ neyðartímum. 4. Framkvæmd neyðarráðstafana. 5. Upplýs- ingamiðlun um alþjóðlega olíumarkaði. 6. Afstaða til samráðs við olíufélög. 7. Lang- tímasamstarf í orkumálum. 8. Tengsl við olíuframleiðslu- og notkunarlönd. 9. Ákvæði um stjórnun og almenn atriði og 10) Lokaákvæði. Viðauki er um neyðarbirgðir olíu. Samningurinn kveður m.a. á um að hvert ríki skuli eiga a.m.k. 90 daga neyðarbirgðir af olíu. Miðað við það sem var á árinu 1979 skorti ísland 54ra daga birgðir til að ná þessu marki. Flutningsmenn telja að olíu- öryggi landsins aukist með aðild að þessu fjölþjóðlega samstarfi, en innan þess eru nú 21 OECD-ríki, þeirra á meðal Noregur, Danmörk og Svíþjóð, en hinsvegar ekki Frakkland, Finnland og ís- land. Verkf all nemenda Myndlist^- og hand- íðaskóla íslands NEMENDUR Myndlista- og handíðaskólans mættu margir hverjir ekki i kennslu i gær og var þetta eins dags verkfall nemenda gert vegna þeirrar hug- myndar að leggja nýlistadeild skólans niður á næstunni sem sérstaka deild. — Það er alls ekki verið að leggja niður þesáa listgrein, held- ur er lagt til að deildin sem slík verði lögð niður að tveimur árum liðnum, þegar hún hefur útskrifað síðustu nemendur sína, en hægt verði áfram að fá kennslu í þessari grein, sagði Einar Hákonarson skólastjóri er Mbl. ræddi við hann. Sagði hann Hildi Hákonardóttur fyrrum skólastjóra hafa tekið að starfrækja þessa deild og á sama hátt og hún stofnaði deildina hefði hann vald til að leggja hana niður. Væri það hans mat og tillaga að nú skyldi það gert, en mál þetta hefur verið rætt að undanförnu af skólastjórn og nemendum. — Ég tel vonlaust að stjórna þessari stofnun ef ég sem ábyrgð- armaður hennar verð að beygja mig undir meirihlutasamþykkt nemenda, sem fengin jer með handauppréttingu og þess vegna hef ég látið að því liggja að ég muni láta af störfum verði þessari ákvörðun breytt, en til þess hefur menntamálaráðherra vald, sagði Einar ennfremur. Einar Hákonarson tók fram, að hann hefði látið deildarstjóra verk- og tæknimenntunardeildar menntamálaráðuneytisins vita af þessari hugmynd. í gær gengu tveir kennarar og tveir nemendur skólans á fund ráðherra vegna málsins. Litið var um kennslu í Myndlista- og handiðaskólanum í gær vegna verkíalls nemenda. L}ó«in. Kri«tján. 14 keppendur í Rally Special I>EIR Birgir Bragason og Birgir Halldórsson, sem óku á Datsun 1800 árgerð 1972, urðu sigurveg- arar i Rally Special keppninni, sem fram fór við Loftleiðahótelið um síðust ii helgi. í öðru sæti urðu þeir Ævar Sigdórsson og Halldór Sigdórsson, sem óku á Saab 96, árgerð 1973. Þriðju í röðinni urðu svo Ásgeir Sigurðsson og Ingimundur Ingi- mundarson, sem voru á Lada 1500 -bil. Keppendur í rallyinu voru alls 14 og tókst það að sögn kunnugra með ágætum. Sigurvegararnir Birgir Bragason og Birgir Halldórsson á fullri ferð. LjÓKmynd Mbl. Gunnlaugur. 1 öðru sæti voru þessir okukappar á Saah %. LJÓHmynd Mbl. GunnlauKur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.