Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 33 Síðustu sýningar á „Konu“ Framkvæmdum er svo til lokið í 9 fyrirtækjum, þær eru komnar vel á veg í 7 fyrirtækjum, en eru í undirbúningi í einu. Ekki er búist við neinum framkvæmdum í fjór- um fyrirtækjum og í þremur var aðeins um afmörkuð verkefni að ræða. í þeim fyrirtækjum, þar sem framkvæmdum er svo til lokið, hefur framleiðniaukning orðið allt að 100%, en u.þ.b. 40% að meðaltali. Allt bendir til, að framleiðniaukning verði svipuð í þeim fyrirtækjum, sem skemmra eru komin áleiðis. Það er ljóst, að á árinu 1981 verður aðalviðfangsefni fataverk- efnisins vinna í fyrirtækjum, sem framleiða vörur úr íslenskri ullar- voð. Sú vinna er að mestu leyti í 4 fyrirtækjum, þ.e. Álafossi, Akra- prjóni, Hildu og hjá SÍS. Eins dags úttekt var gerð í Dyngju á Egilsstöðum, en framhaldsaðgerð- ir hafa ekki verið ákveðnar. Fimm daga úttekt var gerð í Sunnu á Hvolsvelli í desember, en þar hefur heldur engin ákvörðun verið tekin. Af þessu má sjá, að veru- legur áhugi er innan ullariðnaðar- ins á framleiðniaukandi aðgerðum og þarf svo fljótt sem auðið er að ákveða hvort bjóða eigi fyrirtækj- um, sem ekki eru nú þegar þátt- takendur í verkefninu, aðstoð á árinu 1981. Félag íslenskra iðnrekenda efndi til kynnisferðar í þrjú fyrir- tæki, sem tekið hafa þátt í verk- efninu. Það voru Akraprjón á Akranesi, Dúkur hf. og Karnabær í Reykjavík. Akraprjón Akraprjón hf. var stofnað árið 1970 og starfaði næstu 6 ár að Skólabraut 21 í 120 fermetra húsnæði. I upphafi hafði fyrirtæk- ið yfir að ráða einni prjónavél, en tók aðra í notkun á árinu 1972. Ekki var aukið við prjónavélakost fyrirtækisins fyrr en á árinu 1976, að þriðja vélin var keypt, en síðan hefur orðið stöðug aukning og hefur fyrirtækið nú yfir að ráða 7 prjónavélum. Á árinu 1976 flutti fyrirtækið í eigið húsnæði, 360 fermetra á einni hæð að Stillholti 18. Árið 1978 var sú hæð stækkuð í fulla stærð, eða 600 fermetra og á árinu 1980 var önnur hæð byggð til viðbótar, þannig að nú er fyrirtækið í 1200 fermetra hús- næði. Nú starfa hjá Akraprjóni um 50 starfsmenn, margir í hálfs dags starfi, þannig að dagsverk eru 35, en á árinu 1971 voru þau aðeins 5. í langan tíma hefur verið biðlisti eftir störfum hjá fyrirtækinu. Á árinu 1980 framleiddi Akra- prjón hf. um 43.000 flíkur, sem Álafoss og Hilda fluttu út. Akra- prjón hefur frá upphafi framleitt fyrir Álafoss, en hóf framleiðslu fyrir Hildu á árinu 1976. Á árinu 1980 jókst framleiðslugeta fyrir- tækisins vegna viðbyggingar og er gert ráð fyrir, að framleiddar verði 70.000 flíkur hjá fyrirtækinu á árinu 1981. Stafar þessi aukning að hluta af afkastaaukningu vegna nýbyggingar, en að hluta vegna framleiðniaukningar. Ef framleiðslugeta fyrirtækisins væri nýtt til fulls, mætti fram- leiða u.þ.b. 100.000 flíkur á ári. Stefnir Akraprjón að því, en sem stendur skortir verkefni til þess, að unnt sé að fjölga starfs- mönnum hjá fyrirtækinu. Er sárt til þess að vita, að fyrirtækið hefur góða aðstöðu, ágætan véla- kost og biðlista af fólki, sem óskar eftir að koma til starfa hjá fyrirtækinu, en að geta ekki ráðið fólk vegna verkefnaskorts. Síðan á árinu 1979 hefur Akra- prjón tekið þátt í framleiðniauk- andi aðgerðum á vegum FÍI og hefur framleiðnin nú þegar aukist um u.þ.b. 30%, en gert er ráð fyrir, að framleiðniaukningin verði 50% þegar upp er staðið. Helstu breyt- ingar, sem gerðar hafa verið í fyrirtækinu, eru eftirfarandi. 1. Nýtt verksmiðjuskipulag tek- ið í notkun. 2. Nýtt flutningakerfi, sem byggist á vögnum, tekið í notkun. 3. Ýmsar vélar og hjálpartæki keypt. 4. Vinnuaðferðir þróaðar og starfsmenn þjálfaðir í notkun þeirra. 5. Teknar upp breyttar aðferðir við framleiðsluskipulagningu. 6. Keypt tölva, sem nota á við ákvörðun á staðaltímum, launa- útreikninga, kostnaðarútreikn- inga og til þess að útbúa pró- grömm fyrir prjónavélar. Verið er að þjálfa starfsmenn fyrirtækis- ins í notkun tölvunnar og er vonast til, að taka megi í notkun afkastahvetjandi launakerfi, sem byggt verður á GSD-staðaltímum 1. maí. Framkvæmdastjóri Akraprjóns hf. er Rúnar Pétursson. Dúkur hf. Dúkur hf. er stofnað 1947. Starfsemin fór hægt af stað, sem réðist af hráefnaskorti vegna inn- flutningshafta á þeim árum. Breyting varð á árið 1955 og hefur fyrirtækið síðan verið meðal fremri framleiðenda í fataiðnaði. Á þessu tímabili hafa ólíkustu gerðir fatnaðar verið meðal fram- leiðslutegunda fyrirtækisins. Framleiðslu sumra varð að hætta eftir inngönguna í EFTA, þar sem ekki tókst að mæta samkeppninni eftir niðurfellingu tolla. Þrátt fyrir þessar sviptingar hefur með aðlögun og breyttum aðstæðum tekist að halda svipuðu umfangi í rekstrinum og þegar best lét. Þrjú hagræðingar- og endurskipulagningarverkefni hafa verið unnin í fyrirtækinu eftir að samkeppnisaðstæður breyttust, varla var einu verkefni lokið fyrr en í ljós kom, að frekari aðgerða væri þörf. Sennilegt er, að árangur þeirra endurskipulagningar- og hagræð- ingaraðgerða, sem nú er að ljúka, ráði úrslitum um framtíðarsam- keppnishæfni fyrirtækisins. Um það eru forráðamenn þó bjartsýn- ir, þar sem framleiðniaukning virðist nú vera um 40%. Dúkur hf. hefur starfað í eigin húsnæði í Skeifunni 13 síðan 1966, og var byggt í upphafi með framtíðarþarfir fyrir augum. Rúmlega 40 manns starfa hjá Dúk hf. Forstjóri er Bjarni Björnsson, en sölustjóri er Björn Bjarnason og framleiðslustjóri er Birgir Bjarnason. Karnabær Fyrirtækið var stofnað í maí 1966 (15 ára nú í maí) með opnun tískuverslunar á Týsgötu 1. Síðan fjölgar verslunum smátt og smátt og telur dreifingakerfið í dag 25 útsölustaði víðs vegar um landið, ýmist í eigu fyrirtækisins eða annarra aðila með einkasölusamn- inga við Karnabæ. Framleiðslustarfsemi hófst 1968 með svokölluðum málsaumi á karlmannafötum. Störfuðu við þetta 3—5 stúlkur auk Colin Porters, sem frá þeim tíma hefur verið yfirhönnuður fyrirtækisins. 1969 kaupir Karnabær sauma- stofu Últímu og 1978 Belgjagerð- ina. Síðasti áfangi var flutningur í núverandi húsnæði að Fosshálsi 27, í ágúst 1979. Er húsnæðið um 2500 fm. og möguleikar á stækkun um 1400 fm. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 120 manns, 80 við framleiðslu og 40 við verslunar-, skrifstofu- og stjórnunarstörf. Velta fyrirtækisins var um 3,3 milljarðar gkr. á sl. ári í fatnað- arvörum. Var eigin framleiðsla rúmur helmingur þeirrar veltu, en innflutningur tæpur helmingur. Á sl. ári voru framleiddar af ýmsum tegundum um 73.000 ein- ingar af fatnaði. Efnisnotkun er náíægt, 1.000 m á dag. Hagræðingaraðgerðir hafa Iengst af verið fastur liður í starfseminni og hefur náðst mikill árangur með góðri verkskipulagn- ingu og góðum tækjabúnaði. Til dæmis má nefna, að 1968 fram- leiddi hver kona 0,7 karlmánna- jakka á dag, en nú 5,2 jakka. Framkvæmdastjórar fyrirtæk- isins eru Guðlaugur Bergmann (markaðsmál) og Haukur Björns- son (framleiðsla). ÞESSA dagana sýnir Alþýðuleik- húsið leikritið KONA eftir Dario Fo fyrir austan fjall. Þær konur hafa nú þegar sýnt í Árnesi og á Selfossi og í kvöld. fimmtudag. er sýning í IIvoli. Aðeins tvær sýningar eru nú eftir í bænum og fer hver að verða síðastur ef fólk vill ekki missa af þessu ágæta verki. Leikhópurinn kemur aftur til Reykjavíkur fyrir helgina og verða sýningar í Hafnar- bíói föstudaginn 1. mai og sunnu- daginn 3. maí og verða það væntan- lega síðustu sýningar. Eins og tekið hefur verið fram í fjölmiðlum eru þetta þrír einþátt- ungar samdir fyrir konur og um konur og er verk þetta markvert innlegg í þá baráttu kvenna að öðlast jafnan rétt á við karla auk þess að vera hin besta skemmtan. Útfrymi Vegna mistaka vildi svo til aö fyrsta upplagið af litlu plötu ÞEYS var sent til Kuala Lumpur, þar sem hún trónir nú — eftir aöeins þrjá daga — í efsta sæti vinsældalistans. Hljómplatan „Útfrymi", sem inniheldur lögin „Life Transmission" og „Heima er best“, kom formlega út hinn 23. apríl, sumardaginn fyrsta. Annað upplag kemur hingaö til lands- ins strax eftir helgi og mun flestum leika forvitni á aö vita, hvaö þaö er, sem hefur heillaö blámennina svo mikiö! FÁLKIN N GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPADAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GIRDINGASTREKK GIRÐINGATENGUR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARDKÖNNUR Járnkarlar Jarðhakar Sleggjur HANDFÆRAVINDUR HANDFÆRAÖNGLAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRASÖKKUR PIKLAR M. ÚRVAL SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULODARÖNGLAR KOLANET SILUNGANET ÁRAR ÁRAKEFAR BJÖRGUNARVESTI TJÖRUHAMPUR, BIK KALFAKTKYLFUR KALFAKTJÁRN SLÖNGUKLEMMUR nota hinir vandlátu. Stærðir frá Vj“—12“. Einnig úr ryöfríu stáli. GARDSLÖNGUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI VÆNGJADÆLUR GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRDIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS MINKAGILDRUR ROTTUGILDRUR MUSAGILDRUR ANANAUSTUM SÍMI 28855 Opiö laugardaga 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.