Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Lederer hættir Filadrlfíu. 29. apríl. AP. BANDARÍSKI þinKmaðurinn Ray- mond F. Lederer, demókrati frá Pennsylvaníu, skýrði frá því í dag að hann ætlaði að hverfa af þingi í byrjun maí. Lederer var nýlega dæmdur fyrir hlutdeild í mútumáli, en hann hefur áfrýjað dómnum. í gær samþykkti siðanefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings að leggja til í deildinni að Læderer yrði látinn víkja af þingi. Guatemala: Vinstri- sinni myrtur (•uatcmalaborK. 29. april. AP. VINSTRI sinnaður stjórn- málaleiótogi. að nafni Ber- ducido Quintanilla, var skot- inn til hana í dag þar sem hann var að störfum i raf- tækjaverzlun sinni i Quezten- ango. sem er um 200 kíló- metra austur af höfuðborg landsins. Morðinginn komst undan. Engin samtök hafa lýst sig ábyrg fyrir verknaðinum. Að undanförnu hafa all- margir vinstri sinnaðir og frjálslyndir stjórnmálamenn verið myrtir, og hefur lögregl- an oftast verið þeirrar skoðun- ar að þar hafi verið um að kenna hægri sinnuðum stjórn- málahópum, sem fylkja sér um herforingjastjórn Lucas Garcia. FANGI RAUÐU HERDEILDANNA. — Á myndinni sést ítalski stjórnmálamaðurinn Ciro Cirillo, sem er sextugur framámaður úr flokki kristilegra demókrata, en honum var rænt á mánudaginn. Fáni rauðu herdeildanna er að baki Cirillos. Lifvörður hans og ökumaður létu lífið, þegar Cirillo var rænt. (Simamynd-AP) Laxveiði í miðri Osló Frá Jan Erik Lauré. fréttaritara Mbl. í Ósló 29. apríl FRÁ OG með næsta sumri verður hægt að veiða bæði lax og silung i miðri Óslóarborg. bessa dagana er nefnilega verið að sleppa 4000 laxaseiðum í Akersána sem renn- ur í gegnum Ósló og 1000 silungaseiðum i Óslóarfjörðinn. Fyrir nokkrum árum var eitt aprílgabb dagblaðanna um lax- veiði í Akersánni. Áin var þá mjög óhrein en á síðustu árum hefur verið unnið við að hreinsa hana og fjarlægja klóakrör sem lágu út í ána. Nú er áin orðin það hrein að hægt er að sleppa laxaseiðunum í hana. Vonast er til að laxarnir snúi til baka til Akersárinnar næsta sumar þegar þeir ganga úr sjónum. Og ef vel gengur með silungaseiðin í Óslóarfirðinum ætti að vera hægt að veiða silunga af bryggjunni fyrir utan ráðhúsið í Ósló á næsta sumrí. Styður sænski hægri flokkurinn minnihlutastjórn miðflokkanna? Stokkhólmi. 29. april. Frá Guófinnu Ragnarsdottur. fréttaritara Mbl. ENN harðnar sænska stjórnar- kreppan og þær vonir, sem for- sætisráðherrann, Thorbjörn Fáll- din, vildi halda sem fastast i i gærkvöldi virðast nú langt frá því að rætast. Nú krefjast bæði jafnaðarmenn og hægri menn endanlegs svars. Hvað vill ríkis- stjórnin. í hvorn fótinn ætlar hún að stíga? Formaður hægri flokksins, Gösta Bohman, sagði í dag, að hægri flokkurinn hefði samið skattayfirlýsingu og afhent hana bæði mið- og þjóðarflokknum. „Þar krefjumst við bæði ákveð- inna skýringa og loforða", sagði Bohman, „og ef miðflokkarnir ganga ekki að þessum kröfum mun hægri flokkurinn segja sig úr stjórninni. Við gefum miðflokkun- um frest með svarið til mánudags, en þá viljum við fá svar, já eða nei. Ef þeir segja nei, er stjórnarsam- vinnunni slitið og stjórnin fallin". Gösta Bohman endurtók, að hann gæti aldrei samþykkt skattatillögur miðflokkanna og jafnaðarmanna. í bréfi hægri flokksins er krafist nánari skýr- inga á flestum atriðum skattatil- lögunnar, á sköttunum 1982, frest- Sutcliffe játar að hafa myrt 13 konur lAindon. 29. apríl. AP PETER Sutcliffe, sem handtek- inn var 2. janúar sl. og ákærður fyrir morð á 13 konum á Norður- Englandi sl. 5 ár, játaði i dag fyrir rétti að hafa myrt þær en þó ekki að yfirlögðu ráði. Hann kvaðst einnig vera sekur um 7 morðtilraunir. Sutcliffe sagði í réttinum að skortur á dómgreind hefði orðið til þess að hann varð konunum að bana. Dómarinn, sir Leslie Bore- hamn, var ekki alls kostar ánægð- ur með þessa yfirlýsingu og skip- aði svo fyrir að ný réttarhöld skyldu hefjast nk. þriðjudag þar sem kviðdómendur skera úr um það hvort Sutcliffe myrti konurn- ar að yfirlögðu ráði eða ekki. Saksóknarinn, sir Michael Hav- ers, sagöist þó geta sætt sig við þessa játningu Sutcliffes. Búist er við að réttarhöldin yfir Sutcliffe standi i nokkrar vikur. Mesta refsing á Bretlandi fyrir morð, hvort sem það er að yfir- lögðu ráði eða ekki, er lífstíðar fangelsi. Umíanffsmesta mál löKreglunnar í Bretlandi Flest fórnarlömb Sutcliffes voru vændiskonur. Hann réðst á þær að næturlagi, rotaði þær fyrst og limlesti síðan. Við réttar- höldin í dag voru lögð fram ýmis þau áhöld sem Sutcliffe mun hafa notað við morðin, m.a. hamrar, sagir, hnífar og skrúfjárn. Sutcliffe framdi flest morðin í Yorkshire og var nefndur „The Yorkshire Ripper" eftir „Jack the Ripper" sem myrti að minnsta kosti 6 vændiskonur í London árið 1888. Wmmrn 'wSSUtKKKI Peter Sutcliffe hefur játað að hafa myrt 13 konur og reynt að myrða aðrar 7. Er Sutcliffe var handtekinn var hann í vörubíl sínum og með honum vændiskona. Mál hans var þá orðið hið umfangsmesta í sögu lögreglunnar á Bretlandi og hafði hún skipulagt leit að honum sem ekki á sina líka þar í landi. Umkringdur vopn- uðum vörðum Sutcliffe sýndi engin svipbrigði í réttarsalnum sem var þétt set- inn. 80 sæti höfðu verið tekin frá fyrir fréttamenn og voru aðeins 50 sæti eftir handa almenningi. Sumir höfðu beðið frá kvöldinu áður til að ná sætum. Sutcliffe kom til réttarhald- anna, sem fara fram í hinni frægu Old Bailey-byggingu í London, í fylgd vopnaðra lögregluþjóna og var umkringdur vörðum í salnum. Gert hafði - verið ráð fyrir að réttarhöldin færu fram í York- shire en að ósk saksóknara var horfið frá því. Mikil ólæti urðu er Sutcliffe var færður til yfir- heyrslu í Yorkshire skömmu eftir handtökuna og var mikill viðbún- aður við Old Bailey-bygginguna í dag en ekki kom til neinna óláta. Kona Sutcliffes, Sonja og móðir hennar voru meðal viðstaddra við réttarhöldin. Hún kom einnig til salarins í fylgd lögregluþjóna og gekk um bakdyr hússins. Sonja er kennari að mennt en missti at- vinnu sína vegna máls manns síns. Hún hefur heimsótt hann reglulega í fangelsið í Leeds þar sem hann var hafður í haldi fram að réttarhöldunum. Þau giftust árið 1974 en eiga engin börn. un skattalækkananna til 1983, jaðarsköttunum, frádráttarmögu- leikum fyrirtækja o.s.frv. „Nú viljum við fá úr þessu skorið", sagði Bohman, „það er ekki hægt að halda svona áfram. Fólk missir trúna á okkur stjórn- málarnennina. Auðvitað væri bezt ef ríkisstjórnin gæti komið sér saman um þessi mál, en það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að ganga langt. Ef þrír flokkar vinna saman, geta tveir þeirra ekki keyrt yfir þann þriðja". Þótt Bohman setji forsætisráð- herranum nú úrslitakosti, tók hann fram að ekki væri útilokað, að flokkarnir gætu haft samvinnu ef til nýrrar stjórnarmyndunar kemur. Margir telja að þetta þýði, að Bohman geti hugsað sér að styðja minnihlutastjórn miðflokk- anna tveggja. Olof Palme og jafnaðarmenn hafa nú einnig krafist svars ríkis- stjórnarinnar. Hefur hægri flokk- urinn skipt um skoðun, spyrja þeir. Stendur ríkisstjórnin fast við skattasamninginn við jafnaðar- menn. „Það var ekki sérlega auðvelt að skilja orð forsætisráðherrans í gærkvöldi", sagði Olof Palme, „og nú viljum við vita afstöðu stjórn- arinnar. Það er útilokað fyrir forsætisráðherrann að semja við okkur um skattana, gera hægri flokknum til hæfis og halda þar að auki saman stjórninni. Það verður hann að skilja." Það virðist nú, sem brátt sé fokið í flest skjól hjá forsætisráð- herranum þrátt fyrir tilraunir hans til að skapa samstöðu um skattamálin. Fá úrræði virðast fyrir hendi, en næstu dagar munu skera úr um örlög sænsku stjórn- arinnar. Vorhrein- gerning MoKadishu. 29. apríl. AP. SIAD Barre, forseti Somaliu, hef- ur rekið 10 manns af 17 úr byltingarráði landsins og svipt þá ráðherrastólum og trúnaðar- stöðum á vegum Sósíalíska bylt- ingarflokksins. Barre lýsti því yfir í ræðu í dag, að eftirleiðis væri ætlunin að halda uppi „ströngu eftirliti og miklum aga“, og væru þessar brottvikn- ingar liður í framkvæmd þeirrar stefnu. Laine yfir- gefur Wings laindon. 29. apríl. AP. DENNY Laine, einn af stofncndum hljómsveitarinnar Wings sagði skilið við hana í dag þar scm honum samdi ekki við Paul McCartney, höfuð hljómsveitarinn- ar. McCartney vill að hljómsveitin komi ekki opinberlega fram á næstunni en Laine er honum ekki sammála. Sagt er að McCartney hafi ákveð- ið að hvíla hljómsveit sína vegna þess að hann hafi fengið margar morðhótanir eftir að John Lennon var myrtur. Veður Akureyri -3 snjókoma Amsterdam 10 skýjaö Aþena 25 heiðskírt Barcelona vantar Berlín 10 skýjaö BrUssel 9 rigning Chicago 21 rigning Oenpasar vantar Dublin 11 skýjað Feneyjar 17 léttskýjaö Frankfurt 10 rigning Færeyjar 3 alskýjað Genf 10 skýjaö Helsinki 4 skýjaö Hong Kong 29 skýjaö Jerúsalem 24 heiöskírt Jóhannesarborg vantar Kaupm.höfn 8 heiöskírt Kairó 28 heiöskírt Las Palmas 20 léttskýjað Lissabon 13 heiöskírt London 10 rigning Los Angeles 33 heiðskírt Madrid 12 skýjaö Majorka 18 léttskýjaö Malaga 18 skýjaö Mexicoborg 26 heiöskírt Miami 26 heiöskírt Moskva 14 skýjaö Nýja Delhi vantar New York 21 rígning Osló 9 heiöskírt París 11 skýjaö Reykjavík 1 skýjaö Ríó de Janeiro 34 skýjaö Rómaborg 18 skýjaö San Francisco 9 skýjað Stokkhólmur 10 heiöskírt Sydney 14 skýjaö Tel Aviv 26 heiöskírt Tókýó 21 skýjaö Vancouver 13 rigning Vínarborg 8 skýjaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.