Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Birgir ísleifur Gunnarsson: Fingraför Alþýðubandalagsins eru ráðandi í efnahagsstjórninni Að loknum ræðum Geirs Hallgrímssonar og Sighvats Björgvinssonar í umræðum á Alþingi í fyrradaK um ríkis- stjórnarfrumvarp það, sem Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðhcrra mæiti fyrir, um verðlagsaðhald, lækkun vöru- Kjalds ok bindiskyldu inn- lánsstofnana, svaraði Gunnar Thoroddsen fyrirspurnum. Fyrirspurn um það hvort hækkun yrði á gjaldskrám opin- berra stofnana áður en efna- hagsaðgerðir tækju gildi svaraði forsætisráðherra á þá leið að slíkt yrði gert nú um mánaða- mótin. Fyrirspurn var um það hvort lögbannsheimildin væri hugsuð sem möguleiki til þess að falsa vísitöluna, þ.e. leggja lög- bann á hækkanir sem þegar hafa fengist afgreiddar á árinu, en Geir Hailgrímsson hafði bent á í ræðu sinni að slíkar aðgerðir væru í stíl lögregluríkja, Gunnar Thoroddsen kvaðst undrandi á því að þingmaður skyidi leyfa sér að mæla þeim bót sem framkvæmdu verðhækkanir án þess að fara eftir gildandi lög- um. Um orðið verðstöðvun sem rætt var um í sambandi við frumvarpið sagði forsætisráð- herra að hann væri sammála því að notkun orðsins verðstöðvun eins og það heitir í uppstilltum aðgerðum ríkisstjórnarinnar væri ákaflega óheppilegt orð eins og á stæði. Þá fjallaði ráðherrann nokkuð um vanda sementsverksmiðj- unnar og kvað hana hafa fengið yfir 80% hækkun á einu ári, erfiðleikar hennar ættu rætur að rekja lengra aftur í tímann. Aðspurður um það hvort framfærsluvísitalan myndi mið- uð við 8% hækkun á árinu, sagði Gunnar að samkvæmt spá hag- stofu væri gert ráð fyrir 8,7% hækkun, en hann taldi að talan sem yrði ofan á myndi verða nær átta en níu. Þá sagði forsætisráðherra að lækkun hátollavöru eins og á heimilistækjum hefði verið rædd í ríkisstjórninni, en þar væri um að ræða allt að 120% aðflutn- ingsgjöld. Kvað forsætisráð- herra hafa verið ákveðið að lækka ekki þessi gjöld, en athuga málið, tak_ það til skoðunar. Þá svaraði forsætisráðherra fyrirspurn um vaxtalækkun og kvað hann það skoðun ríkis- stjórnarinnar allrar að vextir lækki í júní, en hvað mikið eða hvaða tegundir inn- og útlána kvaðst hann ekki geta sagt um. Hann kvað rök fyrir því að lækka vexti miðað við efnahags- þróunina, en Seðlabankinn myndi gera tillögur í þeim efn- um. Halldór Blöndal (S) vitnaði í upphafi máls síns til orða Steingríms Hermannssonar sjávarútvegsráðherra þar sem hann hefði sagt að ríkisstjórnin hefði ekki talið sér fært að fella gengið eins og nauðsynlegt hefði verið til þess að veita frysting- unni lágmarksgrundvöll. Birgir Isleifur Þessi ummæli, sagði Halldór, skýra vel ástandið í þjóðfélag- inu, þar eru menn við völd sem eru að reyna að halda uppi menningarlífi án þess að hyggja að undirstöðunum og það sjálfri höfuðundirstöðunni. Kvað hann stefnt að því að kippa grundvell- inum undan verðlagssjóðum sjávarútvegsins og meginmark- mið hugmynda ríkisstjórnarinn- ar væri að brjóta niður þá atvinnuvegi sem hafa náð að dafna í þessu landi. Benti Halldór á að ein af millifærslunum í þjóðfélaginu væri vandamál Sementsverk- smiðjunnar í dag. Benti hann á að á árinu 1979 og frá haustinu 1978 hefði sementsverksmiðjan ekki fengið leyfi til að selja framleiðslu sína á réttu verði, en nú væri ætlunin að láta þá sem kaupa framleiðsluna í dag greiða fyrir þá sem keyptu haustið ’78 og árið ’79. Kvað Halldór slík vinnubrögð gróðrarstíu siðspill- ingar og stjórnleysis og kvað samskonar vanda vera að hrann- ast upp hjá mörgum atvinnufyr- irtækjum hér á landi vegna þess að þröngsýn stjórnvöld hefðu náð völdum. Vitnaði Halldór til orða for- sætisráðherra þar sem hann Halldór Blöndal hefði sagt að frjáls samkeppni tryggði best hagsmuni neytenda, en ráðherra hefði bætt við — undir eftirliti að sjálfsögðu. Taldi Halldór það fáránlegt og úr takti við allt velsæmi að einhver ríkisstjórn í turnher- bergi opinberra tilkynninga tæki ákvarðanir í verðlagningu eftir eigin dyntum án alls tillits til allra aðstæðna. Halldór spurði síðan á hvaða sviði ríkisstjórnin hygðist beita geiri sínum og einnig kvað hann það augljóslega liggja í loftinu að opinberir aðilar ættu ýmsa möguleika á hækkunum en ekki aðilar í einkarekstri. Hvað á að hækka? spurði Halldór og vék síðan máli sínu til Guðmundar J. Guðmundsson- ar og sagði að það væri nær að formaður Verkamannasam- bands Islands kæmi til móts við kröfur sjálfstæðismanna um styrkingu atvinnuveganna til hagsbóta fyrir verkafólk í stað þess að fela sig í þingsölum og láta lítið í sér heyra þá sjaldan hann gelti. Forsætisráðherra, sagði Hall- dór, talaði með hneykslan um það að sementið mætti ekki hækka og því væri um uppsafn- Gunnar Thoroddsen aðan vanda að ræða, en það er allt í lagi nú samkvæmt orðum forsætisráðherra og frumvarpi hans að láta vöruna ekki kosta það nú sem hún kostar. Það eina stöðuga í þessu landi er það að ríkisstjórnin stendur ekki við eitt einasta fyrirheit sem er fólki til bóta. Svo er verið að búa til ný orð, verðlagsaðhald, sagði Halldór, ég var að velta því fyrir mér hvort það ætti að ríma á móti vaðall, en það gerir það nú ekki. Menn breyta ekki stöðu efna- hagsmála þjóðarinnar með því að búa til ný orð. Aðhaldið í þessu orði er það að brjóta niður frjálst framtak í landinu, vilj- ann til þess að byggja upp og bæta og í þessari niðurrifs- starfsemi kemur forsætisráð- herra til hjálpar kommúnistum, í dag er það eitt, annað á morgun, sífelld þjónkun undir kommúnista. Það býður ungra handa að snúa dæminu við, við hljótum að leggja til hliðar gömlu kallana um leið og við reynum að upplifa ungt ísland. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) kvað verðbólguvandann aldrei meiri og ríkisstjórnin hefði ekki ráðið við neitt. Taldi Birgir ísleifur að um tvær ástæður gæti verið að ræða fyrir ráðaleysi ríkisstjórnarinnar. Annars vegar skort á raunsæi til að glíma við verðbólguna, en hins vegar óeiningu í svo ríkum mæli innan ríkisstjórnarinnar að menn gætu ekki komið sér saman um að gera það sem gera þyrfti og frekar kvaðst Birgir Isleifur hallast að þeirri ástæðu því ugglaust vildu þessir menn vel hver í sínu horni. Þá fjallaði Birgir ísleifur um yfirlýsingar Steingríms Her- mannssonar formanns Fram- sóknarflokksins sem hann kall- aði hinn málglaða og yfirlýs- ingaglaða formann, sem m.a. segði stundum að niðurtalningin væri hafin og stundum að hún væri jafnvel að hefjast. Það kemur skýrt í lós, sagði Birgir ísleifur, að fingraför Al- þýðubandalagsins eru ráðandi í efnahagsstjórn landsins. Al- þýðubandalagið hefur aldrei ver- ið reiðubúið til þess að ráðast gegn verðbólgunni, heldur aðeins að draga úr áhrifum hennar til skamms tíma, en á sama tíma miðast allt við þenslu í ríkis- bákninu og aukna sköttun. Hægt og sígandi er sorfið að einkaframtakinu í landinu, stefnt að því að það eigi sér ekki lífs von í landinu. Þá vék Birgir Isleifur að hug- myndum ríkisstjórnarinnar um lögbanns- og fógetaaðgerðir vegna verðlagsmála og kvað allt í þessu máli ríkisstjórnarinnar mjög loðið og ótraustvekjandi m.a. þar sem unnt væri að leyfa hækkanir í undantekningum ef heildarútkoman yrði innan við ákveðin mörk. Taldi Birgir ísleifur það kald- ar kveðjur til íslenskra við- skiptaaðila að setja þessar regl- ur á og kvaðst Birgir ísleifur lýsa yfir andstöðu sinni við þá skoðun forsætisráðherra að ís- lenskir viðskiptamenn væru ekki löghlýðnir borgarar. Undirstrik- aði Birgir ísleifur það í lok ræðu sinnar áður en þingfundi var slitið að frumvarp þetta bæri vott þess að Alþýðubandalagið réði ferðinni í stefnumótun þess. Nýr þing- maður Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri, hefur tekið sæti Ólafs G. Einarssonar, þriðja þingmanns Reyknesinga, á Alþingi í veikinda- forföllum þess síðarnefnda. Sigur- geir er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi. Þingfréttir í stuttu máli: Treysta þarf f járhag ríkis- útvarps — Spenna vegna frumvarps um verðlagshöft • Þingfundir vóru í báðum þingdeildum í gær, ennfremur i þingflokkum og ekki sizt i fjárhagsnefnd neðri deildar, hvar stjórnarfrumvarp um efnahagsráðstafanir (framleng- ingu verðlagshafta o.fl.) var til meðferðar. Stjórnarliðar munu hafa stefnt að þvi að afgreiða málið frá neðri til efri deildar á kvöldfundi en ekki var ljóst, þegar þetta er ritað, hvort slíkt tækist, enda frumvarpið rétt komið fram og stjórnarand- stæðingar telja að nauðsyn- legar upplýsingar um efnis- atriði skorti. Nokkur spenna var vegna þessa máls í þinghús- inu i gær. • Ólafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra, mælti í efri deild fyrir frumvarpi um fiskveiðar í Norðaustur—Atlantshafi. ★ Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, mælti fyrir frum- varpi til breytinga á lögum um grunnskóla. • Vilmundur Gylfason (A) ber fram fyrirspurn til mennta- málaráðherra, hvort frumvarp það um Lánasjóð íslenzkra námsmanna, sem nefnd skipuð af ráðherra samdi sumarið 1980, verði lagt fyrir Alþingi nú? ★ Jón Kristjánsson (F) flytur þingsályktunartillögu, þessefnis, að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til að treysta fjárhag ríkisútvarpsins svo unnt reynist: 1) að greiða áfallnar skuldir ríkisútvarpsins, 2) vanda gerð dagskrár, 3) viðhalda og endur- byggja dreifikerfi útvarps og sjónvarps með eðlilegum hætti, 4) undirbúa og taka upp nýmæli í rekstri, t.d. upptöku efnis og útsendingu þess í fleiri lands- hlutum, auka þjónustu við sjó- menn með segulbandasöfnun og nýtingu efnis frá jarðstöðinni, og undirbúa sendingar á annarri rás. Ríkisstjórn í turnherbergi opinberra tilkynninga — sagði Halldór Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.