Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Elín Pálmadóttir: Pólitísk ákvörðun um vatnsvernd og sprungur í þessarí viku er áformað að taka afdrifaríkar ákvarðanir fyrir Reykjavík framtíðarinnar, þ.e. ákveða byggð borgarinnar á næsta áratug. Vefast þar inn í margir viðkvæmir þættir, svo sem neyzlu- vatn borgarbúa, örlög Elliðaánna, svigrúm Reykvíkinga til útivistar í námunda við heimili sín og til útiathafna á borð við hesta- mennsku, golf o.fl. „Er þetta ekki bara pólitík? Ég hefi ekki nennt að setja mig inn í þetta," sagði vegfarandi við mig. Auðvitað er þetta pólitísk ákvörðun, sem verið er að taka. Pólitísk ákvörðun um það hversu miklu eigi að fórna af því, sem mörg okkar teljum mjög mikils virði í daglegu lífi, hvaða gæði skal taka fram yfir önnur og ekki sízt hve mikla áhættu eigi að taka. Meira að segja verður þarna „pólitísk ákvörðun" um neyzlu- vatn. Hvernig má það vera?, segja eflaust ýmsir. Greinargerð vatns- veitustjóra, sem notuð hefur verið sem rök fyrir því að óhætt sé að leggja niður vatnsbólið við Bull- augu og létta af vatnsvernd fyrir byggð á Rauðavatnssvæðinu, end- ar á þessum orðum: „Að öllu athuguðu, sem sagt hefur verið hér á undan, er það eingöngu pólitísk ákvörðun hvort Bullaugu verða Iátin hafa áhrif á skipulags- ákvarðanir í grennd við þau eða ekki." í hverju ætli þessi pólitíska ákvörðun liggi? Jú, það eru póli- tískt kjörnir fulltrúar í borginni, sem verða að gera upp við sig hversu mikla áhættu þeir vilja taka um tryggt nægt neyzluvatn í framtíðinni, og ekki síður hvaða áhættu þeir vilja taka um afdrif Elliðaánna. En í sömu greinargerð vatnsveitustjóra segir m.a.: „Þeg- ar dæling hefst af Myllulækjar- svæðinu mun draga verulega úr þeim lindum, sem koma þar upp og renna nú í Elliðavatn. Ekki er þó gefið mál að öll vatnstakan á Myllulækjarsvæðinu komi fram sem rýrnun á vatni, sem nú rennur í Elliðavatn og þar með Elliðaárnar." Rétt á eftir segir: „Annars eru þessi mál, þ.e.a.s. áhrif grunnvatnsvinnslu í Heið- mörk á minnsta rennsli í Elliðaán- um svo flókin, að þau verða ekki skýrð til fullnustu fyrr en miklar rannsóknir og útreikningar hafa átt sér stað, umfram það sem framkvæmt hefur verið til þessa. Það verður því eitt af aðalverkefn- um Vatnsbólanefndarinnar að sjá um að þessar rannsóknir séu gerðar og á hvern hátt þær verða gerðar." Þetta er sem sagt ákvörðun um áhættumörk. Sjálfri finnst mér einfaldlega öflun nægs hreins neyzluvatns fyrir borgarbúa, án þess að gengið sé á vatnsforða Elliðaánna, svo mikilvægt atriði að ekki komi til mála að taka neina áhættu með því að draga úr vatnsöflunarmöguleikum annars staðar fyrr en rannsóknir hafa farið fram. Og að ekki sé verjandi að setja framtíð Elliðaánna í hættu sem veiðisvæði. Sú bjarg- fasta skoðun mín er ekki nýtil- komin, sbr. mikla fyrirhöfn og kostnað, sem tekin var í upphafi uppbyggingar skiðastaðarins í Bláfjöllum, til að koma í veg fyrir að skolp færi niður í hraunið, þar sem órannsakað er hvernig vatnsstraumarnir af þessu mesta vatnsöflunarforðabúri þéttbýlis- ins renna undir hrauninu. Keypt- ur var dýr sogbíll og hefur flutt allt skolp úr tönkum frá salernum í burtu af skíðasvæðinu. Sumum þótti þetta óþarfa varkárni, en við" sem að stóðum, vorum sammála um að taka enga áhættu með neyzluvatn þéttbýlisins, áður en þekking væri á því fengin, hvað væri verið að gera. Nú verður sem sagt tekin ákvörðun um hvort létt verði vatnsvernd til að geta lagt umferðaræðar og byggt hús á Rauðavatnssvæðinu, áður en rannsóknir fara fram á því hvað >r^\>y% I .•• MKV ">; . 40 OOO 0 1 ' I Misgengi og sprungur /O misgengi «?^ sprunga Þetta kort sýnir misgengi og sprungui norður af Rauðavatni og fylgir skipulagstil- lögunni. Segir að þar séu þau misgengi og sprungur sem vitað sé um. Norður af Rauðavatni eru sprungurnar sem Jón Jóns- son hefur sett á kort og vatnsverndarsvæðið sem talað er um, er milli vatnsins og Vesturiandsvegar. gerist þegar öllu neyzluvatni verð- ur dælt upp á Myllulækjarsvæðinu og Jaðarsvæðinu. Hvort þá verð- ur um að ræða of mikla rýrnun á vatni Elliðaánna, sem er svo sveiflukennt að það fer nú þegar á köflum á sumrin svo langt niður, að loka verður öðrum álnum og þurrka Kermóafossinn. Vitað er að Elliðavatn getur ekki miðlað nema í stuttan tíma. Og ekki hefi ég getað fengið þau svör, sem ég skil, um það hvað „iðnaðarvatn" er, sem talað er um að megi nota Bullaugun í. Eða á kannski að leggja tvöfaldar vatnsleiðslur í iðnaðarhverfin með mishreinu vatni? Segir í greinargerðinni að það sé hlutverk Vatnsbólanefndar að rannsaka þessi mál. í umræðum er stundum vitnað í greinargerð vatnsveitustjóra sem skýrslu ..þríggja merkra vísindamanna", sem mynda Vatnsbólanefnd. Rétt er það, að þessir ágætu menn höfðu sent bréf með fyrrnefndri greinargerð, þar sem tekið er fram að ekki sé vitað um áhrifin á Elliðaársvæðið og að um pólitíska ákvörðun sé að ræða um aflétt- ingu vatnsverndarinnar. I bréfinu lesa pólitísku fulltrúarnir, sem ,ákvörðunina eiga að taka, að sú nefnd sé skipuð 26. september 1980. Við nánarí eftirgrennslan kemur þó í ljós, að nefndin sú er fyrst kölluð saman seint í janúar 1981, nokkrum dögum áður en nefndarmenn skrifa undir bréfið, og þar fær Sveinbjörn Björnsson að vita að honum sé ætlað að vera formaður. Skipunarbréf fá þeir þó ekki fyrr en 3 vikum síðar. Þar sem svona mikið lá á að taka ákvörðun um Bullaugun var auð- vitað ekki annars kostur en láta vatnsveitustjóra sjálfan skrifa bráðbrigðagreinarger.ð, sem þeir svo framsenda. Ekki gera virtir vísindamenn neinar rannsóknir á 5—6 dógum í þessu efni. Enda gerir vatnsveitustjóri fyrst og fremst skilmerkilega grein fyrir því hvernig neyzluvatnið fæst, og að hægt verði að ná nægilegu vatnsmagni með borunum á Heið- merkur- og Myllulækjarsvæðinu eins og er, þótt ekki sé vitað hvaða áhrif það hafi, þegar farið verður að dæla. Hitt er „pólítíska" ákvörðunin. Enginn þessara fjög- urra manna hefur vafalaust búizt við því að reynt yrði að skjóta sér á bak við orðstír „góðra vísinda- manna". Finnst mér þó nokkuð mikil hógværð af þeirra hálfu að útskýra ekki málið fyrir almenn- ingi — og verja sinn vísinda- mannsheiður. Vinnubrögðin við ákvarðana- tökuna á þessum þætti, svo og ýmsum öðrum, virðast ekki á þann veg að traustvekjandi sé. Má þar til nefna þekkt sprungusvæði norðan Rauðavatns, sem ekki hef- ur verið rannsakað nánar vegna þess að það var á vatnsverndunar- svæði. Jón Jónsson, jarðfræðing- ur, hefur sem kunnugt er manna mest rannsakað sprungusvæðin á Reykjanesskaga. Virðist svo sem skipulagsfólk hafi talið að mis- gengin norður af Rauðavatni, sem Jón hefur sett á kort og eru framhald af sprungusveiminum við Krýsuvík, séu einu sprungurn- ar sem varast ber. En þau eru í raun aðvörun um að þarna hljóti að vera heilt bergsprungubelti, sem ekki sést ofanjarðar. Allt sprungubeltið á Reykjanesi er á hreyfingu, sig um 2,8 mm á ári, að því er Jón telur. Varar Jón raunar nú við því að hugsa til byggðar þarna fyrr en búið sé að afmarka nákvæmlega allar stórar og smáar sprungur, svo tryggt sé að hús verði ekki byggð á þeim. Segir: „Liklegt má telja að hreyfingar inni á sprungubeltunum séu tals- vert flóknar og að gera megi ráð fyrir að blokkir innan þeirra ýmist sígi, lyftist, snarist til og/eða hreyfist í lárétta stefnu. „Það bendir til þess að skipulags- fólk hafi ekki áttað sig á þessu, að það hefur hvorki í upphafi leitað til J6n8 né dr. Helga Torfasonar, jarðfræðings, sem hefur verið að athuga sprungusvæðin á Suður- landi fyrir Örkustofnun vegna jarðhitasvæðanna, en hann segir að Jón taki sízt of djúpt í árinni. Þegar skipulagshugmyndirnar bárust nokkuð snöggt á borð Umhverfismálaráðs, eftir að laus- legar hugmyndir og síbreytilegar höfðu nokkrum sinnum verið sýndar, var ekki mikið svigrúm til að átta sig. Prentuðu tillögurnar fengum við miðvikudaginn 25. marz og vorum svo á föstudag boðuð á aukafund næsta mánu- dagsmorgun kl. 9, til að skila áliti ráðsins, þar sem ákvörðun skyldi tekin í borgarráði morguninn eftir og málið drifið gegnum borgar- stjórn á fimmtudeginum, skv. skýringu formanns Umhverfis- málaráðs á aukafundinum. (Sakir harðra viðbragða víða í borgar- kerfinu var málinu þó sem betur fer frestað og veitti sannarlega ekki af, enda ýmislegt dregið til baka.) Ég notaði helgina til að reyna að ná mér í tiltækileg gögn, þar á meðal fylgiskjalið, sem vísað er til í lillögunni um jarðfræði svæðisins, unnið af Halldóri Torfasyni, jarðfræðingi og starfs- manni borgarinnar. Hélt að þar kynni að vera að finna skýringar á undirstöðu alls svæðisins. En sjaldan hefi ég orðið meira hissa. Þessi gögn eru hálf vélrituð síða, þar sem jarðfræðingurinn kveðst hafa í nóvember 1980 gengið frá Rauðavatni upp á Reynisvatns- heiði með það í huga „að kanna misgengi og sprungur á svæðinu annars vegar og jarðvegsdýpi hins vegar. Engin áhöld voru höfð með, þannig að sú mynd sem fékkst af svæðinu er byggð á lauslegri yfirborðskönnun". Og plaggið end- ar á: „Sem fyrr segir var þessi yfirborðskönnun á jarðvegsdýpi mjög lausleg, einkum á það við um hlíðarnar vestan í Grafarheiði." Þetta er könnunin á jarðvegi og sprungum, undirstöðurannsóknir á svæðinu, sem lagt er til að næst verði byggt á. Á þessu á nú borgarstjórn að byggja „pólitíska ákvörðun" um byggð í Reykjavík á næstu árum. En menn verða að gera sér grein fyrir því, að sú ákvörðun byggir ekki á rannsóknum neinna þess- ara vísindamanna, hvorki varð- andi vatnsbólin né sprungurnar. Þeir hafa einfaldlega ekki byrjað á rannsóknum sínum. Þetta er spurning um það hve miklar kröfur hinir kjörnu fulltrúar gera sér um upplýsingar og gögn til að byggja ákvörðun sína á — um það hve mikla áhættu menn vilja taka og mat á því hve vönduð vinnu- brögðin þurfi að vera, sem póli- tíska ákvörðunin er byggð á. Að mínum dómi vantar margt inn í að hægt sé að taka þessa ákvörðun. Að auki er ég ósátt við ýmsa þætti, svo sem að enn sé þrengt að Elliðaárdalnum beggja megin, bæði neðan Stekkjarbakka og Ártúnsbrekkumegin, og farið enn á einum stað þvert yfir dalinn með umferðarbraut, svo að ný- byggðin í Norlingaholti og við Rauðavatn geti sótt þjónustu í Breiðholt og orðið ódýrari. Þótt sú braut yfir hjá Vatnsveitubrúnni sé nú, vegna mótmæla, kölluð tengibraut, til að hún þurfi ekki að sjást á aðalskipulagskortum, hef- ur forsendum ekki verið breytt beggja megin við og minnkar umferðin þá væntanlega ekki heldur. En hún kemur til með bæta á umferðina um svæði hesta- manna, sem er ærin fyrir, bæði af hestum og bílum hestamanna sjálfra. Það er með hestamennsk- una eins og með ýmsa aðra þætti, að þeir sem skipulögðu hafa ein- faldlega ekki áttað sig á hvað til þarf — gott svigrúm og greiðar reiðleiðir, og ekki leitað til þeirra sem þekkja. Það er sem sagt margt, sem mér sýnist skorta, áður en hægt er með sæmilega vönduðum vinnubrögðum að taka afdrifaríka ákvörðun um byggða- svæði við Rauðavatn og upp af Elliðaárdalnum. Það er nógu erf- itt að taka pólitíska ákvörðun þótt undirstaðan sé könnuð eins og kostur er. Þarna er botnin ein- hvern veginn enn suður í Borgar- firði. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.