Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 47 Þjóðverjar unnu öruggan sigur VESTUR-ÞJÓÐVERJAR unnu góðan sinur. 2—0, gegn erkifjcndum sínum frá furnu fari á knattspyrnusviðinu, Austurrík- ismonniim. er þjóðirnar mættust í Hamborg i gærkvöldi. Þjóðirn- ar leika i 1. riðli undankeppni HM. Bæði mörkin skoruðu Þjóðverj- ar í fyrri hálfleik og var fyrra markið sjálfsmark Bernd Krause, en hann er í raun Vestur-Þjóð- verji. Austurrískur ríkisborgari gerðist hann í desember síðast- liðnum. Sjálfsmarkið var afar klaufalegt (eins og þau eru gjarn- an), en það kom á 30. mínútu leiksins. Sex mínútum síðar varði austurríski markvörðurinn vel þrumuskot Hansa Miiller, en Klaus Fischer náði knettinum og • renndi honum í netið. Fischer lék þarna sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 1980. Nokkru eftir það fótbrotnaði hann og var lengi frá vegna þeirra meiðsla. Allan síðari hálfleikinn sóttu Þjóðverjar án afláts, en góð markvarsla Friedl Koncilia kom í veg fyrir að sigur Þjóðverja yrði stærri. Liðin voru þannig skipuð: Þýskaland: Schumacher, Stielike, Kaltz, Förster, Briegel, Schuster, Magath, Breitner, Miiller, Rumm- enigge og Fischer. Rummenigge var fyrirliði í fyrsta sinn og Breitner lék sinn fyrsta landsleik í 5 ár. Austurríki: Koncilia, Obermey- er, Krause, Pezzey, Mirnegg, Hatt- enberger, Prohaska, Hintermeyer, Jara, Welzl og Krankl. Vestur- Þjóðverjar hafa 6 stig í riðlinum, hafa leikið 3 leiki. Austurríki hefur einnig 6 stig, en hefur leikið 4 leiki. írar sigruðu NORÐUR írar sigruðu Portú- gali i 6. riðli HM keppninnar í gærkvöldi er liðin áttust við i Belfast. Gárry Armstrong (hcr að ofan) skoraði sigur- markið á 73. minútu. Nánar verður greint frá stöðunni í riðlinum siðar. Naumur sigur Frakka FRAKKAR unnu góðan sigur gegn Belgum i 2 riðli HM i Paris í gærkvóldi. 3—2 urðu lokatölur leiksins og var það einkum stór- góður fyrri hálfleikur hjá heima- liðinu sem færði því sigurinn. Belgar urðu þó fyrri til að skora er Erwin Van Der Bergh skoraði strax á 5. mínútu. 8 mínútum síðar jafnaði Gerard Soler og Didier Six náði síðan forystunni fyrir Frakka á 26. m'ínútu. Soler var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og það reyndist ekki veita af, því Belgar voru aðgangsharðir í síðari hálf- leiknum og minnkuðu þá muninn með marki Jan Ceulemans. En þeim tókst ekki að jafna og lokatölur því 3—2. Frakkar léku þarna án tveggja bestu framherja sinna, þeirra Michel Platini og Jean Francois Larios. Holland og Kýpur eru einnig í riðli þessum og þjóðirnar mættust á Kýpur í gærkvöldi. Holland sigraði í þófkenndum leik með marki Cees Van Kooten, sem skoraði sigurmarkið í fyrri hálf- leik. Nánar verður greint frá stöðunni síðar. A heimamiðum Á HEIMAMIÐUM var bæði leikið í Rcykajvikurmótinu í knatt- spyrnu, auk þess sem IHF- keppninni í handknattlcik lauk. í fótboltanum sigraði KR lið Vals 1—0. Næsti leikur er í kvöld klukkan 19.00. leikur Fylkis og Fram. í handknattleiknum sigr- aði Fram lið Fylkis 22-15, FH sigraði KR 29-24, en leik Vík- ings og Vals lauk ekki timanlega fyrir Mbl. Víkingur var þó yfir siðast er til spurðist. Englendingar lélegir mjög ENGLENDINGAR stóðu sig afar illa. er Rúmenar sóttu þá heim i 4. riðli HM-keppninnar i gær- kvöldi. 65.000 áhorfendur horfðu á leikinn og var þögnin undir lok leiksins á við úrvals grafhýsi. Ekkert mark var skorað i leikn- um og voru áhorfendur ekki ánægðir með það. Englendingar voru án nokkurra lykilmanna svo sem Kevin Keeg- ans, Paul Mariners og Mick Mills. Það mátti glöggt sjá á frammi- stöðu liðsins. Reyndar var enska liðið nokkuð frískt framan af leiknum og þá léku einkum þeir Bryan Robson og Ray Wilkins ágætlega. Markvörður Rúmena var þó vel með á nótunum, auk þess sem enska liðið fékk engin afgerandi færi þrátt fyrir þokka- legan leik í byrjun. Besta færið fékk varnarmaðurinn Russel Osman í fyrri hálfleik, en færið fór forgörðum. Þegar á leikinn leið fór að ganga æ verr hjá enska liðinu og undir lokin var liðið hreinlega bugað og lélegt. Vörn Rúmena var sterk og örugg og í markinu hirti Iordache allt sem tönn á festi. England hefur nú 5 stig að loknum 4 leikjum, Rúmenía hefur 4 stig eftir 3 leiki. Einnig eru í riðlinum Noregur, Sviss og Ung- verjaland. Sviss og Ungverjaland mættust í Bern í fyrrakvöld og skildu liðin jöfn, 2—2. Sulser skoraði bæði mörk Sviss, en Balint jafnaði með tveimur mörkum. Liðin: England: Shilton, Ander- son, Watson, Osman, Sansom, Robson, Wilkins, Brooking (McDermott), Coppell, Francis, Woodcock. Rúmenía: Iordache, Negrila, Munteanu, Sames, Stefanescue, Beldeanu, Crizan, Iordanescue, Camatru, Stoica og Balaci. Fóru fram á greiöslur fyrir 12 ára leikmann! ÞAÐ GERIST ekki siður í Noregi en öðrum londum, að knatt- spyrnufélög fara fram áð greiðsl- ur fyrir nýja leikmenn, eða fara jafnvel fram á lcikbannstimabil milli fclagaskipta. En atvik það sem nú skal rætt um, og átti sér stað i Noregi, hefur vakið mikla athygli, enda eru knattspyrnu- mennirnir sem um ræðir 12 ára gamlir. Þannig er mál vexti, að hinn 12 ára gamli Sigurbjörn Larsen hafði hug á að ganga til liðs við Salangen IF, en hann var leikmað- ur með Övre Salangen. Lið þessi eru staðsett í norðurhéruðum Nor- egs. Þegar Sigurbjörn litli fór fram á við félag sitt að það samþykkti félagaskiptin kom babb í bátinn. I stað þess að klappa honum á öxlina og skrifa undir fóru forráðamenn Övre fram á furðu háar peningagreiðslur fyrir leikmanninn. Og ekki nóg með það, heldur heimtuðu forráða- menn Övre að Sigurbjörn mætti ekki leika með IF fyrr en þremur mánuðum eftir að félagaskiptin færu fram. Samskonar leikbann fóru þeir fram á til handa John Svinsaas, sem vildi fylgja Sigur- birni Upphæðin sem rætt var um nam 145 Bandaríkjadölum. Norska knattspyrnusambandið brást ókvæða við þessum fregnum og fjölmiðlar vörpuðu forráða- mönnum Övre beint í eldinn. En formaður Ovre ræddi nokkru síðar við norska Dagblaðið og sagði þá meðal annars. „Við fórum fram á peninga vegna þess að félagið eyddi stórfé til að kosta strákana í knattspyrnuskóla í Finnlandi. Það minnsta sem þeir gátu gert var að leika með strákaliði okkar. Nú eigum við ekki í lið og verðum að freista þess að fá stúlkur til að æfa og leika með liðinu ... Jugoslavar í stuði JÚGÓSLAVAR burstuðu Grikki á heimavelli sínum i 5 riðli HM i gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 5 — 1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3-0. Réðu Grikkirnir ckkert við Júgóslav- ana sem eiga nú ágæta möguleika á því að sigra i riðlinum. Nánar verður þó sagt frá stöðunni siðar. Vujovic skoraði tvívegis fyrir sigurliðið og þeir Sljivo, Halilhoz- ic og Panetlic eitt mark hver. Kosticos svaraði fyrir Grikki með marki úr vítaspyrnu. Einn leikur fór fram í sjötta riðlinum í fyrrakvöld. Var það leikur Skota og Israela, en leikið var í Glasgow. Skotar sigruðu 3—1 Gallerí Djupió Jazz í kvöld frá kl. 21.00. Guömundur Ingólfsson píanó, Pálmi Gunnarsson bassi. Gestur kvöldsins frá Svíþjóö, Erlendur Svav- arsson trommur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.