Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIf),, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981
Hver eru áhrif
nýrra verðlagshafta
á al vi n n u reks t uri nn
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frum-
varp til laga um „verðlagsaðhald, lækkun vörugjalds
og hindiskyldu innlánsstofnanau eins og það heitir,
þar sem ríkisstjórnin bannar verðhækkanir, nema
innan þeirra marka, sem hún setur út þetta ár. Nú 1.
maí mun ætlunin að heimila 8% hækkun, þ.e.a.s.
takmarkið er að halda hækkunum innan þeirra
marka. Af þessu tilefni, þar sem ríkisstjórnin hefur
með þessu ákveðið að halda áfram hinni ströngu
verðstöðvun, sem sett var á um áramót, leitaði
Morgunblaðið til nokkurra forráðamanna í einka- og
opinberum rekstri og spurðist fyrir um stöðu þeirra
fyrirtækja, sem þeir reka og hvernig þessar ráðstaf-
anir kæmu við þau. Svörin birtast hér á síðunni.
Ottó Schopka skrifstofustjóri Kassagerðarinnar:
Þýðir ekkert að
svelta fyrirtæk-
in á þennan hátt
Þetta endar með stöðvun þeirra
Áframhaldandi
erfiðleikar ef
ekki fást umbeðn-
ar hækkanir
— segir Þórir Sveinsson, skrifstofu-
stjóri Skipaútgerðarinnar
„Þaö þýðir ekkert að svelta
fyrirtækin á þennan hátt, því þau
verða þá rekin með bullandi tapi og
þetta endar með stöðvun þeirra.
Það liggur hjá verðlagsráði beiðni
frá okkur um hækkun upp á 27%.
Það verður alvarlegt mál ef hún
fæst ekki afgreidd fljótlega, en hún
er búin að liggja þar nokkuð iengi.
Til viðbótar þessari þörf er;
fyrirsjáanleg til viðbótar hækkun á
hráefnisvörum nú í maímánuði.
Það vantar mikið upp á að sá
rammi um hækkanir sem ríkis-
stjórnin boðar sé fuilnægjandi",
sagaði Ottó Schopka skrifstofu-
stjóri Kassagerðarinnar.
„Við þurfum 27% og ef við fáum
ekki nema 9% þá blasir ekkert við
nema að Ioka því við erum að gefa
með vörunni og eins gott að hætta
þessu. Við höfum ekki sama aðgang
að ríkissjóöi og ríkisfyrirtæki til að
fá lán til að bjarga rekstrinum frá
degi til dags.“
Þá sagði Ottó að komið hefði
fram í frumvarpinu að ríkisstjórn-
in teldi að auka ætti hlutdeild
iðnaðarins í rekstrar- og afurða-
lánum Seðlabankans. „Það er
ánægjulegt en þess ber að gæta, að
enginn atvinnurekstur getur til
lengdar gengið á lánsfé eingöngu.
Hann þarf að hafa skilyrði til þess
að skila eðlilegum hagnaði."
„í FJÁRHAGSÁÆTLUN okkar fyrir
þetta ár gerðum við ráð fyrir 18%
hækkun 1. febrúar sl. og svo 10%
hækkun nú 1. maí. Þessar hækkanir
hafa ekki fengizt og á grundvelli þess
höfum við óskað eftir 35% hækkun.
Það er hins vegar allt mjög óljóst um
hver verður framgangur málsins og
ef við fáum þessa hækkun ekki alla,
er ljóst að um áframhaldandi erfið-
leika verður að ræða,“ sagði Þórir
Sveinsson, skrifstofustjóri Skipa-
útgerðar ríkisins, í samtaii við Mbl.,
er hann var inntur álits á hinu nýja
verðstöðvunarfrumvarpi ríkisstjórn-
arinnr.
„Einu leiðirnar, sem við höfum út
úr þessum vanda, væri annars vegar,
að útvega okkur aðra flutninga, eða
þá hins vegar, að fá aukið framlag frá
ríkinu tii að mæta auknum tilkostn-
aði, eins og t.d. olíuverðshækkuninni
á dögunum og launahækkunum,"
sagði Þórir Sveinsson ennfremur.
Aðspurður sagði Þórir, að eina
hækkunin sem Skipaútgerðin hefði
fengið á þessu ári, hefði verið 10%
hækkun 1. janúar, sem væri í raun
gömul hækkun frá síðasta ári. Þórir
sagði ennfremur aðspurður, að hann
væri ekki svo svartsýnn, að hann
héldi að Skipaútgerðin fengi ekki
nema 9—10% hækkun eins og gert er
ráð fyrir sem hámarkshækkun í
verðstöðvunarfrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar.
Jóhannes Soega hitaveitustjóri:
Minni framkvæmdir
og lélegri þjónusta
— ef við fáum ekki umbeðna hækkun Kristján Jónsson forstjóri RARIK:
„ÉG VIL nú ekkert um þetta
segja fyrr en ég veit hvort og á
hvern hátt þetta bitnar á Hita-
veitunni" sagði Jóhannes Zoéga
forstjóri Hitaveitu Reykjavíkur.
Jóhannes sagði að hækkana-
beiðni HR næmi 43% en sagðist
ekkert vita hver afgreiðsla
þeirrar beiðni yrði. „Ég vil nú
síður vera að fást við
spámennsku, en auðvitað kæmi
það niður á því, að við yrðum
með minni framkvæmdir og
lélegri þjónustu, ef við fengjum
ekki umbeðna hækkun."
Þá væri verið að ýta
vandanum á undan sér
Hækkanabeiðni frá 14,6% upp í 21,3% miðað við afgreiðslu lánamála
„ÞAÐ táknar þá rekstrarhalla sem
við verðum að leysa með lántökum,
og yrðu það þá væntanlega erlendar
lántökur. Þá væri verið að ýta
vandanum á undan sér,“ sagði
Kristján Jónsson forstjóri Raf-
magnsveitna ríkisins, er hann var
spurður hvað það myndi þýða fyrir
RARIK, ef fyrirtækið fengi ekki
nauðsynlegar hækkanir nú um mán-
aðamótin.
Þá sagði Kristján: „Ég get nú í
rauninni afskaplega lítið um þetta
sagt. Við höfum sett fram okkar
Aðalsteinn Guðjohnsen forstjóri Rafmagnsveitu Reykjavikur:
Þá blasir ekkerí við nema tilraun-
ir út á óheillabrautina, lántökur
„ÉG TEL að það blasi varla annað
við, ef þetta a áu haida svona
áfram, en farið verði á ný inn á
braut erlendra lántaka, sem kostar
svo aftur enn þá meiri hækkanir,
sem koma alltaf við og við, og þegar
upp er staðið verður verðið enn
hærra en ella væri“, sagði Aðal-
steinn Guðjohnsen forstjóri Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
„Svo fremi sem þessar ráðstafan-
ir tákna það sem manni sýnist, sem
er áframhaldandi verðstöðvun, þá
teljum við þetta ákaflega slæmar
ráðstafanir því fjármál okkar, eins
og annarra rafveitna sveitarfélaga
hafa komist í mikinn ólestur með
tilkomu verðstöðvunarlaganna á
sínum tíma og hafa verið það meira
og minna síðan. Áður voru sveitar-
félögin frjáls að því að setja
gjaldskrár fyrir sínar veitur og þá
gekk þetta vel.
Dæmið er nú ekki flóknara en
það í raun og veru, að það kemur
alltaf að því að Koj K„rf „5 léjórétta
þetta, annars stöðvast allt. Þetta er
þjónustustarfsemi sem ekki verður
stöðvuð. Kröfunni um næga raforku
verður ekki vikist undan, því þetta
er undirstöðuatriði í mannlífinu
bæði á heimilum og í atvinnulífinu.
Þess vegna finnst mér að starfsemi
þessi eigi alls ekki að vera háð
neinu verðlagseftirliti. Það er nú
kjarni málsins.
Hækkanabeiðni okkr var sett
fram sem 29,8% en þó fallist á að
lækka hana niður í 20,8% frá og
með 1. maí með þeim ráðstöfunum
að skipta greiðslu láns niður á tvö
ár, en það lán neyddumst við til að
taka fyrr á árinu, þegar allt var að
fara í strand vegna áramótaaðgerð-
anna.
Ef við fáum 9—10% hækkun eða
þaðan af lægri, þá blasir ekkert við
nema tilraunir út á óheillabrautina,
lántökur. Þá er þess að geta að til
viðbótar þessari hækkun myndi
koma einhver hækkun samfara
hækkunum Landsvirkjunar sem
selur okkur orkuna.
Aðalsteinn sagðist ekki hafa
neina hugmynd um hver hækkunin
yrði. Þeir hefðu bæði rætt við
gjaldskrárnefndarmenn og fulltrúa
iðnaðarráðuneytis en aðeins fengið
gefið í skyn að hækkanirnar yrðu
aðeins iítið brot af því sem þeir
hefðu farið fram á.
Aðspurður sagöist hann ekki vita
hvað tekið yrði til bragðs, ef svo
færi. „Ég veit ekki hvað okkar
stjórn eða borgaryfirvöld gera, en
ég veit að það er mjög lítill hugur í
mönnum að leggja út í frekari
lántökur."
ti’ilógur um gjaldskrárbreytingar frá
1. maí og þær eru nokkuð mismun-
andi eftir tímasetningu og forsend-
um, sem kemur til af lánamálum. En
þetta er frá 14,6% upp í 21,3%
hækkun 1. maí, eftir því hver af-
greiðsla lánamála verður.
Þetta er sú hækkun sem við
þurfum frá 1. maí og út árið til að ná
rekstrarjöfnuði. Síðan mætti skipta
þessu niður í tímabil. Við vitum ekki,
hver afgreiðsla verður á mörkunum
þannig að ekki er hægt að segja til
um það núna. Ef því yrði skipt, þyrfti
náttúrlega minni hækkanir 1. maí en
síðan þyrftu þá að koma til hækkanir
1. ágúst og 1. nóvember. Það er líka
breytilegt eftir því hvaöa afgreiðslu
okkar lánamál fá, en þau eru tilkom-
in vegna orkuskerðingarinnar í vetur
og hins háa olíukostnaðar sem því
fylgdi “
Kristján sagði í lokin, að þeir hjá
RARIK hefðu engar fregnir um
hvernig að þessum málum yrði stað-
ið.