Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Fataverkefni FII á lokastigi og hefur tekizt mjóg vel: Framleiðniaukning þátttökufyrirtækjanna er að meðaltali um 40% Snemma á árinu 1979 fékk fyrirtækið Max til sin sænskan ráðgjafa, Hans Fernstedt, frá ráðgjafarfyrirtækinu EA- PROJECT, til þess að endur- skipuleggja kápudeild fyrirtæk- isins. Um svipað leyti fékk fyrir- tækið Karnabær hf. sama aðila til að skipuleggja nýja __ verk- smiðju, sem byggja átti i Árbæh arhverfi í Reykjavík. Fljótlega kom í ljós, að ef skipuleggja ætti framleiðslu þessara tveggja fyrirtækja með nútimalegum hætti, þá yrði að þjálfa svu til alla starfsmenn fyrirtækjanna i gjörbreyttum vinnuaðferðum. Þetta leiddi hugann að þvi, að e.t.v. væri ástandið i öðrum fyrir- tækjum í fataíðnaði mjög svipað og þvi væri ástæða að kanna, hvort áhuKÍ væri fyrir hendi á þvi, að skipulagt yrði samræmt þróunarátak fyrir greinina. I marsmánuði 1979 var haldinn fundur með fataframleiðendum, þar sem þessi hugmynd var kynnt. Ákveðiö var, að í fyrsta áfanga verkefnisins myndi ráðgjafi frá EA-PROJECT koma í stutta heimsókn til hvers fyrirtækis, fyrirtækjunum að kostnaðarlausu, en að þeim heimsóknum loknum, yrði skipulögð kynnisferð með fataframleiðendum til Finnlands, til þess að þeir fengju tækifæri að sjá, hvernig finnskir fataframleið- endur hefðu byggt upp fyrirtæki sín á undanförnum árum. I framhaldi af þessum fundi, sótti Félag íslenskra iðnrekenda um styrk til Iðnþróunarsjóðs vegna fyrirhugaðra heimsókna í fyrirtæki og vegna skipulagningar í Finnlandsferð. í maímánuði árið 1979 höfðu 11 fyrirtæki látið í ljós áhuga á þessum aðgerðum og voru fyrirtækin heimsótt dagana 29. maí til 1. júní. í heimsóknunum kom í ljós, að fyrirtækin áttu við mörg sameiginleg vandamál að stríða, sem of kostnaðarsamt yrði að leysa, nema fyrirtækin samein- uðust um lausn þeirra með sam- eiginlegu þróunarátaki. Kynnisferð til Finnlands Eftir að erlendi ráðgjafinn hafði heimsótt þessi 11 fyrirtæki, gerði hann sér mun betur grein fyrir því hverjar þarfir þeirra voru. Með það í huga skipulagði hann síðan kynnisferð fyrir ís- lenska fataframleiðendur til Finnlands, sem farin var dagana 10. til 16. júní árið 1979. í ferðinni voru 13 þátttakendur frá 8 fyrir- tækjum, auk Félags íslenskra iðnrekenda. Heimsótt voru 12 fyrirtæki og stofnanir í fimm horgum, en auk fyrirtækjaheim- sóknanna voru haldnir fjórir um- ræðufundir og fluttir fyrirlestrar. í ferðinni kom í ljós, að framleiðni í íslenskum fataiðnaði var frá 25% og upp í 75 % af framleiðni í finnskum fataiðnaði, eða að með- altali um 50%. Þátttakendur í ferðinni gerðu sér grein fyrir, að ástæða lítillar framleiðni í ís- lenskum fataiðnaði var ekki iéleg- ur vélakostur, heldur mun fremur ónóg þjálfun starfsmanna og lé- legt skipulag. Segja má, að ferðin hafi opnað augu þátttakenda fyrir því, hversu lítil framleiðnin er í íslenskum fataiðnaði, en jafn- framt gefið mönnum ýmsar hug- Frá framleiðslusal Karnabæjar að Fosshálsi, en hann var skipulagður af ráðgjöfum EA-Project. Einstök f yrirtæki haf a hins vegar farið yfir 100% myndir um það, hvernig bæta má framleiðnistig íslenska fataiðnað- Endurskipulagn- ing framleiðslu- aðstöðunnar Að Finnlandsferðinni lokinni var kannað meðal þátttakenda, hvort áhugi væri á framhaldi, og kom í ljós að svo var hjá öllum þeim fyrirtækjum, sem þátt höfðu tekið í ferðinni. Félag íslenskra iðnrekenda skipulagði þá í sam- vinnu við ráðgjafa frá EA- PROJECT fyrirhugaðar aðgerðir, sem kynntar voru framleiðendum á fundi í ágúst 1979. Fyrsti hluti verkefnisins var endurskipulagning framleiðslu- aðstöðu. Það verk var unnið á þann hátt, að ráðgjafi frá EA- PROJECT eyddi u.þ.b. einni viku í hverju fyrirtæki. Á þeirri viku athugaði hann nákvæmlega fram- leiðsluferli fyrirtækisins með það í huga að finna leiðir til fram- leiðniaukningar. Eftir heimsókn- ina skrifaði hann skýrslu um niðurstöður sínar þar sem var að finna eftirfarandi upplýsingar: 1. Mat á möguleikum fyrirtækis- ins til framleiðniaukningar. 2. Tillögur um nýtt verksmiðju- skipulag (lay out). 3. Tillögur um endurbætur á ein- stökum vinnustöðvum. 4. Tillögur um niðurröðun að- gerða á vinnustöðvar. 5. Tillögur um kaup á nýjum vélum og tækjum. 6. Tillögur um nýtt flutninga- kerfi. 7. Tillögur um breyttar vinnu- og stjórnunaraðferðir. 8. Tillögur um ráðgjðf til að fylgja eftir nauðsynlegum aðgerðum í fyrirtækinu. Að fengnum þessum tillögum var gert ráð fyrir því, að fyrirtæk- in fengju tvo til þrjá mánuði, til þess að framkvæma nauðsynlegar breytingar á verksmiðjunum. Að breytingunum loknum var síðan gert ráð fyrir því, að fyrirtækin fengju frekari aðstoð frá ráðgjaf- anna hendi, en í sumum tilvikum gat einnig verið nauðsynlegt, að fyrirtækin fengju einhverja að- stoð á meðan breytingarnar voru gerðar. Að meðaltali var gert ráð fyrir að ná mætti 50% framleiðni- aukningu, en 21 fyrirtæki fékk tillögur um breytingar. Með bréfi sínu 5. september 1979 sótti Félag íslenskra iðnrek- enda um styrk til Iðnþróunarsjóðs vegna endurskipulagningar á framleiðsluaðstöðu í 15 fyrirtækj- um. Þar var gert ráð fyrir, að endurskipulagning á framleiðslu- aðstöðu í meðalstóru fyrirtæki tæki u.þ.b. eina viku. Gert var ráð fyrir, að vinnan væri unnin af ráðgjafa frá EA-PROJECT, sem hefði sér til aðstoðar íslenskan aðstoðarmann, vegna tungumála- erfiðleika í nokkrum fyrirtækj- anna. Iðnþróunarsjóður svaraði þessari beiðni jákvætt 9. október 1979 og veitti styrk til verkefnis- ins að upphæð allt að kr. 13.610. 000. Úttektirnar byrjuðu strax um haustið 1979 og stóðu fram eftir vetri, enda fjölgaði þeim fyrir- tækjum sem tóku þátt í verkefn- inu úr 15 í 21. Af þessu 21 fyrirtæki hafa nú, þegar þetta er ritað, í mars 1981, 17 fyrirtækj- anna framkvæmt þær breytingar, sem ráðgjafarnir lögðu til. Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt í verkefninu: Akraprjón, Álafoss, Ceres, Dúkur, Faco, Gefjun, H. Guðjónsson, Hagkaup, Hekla, Henson, Hilda, Höttur, Karnabær, Klæði, Max, Pólarprjón, Prjóna- stofa Borgarness, Sjóklæðagerðin, Skinnasaumastofa SÍS, Solido, Últíma. Ráðgjafar EA-PROJECT lögðu til, að haldin yrðu þrjú námskeið fyrir þátttakendur í þróunarátak- inu. I fyrsta lagi tveggja vikna námskeið fyrir stjórnendur, í öðru lagi tveggja vikna námskeið fyrir verkstjóra og í þriðja lagi tólf vikna námskeið fyrir hönnuði og sníðagerðarfólk. Þegar fyrirtækin höfðu fengið tillögur um breytingarnar á fram- leiðsluaðstöðu, byrjuðu þau að undirbúa breytingarnar. I tillög- um ráðgjafanna kom í mjög mörg- um tilfellum fram, að athuga þyrfti snið fyrirtækjanna, til þess að samsetning flíkanna yrði auð- veldari en áður hafði verið. Á meðan á breytingum stóð, voru snið yfirfarin í þeim fyrirtækjum, þar sem þess þurfti, en einnig fóru ráðgjafarnir nánar út í útbúnað hverrar vinnustöðvar áður en breytingum á verksmiðjuhúsnæði var endanlega lokið. Þjálfun saumakvenna Þegar fyrirtækin höfðu fram- kvæmt þær breytingar á verk- smiðjum, sem nauðsynlegar voru, og þegar ráðgjafar höfðu yfirfarið snið og gengið frá útbúnaði vinnu- stöðva, var komið að mikilvægasta þætti verkefnisins, sem er þjálfun saumakvenna. Starfsþjálfararnir hófu starf sitt á því að ákveða hvaða aðferðir nota ætti við hverja vinnustöð. Þeir gerðu þetta í samvinnu við verkstjóra fyrirtækjanna og aðra starfsmenn, en síðan voru þessar aðferðir kenndar starfsmönnum fyrirtækisins. í fataiðnaði er al- gengt, að nýtingartími saumavéla sé um 20%, en í flestum íslensku fyrirtækjanna kom í ljós, að hann var á bilinu frá 5 og upp í 10%. Eítt aðalviðfangsefni erlendu ráðgjafanna var því að auka nýtingartíma vélanna, sem var gert með því að einfalda alla efnismeðhöndlun, auk þess sem mikil áhersla var lögð á að sauma lengri sauma en gert hafði verið áður. I flestum tilvikum tóku starfsmenn tillögum erlendu ráðgjafanna mjög vel og voru ánægðir með að fá þjálfun, sem þeim hafði ekki staðið til boða áður. Var árangurinn í mörgum tilvikum mjög mikill og náðist hann oft á mjög skömmum tíma. I tengslum við fataverkefnið réði Iðntæknistofnun íslands til sín tvo starfsmenn, þær Mörtu Jensdóttur og Steinunni Ingi- mundardóttur, sem fá skyldu þjálfun í starfsþjálfun á meðan á fataverkefninu stæði. Þessir starfsmenn Iðntæknistofnunar hafa á árinu 1980 unnið með erlendu ráðgjöfunum í fatafyrir- tækjunum, auk þess sem þær hafa tekið þátt í mörgum námskeiðum verkefnisins. Fyrirhugað er, að Marta og Steinunn verði starfsþjálfarar Iðntæknistofnunar í framtíðinni, og verður það í þeirra verkahring að annast þjálfun verkstjóra og saumafólks úti í fatafyrirtækjun- um. Afkastahvetjandi launakerfi Allt frá upphafi var hugmyndin sú að taka í notkun samræmt afkastahvetjandi launakerfi, þeg- ar breytingum á fyrirtækjunum væri lokið. Þegar kom að því að ákveða hvernig byggja ætti upp slíkt kerfi, komu í ljós ýmis vandkvæði vegna staðaltíma- ákvörðunar fyrir einstaklings- bónuskerfi. Benti allt til þess, að ekki væri hugsanlegt einstaklings- kerfi í notkun, ef beita ætti hefðbundnum aðferðum við stað- altímaákvörðun. Var þetta til þess að ákveðið var að taka í notkun tölvuvætt staðaltímakerfi, sem notað hefur verið með góðum árangri í nokkur ár í Bretlandi. Kostir kerfisins eru þeir, að eftir tveggja til þriggja vikna þjálfun á sá, sem hefur einhverja reynslu af saumaskap, að geta ákveðið stað- altíma tiltölulega auðveldlega. GSD-kerfið er uppbyggt þannig, að tryggt er að samræmi verður á milli staðaltíma, sem ákvarðaðir eru af sitt hvorum aðilanum, en það er mjög mikilvægt ef bera á saman framleiðni mismunandi fyrirtækja. Hafa 8 fyrirtæki nú þegar ákveðið að taka GSD-kerfið í notkun og hafa þau hvert um sig keypt borðtöivu, sem notuð er við staðaltímaákvörðunina. Haldin hafa verið tvö námskeið í notkun GSD-kerfisins og verið er að þjálfa starfsmenn þessara fyrir- tækja í notkun þess. Gera má ráð fyrir, að notkun tölvu verði dagleg hjá verkstjórum, því aHk þess sem tölvurnar verða notaðar við stað- altímaákvarðanir, verða þær not- aðar við framleiðnieftirlit, launa- útreikninga og kostnaðarút- reikninga. í einhverjum af minni fyrirtækjunum má búast við, að tölvurnar verði einnig notaðar við bókhald og jafnvel við fleiri verk- efni. 24 fyrirtæki Alls hafa 24 fyrirtæki fengið aðstoð í tengslum við verkefnið að meira eða minna leyti. Nákvæmar úttektir á framleiðsluaðstöðu hafa verið gerðar í 22 fyrirtækjum. Eins dags úttekt var gerð í einu fyrirtæki og eitt fyrirtæki var aðstoðað með úrbætur á pressu- deild þess. Af þessum 24 fyrir- tækjum hafa 17 ákveðið að gera þær breytingar á framleiðsluað- stöðu, sem lagðar hafa verið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.