Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 38
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Nótt í Salisbury Heimurinn er minni en mætti halda. Ég stóð á vinstri vegarbrún og veifaði þumalfingri fram og til baka að öllum aðvífandi bílum og árangurinn lét ekki á sér standa. Það var rúta full af hvítum mönnum sem tók mig upp í. Og þeir töluðu norsku, sænsku, finnsku og dönsku. Hópur blaða- manna, sem var á ferðalagi um Zimbabwe í boði norsku þróunar- aðstoðarinnar, NORAD. Þetta var kátur hópur, tómu bjórkassarnir báru vitni um það og þeir sögðu mér glaðhlakkalegir að þeir hefðu verið á íslandi fyrir hálfum mánuði og hitt forseta vorn, frú Vigdísi. Það var skemmtilegt að hitta fyrir „landa" sína og ég fékk fréttir af veðrinu að heiman; snjóstormur, sögðu þeir. Við röbb- uðum um veður hér og þar alla leið til Salisbury. En veðrið í Zimbabwe er óþarft að ræða, það er alltaf gott. Sólskin og heitt með ferskum svala á kvöldin eða léttu regni, að minnsta kosti um þetta leyti árs. Eftir þriggja tíma keyrslu framhjá maísökrum, appelsínu- ekrum, sojabeðum og fleiru æti- legu, var komið inn til höfuðborg- arinnar. Fyrir utan hótel Am- bassador skildust leiðir, blaða- mennirnir fóru á barinn, ég lallaði niður í bæ. Ég hafði það á tilfinningunni að ég væri kominn til baka til Evrópu, því borgin með sínum himinskafandi bankabyggingum líkist að öllu leyti venjulegri nútímaborg, og þó. Salisbury er eins og evrópsk borg fyrir tuttugu árum, allt er frekar gamaldags og settlegt. Yfir borginni hvílir bankamannsleg ró og þýlyndis- legur friður. Strætin eru bein og hornrétt eins og tekin af teikni- borði arkitektsins, allt er snyrti- legt og varla bréfsnifsi að sjá á götunum. Til þess sér her götusóp- ara, sem eru margir, enda kostar ekkert að hafa þá í vinnu. Ég ráfaði í reiðileysi, bauð hvítu mönnunum á stuttbuxunum og hnéháu sokkunum good evening, en þeim svörtu manheru. Fólkið tók velflest undir kveðju mína, þeir hvítu ögn tortryggnir og með uppsnúna efrivör, þeir svörtu glaðir og kátir og vildu taka í hönd mína. Ég rölti í gegnum miðbæinn sem tók ekki langa stund, hann er ekki það stór, og hélt niður í hverfi svartra í átt til járnbrautarstöðv- arinnar. Traffíkin var mikil kring- um rútubílastöð sem ég gekk framhjá, gamlir stórir vagnar renndu að hver á fætur öðrum og verkafólkið hrúgaðist og tróðst inn í þá. Allir á leið heim í úthverfin eða township, þar sem þeir búa. Það var tekið að skyggja og ég var farinn að finna til svengdar og fór inn á vertshús eitt. Þar var hægt að kaupa Zimbabwe-bjór á 40 cent og sadsa á 35 cent. Sadsa er maísgrautur og undirstöðufæða innfæddra sem þeir borða í hvert einasta mál. Stundum eiga þeir kjötflís út á en yfirleitt metta þeir sig á kássu þessari sem er eins á bragðið og hveitilím. Mér dvaldist inni á veitinga- staðnum og vermdi stálstólinn meðan ég fylgdist með dansi fyllibyttu sem dansaði með stól í munninum undir háværri diskó- músíkinni, sem allt ætlaði að æra. Uti í horni sátu tvær afdankaðar gleðikonur og borðuðu sadsa með dólgnum sínum gamla. Blindfullur gamall negri tók mig tali. Hann spurði mig hvaðan ég kæmi og ég svaraði til að ég væri frá íslandi. Er það í Suður-Afríku?, spurði hann. Nei, fyrir norðan Zambíu. Nú, svona langt í burtu, sagði hann fullur meðaumkvunar. Það er langt heim til þín. Já, svaraði ég, og ég veit ekki hvar ég á að sofa í nótt. Veistu um ódýran stað þar sem ég get búið? Já, þú getur gist heima í íbúð- inni minni. / Það kæmi sér vel, sagði ég vonglaður. Ég hafði heyrt um eftir Hafliða Vilhelmsson AÍbert Mugabe gestrisni innfæddra en mér hafði ekki dottið í hug að það yrði svona auðvelt að fá inni. Hann hét Joshua og við fylgd- umst að heim til hans. Hann sagði mér á leiðinni að hann ynni á bensínstöð, byggi þar reyndar líka. Von bráðar stóðum við undir flöktandi grænu BP-skilti og hann rjátlaði við portdyr. Hann kvaðst ekki hafa lykil en vinur hans myndi opna. Og það gerði vinurinn. Joshua sýndi mér íbúðina. Hún var um þrír fermetr- ar og þeir bjuggu þarna tveir. Sváfu í skítugum kojum og í stað húsgagna voru gamlar smurolíu- dollur og bílakerti ásamt hjól- koppum. Vinurinn var hálftortrygginn gagnvart mér og við urðum sam- mála um að það yrði erfitt að leggja sig á olíublautt gólfið, naumast pláss. Ég þakkaði Joshua fyrir greiðasemina og kvaddi. Aftur sat ég á vertshúsinu en núna með Castle-bjór. Margir urðu til að forvitnast um mig en þó ekki löggan sem einatt átti erindi inn til að sýna blýhólkinn sinn og minna á lög og rétt. Þetta voru ungir sætir menn, með liðugan kropp, og allir voru ólmir að leyfa mér að gista. En heimilisföngin sem þeir gáfu mér, voru ekki fýsileg. Ég gat valið milli venjulegra hóruhúsa og húsa sem höfðu unga drengi á boðstól- um, ef vera skyldi að ég væri þannig sinnaður. Af einhverjum ástæðum tók ég þann kostinn að kveðja, kannski af meðfæddri hræðslu minni við nýjungar. En heppnin er með þeim óheppnu oft á tíðum. Fyrir utan mætti ég tveimur einkenn- isklæddum soldátum frá ZNA, hermenn hins nýja þjóðhers sem á að byggja upp landið en ekki liggja í bröggum, eða svo er ætlun Mugabes. Þeir voru vinalegir og kurteisir, alveg eins og hermenn fólksins eiga að vera. Þeir voru á leið heim til sín, og ég var velkominn að gista hjá þeim. Við hjálpum þér, þú hjálpar okkur, sögðu þeir skilningsríkir. Við erum allir eins, allir menn. Ég var sammála heimspeki þeirra og það var ákveðið að taka „lift“ út í hverfið þeirra, township svartra. A götuhorni var þumal- fingri lyft og Volkswagen-rúg- brauð stansaði og tók okkur upp í. Farið kostaði 20 cent á mann. Eftir allgóða keyrslu stigum við út úr bílnum og gengum smáspöl. Þetta var hverfi lítilla einbýlis- húsa, ekki ósvipað smáíbúðar- hverfinu en heldur fleiri hundar sem geltu í kapp hver við annan. Við komum að ágætu húsi. Það leit vel út og ég hrósaði þeim fyrir að eiga svona gott hús. En við gengum ekki inn um framdyrnar heldur læddumst bak við húsið. Það kom i ljós að þeir leigðu þar litla kompu. Innanstokks var eitt rúm sem þeir deildu, skápur með spegli, kabyssa og lítill stóll. Eina ger- semi áttu þeir, gámlan kassafón og kringum hann var úrval af oldies goldies, gegnumrispuðum. Þeir sögðu að ég gæti legið á gólfinu en fyrstu vildu þeir gera mér góðgjörðir. Það kom í ljós að þeir voru bræður, annar hét Eric, hinn John, báðir með ættarnafnið Msaka. John setti upp pott til að sjóða sadsa og grænmeti, hinn dró fram marijuhana og tróð í pípuna mína. Þetta voru myndarpiltar og hreyknir af stöðu sinni. Báðir höfðu þeir tekið þátt í frelsisbar- áttunni, John hafði komist af í Mosambik en Eric hafði hafst við í búskunum og barist. Ég drap nokkra og lá við að ég yrði drepinn. Eric sagði mér sögu sína meðan við soguðum að okkur grasið og táruðumst af sterkjunni frá kabyssunni. Ég greip til byssunnar vegna þess að annað var ekki hægt að gera. Ég setti rauðan kross undir eiðinn sem við unnum þegar við gengum í ZANLU; ef ég dey skiptir það engu máli, ef ég lifi er það gott. Eric hafði lifað æsispennandi lífi í frumskóginum, fellt nokkra böðla Smith-stjórnarinnar en síð- an kom sá dagur að gæfan sneri við honum bakinu. Hann var handtekinn og færður til yfir- heyrslu, pyntaður og píndur en að eigin sögn gaf hann ekkert upp. Ég var tilbúinn til að láta lífið og þóttist ekkert vita hvort ZANLU væri skæruliðaher, bíll eða vín. Og þeir gáfust upp á mér, tóku mig út í skóg til að drepa mig. Af einhverjum ástæðum drápu þeir mig ekki heldur settu mig í fangelsi á death row. Það átti að drepa mig lagalega, ekki með einu Hvers vegna þarf þriggja ára nám til starfa á dagvistunarheimilum? Greinargerð frá starfshópi innan Fóstrufélagsins Hlutverk skólans Hlutverk Fósturskóla Islands er eins og fram kemur í reglugerð um Fósturskóla íslands„ að mennta fólk til uppeldisstarfa á hvers konar uppeldisstofnunum fyrir börn frá fæðingu til sjö ára aldurs, s.s. vöggustofum, dagheim- ilum, vistheimilum, forskóla- bekkjum barnaskóla og leikvöll- um.“ Að ofan sést að nám frá skólan- um nýtist í þjónustu á hinum ýmsu stofnunum og reynslan hef- ur sýnt að nám frá Fósturskóla íslands hefur komið víða að góð- um notum í störfum þeirra fóstra sem vinna að uppeldi og starfi barna á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir þetta er aðalstarfsvettvang- ur fóstra dagvistarheimili og mið- ast námið í skólanum við það. Inntökuskilyrði Upphaflega var gagnfræðapróf eða sambærileg menntun inntöku- skilyrði í Fósturskóla íslands. En með lögum frá 1973 voru inntöku- kröfur auknar í samræmi við þróunina í öðrum uppeldisgrein- um og í samræmi við aukinn skilning á hinu mikilvæga hlut- verki fóstrunnar í nútímaþjóðfé- lagi. I reglugerð um Fósturskóla Islands er kveðið á um að lág- marks undirbúningsmenntun sé krafist af þeim sem óska eftir inngöngu í skólann og er hún stúdentspróf eða sambærileg menntun, eða a.m.k. 2ja ára nám í framhaldsskóla. Könnun sem gerð. var árið 1979 á aldursdreifingu nemenda við Fósturskóla Islands sýnir að nem- endum fer fjölgandi sem eru 20 ára og eldri en það ár voru 65% nemenda eldri en 20 ára en til gamans má geta þess að árið 1971 var aðeins um 28% nemenda eldri en 20 ára. Þannig að þróunin er mjög greinileg. I samræmi við auknar inntöku- kröfur og aldurshækkun nemenda í skólanum hefur hann tekið á sig nokkuð breytta mynd. Nemendur eru hæfari til að taka við auknum námskröfum sem þýðir að betur menntaðar fóstrur útskrifast frá skólanum. ✓ Aðal kcnnslugreinar og námsfyrirkomulag Aðal kennslugreinar við skól- ann eru núna: Uppeldisfræði, sál- arfræði, félagsfræði, ýmsar heilsufræðigreinar, list- og verk- greinar, og móðurmálsgreinar. Hin síðustu ár hefur hið svokall- aða þema verið tekið upp við skólann en í því felst að kennslu- greinarnar eru ekki kenndar hver fyrir sig og síðan tekin próf, heldur eru þær samhæfðar eins og kostur er og kennt er í fyrirlestra- formi. Síðan eru unnin misstór verkefni sem ýmist eru unnin af hverjum nemanda fyrir sig eða nokkrum saman. Þetta námsfyr- irkomulag krefst þess að nemend- ur vinni sjálfstæðar í námi sínu, en til þess þurfa nemendur að hafa öðlast þann þroska sem til þarf til þess að þetta námsfyrir- komulag nýtist sem best. Hver er þróunin? Ekki er hægt að sjá annað en að margt af því sem fram fer innan veggja Fósturskóla Islands sé mjög hliðstætt því sem gerist t.d. í Kennaraháskóla íslands og Há- skóla íslands í uppeldisgreinum þar, enda er þróunin slík í okkar nútímaþjóðfélagi að þörfin fyrir ábyrgar og vel menntaðar fóstrur og fólk sem starfar að uppeldis- málum er alltaf að aukast og er það m.a. Fósturskóla Islands að uppfylla þessar kröfur. Varla verður þess langt að bíða að þeir skólar sem mennta fólk til svo líkra starfa sem raun ber vitni verði settir á sama stig, enda er margt sem bendir til þess eins og á undan er getið. Þess mágeta að nemendur Fósturskóla Islands, eins og nemendur annarra skóla sem eru að hluta til eða öllu leyti á háskólastigi, eiga rétt á námslán- um frá lánasjóði íslenskra náms- manna. Af hverju dagvistarheimili? Þjóðfélagið hefur og er sífellt að taka breytingum. Fjölskyldan fer ekki varhluta af þeim. Hún er ekki lengur eining sem er sjálfri sér nóg um allar lífsins nauðsynjar, hún er ekki lengur byggð upp á mörgum ættliðum — börnum, foreldrum, öfum og ömmum, frænkum og frændum o.s.frv. sem búa allir undir sama þaki eins og var hér áður fyrr og þar sem uppeldi barna fór fram. Upp úr aldamótum urðu örar breytingar á öllum lifnaðarhátt- um fólks. Nýjar framleiðsluein- ingar mynduðust, fólk flykktist úr dreifbýli í þéttbýli og ný mynd kom á fjölskylduna. Nú er fjöl- skyldan yfirleitt aðeins börn og foreldrar, hún hefur minnkað og einangrast og fjölskyldan sem var svo stór hér áður fyrr hefur skipst upp í einstaklinga sem sækja atvinnu, menntun og félagsskap hver á sinn stað. Uppeldi barn- anna fer því fram á annan hátt en áður, og hefur færst meira frá heimilunum. Þannig hafa sveitarfélög og ríkið tekið við ýmsu því sem fjölskyldan sá um áður. Þetta er gert með því að búa til ýmsar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.