Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 39 skoti í hnakkann heldur með pomp og prakt, aftökusveit og allt. Eric brosti að minningunni, hýr til augnanna og mildur í framan af marijuhananu. En það kom ekki til aftökunnar, sagði Eric. Mugabe kom til Zim- babwe frá Mozambik, þetta var á dögum bráðabirgðastjórnarinnar undir Soames. Já, Mugabe kom í heimsókn í fangelsið og heilsaði okkur kamm- erötunum með handabandi og lofaði að frelsa okkur innan viku. Og hann stóð við það. Mjög góður maður Comrade Mugabe. Eric hélt áfram og tróð í þriðju pípuna. Ég vann fyrir Comrade Mugabe fyrir kosningarnar, það var gaman. Eric var eitt bros og bróðir hans var kímileitur yfir sadsapottinum. Zimbabwe er sjálfstætt núna, síðan 18. apríl 1980, sagði Eric hreykinn. En því miður finnst fólk sem vill lýðveldinu allt hið versta. Eins og til dæmis ZIPRA-herinn í Bulawayo, menn Joshua Nkomo. Nú iangar mig mest að fá að komast suður og drepa þá, það ætti að skjóta Nkomo í hnakkann. Við sátum fram á nótt og átum sadsa og reyktum gras og hlustuð- um á rispurnar á plötunum. Þeir sögðu ótal sögur úr stríðinu. Af hryðjuverkum og grimmdarverk- um Rhodesian Security Forces og aðallega sérdeildarinnar, Selous Scouts, sem að sögn tók gömlu þýsku SS langt fram hvað ódæði snertir. Loks þegar við vorum fullsaddir af reyk og sadsa og hrollvekjandi stríðssögum var lagst til svefns. Þeir þjöppuðu sér saman i rúmið sitt, ég breiddi úr mér á gólfið. Eftir góðan nætursvefn varð ég þeim samferða í troðfullum vagn- inum niður í bæ. Þeir voru á leið til bragganna, ég bara á leið ofan í bæ. Við kvöddumst með virktum og framundan var iðjulaus dagur hvað mig snerti. Eftir smágöngu- túr um hverfið kringum rútubíla- stöðina rakst ég á skilti þar sem stóð Trade Union. Ég stakk inn nefinu, forvitinn sem gefur að skilja, því ég er gamall Dagsbrúnarmaður, og langaði til að vita hvernig Zim- babweanskir Jakar líta út. Myndarleg kona á svörtu pilsi og blárri blússu tók á móti mér. Þegar hún spurði um erindi mitt kvaðst ég vilja fræðast um verka- lýðshreyfinguna í Zimbabwe. Það var auðfengið og hún vísaði mér inn til framkvæmdastjórans, og svo ánægjulega vildi til að framkvæmdastjórinn var enginn annar en litli bróðir forsætisráð- herrans, Mister Albert Mugabe. Albert Mugabe var hinn mynd- arlegasti maður, klæddur jakka- fötum og með bindi. Það glitti á risastóra safírhnappana sem héldu saman skyrtuermunum. Hann svaraði spurningum mínum greiðlega og gaf sér góðan tíma þrátt fyrir að hann væri greini- lega upptekinn. Albert Mugabe sagði að verka- lýðshreyfingin hefði verið illa skipulögð fyrir sjálfstæðið, en hún væri óðum að braggast. Nú flykkt- ist fólk í Unionið en áður var það illa séð að verkafólk væri í skipu- lögðum samtökum. Erlendu stór- fyrirtækin, svo sem eins og hið illræmda Anglo-American víluðu ekki fyrir sér að láta drepa agenta, og þeir sem unnu við fyrirtækin voru reknir ef þeir voru grunaðir um að vera Union-með- limir. En núna eru stórfyrirtækin neydd til að samþykkja verkalýðs- félög og kjörin hafa lítillega batn- að þetta eina sjálfstæðisár. En það á samt langt í land ennþá. Lögboðin lágmarkslaun innan iðn- aðar og verslunar eru Zimbabwe $80 á mánuði (eða um 800 nýkrón- ur). Að vísu gildir það eins um karlmenn, konur eru iðulega á 25% lægra kaupi þrátt fyrir að þær vinni sömu störf. Fyrir frelsið var venjulegt kaup á bilinu Z$12—15, sagði Mugabe mér. Trade Union hefur flestar greinar innan sinna vébanda en námuverkamenn standa samt utan samtakanna. Mugabe sagði að algeng laun svartra í námunum væru um Z$45, en hvítir fengju um Z$500—600. Það gengur hægt að jafna bilið, andvarpaði Mugabe og það er erfitt að útskýra ástandið fyrir venjulegu verkafólki. Fólkið gerir sér miklar vonir og sumir ætlast til að allt breytist á einum degi, en það er því miður ekki hægt. Leiðin til jafnaðar er grýtt og erfið og Zimbabwe er ríkulega háð erlendu kapítali. Við verðum að forðast að styggja þá háu herra ef við ætlum að forðast efnahagslegt hrun eins og í Mozambik. Annars stendur ástandið í nám- unum til bóta. Verkamenn hafa verið í verkfalli og kaupið á að hækka upp í Z$85 í maímánuði næstkomandi. En hvernig er með tryggingar og þjónustu? Ja, flest verkafólkið er réttinda- laust í þeim efnum. Það hefur engin réttindi á eftirlaunum. En allt er í framfaraátt. Nú hafa allir sem hafa minni mánaðarlaun en Z$150 rétt á ókeypis sjúkrahúsvist og læknishjálp, áður kostaði heim- sókn til læknis Z$20, sem er að sjálfsögðu ofviða landbúnaðar- fólki og þjónustuliði sem ekki fær meira en Z$30 á mánuði. Hvað með skóla? Nú eru skólar opnir öllum, áður fyrr var skólaskylda aðeins fyrir hvít börn, ég get nefnt sem dæmi að árið 1976 var helmingur svartra undir fimmtán ára aldri, það er um 3,3 milljónir. Af þeim voru aðeins rúmlega átta hundruð þúsund í barnaskóla, svo þú sérð að ástandið var ekki beysið. Að- eins um það bil hálft prósent sótti unglingaskóla. Það er þá nóg að gera í skólamálum hér í Zimbabwe? Já, það má segja, við erum í óða önn að bæta úr þörfinni, en það kostar peninga, svaraði A. Mug- abe og yppti öxlum. En þetta á vonandi eftir að lagast. Og verkafólk getur hlakkað til betri tíma? Já, ég er bjartsýnn á það. Trade Union er aðeins nýlega komið á laggirnar, það eru mörg verkefni framundan, en fyrst er að koma skipulagi á hreyfinguna. Við eig- um eftir að koma okkur í samband við erlend verkalýðssamtök, það er næst á dagskránni. Mugabe var tíðlitið á gullúrið sitt og síminn truflaði, á dyrnar bönkuðu ungir menn sem óskuðu viðtals. Einn fótalaus, annar laus við handlegginn, þriðji blindur. Ég kunni ekki við að tefja Mugabe lengur og kvaddi og bað fyrir hjartans kveðjur til bróður hans. Við kvöddumst með handa- bandi. Pamberi ne Chimurenga! Pamberi ne ZANU-PL! Pamberi ne Prime Minister Comrade Robert Mugabe! Endir stofnanir t.d. dagvistarheimili sem má líta á sem einkenni á þessari þróun og breytingum á þjóðfélaginu. Öllum ætti að vera ljós þessi þróun, og verður henni vart snúið við meðan fjölskyldan virðist þurfa á því að halda að báðir foreldrar vinni utan heimilis eins mikið og raun ber vitni. Eiga öll börn kost á að vera á dagvistarheimili? Dagvistarheimili hafa lengst framan af aðeins verið opin svo- kölluðum forgangshópum þ.e. ein- stæðum foreldrum og náms- mönnum, þó hafa leikskólar getað tekið við fleiri hópum. Nú nýlega var gerð sú breyting að allir foreldrar, úr hvaða hóp sem þeir eru, geta sótt um rými fyrir börn sín á dagheimili, en til að byrja með er um að ræða 10% rými af heildarfjölda. Dagvistarheimili eiga að sjálf- sögðu að vera opin ölium börnum og eiga að miðast við það að þau séu rekin barnanna vegna sem góðir uppeldisstaðir. Hvert er aðalmarkmið með dagvistarheimilum? I lögum um rekstur og byggingu dagvistarheimila segir að mark- mið með starfsemi dagvistarheim- ila sé nað gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra". Löggjöfin leggur áherslu á að dagvistarheimili eigi að vera uppeldisstofnun en ekki geymslustofnun fyrir börn meðan foreldrar þeirra eru við önnur störf. í fóstrumenntuninni er lögð áhersla á að uppeldisstarfið á dagvistarheimilum örvi alhliða þroska barna þ.e. tilfinninga-, félags-, vitsmuna- og hreyfiþroska og búa börnin þannig sem best undir þá framtíð sem bíður þeirra. Hvernig er hægt að tryggja aö markmiðin séu haldin? Ekki er nóg að fóstran geri sér grein fyrir hlutverki sínu og að lögin séu jákvæð í garð barnanna á dagvistarheimilum. Skilningur þarf einnig að vera fyrir hendi, bæði hjá almenningi og rekstrar- aðilum. Tryggja þarf að nóg sé af menntuðu starfsfólki og vinnu- skilyrði séu þannig að hægt sé að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þessara staða. Skilningur atvinnurekenda á þáttöku foreldra þarf að vera fyrir AÐRIR vortónleikar Tónlistar- skóla Rangæinga verða i Ilellu- biói i kvöld og hefjast klukkan 20:30. Fyrstu tónieikarnir voru i Njálshúð i gærkvöidi og þeir þriðju verða að Hvoli, annað kvöld. Barnakór skólans heldur svo vortónleika sina að IIvoli 14. mai n.k. og að þeim loknum fer kórinn i söngferð til Hveragerð- hendi því ekki má gleyma því að dagvistarheimili eru rekin sem viðbót við uppeldishlutverk for- eldranna. Það þarf að gera for- eldrum kleift að hafa góð sam- skipti við dagvistarheimili barns- ins. Þessir tveir aðilar eiga að sjá um uppeldi og velferð barnsins og það er þjóðfélaginu mikilvægt að vel takist til. Til þess að foreldrar geti þetta þurfa þeir að hafa sveiganlegan vinnutíma án þess að tekjur þeirra skerðist. Nú er búið að leggja fyrir borgarstjórn tillögu um að á næstu 10 árum eigi að reisa 3 ný dagvistarheimili á ári hverju hjá Reykjavíkurborg. Ekki er nóg að vera með fagrar áætlanir í gangi ef ekki fæst faglært fólk til starfa. Þess vegna þarf að bæta kjör fóstra og huga betur að starfsað- stöðu þeirra er við viljum búa sem best að þeim einstaklingum sem erfa eiga landið okkar, því lengi býr að fyrstu gerð. Starfshópur inna Fóstrufélagsins. is, Reykjavikur, Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Nemendur í Tónlistarskóla Rangæinga voru í vetur 213 tals- ins og fastráðnir kennarar 4 auk skólastjóra, Sigríðar Sigurðar- dóttur, og stundakennarar 7. Formaður skólanefndar er Sigurð- ur Haraldsson Kirkjubæ. Kennt er á sjö stöðum i sýslunni. Vortónleikar Tónlist- arskóla Rangæinga Olína B. Rasmus- son - Kveðjuorð Enn einu sinni hefur skarð verið höggvið í gamla kvenskátahópinn. Okkar kæra, góða Lína Rasmus- son er farin heim, eins og við skátar segjum. Hún lést þann 18. apríl sl. tæplega 76 ára að aldri. Aldrei fundum við til þess að aldurinn væri farinn að þjaka hana, þó gekk hún ekki heil til skógar hin síðustu ár. En henni var ekki lagið að tala um sig og sín vandamál. Hún gekk ung í skátaregluna og hafði einlægan áhuga á skáta- starfinu. Hún vann störf sín á hljóðlátan og hlýlegan hátt, og ætíð var hún alúðleg og þægileg í viðmóti. Já, mörg sporin og hand- tökin hefur hún átt í skátastarf- inu í öll þessi ár. Hennar aldurshópur er nú óðum að hverfa, og er það lífsins gangur. Maðurinn rennur sitt skeið, og á sinn takmarkaða tíma hér á jörð. í vinahópi er þó alltaf söknuður þegar einn og einn hverfur á brott, þó svo maður viti að þessi brottför var óumflýjanleg. En minningin um góða félagskonu varpar ætíð ljóma á sorgarskuggann, og svo er nú, þegar við skátasystur kveðjum Línu og þökkum henni gott og ánægjulegt samstarf um margra ára bil. Við vottum fjölskyldu hennar innilega samúð okkar og biðjum henni allrar blessunar. Með skátakveðju frá skátasystr- unum í Félagi eldri kvenskáta. Kristín Friðsteins- dóttir - Minningarorð í dag, fimmtudaginn 30. maí, verður borin til hinstu hvílu frá Fossvogskirkju, Kristín Frið- steinsdóttir, Bergstaðastræti 12, en hún andaðist á Landakotsspít- ala aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Kristín var fædd í Reykja- vík 27. júlí 1896. Foreldrar voru hjónin Astríður Hannesdóttir og Friðsteinn Jónsson. Kristín bjó alla sína hjúskap- artíð, eða frá því er hún giftist Einari Gíslasyni málarameistara, 14. desember 1918, að Bergstaða- stræti 12. Einar andaðist 1978. Tengdamóður minni, Kristínu, kynntist ég fyrst árið 1939, er ég giftist dóttur hennar, Ástu, og höfðum við því þekkst í um 40 ár. Ekki hefði það verið Kristínu að skapi, að ég eða aðrir skrifuðu lof um hana látna, enda var hún ein í þeim stóra hópi ágætisfólks, sem vinna störf sín í kyrrþey og stærstu afrekin eru oft unnin þannig. Hannyrðir voru tómstundastörf Kristínar og bera listræn hand- brögð hennar þess fagurt vitni, þar sem munir frá henni, bæði stórir og smáir, prýða heimili ættingja og kunningja þeirra. Minnisstæð mun Kristín vera lærlingum þeim, er stunduðu mál- aranám hjá Einari, enda kynntust þeir vel þeim góða eiginleika hennar að láta gott af sér leiða og gera öðrum gott. Við andlát Kristínar þá rifjast margt upp og við þær endurminn- ingar verður efst í huga minningin um góða konu, sem öllum gerði gott og var best, er af einhverjum ástæðum einhver þurfti á hjálp hennar að halda. Börn Kristínar, Gísli og Ásta, kveðja góða móður og barnabörn- in sex og barnabarnabörnin 14 kveðja ömmu og langömmu, því nú er skarð fyrir skildi. Óskar Ólason Stjórn skáksambands Noregs undirritar „Korchnoi-ályktunina“ STJÓRN Skáksambands Nor- egs heíur sent Einari S. Ein- arssyni, forseta Skáksam- bands Norðurianda, sam- þykki sitt og undirskrift und- ir ályktunartillögu þá, sem Einar lagði fram á siðasta stjórnarfundi Skáksambands Norðurlanda um það, að að- stæður Karpovs og Korchnois geti ekki talizt jafnar meðan fjölskylda þess siðarnefnda fær ekki að fara frá Sovét- ríkjunum. Einar S. Einarsson sagði í samtali við Mbl., að þau til- mæli sem stjórn Skáksam- bands Norðurlanda hefði beint til stjórna aðildarsamband- anna hefðu verið í þá veru, að þær tækju afstöðu til ályktun- arinnar fyrir miðjan maímán- uð, en nú hefði sér borizt bréf frá stjórn Skáksambands ís- lands, þar sem hún tilkynnti, að hún vildi leggja málið fyrir aðalfund Skáksambands ís- lands, sem halda á 30. maí. Einar kvaðst ekkert hafa heyrt ennþá frá stjórnum danska, sænska, finnska eða færeyska skáksambandsins um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.