Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1981 31 Þingmenn þriggja lýðræðisflokka: „Innlend sérf ræðiþekking á sviði varnarmála nauðsynleg" — Ráðunautur í varnar- og öryggis- málum í utanrikisráðuneyti „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að stofna sérstakt embætti ráðunauts ríkisstjórnarinnar i örygg- is- og varnarmálum hjá utanríkisráðuneytinu og gera ráð fyrir kostnaði í því skyni á fjárlögum ársins 1982." Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar, sem þrír þingmenn úr lýðræðisflokkunum hafa lagt fram á Alþingi: Friðrik Sophusson (S), Jón Baldvin Hanni- balsson (A) og Jóhann Einvarðsson (F). Greinargerð með tillögunni fer hér á eftir. Einhugur um aðild „Allt frá því að ísland gerðist eitt af stofnríkjum Atlantshafs- bandalagsins, hefur ríkt einhugur um aðildina að bandalaginu hjá Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, en Alþýðu- bandalagið og forverar þess verið andvígir aðildinni. Á sínum tíma studdu fleiri þingmenn lýðræðis- flokkanna gerð varnarsamnings- ins við Bandaríkin en aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Á síð- ustu árum hafa allir flokkar nema Alþýðubandalagið lýst þeirri skoðun með einum eða öðrum hætti, að breytingar á varnarvið- búnaði hér á landi í þá átt að draga úr honum, séu ótímabærar. Umræður um varnar- og örygg- ismál íslands einkennast oft um of af tilfinningalegri afstöðu og lítilli þekkingu á þeim staðreyndum, sem móta og ráða stefnunni í þessum málum, og þeim ákvörðun- um, sem teknar eru í varnar- og öryggismálum. Árum saman hafa hinir hernaðarlegu þættir, sem móta það ytra umhverfi sem ísland býr við, verið á vitorði tiltólulega fárra. Stjórnvöld hafa lítt sinnt því að fræða þjóðina um staðreyndir þessara mála. Ein ástæða þess er vafalaust skortur á viðurkenndri innlendri sérfræði- þekkingu á þessum sviðum. Þessi skortur á innlendri sérfræðiþekk- ingu hefur líka leitt til ásakana þess efnis, að stjórnvöld séu í mati sínu á varnarhagsmunum íslands á hverjum tíma um of háð mati erlendra manna á íslenskum hags- munum. Það ætti því að vera augljóst áhuga- og hagsmunamál allra, að íslendingar ráði sjálfir yfir nægri þekkingu til þess að meta sjálfir þann herfræðilega veruleika sem landið er hluti af, og til þess að meta sjálfstætt þær upplýsingar og skoðanir, sem aðr- ir kunna að gefa um og hafa á herfræðilegri stöðu íslands og varnar- og öryggishagsmunum landsins. Slík herfræðiþekking innan stjórnkerfisins er í fyrsta lagi til þess fallin að treysta ákvarðanir stjórnvalda á þessum sviðum. í öðru lagi mundi hún eyða tortryggni og ásökunum í garð þeirra sem með þessi mál fara. A síðustu árum hafa Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur allir lýst vilja sínum í þessu efni." Fyrsta skrefið öf lun slikrar sérf ræði „Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins 1967 sagði þáverandi formaður flokksins, Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra, m.a.: „Annað mál er, hvernig vörnum Islands skuli háttað hverju sinni. Það verður stöðugt að meta eftir atvikum, og einmitt þess vegna var varnarsamningurinn við Bandaríkin bundinn því höfuðskil- yrði af hálfu Íslendinga, að við gætum sjálfir einhliða með til- teknum fresti sagt honum upp. Við höfum þetta því á valdi okkar og getum metið eftir eigin þekk- ingu á aðstæðum, hvað gera skuli. En spurning er: Höfum við þá þekkingu, sem á þarf að halda? Við erum svo fjarhuga hernaði, að enginn eiginlegur íslenskur hern- aðarsérfræðingur er til, svo að um sé vitað. Talað er um, að við eigum að láta íslenska sérfræðinga taka að sér rekstur varnarmannvirkj- anna. Þetta kann að láta vel í eyrum og verða menn þó þá að gera sér grein fyrir, hvort eigi sé um orðaleik að ræða, þannig að slíkir svokallaðir sérfræðingar séu í raun og veru hermenn. Úrlausn- arefnið er þá í raun og veru, hvort íslendingar eigi að taka upp eigin hermennsku eða ekki. Slíkt þarf ekki að vera nein fjarstæða, en ef menn vilja það, þá er nauðsynlegt að segja það berum orðum, svo að allir geti áttað sig á, um hvað sé að ræða. En áður en við tökum slík sérfræðingastörf að okkur, sýnist hitt sanni nær, að við öflum okkur sérfræði í herstjórnarmálum, svo að við þurfum ekki að sjá þau með annarra augum. Fyrsta skrefið hlýtur þess vegna að vera það að leggja drög að öflun þvílíkrar sérfræði." Mikið annriki var á Alþingi síðustu daga fyrir páskafrí þess. Hér er þróngt á þingi umhverfis forsetastól Sverris Hermannssonar. Hér sést á bak Svavars Gestssonar en Ólafur Þ. Þórðarson og Steingrimur Hermannsson hvislast á ábúðarmiklir. Þessi skoðun var ítrekuð í yfir- lýsingu Sjálfstæðisflokksins um utanríkis- og varnarmál 1974 og oft síðan af forustumönnum flokksins. Á fjörutíu ára afmæli íslensku utanríkisþjónustunnar lýsti nú- verandi utanríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi formað- ur Framsóknarflokksins, því yfir, að hann teldi æskilegt og hefði í huga að ráða herfræðilega mennt- aðan mann til starfa í utanríkis- ráðuneytinu. Þetta hefur ráðherr- ann síðar ítrekað. Benedikt Gröndal, fyrrv. for- maður Alþýðuflokksins og utan- ríkisráðherra, hefur hreyft þeirri hugmynd að stofna beri sérstaka rannsóknarstofnun er fjallaði að staðaldri um utanríkis- og örygg- ismál. Hlutverk hennar væri fyrst og fremst að leggja hlutlægt mat á tæknilegar upplýsingar og þróun mála og að vera stjórnvöldum til ráðuneytis við stefnumótandi ákv- arðanir." Hermálanefnd Atlantshafs- bandalagsins „I ritstjórnargrein Alþýðublaðs- ins hefur sú skoðun verið sett fram, að íslendingar eigi að krefj- ast fullgildrar þátttöku í störfum hermálanefndar NATO. Aðild að henni kallar á það, að á vegum utanríkisráðuneytisins starfi sér- fróðir aðilar um hernaðar- og öryggismál er geti lagt hlutlægt mat á tæknilegar upplýsingar út frá séríslenskum hagsmunum. Spurningin um það, hvort varn- arviðbúnaður fullnægi ströngustu krófum um öryggi ísienskra borg- ara, er t.d. stöðugt matsatriði. Þannig eru allir stuðningsflokk- ar Atlantshafsbandalagsins hér á landi á einu máli um það, að innlend sérfræðiþekking á sviði hermála sé nauðsynleg. Þrátt fyrir andstöðu Alþýðubandalags- ins við Atlantshafsbandalagið og varnarliðið verður því vart trúað að óreyndu með tilliti til þeís, hve sá flokkur leggur mikla áherslu í málflutningi sínum á íslenska hagsmuni í varnar- og öryggis- málum, að Alþýðubandalagið mundi vera andvígt því, að íslensk stjórnvöld ráði á hverjum tíma yfir sérfræðilegri þekkingu í varn- ar- og öryggismálum. Embætti af því tagi, sem þessi þingsályktunartillaga gerir ráð fyrir, yrði að hafa á að skipa starfsliði, sem bæði hefði her- fræðilega (strategiska) þekkingu og almenna hernaðarþekkingu. Miðað við núverandi skiptingu starfa milli ráðuneyta væri eðli- legast, að embætti þetta félli beint undir utanríkisráðherra, eins og varnarmáladeild gerir nú, en verkefni hennar eru fyrst og fremst fólgin í hvers konar stjórn- sýslulegum samskiptum við varn- arliðið og skipulagningu verklegra framkvæmda á þess vegum. Verk- efnaskipting milli hins nýja em- bættis og varnarmálaembættis væri að annast mat á herfræði- legri stöðu Íslands, varnarþörfum landsins og að gera tillögur um, hvernig öryggi Islands verði best tryggt. Embættið mundi annast ölí samskipti íslands við Atlants- hafsbandaiagið og varnarliðið á sviði hermála og öryggismála inn- an utanríkisráðuneytisins og í fullri samvinnu við önnur viðkom- andi stjórnvöld og vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis um hvað eina sem snertir þjóðaröryggi og varnarmál íslands. APEX-far- gjöld milli Islands og Luxemburg SVONEFND APEX-fargjöld ganga i gildi hjá Flugleiðum millí íslands og Luxemburg- ar frá og með 1. mai. ÁÖur hafa Flugleiðir boðið slik fargjöld til Kaupmannahafn- ar, Stokkhólms, Osló, Glas- gow og London og 15. mai byrjar félagið að bjóða þau til New York og Chicago. Skilmálar þessara fargjalda eru þeir helztir, að fargjaldið gildir aðeins fyrir ferð báðar leiðir og verða farbókun og greiðsla farseðils að gerast samtímis og ekki síðar en 14 dögum fyrir brottför, en lág- marksdvöl er 7 dagar og há- mark 3 mánuðir. Jafnréttishreyfingin á Akur- eyri kynnir starfsemi sína Eins og fram hefur komið af fréttum var félag um jafnrétt- ismál stofnað á Akureyri 8. febrúar sl. og hlaut það nafnið Jafnréttishreyfingin. Félagar urðu þegar á stofnfundi rúmlega áttatíu talsins og hefur síðan farið æ fjölgandi. Félagið er öllum opið en enn sem komið er eru konur í miklum meirihluta. Þær eru á óllum aldri og með hin margvís- legustu viðhorf til þjóðmála. Þar eru fulltrúar hinna ýmsu stétta og má m.a. finna hús- mæður, bæði úr bænum og sveitum nágrennisins, verka- konur, konur á verslunar-, mennta- og heilsugæslusviði. Enda þótt hljótt hafi verið um hreyfinguna eftir stofnfund er þar ekki verkefnaskorti um að kenna, þvert á móti er starfað af fullum krafti og unnið að skipu- lagningu og innri uppbyggingu hreyfingarinnar. Aðalstarfið fer fram í fá- mennum grunnhópum, sem hafa hver sitt viðfangsefni en ræða jafnframt mótun og starfsemi hreyfingarinnar og jafnréttis- mál almennt. Sem stendur eru átta grunnhópar starfandi en ekki eru allir félagar starfandi í grunnhópi. Hópstjórar grunnhópa mynda stjórn hreyfingarinnar og er formaður Karolína Stefánsdótt- ir. Höfuðmarkmið hreyfingar- innar er að skapa umræðu um jafnréttismál og leita ástæðna fyrir misrétti og hugsanlegra leiða til úrbóta. Stuðla að auknu sjálfstrausti kvenna með því að auka þekkingu þeirra á sjálfum sér, vandamálum sínum og þjóð- félaginu í heild. Hvetja konur til að vera virkari þátttakendur í umhverfismótun og hasla sér völl til jafns á við karla og þá hvort með sínum skilyrðum, þannig að karlar endurmeti einnig sitt hefðbundna hlutverk. Hreyfingin liefur fengið til afnota húsnæði að Ráðhústorgi 3 (2. hæð) og er þar opið á mánudagskvóldum frá kl. 20.30. Allt áhugafólk um jafnréttismál er velkomið þangað. Þar gefst fólki kostur á að kynnast starf- semi hreyfingarinnar og gerast félagar, þeir sem þess óska. Ragnheiður Benediktsdóttir annast inntöku nýrra félaga. Einn þáttur starfseminnar eru opnir fundir þar sem mein- ingin er m.a. að grunnhópar kynni viðfangsefni sín og er það liður í þeirri stefnu hreyfingar- innar að kynna starfsemi sína sem mest út á við. Einnig verða þar tekin fyrir ýmis málefni með framsöguerindum og um- ræðuhópum og laugardaginn 2. maí, kl. 15.00, verður slíkur opinn fundur haldinn í Alþýðu- húsinu, þar sem Helga Kress, bókmenntafræðingur, flytur framsöguerindi. Erindið nefnist „Kvenleg reynsla og kvenleg hefð í íslenskum bókmenntum" og verður í umræðuhópum á eftir erindinu m.a. rætt um hvort konur skrifi öðruvísi en karlar og þá hvers vegna. Helga er, sem kunnugt er, þekkt fyrir rannsóknir sínar og skrif um stöðu konunnar í ís- lenskum bókmenntum og má þar til nefna bókina „Draumur um veruleika" þar sem Helga valdi nokkrar smásógur ís- lenskra kvenna og ritaði inn- gang. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.