Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Séra Jan Habets: „Gerast ennþá kraftaverk?“ Það er oft sagt frá kraftaverk- um í Biblíunni, en eitthvað virðist fara lítið fyrir þeim nú til dags, eða hvað? (Mbl. 21. og 28. mars). Má ég einnig reyna að svara þessari áhugaverðu og mjög mik- ilvægu spurningu? Þótt ljóst virð- ist, hvaða merkingu spyrjandinn leggur í orðið „kraftaverk" er hægt að varpa ljósi á málið, með því að útskýra mismunandi merk- • ingar sem hægt er að leggja í þetta orð, „kraftaverk". Við höfum í fyrsta lagi tvenns konar atburði, sem tilheyra hinum venjulegu náttúruöflum: Það er bæði allt það sem við getum dáðst að í náttúrunni: blómin og plönt- urnar, líkami okkar, fjölbreyti- leiki dýrategundanna, himinhvolf- ið, geimurinn o.s.frv. En yfirleitt undrumst viö þessa hluti ekki, því við sjáum þá daglega. Svo höfum við atburði, sem hægt er að skýra með hinum venjulegu öflum í náttúrunni, en þau öfl, sem þarna eru að verki, eru ekki öllum kunn. Læknavísindin þekkja eðlileg áhrif sefjunar, dáleiðslu, dularsál- fræði, jafnvel trúarlækningar o.s.frv. I bæklingi, sem nefnist „Miracles, Signs of God’s Favor", segir svo um sefjun: „Slík tilfelli eru öll alveg eðlileg og má ekki rugla saman við skyndilega lækn- ingu vefrænna sjúkdóma eins og við þekkjum frá kraftaverkum Krists." Þriðji flokkur „kraftaverkanna" eru svo atburðir, þar sem til þarf sérstök áhrif Guðs fram yfir hin venjulegu náttúruöfl. C.S. Lewis skýrgreinir þetta fyrir lesendur bókar sinnar, „Kraftaverk", sem „áhrif yfirnáttúrulegra afla í nátt- úrunni". í bókinni The Evangel- ischer Erwachsenen Katechismus segir á bls. 366: „Kraftaverk er óvæntur, óútreiknanlegur atburð- ur, þar sem maðurinn sér starf Guðs.“ Karl Rahner gefur langa og glögga skýrgreiningu. Inntak hennar er, að kraftaverk verði ekki skýrt út frá þeim lögmálum náttúrunnar, sem við þekkjum af eigin reynslu. Þess vegna vísar kraftaverk til Guðs. Ef við göng- um aðeins framhjá hinni trúar- legu hlið málsins, án þess að útiloka hana, þá er einnig skýr- greining Pascals skýr: „Krafta- verk er niðurstaða, sem fer fram- úr náttúrukröftum þeirra meðala sem notuð hafa verið." Orðið „kraftaverk" er í Biblí- unni ekki einskorðað við þennan þriðja flokk, en enginn kristinn maður mun neita því, að einnig þessi þriðji flokkur og þessi þriðja merking kemur fyrir í Biblíunni og sérstaklega í Nýja Testament- inu, í frásögnum um líf Jesú. Ég held, að sá, sem spurði: „Gerast ennþá kraftaverk eins og í Biblíunni?“, hafi haft í huga þennan þriðja flokk, þessa þriðju merkingu. Ég ætla nú að ein- skorða mig við einn eða tvo staði, en það vill svo til, að ég á í fórum mínum nokkrar upplýsingar um þá: Lourdes og Fatima. Þeir eru líka betur kunnir okkur Evrópu- búum. Lourdes er í þessu efni áhugaverðari og mikilvægari stað- ur, því að hér höfum við allar þær aðstæður, sem nauðsynlegar eru fyrir gagnrýna, vísindalega rann- sókn, eins og við er að búast í háþróuðu menningarríki. Lourdes er í Suður-Frakklandi. í Lourdes hefur margt fólk hlotið lækningu, sem talin er kraftaverk. Til að rannsaka þessi tilfelli starfar almenn nefnd fyrir Lour- des. Ferdinand Krenzer segir: Um hundrað læknar frá öllum hlutum heims eru í þessari nefnd, þar á meðal eru læknar, sem ekki eru kristnir. Sérhver þessara lækna á rétt á að rannsaka tilfellin frá Lourdes. Síðan höfum við sérstaka rann- sóknarnefnd. P.M. Théas, biskup í Lourdes, skrifar þetta árið 1969: „Nú eru 32 læknar frá 11 löndum, sem mynda Alþjóðanefndina. Þeir koma saman á hverju ári í París og fjalla um þau tilfelli sem lækningaskrifstofa Lourdes legg- ur fyrir þá.“ Þessi nefnd verður að rannsaka sjúkrasöguna. Komist þeir að þeirri niðurstöðu, að: 1. um raunverulegan sjúkdóm var að ræða, 2. nú er orðin raunveruleg lækning, 3. læknavísindin hafa enga skýringu á því, þá er málið sent til biskupsins, þar sem sjúkl- ingurinn fyrrverandi býr. Þá get- ur opinber nefnd kirkjunnar tekið málið fyrir og hugsanlega komist að þeirri niðurstöðu, að um kraftaverkalækningu hafi verið að ræða. En slík yfirlýsing felur ekki í sér neinar skyldur fyrir kaþólska menn. Þeir þurfa ekki að trúa á yfirskilvitleg fyrirbæri á helgum stöðum. Það er eðlilegt, að kirkjan hafi sína nefnd til að fjalla um þetta, því að kraftaverk hafa alltaf trúarlegt samhengi eða merkingu. Sé nú spurt, hve margt fólk hafi hlotið lækningu í Lourdes, þá er mjög mikilvægt, að við gerum mun á „kraftaverki" og „lækn- ingu“, eins og Alphonse Olivieri læknir segir. Ég gæti ef til vill skýrt þessa spurningu nokkuð með annarri spurningu: Hve margir dýrlingar eru á himnum? Eru það aðeins þeir, sem teknir hafa verið í helgra manna tölu? Nei, því fer fjarri. Til dæmis voru, fram til ársins 1965, skráðar um 2000 lækningar af Boissarie lækni, for- seta lækningaskrifstofunnar í Lourdes. En kirkjan viðurkenndi aðeins 62 sem kraftaverk. Það er ljóst, að kirkjan er og verður að vera mjög varkár í þessum efnum. Frá 1947, þegar Leuret læknir og Théas biskup endurskipulögðu lækningaskrifstofuna, og fram til 1970, var fjallað um 909 sjúkra- sögur og lækningar, en aðeins 22 voru lýstar kraftaverk opinber- lega. Við getum nú spurt: Getum við nú af vísindalegum ástæðum sett þessi tilfelli í þennan þriðja flokk „kraftaverka?" Það er trygging fyrir okkur, hve alþjoðlega lækna- nefndin og hin opinbera nefnd kirkjunnar taka málið alvarlegum tökum. Við getum til dæmis lesið bók eftir lækninn Olivieri, for- mann lækningaskrifstofunnar í Lourdes, sem heitir „Y a-t-il encore des miracles á Lourdes? 18 Dossiers de Guerisons 1950— 1969“. (Verða ennþá kraftaverka- lækningar í Lourdes?), eða 36 síðna bækling um eitt sérstakt tilfelli, lækningu Vittorio Michelli. Sá bæklingur er strangvísinda- legur með 7 síðum af mjög greini- legum röntgenmyndum, skrifaður af prófessor Michel Marie Salmon. Eða við getum lesið bækling eftir Henry Monnier lækni: „Etude Médicale de quelques Guerisons survenues á Lourdes (These de Doctorat)". Þar er líka til listi yfir allar þær lækningar fram til 1%5, sem kaþólska kirkjan hefur viður- kennt sem „kraftaverk". Ég held ég megi segja, að við höfum svarað spurningunni í Morgunblaðinu þann 21. mars. En þurfum við ekki að svara ein- hverju fleiru? Af hverju kom þessi spurning fram? „Gerast ennþá kraftaverk eins og við lesum um í Biblíunni?" Spyrjandinn gæti hugsað með sér: „Það er undar- legt“, eða að minnsta kosti: „hversvegna heyrum við ekkert um kraftaverk núorðið?" Við get- Við hellismunnann I Lourdes. um svarað þessu strax: Krafta- verkin í Biblíunni eru nóg. En væri þá nokkuð skrítið, þótt spyrj- andinn okkar segði: Ef til vill, en það er bara svo langt síðan, 2000 ár. Þarf okkar kynslóð þá engin kraftaverk? Heilagur Ágústínus, einn af mestu guðfræðingum heimsins, sagði: „Án krafta- verkanna hefði ég ekki trúað". Og Páll postuli trúði líka fyrst er hann fékk vitrunina á leið til Damaskus. Og segir ekki Páll: „Án kraftaverks upprisunnar yrði öll trú okkar að engu“. Einnig hefur Pétur postuli talað um kraftaverk upprisunnar. En það er Jesús sjálfur, sem segir (Jóh. 10.38.): „Ef ég gjöri verk föður míns, þá trúið verkunum, þótt þér ekki trúið mér.“ I þessari umræðu getum við einnig minnst orða blinda manns- ins sem Jesús læknaði (Jóh. 9.32.): „Frá alda öðli hefur það ekki heyrst, að nokkur hafi opnað augu þess, sem var fæddur blindur. Væri þessi maður ekki frá Guði, þá gæti hann ekkert gjört." Ef ég man rétt, þá las ég í einni af bókunum „Cahiers du Cercle Ernest-Renan“ í París þessa setn- ingu: „Kraftaverk, nei; ef nú á þessari öld, nú í.dag, mundi gerast kraftaverk á götum Parísar, þá myndum við fara að hugsa af alvöru um kraftaverk." Þetta minnir mest á orð Gyðinganna forðum (Mt. 27.41.):„Ef þú ert sonur Guðs, þá stíg niður af krossinum; (42) Stígi hann nú niður af krossinum og vér skulum trúa á hann.“ Svo okkur finnst það ekki til- tökumál, að Guð í sinni miklu náð og miskunnsemi heldur áfram, eins og á-tíma Biblíunnar, að gefa okkur áhrifamikla og ljósa hjálp með kraftaverkum, til þess að við vitum tvö mikilvæg atriði: 1. Að hann, Guð, heldur áfram að stjórna sögu mannkynsins og sér- hvers manns. 2. Að benda okkur á það í frumskógi hinna mörgu skoðana, jafnvel í kristnu samfé- lagi, hvar við getum fundið hinn örugga veg til hjálpræðisins, gegnum kenningar Jesú, sonar hans. Getum við fundið þessi tengsl milli Lourdes, Fatima og þess boðskapar Guðs, að við skul- um trúa? Já, og jafnvel mjög ljóslega. Þið getið lesið sögu Lourdes í ágætri bók eftir R. Laurentin. Með þessari grein vil ég aðeins sýna fram á sambandið milli Lourdes, Fatima og velþóknunar Guðs á kaþólsku kirkjunni, því að án Guðs vilja eru kraftaverk ekki möguleg. Hvernig var það fyrir Lourdes? Þann 8. des. 1854 birti Píus páfi IX þá yfirlýsingu í páfabréfi sínu, „Ineffabilis", að kenningin um hinn óflekkaða getnað Maríu Meyjar, þ.e. fædd án erfðarsyndar, yrði ein af trúarsetningum kaþ- ólsku kirkjunnar. Þann 11. febr. 1858 vitraðist hin heilaga mey í Lourdes (Frakkland) ungri stúlku, sem var af einni fátækustu fjöl- skyldunni í Lourdes. Alls urðu vitranirnar átján. Hvers vegna valdi María mey fátækustu óg fáfróðustu stúlkuna í Lourdes? Minntist hún kannski orða sinna, þegar hún sagði sjálf: „Hann hefur litið á lítilmótleik ambáttar sinnar", (Lúk. 1.47.) Þegar þann 18. febr. bað Bernadette vitrunina (Aquero = það), að skipun frú Milhet, að skrifa nafn sitt. En vitrunin brosti og sagði, að það væri ekki nauðsynlegt. Það er ekki fyrr en þann 25. mars á boðunar- degi Maríu, að „Aquero" svaraði hinni síendurteknu spurningu Bernadette: „Viltu vera svo góð, ungfrú, að segja mér, hvað þú heitir?" Hún svaraði: „Que say era Immaculada councepcion" (Eg er hinn óflekkaði getnaður). Berna- dette, sem var hrædd um að gleyma orðum þessum, sem hún ekki skildi, endurtekur þau í sífellu, þar til hún kemur að húsi Peyramale sóknarprests. Hann hylur æsingu sina og segir: „Þú ert að blekkja mig. Veistu hvað þú ert að segja?" „Nei, en ég hef endur- tekið orðin hvað eftir annað, þar til ég kom hingað." Svo við heyrum hina heilögu mey staðfesta sjálfa trúarsetn- ingu páfa frá árinu 1854. Alexis Carrel og Lourdes „Allar leiðir liggja til Rómar", segir máltækið. Ein þeirra leiða er kraftaverkið í beinum skilningi. Komumst við hjá að skilja það? Já, á sama hátt og Gyðingarnir, sem voru vitni að kraftaverkum Jesú Krists, en sögðu samt á eftir, að Jesús hafði vakið Lazarus upp frá dauðum. „Hvað eigum vér til bragðs að taka, þar sem þessi maður gjörir svo mörg tákn? En æðstu prestarnir afréðu að deyða Lazarus líka, því að hans vegna fóru margir Gyðingar og trúðu á Jesúm.“ (Jóh. 11.27.) Það er viss framkoma, sem hindrar leiðina til Rómar og sérstök hneigð sem gerir tilraun til að deyða Lazarus. Vottur þess er að reyna að eyðileggja staði þar sem kraftaverk gjörast, t.d. Lour- des og Fatima. Hvernig er það reynt? Á þann hátt, sem Alexis Carrel (fékk Nóbelsverðlaun fyrir vísinda- afrek) segir okkur. Hann fór til Lourdes og kynntist því, sem þar gerist og hreifst af því, varð sannfærður. Hann segir í yfirlýsingu um hugarfarsbreytingu sína vegna þess, að hann reyndi hvernig kraftaverk beinlínis gjörast og snerist þess vegna til kaþólskrar trúar. (Förin til Lourdes.) „Það er ekki nema einfalt réttlætismál að sjá til þess, að allir þeir, sem læknavísindi stunda, fái að vita, að undralækningar eigi sér stað í Lourdes. Starfsbræður mínir láta ekki af þrákelknislegri þögn sinni og algeru afskiptaleysi. Það er bráðnauðsynlegt, að læknanefnd komi til Lourdes og gangi úr skugga um hið sanna í málinu...“ „Margir læknar voru svo hræddir við að bíða álitshnekki, að jafnvel þótt þeir hefðu farið til Lourdes og séð atburðina þar með eigin aug- um, þorðu þeir ekki að segja frá því.“ I skránni yfir gesti í Lourdes hafði Lerrac (= Carrel) séð nöfn allmargra starfsbræðra sinna, þar á meðal ýmissa, sem voru per- sónulegir vinir hans og höfðu, þegar hann minntist á Lourdes við þá, ekkert þótzt vita um þann stað og aldrei hafa komið þangað. Þeir höfðu verið hræddir um að vera álitnir ofstækistrúarmenn eða fífl, ef þeir hefðu sýnt nokkur merki um áhuga. Já, við getum reynt að tortíma beinum líffræðilegum kraftaverk- um með þögninni. En ekki Alexis Carrel. Enginn vissi betur en hann muninn á því, sem telst til réttar náttúrulegrar orku og því, sem ekki telst til hennar. Hann vissi um Lourdes, hafði lesið bækurnar, sem forseti læknaráðsins skrifaði. En hann var eins og „umburðar- lyndur efahyggjumaður" sann- færður um að misbrestur væri á vísindalegri rannsókn á viðburð- unum. Þess vegna fór hann sjálfur til Lourdes, til þess að leita eftir rökstuðningi fyrir áliti sínu. Til þess þáði hann að vera trúnaðar- læknir í lest, sem flutti sjúka til Lourdes. Einn af þeim sjúku, Marie Ferrand, var svo veik (berklabólga í lífhimnunni á hæsta stigi), að hætt var við að hún andaðist á leiðinni í lestinni. I Lourdes úrskurðuðu tveir læknar með Carrel, að hún væri of veik til að ganga til baðanna. Hún hlyti að deyja á leiðinni. Dr. J. hvíslaði, „Hún er alveg á grafar- bakkanum. Það eru mestar líkur til að hún deyi niðri við hellinn. Hún deyr áreiðanlega." En hjúkr- unarsystir sannfærði lækninn með þeim orðum, að „hún er fastráðin í að láta baða sig. Til þess kom hún alla þessa löngu leið. Stúlkan á engu að tapa. Það skiptir litlu máli, hvort hún deyr í dag eða á morgun." Carrel sagði þá: „Ef þessi stúlka læknast, er ég fús til að trúa hverju sem er .. “ „Ef slíkur sjúkl- ingur læknaðist væri það tvímælalaust kraftaverk. Þá mundi ég aldrei framar efast, þá mundi ég gerast munkur." „Nú var Carrel farinn að biðja Maríu mey að gefa Maríu Ferrand lífið aftur og sjálfum sér trúna". Um hálf- þrjú kom M. Ferrand að böðunum. „Við gátum ekki gert annað en hella dálitlu vatni yfir kviðinn á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.