Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 30. APRÍL 1981 19 golfvöllinn í Grafarholti stór- kostlega, en oddvitarnir þrír hafa nú dregið nokkur í land með það. Samt tel ég veruleg líkindi til þess að framtíð golfvallarins sé stefnt í verulega óvissu með þessum hug- myndum. Meirihluti borgarráðs hafði tilkynnt að tillöguuppdrátt- um yrðu breytt á þann veg fyrir borgarstjórnarfundinn, að ekki yrði að golfvellinum þrengt. Það hefur hins vegar komið á daginn að á kortum þeim sem liggja til grundvallar á fundinum, er áfram gert ráð fyrir skerðingu golfvall- arins. Þá verður þrengt stórkost- lega að hagsmunum hestamanna, sem hafa komið sér upp ákaflega myndarlegri aðstöðu og blómlegri starfsemi og er ljóst að athafna- svæði þeirra verður aldrei það sem það átti að vera, ef hugmyndir vinstri flokkanna ná fram að ganga. Framtíð Elliðaánna sem veiðiáa er og sett í verulega óvissu, enda skortir mjög á að rannsóknir liggi fyrir, sem taki af tvímæli um áhrif vaxandi dælingar á vatna- veitusvæðunum í Heiðmörk á rennsli og vatnsmagn Elliðaánna, í kjölfar þess að Bullaugun verði lögð af sem neysluvatnsból. Sú ráðstöfun er sem kunnugt er ein af forsendum Rauðavatnsbyggðar- innar. Vinstri meirihlutinn stefnir ennfremur að því að uppræta mörg þúsund, eða tugi þúsunda trjáplantna, sem gróðursettar voru á Ártúnsholti og á Rauða- vatnssvæðinu — reyndar m.a. á þessu kjörtímabili. Ofan á þetta allt saman á að þrengja byggð ofan í Elliðaárdal- inn, en slíkt hefur aldrei staðið til og striðir það gegn fyrri friðunar- áformum um dalinn. Allt þetta sýnir mikið tómlæti og skilnings- leysi á mikilvægi umhverfis og útivistar í höfuðborg landsins. Uppgjafar- og aftur- haldsforsendur Þá er rétt að minna á að ein af forsendum nýja skipulagsins og ein forsenda þess að gamla skipu- laginu var hafnað, er mannfjölda- spá sem meirihlutinn byggir á. Samkvæmt henni gefur meirihlut- inn sér þá forsendu að nánast engin fjölgun verði í Reykjavík á næstu árum og áratugum. Þeir gera ráð fyrir að öll náttúruleg fjölgun dreifist í nágrannabyggð- irnar, til útlanda eða út á land. Þetta eru auðvitað algerar upp- gjafar- og afturhaldsforsendur, sem settar eru fram að hluta til eftir á, til að skýra stórkostlegt aðgerðarleysi vinstri flokkanna í skipulagsmálum. Reykjavíkurborg er fyrst og fremst nauðsynlegt, að efla stór- kostlega atvinnulíf innan borg- armarkanna og skapa skilyrði fyrir því, að ungt fólk með góða tekjuöflunarmöguleika geti skotið rótum í e*la mun Reykjavík dragast aftur úr öðrum sveitarfélögum og drabbast niður. Það er vissulega hryggilegt að segja það, en að því virðist meðvit- að stefnt af meirihluta borgar- Stjóriiar Reykjavíkur.“ Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur létu teyma sig á asnaeyrunum Var ágreiningur um aðalskipu- lagið sem samþykkt var 1977? „Allur aðdragandinn að þessum áformum vinstri meirihlutans er afar sérstæður, svo ekki sé sterkar til orða tekið. Það er ekki eins og að samþykktin frá 1977, að byggja meðfram ströndinni og heilbrigð skynsemi sýnir að sé vænsti kost- urinn, hafi einungis verið hugðar- efni okkar sjálfstæðismanna. Að þessu verkefni var unnið lengi og vandlega og fengu allir borgar- stjórnarflokkarnir mjög góða að- stöðu til að fylgjast með allri undirbúningsvinnu, ólíkt því sem nú er. Svo fór að lokum að Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur stóðu að þessu skipulagi með Sjálfstæðisflokknum, en Alþýðu- bandalagið var eitt á móti. Það fékk síðan öll völd í skipulagsmál- um borgarinnar, eftir að meiri- hlutinn tók við. Alþýðubandalagið hefur kúskað Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn til þess að fá þá til að falla frá fyrri hugmynd- um sínum í þessum málum. Al- þýðubandalagið hafði áður sýnt að það var með algerlega óraunhæfar og óframkvæmanlegar hugmyndir í skipulagsmálum borgarinnar og því þurfti þeirra afstaða ekki að koma á óvart. Hlutur Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins er hins vegar stórkostlega ámælis- verður og þeir hljóta að taka á sig verulegan þunga af þeirri ábyrgð að koma framtíðarþróun Reykja- víkur í slíkt óefni, eins og hér er að stefnt. Ég vil fullyrða að fulltrúar þessara flokka í borgar- stjórn, gera sér fulla grein fyrir því að þessar skipulagshugmyndir sem nú á að keyra i gegn, eru gjörsamlega óraunhæfar og óframbærilegar. Þeir standa nú hins vegar frammi fyrir hinum kalda raunveruleika og sjá, að þeir hafa látið teyma sig á asnaeyrun- um í þrjú ár í skipulagsmálum borgarinnar. Þeir eru komnir svo langt út í fenið að þeir telja að ekki verði aftur snúið. Þeir telja sig því verða að veifa heldur röngu tré en öngu, því þeim er ljóst að ef þeir sneru baki við þessum hug- myndum nú, þá rynni upp fyrir hverjum manni að til einskis hefði verið unnið af þeirra hálfu í þrjú ár. Innan flokka þeirra er bullandi reiði og ágreiningur yfir þessum óförum borgarfulltrúanna, þvi þar gera æ fleiri sér grein fyrir þeim staðreyndum sem ég var að rekja. Þeir munu þó standa með þessari vitleysu til enda, til þess að reyna að breiða yfir þá staðreynd að vinstri stjórn hefur tafið þróun borgarinnar um þrjú ár og stefnt uppbyggingu atvinnulífs og mannlífs í voða, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir Reykja- vík og Reykvíkinga." Lítilsvirðing meiri- hlutans á borgar búum í hámarki í hverju eru kostir aðalskipul- agsins frá 1977 fólgnir? „Kostir aðalskipulagsins frá 1977 eru augljósir. Samanburður á landkostum er því skipulagi í hag og augljósir hverjum manni. í þeim hugmyndum var gert ráð fyrir miklum þætti til uppbyggingar atvinnulífs, sem ekki er gert í núverandi hugmyndum nema að mjög takmörkuðu leyti. Aðal- skipulagið frá 1977 var byggt á ítarlegum útreikningum 0" um' ferðarspá og allt gatnakerfi hann- að samkvæmt því. Við gerð núver- andi skipulags er gjörsamlega rennt blint í sjóinn hvað þessi atriði varðar. Það má rifja það upp að við andirbúning skipulagsins frá 1977 var haldin skipulagssýning í sal KjarvaiSStaða. þar sem mönnum var gefið tækifæri tii ao kyr.na?t hugmyndum þessum og slík sýn- ing fór einnig fram í Fellahelli í Breiðholti. Við sjálfstæðismenn í borgarráði fluttum um það tillögu að nú yrði staðið að kynningu á núverandi hugmyndum, með sam- bærilegum hætti og þá var. Meiri- hlutinn brást þannig við tillög- unni að ákveðið var að setja skyldi upp sýningu á nokkrum pöllum, í gangi í einu horni Kjarvalsstaða, viku áður en afgreiða átti málið endanlega í borgarstjórn. Oft hafa þessir menn lítilsvirt borgarbúa í samskiptum sínum við þá á þessu kjörtímabili, en ég held að þetta sé hámarkið!" — ój Háskóla- fyrirlestur um starf skynfruma DR. WILLIAM Wales frá Stir- ling-háskúla í Skotlandi heldur fyrirlestur í boði Háskóla íslands fimmtudaginn 30. apríl 1981 kl. 16.30. í húsnæði Háskólans að Grensásvegi 12. I frétt frá Háskóla íslands segir, að dr. Wales muni flytja yfirlit yfir starfsemi skynfruma, sem nema tog og lengd vöðva og gera samanburð á gerð þeirra og hlutverki í ýmsum tegundum dýra. Lækkun í stað hækkun Á baksíðu Mbl. í gær, í frétt um að viðræðum við BNOC hafi verið frestað, slæddist inn prentvilla í fyrirsögn. Segir í fyrirsögninni, að viðræðunum við BNOC hafi verið frestað vegna olíuverðshækkana, en átti að vera olíuverðslækkana, eins og kemur fram þegar fréttin sjálf er lesin. Mbl. biðst velvirðingar á þess- um mistökum. ' Quadro klædir Quadro dúkur fæst í fjölbreyttu litaúrvali. Hægt er aö fá sama munstur á veggi og gólf, en í mismunandi þykktum. Quadro dúkur hentar hvort sem er í baðherbergi, eldhús eöa önnur herbergi í íbúöinni. Fæst í byggingavöruversiunum um land allt. Þú vilt þaö besta og velur því Quadro Verzlunin Dropinn, Hafnargötu 80, Keflavík. FE RÐAVINNINGAR 300 utanferðir á tíu þúsund hver FJQLGUN OG STORHÆKKUN VINNINGA Auk þess 11 vinningar til íbúða- og húseignakaupa á 150.000.-, 250.000.- og 700.000.- krónur. Fullfrágenginn sumarbústað- ur, 100 bílar og fjöldi húsbún- aðarvinninga. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki dae SÐS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.