Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐrÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Aðalfundur Heimdallar 10. maí: Árni Sigfússon og Björn Hermannsson í framboði til formanns STJÓRN Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna i Reykja- vík, hcfur ákveðið að aðalfundur samtakanna verði haldinn suniiu daginn 10. mai næstkomandi. Fundurinn verður haldinn i Val- höll við Háaleitisbraut, og hefst hann klukkan 13.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo sem afgreiðsla skýrslu og reikn- iniíii fráfarandi stjórnar, og formanns- og stjórnarkjör. Pétur Rafnsson formaður Heimdallar, hefur þegar tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs, en hann hefur verið formaður frá því vorið 1979. Þegar er kunnugt um tvö framboð til Stúdentaráð HÍ: Fordæmir meðferð Sovétstjórnar á Korchnoi- fjölskyldunni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stúdentaráði Há- skóla íslands. „Á stúdentaráðsfundi 28. apríi sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: SHI fordæmir harðlega meðferð Sovétstjórnarinnar á skákmeistar- anum Viktor Kortsnoj og fjölskyldu hans. Einn helgasti réttur mannsins er að fá að lifa með fjölskyldu sinni og það ætti að vera auðsætt mannúð- armál að leyfa sundruðum fjðl- skyldum að sameinast. Meðferðin a Kortsnoj er eitt skírasta og átakan- legasta dæmið um mannréttinda- skerðingu í Sovétríkjunum. SHÍ lýsir enn fremur ánægju með störf íslensku stuðningsnefndarinn- ar við málstað Kortsnojs og tekur undir það áskorunarskjal sem nefndin sendi sendiráði Sovétríkj- anna en harmar jafnframt undir- tektir sendiráðsins við málaleitan þessari og hvetur Skáksamband Islands og íslensku ríkisstjórnina til að ganga fram fyrir skjöldu við lausn þessa máls." » ? ? Trésmiðjan Akur: Hefur byggt 9 fjölbýlishús á 12 árum Akrancsi 29. april. TRÉSMIÐJAN Akur hf., Akra- nesi afhentí 15. april sl. níunda fjölbýlishúsið sem fyrirtækið hef- ur byggt á síðustu 12 árum. er húsið með 24. íhiíðum tvcggja og þriggja herbergja íhúðum. Þessi 9 fjölbýlishús eru með samtals 156 íbúðum. íbúðirnar eru afhentar fullbúnar með innrétt- ingum og gólfteppum, húsið málað að utan og lóð frágengin og girt. Verð á 2ja herbergja íbúðum var endanlegt kr. 261.600.- og 3ja herbergja kr. 364.700.- — kr. 394.700.-. Fyrirtaekið hefur hafið byggingu á tíunda fjölbýlishúsinu og er það með 12 íbúðum og á að afhendast í mars—apríl 1982. Framkvæmdastjórar Akurs hf. eru Stefán Teitsson og Gísli Sig- urðsson. Július. formanns: Árni Sigfússon blaða- maður sagði í samtali við Morgun- blaöið að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér fyrir röskum mánuði síðan, og í gær sagði Björn Hermannsson flugvirki í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann hefði fyrr um daginn ákveðið að gefa kost á sér í formannskjör- inu. Báðir hafa þeir Árni og Björn starfað innan Heimdallar um ára- bil, Á stjórnarfundi í Heimdalli á þriðjudaginn var ákveðið að ganga eftir þvj, að aðeins skráðir félagar sitji aðalfundinn. Félagaskrá, sem jafnframt er kjörskrá aðaifundar- ins, liggur frammi á skrifstofu félagsins í Valhöll, og geta félagar því kannað hvort þeir eru ekki örugglega á skrá. Inntökubeiðnum í félagið verður jafnframt veitt móttaka næstu daga. Fáséð prentverk á bókauppboði Klaust- urhóla á laugardag Björn Hermannsson flugvirki. Árni Sigfússon blaðamaður. KLAUSTURHÓLAR, listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar, efna til 81. uppboðs á vcgum fyrirtækisins n.k. laugardag kl. 14.00 að Laugavegi 81 í Reykja- vik. Að þessu sinni verða seldar bækur og rit, einnig timarit. í uppboðsskrá er ritunum skipt eftir efnisflokkum: ýmis rit, búnaður og ræktun, rit erlendra höfunda, ljóð, minningarrit, þjóð- sögur, ferða- og landfræðirit, heil- brigðismál, æviminningar, trú- málarit, rit íslenzkra höfunda, fornritaútgáfur, saga lands og lýðs, blöð og tímarit. Það vekur einkum athygli á þessu uppboði, að margt er þar ritað um náttúrufræði, sögu, at- vinnuhætti og mörg mjög fáséð smárit, sem sárasjaldan eru á markaði. Einnig verða þar seld öll hin eldri og fágætari rit Sögufé- lags, svo sem Búalög, Galdur og galdramál á íslandi, Ævisaga Jóns Steingrímssonar, Ævisaga Gísla Konráðssonar, Biskupasög- ur Jóns Halldórssonar I—11 o.fl. Þá eru boðin upp afar mörg fáséð smárit eftir þekkta íslenzka höfunda, má þar nefna Steingrím J. Þorsteinsson, Jóhannes Kjarval, Sigurð Nordal, Finn Jónsson, Jón Borgfirðing, Guðmund Björnsson og marga fleiri. Bækurnar og ritin verða til sýnis að Klausturhólum, Lauga- vegi 71, föstudaginn 1. maí kl. 9-17. (Úr fréttatilkynningu.) Við kynnum þér Kenwood SÍOTiaDrive, turbo hlaðið Hi-Fi. Það sem er turbo fyrir bíla, er Sigma Drive fynr Hi-Fi hljómburð. Þetta er ný einstök Kenwood aðferð við að láta magnarann annast eftirlit með, og stjórna tónblæ hátalaranna. Aðferðin er í því fólgin, að á sama andartaki og magnarinn sendir frá sér rafboð til hátalaranna, nemur Sigma Drive hvernig þau birtast í þeim, gerir samanburð og knýr fram leiðréttingu til samræmis við upprunalega gerð þeirra. Þess vegna tengjast 4 leiðarar í hvern hátalara. xi\.^—« „ *. ,__ wKENWOOD KENWOOD SIGMA DRIVE J*l »^^°™ er algjör stökkbreyting í gerö hljómtækja ^S LDF~il\/E NEWHISPEED FREQUENCV CHARACTERBTIC AT SÍEAKER INPUT | 0 r----- Stgm* Dfive - SPEAKER SIGNALINPUT SENSOR CORD FfiCOUENCYIHI) Distortion characteristic between 21 andnormat drive. Simpfified block diagram of ^. Drive. FALKINN SUDURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 KA1000: Sigma Drive system ¦¦hispeed"-100 watts per channel-distortion—0.005%—Non magnetic construction—DC coupied—dual poner supply—Zero switching

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.