Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 HÖGNI HREKKVÍSI *•*' o I«1 MrNaughl Synd . Inc , HANN HNDI LÍIKFAN6AMÚSINNI SINNl HfR.uM DAíNNN •" ást er... qtð ... „lengi hver stund er að líða“ án hans. TM Rea. U.S. Pat. Ott.-all rights rasarvad ® 1980 Los Angeles Tlmes Syndicate Mík heíur ætíð dreymt um að Keta lifað af þvf að skrifa! COSPER Öll él birtir um síðir, vinur! Já, það eru viða not fyrir kústinn JOÐBÉ skrifar: „Velvakandi! Ekki eru nú skiptin góð á hinum ömurlegu teiknimyndum, sem sjónvarpið er að sýna núna, og Tomma og Jenna, svo dæmi sé tekið. Þótt ekki hafi verið búist við miklu af hinum tiltölulega nýskip- aða nskemmtistjóra“ sjónvarpsins, þá hélt maður þó, að hann hefði séð og sæi hvaða myndir hafa verið sýndar hér á landi um árabil í kvikmyndahúsum og ef hann hefur ekki reynsluna, hvað þýðir að sýna fólki, þá hver? Hvað, sem mátti nú segja um fyrirrennara „skemmtistjóra" í starfi, þá vissi sá þó, hvað bjóða þýddi fólki, hvað varðar kvikmyndir. Að hugsa sér allar þær þúsundir af gömlum og góðum myndum, sem hægt væri að fá, í stað raða af innihaldslaus- um taugalengjum, sem dembt er yfir landslýð og svo auðvitað, ef nafnið Peter Sellers sést á prenti, þá er sko gæðastimpillinn kominn. Vart er hægt að hugsa til enda þá skelfingu, að maðurinn verði í þessu starfi næstu 20 ár. Lítið annað en fræðsluþáttur Fólkið úti á landsbyggðinni horfir sjálfsagt meira á sjónvarp en efni þess gefur tilefni til, og merkilegt nokk, það eru ekki allir „aldraðir og sjúkir“ eins og er i tízku að segja í lok hverrar kröfusetningar núna. En þar sem það getur ekki skroppið í bíó, farið Rúsínan í pylsuendanum Rokkari skrifar: „Kæri Velvakandi! Ferlega er ég svekktur yfir því að Utangarðs- menn skyldu ekki enda hljómleik- ana í Austurbæjarbíói 18. apríl. Ég hef aldrei vitað aðra eins vitleysu og að láta Utangarðs- menn byrja þessa hljómleika. Ég er ekki einn um þessa skoðun. Bæði fólkið sem var með mér á hljómleikunum og aðrir sem mað- ur hitti voru að skammast yfir þessari vitleysu. Enda fór það svo að eftir að Utangarðsmenn voru búnir að spila og aðrar hljóm- sveitir teknar við, þá var allt stuð rokið úr manni. Enda nenntu fæstir að sitja hljómleikana á enda öfugt við það sem gerst hefði ef besta hljómsveitin hefði slegið lokapunktinn á þessa fjölmennu hljómleika. Þrátt fyrir þessi hrikalegu mis- tök vil ég þakka SATT fyrir hljómleikana. Svona hljómleikar eru alltaf vel þegnir eins og aðsóknin á þá sýndi. Ég vona bara að SATT sjái um að Utangarðs- menn verði síðastir á næstu hljómleikum. Þeir hljóta að þekkja orðatiltækið um rúsínuna í pylsuendanum." V eðurlýsing/veður spá: Þessi hringlandi truflar áheyrendur Jón Eiriksson skrifar: „Velvakandi! Viljið þér vinsamlegast birta eftirfarandi: Veðurfréttum, sem lesnar eru í hádegisútvarpinu, er skipt í tvennt. Veðurstofan les veðurspá, en þulir útvarpsins veðurlýsingu eins og það var kl. 9 um morgun- inn, þ.á m. hitastig á fimm stöðum á landinu. Þessa veðurlýsingu lesa þulirnir að loknum lestri al- mennra frétta. Fréttalestur tekur mislangan tíma. Stundum er hon- um lokið góðri stundu áður en veðurspá veðurstofunnar byrjar, stundum er honum ekki lokið þá, og er honum þá frestað þar til veðurstofan hefur lokið veður- spánni, og veðurlýsingin kemur svo eftir dúk og disk. Öllum má ljóst vera að þetta fyrirkomulag kemur sér afar illa fyrir þá, sem fylgjast vilja með veðurfréttum. Þulirnir gefa enga viðvörun um það að fréttalestri sé lokið og að veðurlýsing byrji. Þeir eru líka farnir að breyta röð þeirra staða sem hitastig er uppgefið á. Allur þessi hringlandi truflar áheyrend- ur. Hvers vegna er þetta gert? Hver ræður þessu? Hvers vegna getur veðurstofan ekki lesið allar veðurfréttirnar, jafnt veðurlýsingu sem veðurspá? Það er fyrir almenning sem veðurfréttum er útvarpað, og hann á því kröfu til að fá svar við þessum spurningum — og fá þetta leiðrétt. Fáist það ekki vil ég biðja þulina að gefa viðvörun áður en veðurlýsing byrjar, og einnig að lesa hitastig þessara fimm staða í ákveðinni röð. Með þökk fyrir birtinguna. Fokill móðir í Vesturbænum Velvakanda hefur borist bréf frá „fokillri móður í Vestur- bænum“. Ekki er hægt að birta bréf hennar nema hún hafi fyrst samhand við Vel- vakanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.