Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR3P, APRIL 1981 17 minn getur sagt..." „Ertu hættur að syngja, Jakob — þú, sem varst fyrsti bassinn í M.A.-kvartettinum?" „Ég syng bara fyrir sjálfan mig og konuna mína," segir hann, og hann gengur að píanóinu: „Ég skal lofa þér að heyra lag, sem M.A.-kvartettinn söng á sínum tíma." Og hann greip í píanóið og spilaði lagið. Það var „Fyrir sunn- an Fríkirkjuna" með texta Tómas- ar, þegar ástin var í heiðri höfð eins og hjá Spánverjanum. Hann spilaði lagið ákveðið, en hann söng það ekki. „Af hverju söngstu ekki þetta, minn kæri?" „Ég sagði þér, að ég syngi bara fyrir sjálfan mig og konuna mína." „Ég vil fá að vita meira um söngferil þinn — segðu mér eitt- hvað um hann ..." „Við skulum ekki fara að lengja þetta samtal okkar með þátttöku minni í söng og samneyti mitt við sönglistina. Það eru félagar mínir í M.A.-kvartettinum, sem þar eiga heiður skilið, en ekki ég. Þeir tóku mig í sinn félagsskap — og það var yndislegur tími. Þá stunduð- um við sönglistina á Hæli í Hreppum í Árnessýslu. Nú er hins vegar fram undan myndlistin í Safnahúsinu á Selfossi í Árnes- sýslu. Er þetta ekki skrýtið, armennina — hina lærðu — með því að kalla þá kollega mína. Þú ert sjálfur á sama hættusvæðinu — gáðu að því. En þessir menn voru góðir við mig. Þeir sögðu að vísu heldur ljótt um mig og myndir mínar. En það var mér til góðs. Fólkið — allur almenningur — tók mér vel. Einstakir myndlistarmenn geta ekki haft vit fyrir fólkinu — það tekur ekki mark á slíkum mönnum. Þetta eru þeir farnir að skilja núna, sem betur fer. Þess vegna hefur þróun- in orðið okkur öllum til góðs. Flestir fá nú inni á Kjarvals- stöðum, sem ekki fengu það fyrir mína byltingu þar. Og Kjarvals- staðir njóta góðs af því. Svona eiga hlutirnir að vera. í þessu sambandi vil ég minna þig á eftirfarandi, sem hinn stórgáfaði og ágæti listamaður Magnús próf- essor Jónsson segir í grein sinni „Málar sér til skemmtunar" í bókinni Góðar stundir: „Eitt verð eg hér að nefna, sem hér kemur mjög til greina. Eins og fólkið er og gagnrýnin og allt þetta — við skulum ekki tala meira um það — þá er í margra augum ekki nema einn dómur til, sem mark er á takandi. Og hann er sá, að einhver vilji kaupa myndina og eiga hana. Einn mað- ur, sem vill láta eitthvað af takmörkuðum veraldargæðum sínum til þess að eignast málverk Jakob V. Hafstein með eitt verka sinna. Hvannadalshnjúk (gert í oliu). Ljósm.: stgr. eftir mig, er mér þúsund sinnum betri og einlægari dómari en 100 orðskjallarar."" „Svo mörg eru orð þessa mæta manns og listamanns. Ég er Magnúsi prófessor, einum besta frístundamálara landsins fyrr og síðar, hjartanlega sammála." „Hvar í rööinni er þessi sýning þín á Selfossi?" „Tuttugasta og sjötta einkasýn- ingin. Viðfangsefnin eru jú að vísu svipaðs eðlis og áður. Ég hef alltaf verið hreint náttúrubarn. Það* er umhverfið og móðir vor, náttúran, sem dregur mig að sér. Viðfangs- efnin í náttúrunni eru eins og nokkurs konar „portrett" fyrir mig. Náttúran er gjafmild og rík í þessum efnum. Og hún er líka kröfuhörð og hún krefst þess alltaf, að við gefum eitthvað af sjálfum okkur í myndirnar í staðinn, án þess að spilla af ásettu ráði fegurð hennar, styrkleika hennar og alvöru. Það eru ekki nema 33 myndir á þessari sýningu minni, 14 olíumyndir, 13 vatnslita- myndir og sex pastelmyndir — allar fremur stórar. Þær segja frá veðrinu, sjónum, skipum, fjöllum og jöklum, bátum og mönnum í gömlu nausti, brimskaflinum fyrir utan hafnarmynnið og bátnum í öldufaldinum inn í höfnina, æð- arfugli, gæsum og selum, jarðhita á Námaskarði, dagrenningu á Fróðárheiði, skútum undir Svörtuloftum og svo blómum eins og svo oft áður ..." Svo mörg voru þau orð Jakobs. Og þetta, sem hann talaði um siðast, þessar 33 nýju myndir, sem spanna yfir margbreytileik nátt- úrunnar og mannlífs, eða eins og þau viðfangsefni koma honum fyrir sjónir sem málara — allt þetta, sem hann segist aldrei áður hafa gefið jafn mikið af sjálfum sér í frá upphafi, ætlar hann að sýna fólkinu fyrir austan fjall í Safnahúsinu á Selfossi á laugar- daginn kemur og næstu daga. hvernig leiðirnar í listum liggja stundum næstum því að sama marki, Steingrímur?" „Ertu forlagatrúar — úr því að þú spyrð mig svona?" „Eg trúi — og ég trúi heitt. En það er mitt einkamál, sem ég ber ekki á borð fyrir aðra og sízt af öllu í fjölmiðlum." „Ferðu í kirkju?" „Alltaf við og við. Ég fór tvisvar í kirkju á páskadag, kl. átta um morguninn og kl. 11." „Hvar þá?" „í Hallgrímskirkju, sem er fal- legasti kirkjuarkitektúr í heimi, að ég held." „Þú varst eitt af skáldunum í M.A. í gamla daga, Jakob. Stund- arðu þá listgrein enn og áttu mikið af kveðskap í fórum þín- um?" „Nei, Steini minn, þessa list- grein hef ég aldrei stundað af neinu ráði. Skáldskaparsjóarnir rísa hátt á íslandi — oft á tíðum ekki síður en öldur úthafsins. Og það er vont að verða fyrir brot- sjóum gagnrýnendanna á þessu sviði, ekki síður en á óðrum sviðum lista, hvort heldur er tónlist, myndlist eða ritlist. Þar gildir alltaf þetta sama — aðeins með mismunandi móti: .11 Hkal halda. öldújór, italar kalda á móti. Rjúka faldar. fýkur sjór. freyðir alda á itrjóti." „Það þarf kjark til að standast sjóana, hvar sem þeir annars brotna. En til þess eru erfiðleikar að sigrast á þeim, en láta þá ekki buga sig." „Vel á minnst, þegar þú talar um kjark — það hefur þurft kjark til að berjast inn á Kjarvalsstaði, eins og þú gerðir sællar minningar 1975. Þótti þér ekki kollegar þínir í myndlistinni bregðast illa við sýningu þinni þar og þá?" „Þú verður að gæta þín, Stein- grímur, að móðga ekki myndlist- orðin brýn nauðsyn vegna mik- illar aukningar starfseminnar. Sigurði Helgasyni, fráfarandi stjórnarformanni, voru þökkuð störf í þágu sjóðsins undanfarin 17 ár, en hann hverfur nú til starfa í öðrum landsfjórðungi. í tilefni þessara tímamóta var ákveðið að leggja fram gkr. 10.000.000.- í byggingarsjóð hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi svo og að styrkja félag starfsmanna sjóðsins með gkr. 12.000.000.- til kaupa á sumar- dvalarhúsi í landi Húsafells í Borgarfirði. Beiðni um leyfi til starfrækslu útibús í austurhluta bæjarins Fráfarandi stjórn sparisjóðsins: Frá v. Gunnar R. Magnússon, ólafur St. Sigurðsson, Sigurður Helgason, fráfarandi formaður. Aðalf undur Sparisjóðs Kópavogs: Innlánsaukning nam 66% - eigið f é jókst um 90% AÐALFUNDUR Spari- sjóðs Kópavogs var hald- inn laugardaginn 4. apríl sl. og var þá sérstaklega minnst 25 ára starfsaf- mælis sjóðsins. Stjórnarformaður, Sigurður Helgason sýslumaður, flutti skýrslu stjórnar um starfsemina síðastliðið ár. I upphafi máls síns rakti hann tildrögin að stofnun sparisjóðsins og helstu atriðin í sögu hans undanfarin 25 ár. Fram kom, að umsvif sparisjóðsins jukust meira en nokkru sinni fyrr og öll starf- semin efldist mjög mikið og var árið 1980 hið besta í sögu hans frá upphafi og er hann nú í mikilli sókn. Aukning innstæðna var 66% og námu þær í árslok gkr. 3.255.000.000.- Innstæður í Seðlabanka íslands voru í árslok samtals gkr. 1.040.000.000.- Þar af á bundnu reikningi gkr. 724.000.000.- Útlán námu sam- tals gkr. 2.069.000.000.- og þar af voru vaxtaaukalán og vísitölu- bundin lán gkr. 1.339.000.000.- eða 65%. Lausafjárstaða sjóðs- ins var góð á árinu. Hreinn hagnaður eftir afskriftir var gkr. 151.000.000.-, en afskrifaðar voru gkr. 20.500.000.- Eigið fé sjóðsins jókst um 90% á árinu og nemur nú um 12% af heildarinn- stæðum. Afgreiðslusalur sparisjóðsins var stækkaður verulega og færð- ur í nýtísku horf, enda var það Jósafat stjóri. Lindal, sparisjóðs- hefur legið hjá stjórnvöldum í rúmt ár, og þótt henni hafi verið fylgt fast eftir af stjórn sjóðsins, hefur leyfi ekki fengist enn. Þrengir þetta kosti sjóðsins með tilliti til frekari' aukningar starfseminnar og þjónustu við bæjarbúa í samræmi við stækk- un bæjarins. Stjórn sparisjóðsins skipa nú Ólafur St. Sigurðsson, formaður, Jósafat J. Líndal og Pétur Maack Þorsteinsson, kjörnir á aðal- fundi af ábyrgðarmónnum, og þeir Gunnar R. Magnússon og Richard Björgvinsson, kosnir af bæjarstjórn. Sparisjóðsstjóri er Jósafat J. Líndal. (Fréttatilkynning) 1 P ÉÉI> 1^1 lK_l |9^t\k ¦¦Bi ¦P^B tÆA t f* Y^hk *M* « r . , i Frá aðalfundi sparisjóðsins. Ættarmót Súgf irðinga AFKOMENDUR Kristjáns Albertssonar, útvegsbónda á Suðureyri við Súgandafjörð, halda ættarmót næstkomandi sunnudag, 3. maí, í Átthagasal Hótel Sögu og hefst mótið klukkan 14. Mótið er haldið til að efla kynni meðal niðja Kristjáns, en þeir eru orðnir fjölmargir. Opið hús í Valhöll 1. maí Sjálfstæðisfélögin i Reykja- vík hafa ákveðið að standa fvrir opnu húsi i Valhöll. fostu- daginn 1. mai frá ki. 15-18 i tilefni af hátiðisdegi verka- manna. Mjög vel verður vandað til dagskrár en hún verður á þá leið að stutt ávörp munu flytja: Málhildur Angantýsdóttir, sjúkraliði, Haraldur Kristjáns- son, iðnnemi, Sverrir Axelsson, vélstjóri, og Hilmar Jónasson, verkamaður, sem sæti á í mið- stjórn ASÍ. Pálmi Gunnarsson og Magnús Kjartansson munu sjá um söng og hljóðfæraleik. Þá verður samlestur úr verka- lýðsbaráttunni í umsjá Hannes- ar H. Gissurarsonar, sagnfræð- ings. Einnig mun Hafliði Jóns- son, píanóleikari, leika létt lög á píanóið. Helgi Skúlason, leikari les ljóð. Sérstök aðstaða verður fyrir börn og flutt dagskrá í umsjá Sigríðar Hannesdóttur — söng- ur, teiknimyndir o.fl. Kaffiveitingar verða á boð- stólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.