Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 Það er morgunn seint í apríl og fyrstu fastagestirnir á gömlu Hót- el Borg fara að tínast inn í kaffisopann rétt upp úr átta. Við bás hjá glugga, sem snýr út að Austurvelli sitja tveir kunnugleg- ir, morgunhressir í gegnum árin, Vernharður Bjarnason stórat- hafnamaður (Benediktssonar, verts á Húsavík) og öndverðu megin við borðið félagi hans og vinur allt frá bernskuárum fyrir norðan, Jakob Hafstein, listamað- ur (listmálari, söngvari, skáld, lagasmiður m.m.) sem nú er að opna á morgun, daginn eftir fagn- aðardaginn, sýningu í Safnahús- inu austur á Seifossi. Það var iíka þriðji maðurinn, herra x, sem hlustaði. Boðiö var góðan daginn og setzt yfir sódaköku og blek- sterku kaffi, eins og Bragi í Eden neytir jafnaðarlega fyrst á morgn- ana fyrir langan, strangan dag. Að vanda ber margt á góma, svo sem eins og aflahrota Eiríks Smiths á Kjarvalsstöðum, ríkis- stjórnin, einstaka umtalsverður alþingismaður, horfur til sjávar og lands ... og svo kúnstin. Þá skenkti Jakob boðskort sitt, með svartmynd af Jöklinum — með öðrum orðum Snæfellsjökli, sem indverskir dulhyggjumenn — jógar — telja mestu orkustöð heims. Svo kom Albert Guðmundsson, sem alltaf er hressastur ailra á hverju sem veltur, og brá á spaug. Hann var með stóran vindil, sem hlaut að vera fullur af vítamíni. Maður fékk sér í nefið í virð- ingarskyni. Sólin var farin að skína yfir Austurvöll og styttan af Jóni Sigurðssyni glóði í vorblíðunni. „Heyrðu Steini, ég ætla að sýna þér heila sýningu núna — komdu bara með mér til hans Sigurjóns — við verðum enga stund." (Sigur- jón er innrömmunarmeistari Jak- obs, hann starfar sjálfstætt nú og kominn með aðstöðu inni í Ár- múla 22.) Gæðingur listamannsins stóð klár við hótelið — eitthvert Ramblerafbrigði — tíu vetra gam- all — kostulegur í útliti, hvort- tveggja í senn ljótur og fallegur, með silfurrefslit. Það sér ekki á honum eftir árin fremur en kven- manni, sem hefur verið farið rétt með, vel, en ekki of vel. Jakob ók ekki fjallasýnina gegn- um borgina. Hann ók beinustu leið, og Reykjavík var að vakna eftir blauta helgi og var furðu sakleysisleg ásýndum eins og ekk- ert hefði í skorizt, og bara vinaleg, ef nokkuð var. Svo var numið staðar hjá hon- um Sigurjóni, sem er þjálfaður eldhugi í slökkviliði Reykjavíkur- borgar til margra ára og aust- firzkrar ættar, og minnir á New York City-löggumann í útliti og látæði, og náttúrulega þá af írsk- um uppruna. Konan hans starfar honum við hlið í innrömmunar- listinni í húsakynnum, þar sem leikandi væri hægt að halda mál- verkasýningu. Jakob var auðsæilega hagvanur þarna og hann hafði engar vöflur á og tók fram hverja myndina á fætur annarri — allt meira og minna glænýtt — gert í olíu, vatnslit og pastel. Það var mikili trúnaður hjá Jakobi að gera þetta, því eins og flestir vita, er óvarlegt að sýna myndir sínar á þessu stigi, alviðkvæmasta stiginu, þegar blessaðir litlu angarnir eiga að fara að fljúga úr hreiðrinu í hinar og þessar áttir. Dvalizt þarna góða stund og sá löggumannslegi og eiginkona hans kvödd með virktum og árnaðar- óskum og haldið út í vorið. Daginn eftir var hús tekið á Jakobi og frú Birnu Hafstein að Grenimel 1 í vestursóni borgar- innar. Það var um nón. Alltaf forvitnilegt að sjá, þegar fólk býr um sig með hefðbundnum kúltúr og smekk eins og raun ber vitni í húsi listamannsins og konu hans — og það sem enn gleðilegra er fyrir augað og hjartað — sálina — er tilgerðarleysið, fegurð í látleysi. Málverk, munir, bækur, húsbún- aður, listrænir munir og innan- hússkipan — allt stílfært með Steingrímur Sigurðsson: „Ég syng bara fyrir sjálf an mig og konuna mína..." Spjallað við Jakob V. Hafstein listmálara sem opnar 26. einkasýningu sína laugardaginn 2. maí á Selfossi jafnvægi. Þetta voru fyrstu áhrif, þegar inn var komið í þetta heimili í Vesturbænum. „My home is my castle", segir Bretinn og niðri í kjallaravinnustofu Jakobs var staldrað við og skoðað. Þarna voru mörg verkin, sem átti að senda austur til Selfoss í viðbót við verkin þau, sem Sigurjón innrammari var að ganga frá að ramma inn. „Af hverju málarðu Jakob?" Ég mála af hreinni þörf. Ég mundi ekki mála, ef það væri ekki hrein nauðsyn fyrir mig." „Er eitthvað að gerast hjá þér í þessum nýju myndum þínum?" „Þessi sýning að Selfossi er að því leyti sérkennileg, að hún er miklu meira úr sjálfum mér og frá mér sjálfum." „Hvað kom til, að þú hefur ákveðið að sýna þarna á Selfossi?" „Nafni minn, Jakob Hafstein, lögfræðingur og kjörsonur föður míns, er búsettur þar og hann vakti máls á þessu við mig og síðan tóku þeir höndum saman, Pétur safnvörður og hann, og sögðu: „Komdu hingað austur. Þú átt erindi hingað." Á trönum listamannsins er stórt málverk af Hvannadals- hnjúk, sem verður á sýningunni. Jakob var kominn í málaraslopp og dedúaði örlítið við myndina, á meðan hann talaði. Þá minntist maður hans frá löngu liðnum árum í gamla skólanum fyrir norðan og bróður hans, Jóhanns heitins ráðherra, en þeir bræður voru óaðskiljanlegir að kalla og óvenju samrýndir — það var fallegt að sjá — og báðir mjög áberandi í skólalífinu og fóru geyst um eins og fjörhestar. Þá var greinarhöfundur pínu pons, en montaði sig með stóru strákunum og leit upp til þeirra eins og fósturpabbanna sinna, sem þeir og voru. „Segðu mér eitt, Jakob, hvenær vaknaði eiginlega áhugi þinn á myndlist í raun og með sanni?" Málarinn fór úr sloppnum og lagði hann snyrtilega frá 'sér og sagði: „Svo langt sem ég man eftir mér hefur myndlistin átt sterk ítök í mér. Sveinn Þórarinsson átti sterkan þátt í því, að ég tók svona miklu ástfóstri við myndgerð — ég var þá ekki nema 8—9 ára gamall. Pabbi greiddi götu Sveins til Kaupmannahafnar á kúnstaka- demíið þar og kostaði hann. Sveinn var stórgáfaður listamaður — hann var svo mikið skáld í sér ... komdu upp — ég skal sýna þér myndir, sem ég á eftir hann." Inni í stássstofu eru að minnsta kosti tvö verk eftir Svein auk fleiri verka eftir hann víðar í húsinu. „Þetta er Ásbyrgi," segir Jakob. „Af hverju er þetta dulmagn yfir Ásbyrgi?" „Það er goðsögn," segir Jakob — „þú sérð lögunina og formið — það sést hóffar undan Sleipni Óðins. Þú manst ljóðið hans Einars Ben. um Ásbyrgi: „Soirn <r ao eitt sinn um úthöf relð Oðinn oir stefndi inn [joroinn Unoskjotinn. Sleipnir, á roðulleið renndi til slokks yllr hólmann. á skeið, Kpyrnti við hóf, svo að sprakk við jornin sporaði byririð i svorðlnn." Jakob fór ekki með meira úr ljóðinu að sinni og segir svo: „Djöfull er þetta vel sagt." „Hann bendir á aðra mynd eftir meistara sinn: „Þetta er dæmi- gerður íslenzkur kjarrskógur rétt austan við Ásbyrgi og sér þarna til Axlarnúps eins og þú sérð." „Sveinn var sterkur málari," segir Jakob. Frú Birna Hafstein bauð kaffi og samtalið hélt áfram: Jakob talaði um gömlu skólaár- in og myndlistargerð sína á þeim tíma: „Ég kom í skólann á Akureyri til pabba þíns, Sigurðar Guð- mundssonar, hins mikla fræðara og skólamanns, bullandi fullur af áhuga á málverkum, myndlist, tónlist og tafli. Ég hafði þá skreytt samkomuhúsið á Húsavík í hólf og gólf — alla veggi með mótívum frá sólarlandinu og píra- midalandinu Egyptalandi o.fl. Þessar skreytingar mínar eru til þess að gera nýlega horfnar undir nýtt lag af málningu." „Mig minnir að þú hafir verið hirðlistamaður gamla M.A. á sín- um tíma í sambandi við kaffikvöld og skemmtanir og stórdansiböll — er það ekki rétt farið með?" „Pabbi þinn fól mér að skreyta allan skólann fyrir skólahátíð um ein jólin, þegar ég komst ekki heim til Húsavíkur fyrir veður- ofsa. Það var gaman. Og þá voru mótívin frá Venedig á ítalíu — auðvitað allt eftir kortum og myndum í bókum. Svo var það, að þegar ég var kominn í 6. bekk M.A. lét pabbi þinn lögskipa mig sem prófdómara í teikningu við gagn- fræðaprófið hjá mínum elskulega vini og teiknikennara Jónasi Snæ- björnssyni. Ég hafði þá hlaupið í skarðið í nokkrum tímum hjá Jónasi um veturinn og þá að sjálfsögðu hjálpað svolítið til hjá sumum blómarósunum í 3. bekk B. Og fyrir þetta gaf ég svo einkunn um vorið ..." Kaffið hennar Birnu yljaði og meðlætið, en afneitað sígarettum og beðið leyfis um neftóbaks- neyzlu, þess í stað. Jakob heldur áfram: „Ég var nýlega að lesa frásögn bekkjarbróður og stúd- entsbróður míns, Ragnars heitins Jóhannessonar magisters, um ferð okkar 6. bekkinga vestur í Húna- vatnssýslur með föður þínum og móður um haustið '33 og þar segir hann: „Þegar við áttum dvöl á einhverjum merkisstað, var Jakob óðar þotinn út í móa með teikni- og málaratæki sín og tekinn til við að teikna og mála. Þá gerði hann mynd úr Vatnsdalnum, úr hólun- um, sem nú eru í eigu Menntaskól- ans á Akureyri."" Jakob þagnar og bætir svo við: „Segir þetta ekki dálitla sögu um áhuga minn á myndlistinni?" „Því til viðbótar vildi ég svo minna þig á án þess að taka heiður af nokkrum öðrum, að við pabbi þinn stofnuðum fyrstu drögin að því, að skólinn eignaðist sitt eigið málverkasafn. Skemmtun var haldin til tekjuöflunar í því skyni." „Og datt þér þá aldrei í hug að verða listmálari að atvinnu?" „Að sjálfsögðu. Það urðu átök milli mín og föður míns eftir að ég var orðinn stúdent í sambandi við myndlistina. Hann vildi, að ég færi á Kunstakademíið í Kaupin- höfn, til frænda okkar, sem þar var kennari, Carl Schwenn. Hann er þekktur málari í Danmörku — ég sýni þér myndir eftir hann á eftir." „Af hverju varstu með mótmæli við sjálfan þig og aðra?" „Ég treysti mér ekki í hina hörðu baráttu listamannsins á þeim erfiðu krepputímum og valdi Júsið" í Háskóla íslands og söng- inn með M.A.-kvartettinum og samfylgd Jóhanns bróður míns." „Heldurðu, að þú hafir stigið rétt spor?" „Jú, það varð mín gæfa. En faðir minn lét sig ekki og tryggði mér tíma hjá Jóni Stefánssyni, list- málara — einu sinni í mánuði og annan hjá Ásgrími Jónssyni, list- málara, veturinn 1935—'36. Það er kannski dálítið skrýtið lífshlaup að vera lögfræðingur, frístunda- málari og afdankaður söngvari." „Þvílík hógværð, Meistari Jakob — hefurðu efni á þessu?" „Sleppum því, Steini minn. Samt sem áður hefur allt þetta verið mér kært á hinum ýmsu tímum, en í raun allt saman jafn kært, þegar upp hefur verið staðið. Hitt er svo mála sannast, að myndlistina vanrækti ég að mestu um 25 ára skeið, þegar þjóðfélags- fíllinn vatt rana sínum hvað harðast utan um mig og lífsbar- áttu mína fyrir mér og fjölskyldu minni. En það er í sjálfu sér ekkert meira en annar hver landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.