Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1981 13 Erlendar bækur Jammersminne eftir Ninu Karin Monsen Nina Karin Monsen er norskur rithöfundur sem hefur gefið út þrjár bækur, Jammersminne þeirra nýjust, kom út í lok síðasta árs. Höfundurinn mun hafa verið athafnasamur innan norsku kvennasamtakanna og fyrsta bók- in, Det kvindelige mennesket, sem kom út fyrir fimm árum, var framlag til þess sem kalla má kvennafílósófíu. Jammersminne segir frá norskri konu, Mariu. Hún er um þrítugt og hefur verið gift Harald í tíu ár og þau eiga eina dóttur. Harald hefur nýlega sagt skilið við hana, vegna þess að hún hefur farið út úr því munstri, sem hann ætlast til af henni, hún er ekki nógu dugleg að þvo upp, hún hefur takmarkað yndi af því að sofa hjá — líkast til má rekja það til þess að Harald hafði aldrei lag á að vekja hana að því leyti — auk þess vill hún fá að hugsa sjálfstætt og vera almennt óháðari manneskja en Harald finnst þægilegt. Þótt hún hafi ekki unað glöð við allt í hjónabandinu verður það henni mikið áfall þegar maðurinn yfir- Nina Karin Monsen gefur hana. Hún ákveður að breyta um umhverfi meðan hún er að komast ögn frá þessu og fer til Kaupmannahafnar, þar er hún að vinna að sérstöku verkefni, sem hún ætlar sér hálft ár í. Hún skrifar dagbók í Kaupmannahöfn og hún reynir að koma saman bréfi til eiginmanns síns. Hún streðar í gegnum allar þær vænt- ingar sem eru gerðar til konunnar og eru til þess eins að brjóta hana niður, hún vill verða fullorðin í orðsins fyllstu merkingu. Og þennan tíma sem hún skrifar dagbókina breytist fortíðin, fortíð og nútíð fá á sig nýjan lit og gefa í raun nýja fyllingu hvor annarri. Hún getur án samvizkubits farið út úr hinni hefðbundnu kvenlegu ímynd og reynt að verða sá einstaklingur sem hún fær sætt sig við. Bókin flytur líkast til þann boðskap að hinar miklu og mis- kunnarlausu kröfur sem eru gerð- ar bæði til konu og karls hljóti að drepa kærleikann í okkur. Enginn kennir okkur að elska aðra mann- eskju. Kærleikurinn verður að byggjast á þeirri forsendu að hann leyfi manneskjunni að vera það sem hún er — jafnvel öðruvísi en munstrið segir til um. Þetta er að mörgu leyti athygl- isverð bók, vel skrifuð, af fullri yfirvegun, en þó er yfir henni allri skemmtilegur frískleikablær. Norsk Gyldendal gefur bókina út. Jóhanna Kristjónsdóttir Midtvejsfester eftir Jette Drewsen Jette Drewsen er dönsk skáld- kona og hefur sent frá sér nokkrar bækur. Ég hef lesið aðra bók eftir hana, Tid og sted, sem síðar verður getið um hér í þessum dálkum. Midtvejsfester kom út á forlagi Gyldendal síðla síðasta árs. Hún fjallar um blaðamanninn Nönnu Jaeger, hún býr með stálp- uðum börnum sínum, Karli og Sally, í Kaupmannahöfn. Þegar bókin hefst er Nanna að gera uppreisn gegn yfirboðurum sínum, hún vill ekki lengur sinna þeim verkefnum á þann máta sem þeir vilja að hún geri, heldur kýs hún viðameiri verk, alvöruverk sem krefjast þess ekki að hún vinni gegn hug sínum og sannfæringu. Hún hefur verið á blaðinu í drjúgan tíma, er í raun og veru orðin þægilega föst í sessi, hefur tiltölulega skikkanlega afkomu, notalegt samkomulag hefur náðst við fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður, þótt það rugli eilítið dæmið, þegar hann er fer að vísu að taka upp samskipti við beztu vinkonu hennar. En þegar á heildina er litið er allt í lagi — eða svoleiðis. Því væri langþægilegast og átakaminnst að halda bara áfram á þeirri braut sem virðist vörðuð og Nanna ræður við. Án þess að ærsl séu viðhöfð kemst hún þó að þeirri niðurstöðu, að einhvers staðar á leiðinni verði að nema staðar, stinga við fæti og líta til fleiri átta. Á blaðinu er henni gefinn kostur á að fara í smáfrí svo að hún geti áttað sig á hlutunum og væntanlega á það að koma henni niður á jörðina aftur: eru ekki takmörk fyrir því hvað einstæð móðir með tvö börn getur yfirleitt verið að sperra sig og hafa meiningar? Þarf hún ekki það mikið á þessu pottþétta starfi að halda að hún vilji beygja sig til að ailt geti haldið áfram eins og fyrr? Nanna kemst að annarri niðurstöðu og hún verður þar af leiðandi að hætta á blaðinu, en fær aðra stöðu sem í bókarlok virðist vel við hennar hæfi. Auk þess hefur hún unnið sigur, að minnsta kosti fyrir sjálfri sér. Þetta er ljómandi vel og snotur- lega skrifuð bók, ekki hávaðasöm né heldur sprengir boðskapurinn eða prédikunin frásögnina. Lýs- ingin á sambandi Nönnu við börn sín og elskhuga, ekki sízt ráðu- neytisstjórann Willum, er veru- lega falleg og með einföldu en myndrænu máli tekst Jette Drewsen að skapa stemmningu sem gengur eins og þráður um aila bókina. Jóhanna Kristjónsdóttir Mæðgur í góðu skapi (Marie Christine Barrault og Beatrice Bruno). Fyrsta mynd Frönsku kvik- myndavikunnar „Ma cherie“ Gerð: 1979. Leikstjóri: Charlotte Dubreuil. Handrit: Charlotte Dubreuil. Nafn á frummáli: Ma chérie. Sýningarstaður: Regnboginn. Frakkland hefir í huga undir- ritaðs ætíð risið hærra en önnur menningarlönd. Það mannlíf sem þeir Degas, Toulouse- Lautrec, Seurat og Renoir festu á léreft kringum aldamótin 1900, á sér enga hliðstæðu. Slíkt Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON götulíf finnst sennilega hvergi nema í París og París er hjarta Frakklands. Áð sjá franska bíómynd er að finna kaffihúsa- ilminn sem leggur út á stræti Parísarborgar. Það er sama hversu myndin er légleg, agnar- ögn af þessum ilmi fylgir með og lyftir sálinni ofar hversdags- drunga norðurhjarans. Myndin „Ma chérie" sem opnaði sjöundu Frönsku kvik- myndavikuna hér á landi, fjallar í sjálfu sér um ofur hversdags- legt efni: Samband einstæðs foreldris við barn sitt. Daglegt líf hinnar einstæðu móður Jeanne getur raunar ekki verið grárra í hversdagsleika sínum. Hið daglega uppvask fyllir stundaskrána ásamt vafstri kringum potta og pönnur. I höndum sænskra kvikmynda- gerðarmanna, hefði slíkt efni vaidið undirrituðum djúpum svefni. I höndum fransks kvik- myndaleikstjóra verður efnið lifandi, þótt sums staðar dragist nú uppvaskið fullmikið á lang- inn. En hvers vegna verður þetta ofur hversdagslega efni svona lifandi og frjótt í meðferð Frakkanna. Skýringarinnar er sennilega að leita í kaffibaunun- um sem eru malaðar á strætum Parísar, í hljómfegurð tungu- málsins sem berst út á stræti Parísar, í myndunum sem eru málaðar á stræti Parísar. Skýr- ingarinnar er sem sagt að leita á götum Parísarborgar. Það er ekki hægt að fjalla um vanda- mái fólksins sem berst um þessi stræti án þess að kaffiilmurinn, tungumálið, myndfegurðin, um- hverfi, vandamálin og þau breytist í runu sem við hér myndum kalla: lífsnautn. Sannarlega er nautn að sjá þær Beatrice Bruno og Marie Christine Barrault í „Ma chérie". Svo eðlilegar eru þær stöllur að manni finnst sem þær séu ekki að leika, heldur bara bjástra inni hjá sér. Leikstjór- inn Charlotte Dubreuil eyddi tveimur árum ævi sinnar í að ná fram þessum óþvingaða samleik kvennanna og á hún þakkir skildar. Einnig fyrir að mæta á frumsýningu myndarinnar hér. Nærveru hennar fylgir ofurlítill kaffiilmur, franskrar ættar. Miðbankinn verður að hafa frjáls- ar hendur um vaxtabreytingar, jafnvel verulegar breytingar og með skömmu millibili, og (2) eftirspurn almennings eftir hinu skilgreinda peningaframboði verður að standa í fyrirsjáanlegu samhengi við vaxtaprósentuna. Þetta má orða þannig, að vextirnir verða að vera „virkir", sem svo er kallað; breytingar þeirra verða að hafa áhrif, sem segja má fyrir um. Kanadabanki, sem ég þekki all- vel til, hefir beitt þessari aðferð með sæmilegum árangri. Hann má breyta vöxtum að vild, og hann ákvarðar mörk fyrir M, sem er seðlar og mynt í umferð ásamt velti-innlánum í viðskiptabönkun- um. Þessir hlutar peningamagns- ins, skv. hinni þröngu skilgrein- ingu, bera í Kanada annaðhvort enga eða lága og nál. fasta vexti, þannig að eftirspurn eftir M, breytist með gildandi vöxtum á makaðinum. Nokkurrar skekkju hefir þó gætt í spám bankans sökum hægfara þróunar í þá átt, að fólk geymi vaxandi hluta reiðu- fjár síns á spari-innlánum. Þennan vanda má yfirstíga með því að notast við rýmri skilgrein- ingu peninga. Einmitt það gera Bretar með M3, sem felur í sér flestar bankainnstæður á vöxtum til viðbótar Mj. En sá böggull fylgir skammrifi, að mun verra er að ráða í áhrif vaxtabreytinga á eftirspurnina. Þar við bætist rótgróin óbeit brezkra ríkisstjórna á óstöðugum vöxtum yfirleitt — sökum erfiðleika, er slíkt veldur atvinnurekstri. Það er álit margra sérfræðinga, sem um peningamái rita, að Bret- um muni því aðeins takast að ná stjórn á M3 með því að beita hinni aðferðinni, er nefnd var hér að framan: grunnforða-stýringu. Skv. henni er viðskiptabönkunum gert að geyma ákveðið lágmarkshlut- fall innistæðna í sjálfum mið- bankanum, er síðan getur hækkað eða lækkað það hlutfali og með þeim hætti orkað kröftuglega á peningaframboðið. Hins vegar eru engin slík heimildarákvæði fyrir hendi í Bretlandi eftir lagabreyt- ingar, sem gerðar voru 1971 („competition and credit control reform"). Því má skjóta hér inní vegna tíðrar mistúlkunar í fjölmiðlum, að Milton Friedman er á móti vaxta-stýringu. í grein Newsweek 28/7 1980 átelur hann ameríska miðbankakerfið fyrir það að stjórna lánskjörum (þ.e. vöxtum) í stað þess að stjórna peninga- magni. Það geta miðbankarnir (Federal Reserve Banks) gert, segir hann, frá viku til viku með kaupum og sölum ríkisskuldabréfa á opnum markaði. — Friedman vill ekki, að yfirvöld ákveði vaxta- prósentu, heldur fari hún eftir lögmálum markaðarins. Snúum okkur aftur að frú Thatcher. Örðugleikar iðnaðar í Bretlandi verða raktir til tveggja staðreynda: Önnur er efnahags- lægð um heim ailan og hin há- gengi sterlingspundsins. Hið háa gengi stafar bæði af óstöðugleika bandaríska dalsins og olíunni úr Norðursjó. Gengið er orðið svo hátt, að drjúgur hluti brezkrar framleiðslu er hvorki seljanlegur á erlendum mörkuðum né þess megnugur að keppa við innflutn- ing. Líklegt má telja, að háir vextir hafi ekki bætt þarna úr skák. Eigi að síður hafa ráðstöfunar- tekjur vaxið verulega. Ástæðan er sú, að viðskiptajöfnuður við út- lönd hefir orðið æ hagstæðari. Þannig ríkir velsæld í London og Suðaustur-Englandi, meðan gömlu iðnaðarhéruðin búa við alvarlegt kreppuástand. Sökin er m.a. sú, að þessi iðnaður, einkum þó stál-, véla-, bifreiða- og skipa- iðnaður, hefir um langa hríð verið að dragast aftur úr í tækni. Margar ríkisstjórnir, bæði íhalds- flokks og Verkamannaflokks, hafa vanrækt að umbylta honum frá grunni, heldur aðeins lappað upp á hann með smástyrkjum og skammtíma aðgerðum. Rothöggið á þennan iðnað kom svo 1977, þegar olían úr Norðursjó tók að þoka genginu upp á við. Yfirvöld reyndu um stund að andæfa með seðlaprentun, er halda átti geng- inu niðri. Áhrifin urðu hins vegar þau ein að örva verðbólguna, sem náði hámarki 1979, þegar frú Thatcher tók við. * Þess skal loks getið, að boðuð tekjuskattslækkun frú Thatchers reyndist misheppnað fyrirtæki. Að vísu er full ástæða að færa niður hæstu skattþrepin, sem hrifsuðu allt að 95% tekna, en skattar á lág- og miðlungstekjur voru hóflegir. Allavega olli skatta- lækkunin ekki þeirri framleiðni- aukningu, sem við var búizt. Á hinn bóginn lét tekjumissir ríkis- sjóðs af hennar völdum til sín taka. Óhjákvæmilegt varð að hækka virðisaukaskatt, sem er óbeinn skattur og leggst á vöru- verð. Þetta eitt leiddi til nál. 4% hækkunar á almennu verðlagi í landinu. í kjölfarið fylgdu síðan stórfelldar hækkanir hjá þjóð- nýttum fyrirtækjum, sem fengu ekki leyfi ríkisstjórnar til að fjármagna framkvæmdir með lántökum. Margt og mikið meira er um þetta efnahagsskeið í sögu Breta að segja, en hér verður látið staðar numið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hygg ég ótímabært að fordæma þá viðleitni til endur- reisnar, sem núverandi forsætis- ráðherra Bretlands beitir sér fyrir. Skrifað á páskum 1981 M.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.