Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 41 félk í fréttum + í síðasta mánuði sögðum við Htillega frá ferð frú Jihan Sadat, forsetafrúar Egypta- lands, til Bandaríkjanna. Þá var þess ekki getið, að er hún fór þangað tók hún með sér þrjá landa sína, sem allir höfðu orðið fyrir áfalli og hlotið lömun, tveir þeirra í Yom Kippur-stríðinu haustið 1973 og sá þriðji lamaðist í bílslysi. Meðan forsetafrúin stóð við í Bandaríkjunum, sendi hún þessa þrjá vini sína til meðferðar í endurhæf- ingastöð sem starfar í sam- bandi við læknadeild New York-háskóla. Yfirlæknir þessarar endurhæfingadeild- ar heitir dr. Rusk. Er hann frumherji bandarískra lækna á endurhæfingasviðinu. Yfir- læknirinn hafði beðið einn nánasta samstarfsmann sinn, Kristján Tómas Ragnarsson, lækni frá Reykjavík, um að taka við þessum vinum for- setafrúarinnar. Voru þeir undir handleiðslu Kristjáns, sem ekki einasta rannsakaði ástand sjúklinganna heldur og hafði hann lagt á ráðin um endurhæfingu mannanna. Við brottför þeirra af endurhæf- ingastofnuninni, höfðu menn- irnir þrír, að því er segir í Islenzkur læknir hjálp- ar vinum forseta- hjónanna í Egypta- landi Kristján Tómas Ragnarsson, læknir. New York-blaðinu „Daily News“, farið viðurkenningar- orðum um Kristján Tómas Ragnarsson, lækni, störf hans og það sem hann hafði fyrir þá gert. Hafði læknirinn sagt að góðar horfur væru á því að þessir menn myndu allir geta hlotið varanlegan bata. Frú Sadat forsetafrú, hefur látið mál fatlaðra mjög til sín taka í heimalandi sínu. Veitti Al- þjóðlegi endurhæfingasjóður- inn, sem er stofnun vestur í Bandaríkjunum, henni sér- staka viðurkenningu fyrir störf hennar að málefnum fatlaðra. Þess skal að lokum getið að Kristján Tómas Ragnarsson læknir, er sonur hjónanna Vigdísar (Nennu) Kristjánsdóttur Schram og Ragnars Tómasar Árnasonar, fyrrum útvarpsþuls. Hefur Kristján Tómas starfað við endurhæfingalækningar vest- ur í Bandaríkjunum um 11 ára skeið. Þá er þess að geta að hann hefur unnið að rann- sóknum á sviði mænu- skemmda og veitir forstöðu stofnun sem fjallar um slík sjúkdómstilfelli. Kona lækn- isins er Hrafnhildur Ágústs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, (Ágústar frá Varmadal). Erki- biskup í fyrstu utanför + Erkibiskupinn af Kantara- borg, Robert Runcie er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir í fyrstu heimsókn sinni til útlanda eftir að hann varð erkibiskup. Mun hann ferðast víða um Bandaríkin. Þess er getið að hann muni flytja guðsþjónustu 1. maí næstkomandi í dómkirkjunni í Washington. Mun; 'pá Karl ^rttrtprms vera staddur í borginni og verði hann við; staddur guðsþjónustuna. I þessari fyrstu för sinni til Bandaríkjanna mun erki- biskupinn verða gerður að heiðursdoktor við kunnan há- skóla í Tennessee-fylki. „RÚssnesk innrás44 + Þessi mynd var tekin á tískusýningu vestur í New York fyrir skömmu er tískuhönnuður að nafni Perry Ellis boðaði „rússneska innrás" í tískufatnaðargerð haust- og vetrartískunnar 1981. Innrásin felst í þessum tískuklæðnaði sem hér er sýndur: efnismiklar og víðar röndóttar kósakkabuxur með tilheyrandi jakka hnepptum upp í háls. Það er bersýnilegt að miklu skiptir í hinni hörðu samkeppni tískuhönnuða að vera tímanlega á ferðinni með tískuhugmyndirnar. Ekki á hin „rússneska innrás", með kósakkabuxur að hefjast fyrr en næsta haust. Verzlingar ’71 Munið djammid kl. 17 á Skálafellí Hótel Esju í dag Þeir sem ætla á balliö á Hótel Sögu í kvöld, tryggi- sér miöa á skrifstofu Verzlunarmannafélagsins f.h. í dag. Nefndin. Víxlar og skuldabréf Hefi kaupendur aö miklu magni. Vextir lausir eöa fastir. Bréf allt aö 5 ár. FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN, Vesturgötu 17, sími 16223. Þorleifur Guömundsson heima 12469. Kommóður úr furu. Litir: Fura, brúnbæsað Ýmsar stærðir. Bíasfeóqgr Símar: 86080 og 86244 J ^rnfúlf 8 F orstofukommóður með speglum Viðarteg.: Eik, mahogny og fura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.