Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JM«r0unl>Uibib
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JtWrsunbfabift
Seðlabankinn:
Skuld ríkissjóðs
hefur hækkað um
63% frá áramótum
SKULD ríkissjóðs við Seðla-
bankann nam í marslok 487
milljónum króna, en um
áramótin síðustu var hún
298 milljónir og heíur hún
því ha kkað á þessu tímabili
um 63.3%.
Upplýsingar þessar feng-
ust hjá Seðlabankanum í
gær.
Hér er um að ræða A
hluta ríkissjóðs og á sama
tíma í fyrra, þ.e. í marslok,
var skuld ríkissjóðs við
bankann um 357 milljónir
króna.
Sex Eyjabátar með
yfir þúsund lestir
Vostmannaoyjum 29. april.
AFLI er enn mjoK þokkaleKur i
netin ok komu bátarnir inn i «aLr
meO KiWan afla, marKÍr voru með i
krinKum 20 tonn. en mest rúmlcKa
10 tonn. Iljá toKbátunum helur
verið þokkalcKasta kropp ok hlut-
urinn á minni toKbátunum hefur
verirt stórKÓOur i þessum mánuói.
I'art ber þó art hafa i huK» art fyrstu
þrjá mánurti ársins var afli litill ok
stórtuKar ÓKa'ftir.
Níu bátar
mega veiða
200 hrefnur
NÍU hátar hafa fengið leyfi tii
hrefnuveiða í ár ok er leyít að
veiða 200 dýr eins ok undanfar-
in sumur.
Bátarnir, sem gera út á hrefn-
una á sumrin eru 15—30 tonn að
stærð og eru hrefnuafurðirnar
ýmist seldar á Japansmarkað
eða hér innanlands.
Tveir bátanna leggja upp á
Brjánslæk á Barðaströnd en
hinir á Súðavík, Hólmavík,
Blönduósi, Arskógsströnd, Ak-
ureyri, Þórshöfn og Neskaup-
stað.
Hér eru nú sex bátar komnir með
yfir þúsund tonn á vertíðinni, Surtur-
ey, Þórunn Sveinsdóttir, Glófaxi,
Valdimar Sveinsson, Gjafar og Ál-
sey, og Gandí er ekki langt undan.
Mikil keppni virðist framundan um
aflakóngstitilinn á þessari vertíð.
Suðurey hefur talsvert dregið á
Friðrik Sigurösson frá Þorlákshöfn
síðustu vikurnar, en Þórunn Sveins-
dóttir hefur hins vegar nálgast
Suðureyna á sama tíma.
Hér í Eyjum byrjaði að snjóa
síðdeis í dag og er nú nánast orðið
alhvítt um að litast í bænum.
— Fréttaritari.
Um 170 fóstrur héldu fund i Kærkvoldi ok ræddu kjaramál sln. Var fundinum ekki lokirt á tólfta timanum í gær.
en þar voru miklar umræður ok skiptar skortanir um kjaramálin að þvi er talsmenn fóstra tjáðu Mhl.
f-k | • • 1 • 1 1 • i i • Ljósm. Kristján.
Barnaheimili loka eftir helgina:
Ekki útlit fyrir að sætt-
ir takist í fóstrudeilunni
Um 170 fóstrur er starfa í Reykja-
vik, Ilafnarfirrti. Garrtabæ ok á
veKum rikisins, sátu í gærkvöldi á
fundi i húsakynnum BSRB ok
ra'ddu kjaramál sin. en allt útlit
er nú fyrir að fóstrur í Reykjavík
mæti ekki til vinnu eftir mánarta-
mótin ok daKvistarstofnanir verði
þvi lokaðar frá mánudegi.
Marta Sigurðardóttir, talsmaður
fóstra, tjáði Mbl. í gærkvöldi, að
ekki hefði í gær verið fundur með
fóstrum í Reykjavík eða Hafnar-
firði, en rætt var við fóstrur í
Garðabæ og þær er starfa á
dagheimilum á vegum ríkisins.
Kvaðst hún búast við frekari
viðræðum í dag, en ekki hefur
verið boðað til viðræðna í Hafnar-
firði né Reykjavík. Sagði Marta því
allt útlit fyrir að dagvistarstofnan-
ir yrðu lokaðar eftir helgina. I
frétt frá launamálanefnd Reykja-
víkur í gær segir að fóstrur hafi
hafnað tilboðum um sömu launa-
flokka og hjá hjúkrunarfræðing-
um, þ.e. 11. til 13. fl. og að í nýrri
kröfugerð fóstra um 12. til 14. fl.
felist enginn sáttargrundvöllur.
Afleiðingar frumvarps rikisstjórnarinnar:
Fari eitt fyrirtæki upp fyrir
þakið þarf að skera annað niður
„FRUMVARPIÐ gerir ráð fyrir
þvi, að þarna sé um að rærta
mertaltalshækkanir samkvæmt
ákvörrtunum rikisstjórnarinnar
fyrir hvert tímahil. Þart hefur þart i
för mert sér. að þart verrtur mjög
mikill vandi fyrir Verðlagsráð. að
framkva'ma þessi lög,“ sagrti Þors-
teinn Pálsson, framkvæmdastjóri
VSÍ. sem jafnframt á sæti í Verð-
lagsráði, i samtali við Mbl., er
hann var inntur eftir þvi hverjar
breytingar m.a. hin nýju verrtstöðv-
unarlog rikisstjórnarinnar heírtu i
för með sér.
„Fyrir það fyrsta þarf að gæta
mjög vel að því, að framkvæmdin
leiði ekki til mismununar milli
atvinnugreina. Eins þarf að gæta
þess, að ekki komi fram óeðlileg
mismunun milli fyrirtækja, því að
lögin gera ráð fyrir því, að ef eitt
fyrirtæki fer upp fyrir þakið þá
verði að skera annað niður að sama
Matthías Bjarnason um verðlagsfrumvarpið:
Málsmeðferð ráðherra lýsir
virðingarleysi við Alþingi
ÞAÐ IIEFUR verirt ákaflega und-
arlega art þessu máli staðirt á
Alþingi. sagrti Matthias Bjarna-
son. fulltrúi Sjálfsta'rtisflokksins i
fjárhags- og viðskiptanefnd neðri
deildar. þegar Morgunhlartirt
spurrti hann í gærkvoldi um fram-
gang frumvarps rikisstjórnarinn-
ar um verðlagsmál og fleira.
— Við fengum ekki að sjá
frumvarpið fyrr en hálftíma áður
en það var fram lagt á mánudag. Á
þriðjudag voru umræður stuttar til
að flýta málsmeðferðinni og nefnd-
arfundir hófust klukkan 8 á mið-
vikudagsmorgun. Við notuðum
hverja stund til þingflokksfunda.
Frá upphafi var ljóst, að fram
kæmu nefndarálit frá stjórn og
stjórnarandstöðu. Nefndarfundum
lauk ekki fyrr en á seinni tímanum
í sjö á miðvikudagskvöld. Þá gerist
það, að forsætisráðherra heimtar
umræðu rúmum tveimur tímum
seinna. Þótt stjórnarliðar, sem
haft hafa málið milli handanna
dögum og vikum saman, hefðu
getað skilað nefndaráliti á svo
skömmum tíma, gilti annað um
stjórnarandstöðu. Það var þó ekki
fyrr en forseti neðri deildar hafði
ásamt fleirum komið viti fyrir
forsætisráðherra, að hægt var að
fá hann ofan af þingfundi. Og í
samræmi við vilja okkar til að
greiða fyrir meðferð málsins hefur
verið boðaður fundur klukkan 13 á
fimmtudag í stað klukkan 14 eins
og venja er. Eg á von á því, að
málið verði afgreitt úr neðri deild
á einum degi, en veit ekki, hvað
efri deildarmenn gera. Allt fram-
ferði stjórnarliða og einstakra
ráðherra í kringum þetta mál
hefur lýst miklu virðingarleysi við
viðteknar starfsvenjur á Alþingi.
— Um efnishlið málsins get ég
verið stuttorður á þessu stigi, sagði
Matthías Bjarnason. Svokölluð
verðstöðvunarákvæði ganga út yfir
allt, sem nokkur vinstri stjórn
hefur áður vogað sér að gera. í
raun er gengið þvert á þá starfs-
hætti, sem til dæmis eru tíundaðir
í Ólafslögum, því að ekki á lengur
að taka tillit til hagkvæmni í
rekstri fyrirtækja eða afkomu,
þegar heiðnir þeirra eru afgreiddar
heldur laga sig að einhverri há-
marksreglu, sem ríkisstjórnin set-
ur. Þar með hefur verðlagsráð
verið gert marklaust.
— Ákvæðin um heimild til að
hækka bindiskyldu banka og spari-
sjóða i Seðlabankanum eru aðför
að öllum almennum lánastofnun-
um í landinu. Það er algjört
einsdæmi, að ákvæði séu sett um
bindiskyldu án þess að setja á
hana þak, hún nemur nú 28% af
innlánsfé í bönkum og sparisjóð-
um, sem auk þess verða að kaupa
skuldabréf í þágu ríkisins fyrir 7%
af inlánsaukningu, þannig eru 35%
innlána bundin af ríkinu og stefnt
að því að hækka þetta hlutfall að
geöþótta ríkisstjórnarinnar. Hér
er rangt að farið, endurkaupalán
ættu að flytjast í viðskiptabank-
ana og bindiskyldan að lækka.
— Með heimildinni til ríkis-
stjórnarinnar, að hún megi skera
niður útgjöld um 31 miiljón króna,
er verið að veita henni þriðju slíka
heimildina. Sú fyrsta var veitt með
fjárlögum fyrir 1981, önnur með
bráðabirgðaiögunum um áramótin
og nú er þetta enn endurtekið.
— Að lokum er ástæða til að lýsa
áhyggjum yfir lögbannsákvæðinu í
2. grein frumvarpsins. Með því er
farið inn á nýja og hættulega
braut, þar sem allur réttur er
færður í hendur rikisvaldsins en
einstaklingar og fyrirtæki látin
sæta afarkostum og lögregluvaldi
án þess að þeim sé tryggt, að þeir
geti sætt hlutlægri málsmeðferð
hjá verðlagsyfirvöldum, áður en
lögregla er send á vettvang. Fljót-
virkari framkvæmd yfirvalda að
þessu leyti krefst þess, að þau séu
skuldbundin til aö afgreiða hækk-
unarbeiðnir innan ákveðins tíma.
skapi. Þetta mat hlýtur að vera
mjög erfitt og ég sé ekki annað en að
það leiði tii þess, að Verðlagsráð
verði að fjalla um málin á mun
breiðari grundvelli heldur en verið
hefur," sagði Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, ennfremur.
I ályktun stjórnar Félags ís-
lenzkra iðnrekenda, sem Mbl. barst í
gær segir svo um þetta atriði
frumvarps ríkisstjórnarinnar:
„Upplýst hefur verið að með
ársfjórðungslegum meginmarkmið-
um munu stjórnvöld miða við með-
altalshækkanir. Þetta þýðir að eftir
því sem fleiri opinber fyrirtæki fá
verðhækkun umfram meginmark-
miðið verður minna til skiptanna
fyrir iðnfyrirtæki og þjónustu.
Sama máli gegnir um verðhækkanir
á erlendum iðnaðarvörum, sem
stjórnvöld láta afskiptalausar, að
eftir því sem þær eru meiri fá
innlendar framleiðsluvörur minni
hækkun.“
í Morgunblaðinu í dag eru viðtöl
við nokkra forystumenn í einka- og
opinberum rekstri. Hjá þeim kemur
fram ótti við afleiðingar laga ríkis-
stjórnarinnar, ef samþykkt verða.
Fyrirtækjum sé stefnt í hættu og
þar með atvinnuöryggi og aðeins sé
verið að ýta vandanum á undan sér.
Hjá opinberum fyrirtækjum þýði
minni hækkanir aðeins minni fram-
kvæmdir og lélegri þjónustu.
Sjá ennfremur á bls. 2, 20 ug 21.
Auglýsingar sem birtast eiga í
sunnudagsblaðinu 3. maí þurfa að
hafa borist auglýsingadeildinni
fyrir kl. 18.00 fimmtudaginn 30.
apríl. Auglýsingadeildin er lokuð
1. maí og Morgunblaðið kemur
ekki út laugardaginn 2. maí.