Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 í leikhús eða þá eitthvað út eins og þéttbýlisbúandinn almennt, þá má kannski segja, að það falli allt undir liðinn „aldraðir og sjúkir". En minnst var á barnaefni í upphafi. Ég hef tekið eftir því undanfarið, að börnin á heimilinu, 6, 8 og 11 ára, eru hætt að sitja við þáttinn, sem enn er nefndur Stundin okkar, en er litið orðinn annað en fræðsluþáttur. Meirihluti landsmanna óánægður með efnisval Eitt dæmi um sofandahátt ves- alings embættismannsins er, að árum saman hefur ekki verið sýndur þáttur um „ævintýra"- geimferðir, þótt aragrúi af slikum sé í framboði erlendis, bæði fyrir börn og fullorðna. Vinsældir þarf enginn að efast um hérlendis, eins og sjá má í kvikmyndahúsunum, en það fellur að sjálfsögðu ekki í listasnobbið og náttúruskoðunar- fíkn ráðamanna, sem tröllríður öllu efnisvali. Mikill meirihluti iandsmanna er afar óánægður með efnisval sjónvarps, um það þarf ekki að deila. Umbótum til batnaðar er ekki sinnt, heldur er dagskráin stytt (hver saknar þess?) og afnotagjöld hækkuð, endursýnt efni og unnið sam- kvæmt kerfinu hjá því opinbera, þ.e. meiri kostnaður, minni nýt- ing, og dagskráin þynnt stanz- laust. Éinn fáránleikinn er t.d., að ef unglingum og/eða fullorðnum er boðið að vera við upptökur til fyllingar í myndatöku, þá er þröngvað upp á þá greiðslu fyrir. Eins er um menn, sem koma fram í þáttum, er fjalla um þeirra hjartans mál, þar sem þau fá mikla kynningu. Þeim skal sko greitt fyrir, ekkert múður. Hvers vegna fer engin könnun fram á vegum sjónvarpsins? Það væri ákaflega fróðlegt að fá birt í blöðum sundurliðun úr tölvubókhaldi sjónvarpsins á kostnaði við eftirtalda liði sl. ár: Erl. skemmtiefni, erl. fræðsluefni, innl. skemmtiefni, fréttir með tilheyrandi, innl. fræðslu- og lista- efni, mötuneyti, ferðakostnað, innlendan og erlendan. Fylgja þyrfti með sýningartími hvers kostnaðarliðar miðað við árs- grundvöll. Og að lokum, hvers vegna fer engin könnun fram á vegum sjón- varpsins á hvað því ber að sýna og hvers vegna er fólkið sjálft ekki spurt, hvort það vilji greiða hærri afnotagjöld fyrir betri dagskrá. Viðvíkjandi útvarpinu, þá heyrðist mér þulur benda hlustendum á að dusta ryk af 10 ára gömlum dagskrárkynningum, þær giltu sko á næstunni! Já, það eru víða not íyrir kústinn!" Þessir hringdu . . . Björgunarnet Markúsar hefði dugað I.B. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Fyrir nokkrum dögum varð óhapp á Breiðafirði, er lítill bátur strandaði þar á skeri og fólk var hætt komið, af því að það tók á annan tima að ná í hjálp. Ég er ekki í neinum vafa um það, að þarna hefði björgunarnet Markúsar B. Þorgeirssonar dugað. Ef það hefði verið til staðar, hefði björgunarmaðurinn getað synt með taug í land og dregið síðan fólkið sömu leið í netinu. Gúm- björgunarbátar eru fokdýrir, enda þótt þeir eigi að heita björgunar- tæki, svo að venjulegir trillukarl- ar eða smábátaeigendur hafa fæstir efni á því að veita sér slíkan munað, en björgunarnet Markúsar eru bæði ódýr og fyrirferðarlítil og ættu því að vera um borð í hverri bátsskel sem ýtt er úr vör. Furðulegur seinagangur í bönkunum Hulda Valdimarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er alltaf vön að greiða skuldir mínar á réttum tíma. Fyrir nokkru varð ég fyrir því að lokað var hjá mér símanum vegna skuldar, enda þótt 13 dagar væru liðnir frá því ég greiddi gíróreikn- inginn í banka. Það kom sér afskaplega illa fyrir mig að fá þessa lokun á mig í umrætt skipti. Annað dæmi get ég einnig nefnt um þennan seinagang bankanna, en þá hafði ég greitt ársfjórðungs- gjald af tímariti, sem ég er áskrifandi að. Tveimur mánuðum seinna kom ítrekuð krafa frá þessu tímariti um að ég greiddi áskriftina, og var bankinn því sýnilega ekki enn búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Svona viðskiptahættir á tölvuöld eru að mínum dómi óskiljanlegir. Líka þörf á at- hvarfi fyrir karla Eiginmaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef lesið í blöðunum um ráðagerðir áhugamanna um að koma á fót athvarfi fyrir konur, sem beittar eru ofbeldi á heimilum sínum. Þetta er án efa þörf ráðstöfun, sem vonandi kemst í framkvæmd sem fyrst. En hvers vegna er hér aðeins hugsað um konur? Oft eru karlmenn líka beittir ofbeldi á heimilum, þótt á annan hátt sé. Ég þekki t.d. dæmi þess, að eiginmaður varð að flýja að heiman vegna stöðugra andlegra árása og hótana eiginkonu, jafnvel hótana um að hún skyldi drepa hann, en slíkt andlegt ofbeldi veldur að sjálfsögðu spennu, svefnleysi og óbærilegri líðan, þótt ekki sé beitt handafli. Eina leiðin er þá að flýja, en ekki hafa allir jafngóða aðstöðu til að leita eitt- hvert. Það væri því líka þörf á athvarfi fyrir karlmenn og e.t.v. gæti verið eitt athvarf fyrir bæði kynin. Það væri a.m.k. í anda jafnréttisins. Ég vil beina því til áhugamanna að athuga þetta nán- ar. Markús B. Þorgeirsson í sjóbúð sinni í Hafnarfirði. 45 Hundavinafélag íslands heldur aöalfund sinn í kvöld, fimmtudag kl. 20.30, aö Hótel Esju, 2. hæö, sal 1. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin i Varahiutir ■ íbílvélar Stimplar, slífar og hringir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventilstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Tímahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 MORGUNBLAÐIÐMOR< MORGUNBLAÐIÐMORC MORGUN^LAÐIÐMQ5y MORGU/ MORGl/£ //// Blað- burðar- fólk óskast Austurbær Blönduhlíö Stigahlíö frá 26-97 Vesturbær Skerjafjöröur s/ flugvallar II. Hringið í síma 35408 JMÐMORGUNBLAÐlU ^QMORGUNBLAÐIÐ 8GUNBLAÐIÐ ^NBLAÐIÐ LAOIÐ fBLAÐIÐ VLAOIÐ ^aðið Uðið Vðið hDIÐ SBLAÐIÐ N_aðio jOIÐ )IÐ f.AD\D )IÐ >IÐ |OIÐ kOIÐ MORGUNBLADIOMl> , (NBLADIDMi 5Í_mOIO [jBLAÐIÐ 5LAOIO (IBLAÐIÐ ONBLAOIÐ ^ /&UNBLAÐIÐ GUNBLAÐIO GUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.