Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 25 r eftir Havel og Kohout i Rithöfundurinn Stanek, sem er í náö hjá stjórnvöldum, tekur á móti andófsrithöfundinum Vanek, gömlum baráttufólaga. (Erlingur Gísla- son og Rúrik Haraldsson. Leikstjóri þáttanna er Helgi Skúlason.) í leikhúsmóti í Vínvegna verks eftir Havel leikhúsmóti í Vínarborg, þar sem ein þátttökuþjóöin kom meö verk eftir Havel. Havel og Kohout eru báöir í hópi baráttumanna fyrir mannréttindum í Tékkóslóvakíu og þeir hafa ásak- aö þjóö sína fyrir aö hafa gleymt því ofbeldi sem hún sætti vorið 1968 og gerir enn. Sýningin hér ber heitiö „Haustiö í Prag“ og er hér um einstakt tækifæri aö ræða til þess aö kynnast verkum eftir tvo kunna andófshöfunda í Austur-Evrópu. Cech verkfræöingur: Hvorn á aó setja á kynbótastöð, herra Vanek eða hundinn hans? Á hundaleyfisskrifstofunni: Andófs- rithöfundurinn Vanek er dreginn inn fyrir afgreiðsluborð á meðan starfsfólkið bollaleggur hvort hægt sé að hjálpa hundum slíkra manna. (F.v.: Valur Gíslason, Guðrún Stephensen, Tinna Gunnlaugsdótt- ir, Rúrik Haraldsson og Helga Bach- mann.) um verðlagsmálin: - þegar ekki er höggvið að rótum verð- bólgumeinsins verðbólga sem um getur i íslandssög- unni, að því er ég held, á sér stað í kjölfar verðstöðvunar. Fyrst verð- stöðvunar sem sett var á í lok ársins 1978 og ítrekuð að vissu leyti með lögum nr. 13 frá 1979 og enn ítrekuð með bráðabirgðalögum á gamlárs- degi. Verðstöðvun — nafnið tómt Sannleikurinn er sá, að þessi saga, þessi verðbólgusaga síðustu tveggja ára, sýnir mönnum að verðstöðvun er ekkert nema nafnið tómt. Að það er tilgangslaust að setja í lög, að ekki megi hækka verð á vöru eða þjónustu, ef rætur verðbólgumeinsins eru til staðar eins og verið hefur einkum og sér í lagi þegar vinstri stjórnir ráða ríkjum hér á landi. En við munum það líka, að í kjölfar verðlagskafla stjórnarsáttmálans þá var gerð tilraun til þess af hálfu ríkisstjórnar að setja reglugerð, þar sem ákveðið yrði um ársfjórðungs- legar hækkunarviðmiðanir. En ríkis- stjórnin gafst upp á útgáfu þeirrar regiugerðar vegna þess, að verðlags- ráð m.a. og ýmsir góðir menn bentu ríkisstjórninni á, að hún hefði ekki stoð í lögum fyrir slíkri útgáfu reglugerðar. Og sannleikurinn er auðvitað sá, að það er ekki unnt fyrir ríkisstjórn að setja slík meginmark- mið nema brjóta í bága við þá reglu að miða skuli verðhækkunarbeiðnir við afkomu vel rekinna fyrirtækja. Það kann að vera tilgangurinn með þessu ákvæði 1. gr. frv. að afla heimildar, lagaheimildar, sem reglu- gerðarútgáfa byggðist á. En þá er líka ástæða til þess að spyrja, og það er ástæða til að krefja svars við þeirri spurningu: Hvaða ársfjórð- ungsleg meginmarkmið í verðlags- málum hefur ríkisstjórnin ákveðið eða hefur í huga á þessu stigi málsins? Ríkisstjórnin hefur haft nægilegan tíma til þess að glöggva sig á því máli. Hún setti slík ársfjórðungsleg mörk á sl. ári, sem hún stóð ekki við. Hún boðaði í efnahagsáætlun sinni á gamlársdag, að slík tímamörk og viðmiðunarmörk yrðu sett á næstu mánuðum. Og raunar boðaði hún það í stjórnarsáttmála að það yrði gert tímanlega fyrir árið 1981. Ríkis- stjórnin getur ekki afsakað sig með því, að hún hafi ekki gert sér þessa grein. Og það verður að krefjast þess, að svar við þessari spurningu sé fyrir hendi áður en þessi iagaheimild er veitt. Það er svo efni 1. gr. að leyfi til verðhækkana innan þeirra marka sem ríkisstjórnin setur hverju sinni, tekur gildi með samþykkt viðkom- andi verðlagsyfirvalda og staðfest- ingu viðskiptaráðherra. Nú er auðvit- að með þessum hætti verið að taka vald úr hendi verðlagsráðs og sam- keppnisnefndar í raun, samkvæmt lögum, þar sem hendur þeirra eru bundnar, hvað sem liður afkomu vel rekinna fyrirtækja. Og það er í raun og veru bæði snuð og svipa, sem sett er í og á viðskiptaráðherra með þessu ákvæði, að hann megi stimpla verð- hækkanir innan vissra takmarka til þess væntanlega að félagar hans í Alþýðubandalaginu geti kennt hon- um um of miklar hækkanir innan þeirrar viðmiðunar, sem e.t.v. verður sett. Og hins vegar er svipan sett á ráðherrann af hálfu Alþýðubanda- lagsmanna með því að treysta honum ekki fyrir þessari staðfestingu alfar- ið, heldur að áskilja ríkisstjórninni þann rétt, að ef undantekningar eru gerðar og hækkanir leyfðar umfram það, sem viðmiðunarmörkin segja til um. Og þar hefur, eins og kunnugt er Alþýðubandalagið neitunarvald sam- kvæmt þeim samningi, sem gerður hefur verið og nú er opinber orðinn um neitunarvaid eins stjórnaraðila varðandi afgreiðslu mála. Það er ljóst að í 1. gr. er heimild til þess að sitja á rökstuddum verð- hækkunarbeiðnum í trássi við önnur ákvæði laga og umfram allt í trássi við stjórnarskrárákvæði í þessari grein, og miðað við reynslu af fram- kvæmd verðstöðvunar, t.d. síðustu mánuði, telst að um eignaupptöku getur verið að ræða. Það er ekki að furða, þótt Alþýðubandalagsmenn, kommúnistar, standi að slíkri laga- setningu sem þessari, sem veikir rekstur fyrirtækja og atvinnuvegina í landinu og færir völd yfir verðlagi og afkomu þeirra til stjornvalda. Það er ekki nema von, að kommúnistar velji sér slíka leið. Það hafa þeir gert bæði meðal vestrænna ríkja, þar sem þeir hafa nú yfirhöfuð að vísu ekki nein áhrif, en einkum í ríkjum austan tjalds með þeirri afleiðingu, sem við sjáum í Póllandi og annars staðar í þeim ríkjum, sem njóta náðarsólar sósíalismans innan gæsalappa. Ný leið — lögbann Það er svo rétt að víkja að því, að í 2. gr. þessa frv. er farin algjörlega ný leið varðandi framkvæmd fyrirmæla verðlagsyfirvalda, þar sem verðlags- yfirvöldum er heimilt að krefjast þess, að fógeti leggi lögbann við byrjuðu eða yfirvofandi broti á fyrir- mælum verðlagsyfirvalda, og beinlín- is tekið fram að ákvæði 3. kafla laga nr. 18 frá 22. mars 1949 um kyrrsetn- ingu og lögbann, taki og til lögbanna samkvæmt þessari grein eftir því sem við á. Það er fróðlegt að glöggva sig á því hvað felst í þessum 3. kafla lögbannslaganna. í þessum 3. kafla laganna um kyrrsetningu og lögbann eru einkum ákvæði um réttarfar og framkvæmd kyrrsetningar og lög- banns. Vísað er til ákvæða í lögunum um skilyrði fyrir tryggingum gerðar- beiðenda, vörslusviptingu vegna kyrrsetningar, varðveisluskyldu gerðarþola á kyrrsettum munum og skyldu gerðarbeiðenda til málshöfð- unar innan viku frá því að það var lagt á. í 26. gr. laganna, sem er 1. gr. 3. kafla segir: „Lögbann má leggja við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn einstaklings eða fyrirsvarsmanns félags eða stofn- unar, er raskar eða raska myndi með ólögmætum hætti rétti gerðarbeið- enda.“ Seinni hluti 26. gr. er svohljóðandi: „Við athöfn þeirra, er fara með framkvæmdarvald ríkis eða sveitar- félaga, má undir sama skilorði beita lögbanni ef athöfn varðar meðferð einstaklingsréttinda eða banna skal athöfn í þágu einstaks manns, enda eigi dómstólar úrlausn málsins ef telja má aðila fara út fyrir valdsvið sitt.“ Fyrri málsgrein greinarinnar er hin hefðbundna skilgreining á lög- banni og upptalning þeirra skilyrða sem vera þurfa fyrir hendi til þess að lögbanni verði beitt. í fyrsta lagi þarf að vera um að ræða byrjaða eða yfirvofandi athöfn einstaklings eða fyrirsvarsmanns félags eða stofnun- ar. I öðru lagi verður þessi athöfn þegar að hafa raskað eða vera líkleg til að raska með ólögmætum hætti rétt gerðarbeiðanda. Við úrlausn dómstóla í sambandi við réttmæti lögbanns eru vanalega tveir síðast- töldu þættirnir, ólögmæti athafnar- innar og réttur gerðarbeiðanda, úr- slitaatriði. I staðfestingu á máli þvi sem höfða þarf vegna lögbannsins er síðan skorið úr um, hvort gerðarbeið- andi hafi rétt, sem raskað hafi verið með ólögmætum hætti af gerðarþola. í 30. gr. 3. kaflans segir: „Skylt er lögreglumönnum að veita aðstoð sína til þess að halda uppi lögbanni, enda er þeim rétt að beita valdi því til varnar ef með þarf." I Hættulegt og vítavert fordæmi Hér er sem sagt farið inn á leið fógetaaðgerða og lögregluaðgerða. Hér er farið hættulega inn á leið lögregluríkis, og það vakna ýmsar spurningar varðandi slíka fram- kvæmd. Það er t.d. ekki ljóst, hvort fógetar hafa úrskurðarvald um það, hvort efnisskilyrðum hafi verið full- nægt við ákvörðun verðákvörðunar. Og ef svo er ekki, þá er beinlínis engin vöm fyrir þá, sem eiga undir högg að sækja hjá verðlagsyfirvöld- um, heldur er hér enn verið að fylgja eftir eignaupptöku í trássi við stjórn- arskrá okkar. Eignarrétturinn er án efa einhver mikilvægasti réttur, þar sem hann er ekki eingöngu forsenda fyrir fjárhagslegu sjálfstæði, heldur, eins og reynslan sýnir meðal annarra þjóða, forsenda fyrir andlegu frelsi og lýðræði og þingræði í landinu. Það er ekki nema von, að kommúnistar vilji eignarréttinn feigan og þrengja að honum á alla vegu, en það verður hins vegar að láta í ljós mikla undrun, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, að eignarréttarmenn eins og sjálfstæðismenn og framsóknar- menn, láti hafi sig að verkfæri kommúnista í þessu skyni, að grafa undan eignarrétti og þar með lýðræði í landinu. Hér er um nýmæli að ræða að því er ég hygg hvað réttarfar verðlags- mála snertir. Og ég bendi á, að í lögum nú þá er gert ráð fyrir því, að með verðlagsmál verði farið að hætti opinberra mála. og við brotum á verðlagslögum og ákvæðum laga þar að lútandi liggja bæði sektir og upptaka ólöglegs ágóða. Það má og beita varðhaldi eða fangelsi. Það er talað um, að hraðað skuli eftir föngum meðferð mála vegna brota á lögum þessum, og frekari aðgerða ætti ekki að vera þörf. Sannleikurinn er sá að lögbannsað- gerðir eru fyrst og fremst réttlættar með því að vernda rétt sem ella færi forgörðum ef ekki væri aðhafst í tíma. En í verðlagsmálum er ljóst að réttur hins opinbera fer ekki forgörð- um þótt það taki nokkra daga eða vikur lengur að afgreiða þau mál fyrir dómstólum. Þess vegna er hér um fordæmi að ræða í 2. gr., sem er mjög vítavert og hættulegt og leiðir okkur inn á braut lögregluríkis. Við því verður að vara. Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að slíku ákvæði fylgi nokkrir þeir menn sem aðhyllst hafa hugsjónir Sjálfstæðisflokksins. gslaust að banna ‘kkanir með lögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.