Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FlMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 flfatgitstMftMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. V erðlagsmálastef na Alþýðubandalagsins r AÁ 11 árum viðreisnarstjórnarinnar, 1959—1971, ríkti stöðugleiki og jafnvægi í íslenzkum efnahagsmálum og verðlagsþróun var mjög hæg, miðað við það sem síðar varð, eða vel innan við 10% verðbólguvöxtur að meðaltali á ári. Óðaverðbólgan hóf hinsvegar innreið sína í íslenzkan þjóðarbúskap á tímum vinstri stjórnarinnar 1971—1973, sem skildi eftir sig rúmlega 50% verðbólguvöxt. Allar götur síðan hefur óðaverðbólga verið fastur fylgifiskur og helzta vandamál íslenzks efnahagslífs, þó tækist að ná henni verulega niður, eða í 26%, á miðju ári 1977. Séríslenzk óðaverðbólga hefur haft tvo fasta fylgifiska síðastliðinn áratug: „verðstöðvunina" og „efnahagsstefnu" Alþýðubandalagsins, sem átt hefur aðild að þremur ríkisstjórnum á þessu tímabili. Áhrif þess, innan stjórnar og utan, hafa ráðið meiru um, hve illa hefur tekizt til um verðlagsþróun hérlendis en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Hvarvetna í V-Evrópu og N-Ameríku, þar sem verðbólga hefur verið mjög hæg, miðað við verðþróun hér, jafnvel nær engin eins og í V-Þýzkalandi og Sviss, hefur „verðstöðvun" verið kastað fyrir róða, en frjáls verðlagning, sölusamkeppni og þroskað neytendaverðskyn látið ráða ferð. Við höfum því tvenns konar samanburð tiltækan. I fyrsta lagi samanburð á heimavettvangi milli áratugs viðreisnar og áratugs vinstri stjórna, sem talar skýru máli um áhrif „verðstöðvunar". í annan stað samanburð milli „verðstöðvunar" hér síðastliðin ár og gagnstæðrar verðstýringar í vestrænum velmegunarríkjum. Núverandi ríkisstjórn heldur ótrauð áfram verðlagshaftastefnu Alþýðubandalagsins. Hún hefur lagt fram frumvarp um framlengingu gildandi verðlagshafta, sem að vísu er laust í reipum og svo lopakennt að teygja má í allar áttir í framkvæmd. Þar er talað um ársfjórðungsleg meginmarkmið í verðlagsmálum en látið hjá líða að skilgreina, hver þau eru, eins og þó var gert í stjórnarsáttmálanum varðandi liðið ár, en þau mörk fóru öll úr böndum eins og kunnugt er. Það er talað um aukna bindiskyldu lánastofnana, jafnvel mismunandi bindiskyldu einstakra lánastofnana, án þess að tiltaka, hver bindiskyldan skuli vera eða hvern veg hugsanlegri mismunun lánastofnana skuli háttað. Það er talað um heimild til niðurskurðar ríkisútgjalda, þrátt fyrir það að slíkar heimildir hafi verið fyrir hendi í fjárlögum og raunar ótakmörkuð heimild í gamlárskveldslögunum, sem ekki hafa verið nýttar. Hve mikill, hvar og hvernig niðurskuður skuli framkvæmdur er ekki stakt orð um í frumvarpinu, enda líklegast að um öll þessi atriði sé enn ekki samkomulag í ríkisstjórninni. Ákvæðið um lögbanns- og fógetaaðgerðir hefur vakið mikla athygli, enda nýmæli að því er varðar réttarfar verðlagsmála. Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði um þetta efni í þingræðu, að lögbannsaðgerðir væru fyrst og fremst réttlættar með því að vernda rétt, sem ella færi forgörðum, ef ekki væri aðhafst í tíma. Réttur hins opinbera í verðlagsmálum færi hinsvegar ekki forgörðum þótt daga eða vikur tæki að afgreiða mál fyrir dómstólum. Hér væri verið að stíga skref í átt til lögregluríkis, enda ljóst, hverjir réðu ferð. Og spyrja má, hver verða næstu skref, máske húsleitarheimildir? Forstöðumenn atvinnurekstrar eru svartsýnir á efnisatriði þessa stjórnarfrumvarps eins og fram kemur í fjölda viðtala í Mbl. í gær. Verðstöðvun framleiðslu og þjónustu á tímum örra tilkostnaðarhækk- ana geti leitt til óviðráðanlegs hallarekstrar, skuldasöfnunar með tilheyrandi lánakostnaði, samdráttar og jafnvel stöðvunar hjá fyrir- tækjum. Forstjóri Iðnaðardeildar SÍS segir „vonlaust að vera með fast verð á heimamarkaði þegar allur tilkostnaður hækkar" og forstjóri Eimskips segir að taprekstur, sem stjórnvöld þvingi fram, leiði einungis til enn meiri verðhækkana þegar þær loksins náist fram. Þetta segir sig sjálft í ljósi þess að lánakostnaður vegna hallareksturs eykur enn á tilkostnað og verðhækkunarþörf. Það hefur tekið ríkisstjórnina heila fjóra mánuði að berja saman efnahagsfrumvarp, sem vekur fleiri spurningar en það svarar. Það berar fyrst og fremst samstöðuleysi og ráðleysi ríkisstjórnarinnar. Þess er síðan krafizt að Alþingi afgreiði það á tveimur dögum, þó að margháttaðar upplýsingar skorti. Málsmeðferðin er því í samræmi við innihaldið, í hæsta máta óvenjuleg og aðfinnsluverð. Afkoma ríkissjóðs 1980 Iskýrslu fjármálaráðherra um afkomu ríkissjóðs 1980 kemur m.a. fram að gjöld ríkissjóðs hafi farið 2765 m. gkr. fram úr tekjum hans í stað þess að fjárlög gerðu ráð fyrir 2973 m. gkr. tekjuafgangi. Niðurstaðan er því um 5700 m. gkr. lakari en fjárlög ársins 1980 gerðu ráð fyrir. Fjármálaráðherra gaf m.a. þá skýringu á þessari löku útkomu að fjárlög ársins hefðu verið miðuð við 42% hækkun launavísitölu, sem hefði reynzt 51%, og 46% almenna verðlagshækkun, sem hefði orðið 58%. Með þessum orðum staðfestir ráðherrann í raun gagnrýni stjórnarandstöðu á fjárlagagerð fyrir liðið ár. Þá kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra að lántökur stjórnvalda 1980 hafi numið 80.300 m. gkr. og farið 4.300 m. gkr. fram úr heimildum lánsfjáráætlunar þess árs. Heildarútgjöld ríkissjóðs 1980 námu 27,9% af vergri þjóðarfram- leiðslu en vóru 21,8% 1970. Sá hlutur sem ríkið tekur til sín af þjóðartekjunum hefur því vaxið verulega, á kostnað atvinnuvega og almennings, þennan áratug vinstri áhrifa í íslenzkri löggjöf og stjórnsýslu. Einþáttungui Stanek horfist í augu viö örlaga- ríkt uppgjör: Á hann að undirrita mótmælaskjal og fyrirgera um leið þægilegri stöðu? Annar höfundurini í fangelsi - hinn í útlegc Sovétmenn og Tékkar hættu þátttöku ÞJÓOLEIKHÚSIO sýnir um þessar mundir tvo nýja einþáttunga frá Tékkóslóvakíu, eftir þá Vatslav Havel og Pavel Kohout. Gera má ráö fyrir aö sýningum fari aö fækka og því kunna aö vera síöustu forvöö aö sjá þessa sýningu. Þessum tveimur einþáttungum var smyglaö frá Tékkóslóvakíu en annar höfund- urinn, Vatslav Havel, situr í fangelsi í heimalandi sínu fyrir skrif sín og hinn höfundurinn, Pavel Kohout, er nú í útlegö í Vín og skrifar þar. Fyrir nokkrum dögum geröust þau tíö- indi aö bæöi Sovétmenn og Tékkar hættu viö þátttöku í alþjóðlegu Hér fer á eftir sá kafli úr ræðu Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við umræður um efnahags- frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem f jallaði um verðlagsmál- in sérstaklega: Við höfum búið við verðstöðvun í meira en áratug, svo að það þurfti ekki að afla frekari heimildar um verðstöðvun eins og gert var með bráðabirgðalögum á gamlárskvöld. Spurningin er sú, hvort breytt fyrir- komuiag á verðstöðvun samkv. frv. því sem nú er hér til umræðu, sé efnisbreyting. Að mínu áliti er svo ekki. Ef nokkuð er, þá er hér um herðingu verðstöðvunar að ræða, og hún í raun og veru framkvæmd, eða ætlunin er að hún verði framkvæmd með langtum harðsvíraðri hætti heldur en þó hefur orðið raun síðustu fjóra mánuði eða áður þann áratug sem verðstöðvun hefur verið í gildi. Forsætisráðherra gerði að vísu því skóna, að verðstöðvun síðustu fjóra mánuði hefði orðið til mikils gagns og stöðvað verðhækkanir. Ég vil minna á, að þessi verðstöðvun hefur í raun og veru ekki borið nafn með rentu, þvert á móti hafa verðhækkanir flætt yfir og það sem verra er, að bak við þá stíflu, sem þetta ákvæði kann að hafa byggt að einhverju leyti, bíða fjölmargar verðhækkanir, sem óhjákvæmilegt er að taka til af- greiðslu, þannig að ljóst er að verð- bólgualdan er í fullum gangi. Það kemur og fram í ummælum sem höfð eru eftir Svavari Gestssyni, í Morg- unblaðinu í morgun, en þar segir svo: „Um árabil hefur verið verðstöðv- un í Iandinu, samt sem áður hefur það verið rangnefni. Verðstöðvun hefur verið óvenjulega ströng undan- farið, en við viðurkennum að hækk- ana er þörf á siíkum verðþenslutím- um sem við búum við og það þýðir ekki að loka augunum fyrir því.“ Þetta voru orð Svavars Gestssonar, sem að þessu leyti sýnist vera raunsærri heldur en forsætisráð- herra. Ég varpaði fram þeirri spurningu, hvort að tilhögun verðstöðvunar samkv. þessum lögum væri til bóta eða ekki og hvað væri í raun og veru fólgið í þeirri tilhögun. Það er í fyrsta lagi sagt, að ekki megi hækka verð vöru eða þjónustu eða endurgjald fyrir afnot af fasteign eða lausafé nema brýn nauðsyn krefji og með samþykki réttra yfirvalda. Nú er auðvitað sú spurning hvað rétt yfir- völd telja brýna nauðsyn. Við höfum í Iögum um verðlag, samkeppnishöml- ur og óréttmæta viðskiptahætti með þeirri breytingu sem gerð var á þeim með svokölluðum Ólafslögum nr. 13 frá 1979, þetta ákvæði í 12. gr.: „Verðákvarðanir skulu miðaðar við afkomu fyrirtækja sem rekin eru á tæknilega og fjárhagslega hagkvæm- an hátt og nýta eðlilega afkastagetu.“ Meiri er nú leiðbeiningin ekki, en það var frekari leiðbeining um, hvernig túlka skyldi þetta ákvæði „numin úr gildi“ þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar tók ,við völdum og hefur það ákvæði ekki verið sett inn í lög að nýju, sem var í 12. gr. laga um verðlagssamkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem sett var vorið 1978, 16. maí 1978. En þar var enn fremur komist svo að orði: „Verð og álagningu má ekki ákvarða lægri en svo, að fyrirtæki þeirrar tegundar, er í 1. málsgrein getur, þ.e. fyrirtæki sem rekin eru á tæknilega og fjárhagslega hagkvæm- an hátt og nýta eölilega afkastagetu, að slík fyrirtæki fái greiddan nauð- synlegan kostnað við innkaup eða endurinnkaup vöru, framleiðslu, að- flutning, sölu, flutning ásamt af- skriftum svo og sanngjarnan hreinan hagnað þegar tekið er tillit til áhættunnar við framleiðslu vörunnar og sölu.“ Þótt þessi viðbótarskýring hafi verið felld úr lögum, þá er leiðbein- ingin „að verðákvarðanir skuli mið- aðar við afkomu fyrirtækja, sem rekin eru á tæknilega og fjárhagslega hagkvæman hátt og nýti eðlilega afkastagetu" enn við lýði, og það verður að líta svo á, hvað sem hefur liðið framkvæmd verðstöðvunar síð- ustu fjóra mánuði og raunar um lengri tíma, að það sé skylda að taka til greina verðhækkunarbeiðnir slíkra fyrirtækja. Og í því felist skilgreining á því hvað teljist brýn nauðsyn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samkvæmt orðalagi 1. gr. þess frv. er við ræðum nú, því að áfram er haldið, og sagt: „Miða skal verðlagsákvarð- anir við ársfjórðungsleg meginmark- mið í verðlagsmálum sem ríkisstjórn- in ákveður á hverjum tíma.“ Niðurtalning í stjórnarsáttmála Nú vakna upp í minni manna ákvæði í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar, sem framsóknarmenn hafa einkum eignað sér, það eru svokölluð niðurtalningarákvæði. En það er þess virði að rifja raunar upp nokkur ákvæði í verðlagsmálakafla þeirrar stjórnar sem settist að völd- um fyrir nær fimmtán mánuðum. Þar segir svo: „Til þess að draga úr verðbólgu verði beitt eftirgreindum ráðstöfun- um í verðlagsmálum: 1. Verðhækkunum á þeim vörum og þjónustu, sem verðlagsráð fjallar um, verði sett eftirgreind efri mörk árs- fjórðungslega á árinu 1980. Til 1. maí skuli mörkin vera 8%, til 1. ágúst 7%, og loks til 1. nóv. 5%. Á árinu 1981 verði ákveðin tímasett mörk í sam- ræmi við markmið um hjöðnun verð- bólgu. Um verðhækkanir af erlendum uppruna, sem ekki rúmast innan Geir Hallgrímsson Tilgan verðha ofangreindra marka að mati verð- lagsráðs, setur ríkisstjórnin sérstak- ar reglur. Þessar sérstöku reglur hafi ekki áhrif á gildandi ákvæði um útreikning kaupgjaldsvísitölu. 2. Verðhækkanir á búvöru fylgi samskonar reglum, enda verði niður- greiðslur ákveðnar sem fast hlutfall af útsöluverði árin 1980 og 1981. 3. Fyrir maí/júní 1980 skulu af- greiddar sérstaklega hækkunarbeiðn- ir fyrirtækja og stofnana, sem nauð- synlegar kunna að teljast til þess að verðbreytingar slíkra aðila geti síðan faliið innan þess ramma sem fram- angreind mörk setja." Það er ástæðulaust að rifja frekari ákvæði í stjórnarsáttmálanum varð- andi verðlagsmál upp, en því frekari ástæða tii að benda á hvernig farið hefur um efndir þessa verðlagsmála- kafla, en í kjölfar hans voru samin fjárlög sem gengu út frá verðbólgu- hækkun um 30% á síðasta ári, eða rétt rúmlega það. Menn vita, að það var ekki staðið við þessa niðurtaln- ingu. Og verðbólgan, í stað þess að vera 30% eða þar um bil, var tvöfalt hærri eða nærfellt 60%, eða sú sama og hafði verið árið áður. Og það er ákaflega merkilegt rannsóknarefni, svo að það orðalag sé notað að kanna, hvernig á því stendur að mesta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.