Morgunblaðið - 10.11.1981, Qupperneq 1
253. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
AP-símamynd.
Páll páfi II. ásamt yfirinanni kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, Jozef Glemp, og erkibiskupnum af Kraká,
Franciszek Marcharski þegar vígt var nýtt hús fyrir pólska pílagríma í Róm sl. sunnudag.
Væntanlegar viðræður Samstöðu og pólskra stjórnvalda:
Róttækar tillögur
í þjóðfélagsmálum
Varsjá, 9. nóv. AP.
LKIDTOGAR Samstöðu kynntu í dag þau mál, sem þeir ætla aÓ leggja mesta
áhcrslu á í væntanlegum viðræðum við pólsk stjórnvöld. Kröfurnar eru í sex
liðum og ná til „allra helstu vandamálanna í pólsku þjóðlífi" að þeirra sögn.
Háttsettur embættismaður í fjármálaráðuneytinu pólska fór í dag til Wash-
ington til viðræðna um hugsanlega aðild Pólverja að Alþjóðagjaldeyrisvara-
sjóðnum.
Miðstjórn Samstöðu sat á fundi
í allan dag og að honum loknum
var kynnt innihald bréfs, sem sent
hefur verið stjórnvöldum vegna
fyrirhugaðra viðræðna við þau.
Þar er lagt til, að eftirfarandi mál
verði tekin til umræðu: Frjáls að-
gangur Samstöðu að pólskum fjöl-
miðlum, að kosningar til sveitar-
stjórna verði frjálsar, að dóms-
valdið verði óháð ríkisvaldinu,
myndun þjóðarráðs til að fást við
efnahagsleg og þjóðfélagsleg
vandamál, efnahagsumbætur, um-
bætur í verðlagsmálum og bætur
til láglaunafólks. Miðstjórnin
lagði ennfremur áherslu á og tók
undir þau ummæli Walesa í fyrri
viku, að verkamenn væru reiðu-
búnir að gera einhverjar tilslak-
anir í viðræðunum við stjórnvöld.
Pólska stjórnin lagði í dag
blessun sína yfir „árangurinn" af
fundi Walesa, Jaruzelskis forsæt-
isráðherra og Jozefs Glemps, erki-
biskups, sem haldinn var í síðustu
viku og tók einnig vel í þær tillög-
ur Samstöðu, að verkamenn yrðu
hafðir með í ráðum við setningu
laga og reglugerða. Hins vegar
létu fulltrúar stjórnarinnar sig
vanta í dag þegar undirrita átti
samkomulag, sem náðist um helg-
ina og bundið hefði enda á 19 daga
gamalt verkfall 150.000 manna í
héraðinu Zielona Gora.
Háttsettur embættismaður í
pólska fjármálaráðuneytinu fór í
dag til Washington og mun ræða
þar um enduraðild Pólverja að Al-
þjóðagjaldeyrisvarasjóðnum en
þeir sögðu sig úr honum á sjötta
áratugnum að kröfu Rússa og
gerðust aðilar að Comecon, efna-
hagsbandalagi Austur-Evrópu-
ríkjanna. Aðild að Alþjóðagjald-
eyrisvarasjóðnum gæti auðveldað
Pólverjum frekari lántökur og
gert þeim kleift að standa í skilum
með þau sem fyrir eru.
Afleiðingarnar af strandi rússneska kafbátsins:
Danir vilja endurmeta
stöðuna í varnarmálum
Kaupmannahörn, 9. nóvpmbi'r. AP.
POIIL Sögaard, varnarmálaráðherra Dana, fagnaði í gær þeim kröfum
stjórnarandstöðunnar, að varnarmálastefnan yrði endurskoðuð með tilliti til
þeirra nýju upplýsinga, að Sovétmcnn hefðu mikinn flota kafbáta búinn
kjarnorkuvopnum í Eystrasalti.
Sögaard sagði, að vegna strands
rússneska kafbátsins í Svíþjóð og
þeirra upplýsinga, sem fram hefðu
komið í kjölfar þess, væri nauð-
synlegt fyrir Dani að endurmeta
stefnuna í varnarmálum og huga
nánar að því á hvaða atriði bæri
að leggja mesta áherslu. Hann
vildi ekki fjalla um þessi mál í
smáatriðum að svo komnu en
kvaðst reiðubúinn að ræða þau
frekar á fundi varnarmálanefndar
danska þingsins í næstu viku.
Arne Christiansen, talsmaður
Venstre-flokksins í varnarmálum,
sagði að ein af þeim leiðum, sem
Danir þyrftu að fara, væri að flýta
smíði nýrra kafbáta fyrir danska
sjóherinn og herða eftirlitið á
Eystrasalti. Þessi tillaga Christi-
ansens hefur fengið góðar undir-
tektir innan annarra danskra
stjórnmálaflokka, sem hafa
ákveðið að auka útgjöldin til varn-
armála um 2% umfram verðbólg-
una næstu þrjú árin.
Talsmenn sumra flokka á
danska þinginu vilja auka útgjöld-
in til varnarmála enn frekar en
ekki er talið, að stjórnin sé tilbúin
til þess. Danir eiga nú aðeins tvo
kafbáta af nýjustu gerð og lagði
Christiansen áherslu á, að þeir
mættu ekki vera færri en sex ef
Danir ættu að geta gegnt skyldu
sinni við að gæta vestri hluta
Eystrasaltsins.
Erfið stjórnar-
myndun í Belgíu
Briissol, 9. nóv. AP.
ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Belgíu í gær, sunnudag, og eru úrslitin þau
helst, að flokkar hægra megin við miðju og umhvernsverndarmenn hafa
bætt verulega við sig og einkum á kostnað kristilegra demókrata. Sósíalistar
bættu lítillega við sig og standa nú jafnfætis kristilegum dcmókrötum að
þingmannatölu. Þrátt fyrir allnokkrar tilfærslur á milli flokka virðist sama
staðan vera upp í belgískum stjórnmálum og er búist við erfiðri stjórnar
myndun
P'lokkur kristilegra demókrata
beið mestan ósigur í kosningunum
og jafnt meðal flæmskumælandi
sem frönskumælandi Belga. Þing-
mannatala flokksins er nú 61 en
var áður 82. íhaldsflokkurinn
bætti við sig 15 þingsætum og hef-
ur nú 52 og sósíalistar fengu 61
þingmann, þremur fleiri en í síð-
ustu kosningum. Flokkar til
vinstri við sósíalista töpuðu miklu
fylgi. Mikla athygli vekur fram-
gangur umhverfisverndarmanna,
sem nú fengu fjóra menn kjörna
en höfðu engan áður.
Mark Eyskens, forsætisráð-
herra fráfarandi stjórnar, sagði í
dag, að hann sæi fram á erfiðleika
við myndun nýrrar stjórnar. „Við
horfum fram á gífurlega erfið-
leika,“ sagði hann og vitnaði til
ástandsins í þjóðmálum, methalla
í þjóðarbúskapnum, minnkandi
framleiðslu og sívaxandi atvinnu-
leysis, sem nú er eitthvað það
mesta, sem gerist í aðildarlöndum
Efnahagsbandalagsins eða 12,8%.
Fráfarandi stjórn, sem var sam-
stjórn kristilegra demókrata og
sósíalista, féll vegna ágreinings
um aðstoð við belgíska stáliðnað-
inn, sem er í miklum þrengingum.
Hún var sjötta stjórnin frá því í
kosningunum 1978 og sú 31. frá
stríðslokum. Á belgíska þinginu
sitja 212 menn og þarf minnst
stuðning 107 til stjórnarmyndun-
ar. Willy Claes, efnahagsmála-
ráðherra sósíalista í fráfarandi
stjórn, sagði í dag, að samstjórn
íhaldsmanna og sósíalista væri
ekki ólíkleg svo fremi þeir fyrr-
nefndu drægju nokkuð í land mið-
að við yfirlýsingar þeirra í kosn-
ingabaráttunni, en þessa flokka
greinir mjög á um það hvaða tök-
um skuli taka efnahagsvandann
og atvinnuleysið í landinu.
14. skákin:
Karpov með
unna stöðu
Merano, 9. nóvember.
FJÓRTÁNDA skákin í heims-
meistaraeinvíginu milli þeirra
Anatoly Karpovs og Viktor
Korchnois fór í bið í dag eftir
46. leik og er Korchnoi með
tapaða stöðu að flestra mati.
Skákin verður tefld áfram á
morgun og ef Karpov vinnur
eins og víst er talið, þarf hann
ekki nema einn vinning enn til
sigurs í einvíginu. Fimmtánda
skákin verður tefld næstkom-
andi fimmtudag.
Sjá nánar á bls. 47.
Prinsessan í Lux-
emborg trúlofast
Luxemborg, 9. nóvember. AP.
MARIE-ASTRID prinsessa af Luxemborg, sem eitt sinn var orðuð við
Karl Bretaprins, giftist ('hristian af Habsburg-Lothringen, erkihertoga af
Austurríki, 6. febrúar samkvæmt
hirðinni í Luxemborg í dag.
Brúðkaupið fer fram í Lux-
emborg. Marie-Astrid er elzta
dóttir Jean stórhertoga og Kar-
lottu stórhertogafrúar. Tilvon-
andi eiginmaður hennar er
bankastjóri í Brussel. Þau eru
bæði 27 ára gömul.
Unnusti prinsessunnar er son-
arsonur Karls keisara, síðasta
Habsborgarkeisarans í Austur-
ríki. Þar sem aðalsnafnbætur
hafa verið afnumdar í Austur-
tilkynningu um trúlofun þeirra frá
ríki kallar hann sig aðeins „erki-
hertoga af Austurríki" í Belgíu
þar sem hann býr. Hann fór í
fyrsta sinn í heimsókn til Aust-
urríkis fyrr á þessu ári.
í tilkynningunni um trúlofun-
ina er hann kallaður „hans keis-
aralega og konunglega hátign
Kristján af Habsburg-Lothring-
en“, en hann er einnig þekktur
undir nöfnunum Karl-Kristján.
AP-símamynH.
Marie Astrid prinsessa af Luxemburg ásamt unnusta sínum, Karl
Christian af Habsburg-Lothringen, erkihertoga af Austurríki. Myndin var
tekin í gær þegar opinberlega var tilkynnt um trúlofun þeirra í konungs-
höllinni í Luxemburg.