Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
3
Kevin Jakobsen og Gabrielle Voigt.
Ljósm. Mbl. (iunnar llallsson.
Flateyri:
Meðlimir írskrar
trúarreglu setja
upp beitningarvél
í DAG var verið að Ijúka við að
setja niður beitningarvél í vélbát-
inn Sif frá Flateyri. Það er vél-
smiðjan Mjölnir hér í Bolungarvík
sem annast hefur það verk.
Vélin er hönnuð og þróuð hjá
Irskri Rómversk-kaþólskri trú-
arreglu sem kallast „Mary’s
Followers of the Cross", sem að-
setur hefur rétt utan við Galway
á vesturströnd Irlands.
Trúarregla þessi er miklu
opnari en almennt gerist um
slíkar reglur, t.d. eru í henni
bæði karlar og konur, og reglan
starfar í tveimur fylkingum,
annarsvegar þeirra sem lifa
utan klausturs.
Tveir af meðlimum reglunnar
komu hingað til að hafa umsjón
með niðursetningu vélanna, það
voru þau Kevin Jakobsen, dansk-
ur að uppruna og einn af stofn-
endum reglunnar, en hann er að-
almaðurinn á bak við þessa
beitningarvélaruppfinningu, og
með honum hér er ung stúlka,
Gabrielle Voigt, sem einnig er
meðlimur reglunnar. Hennar
helsta hlutverk hér var að skrá
niður ýmsar upplýsingar sem að
gagni mætti koma við áfram-
haldandi þróun vélarinnar.
Beitningarvél þessi er í þremur
megin þáttum.
Fram við dráttarkallinn er
slítari, ekki ósvipaður þeim sem
við eigum að venjast hér, en þeg-
ar línan er dregin gengur hún
eftir stokk á dekkinu og í nokk-
urs konar uppstokkara, sem
gengur frá línunni í svokölluð
„magasín". í hverju „magasíni"
eru 200 krókar, sem er helmingi
minna en í venjulegum bala.
Þegar línan er lögð eru þessi
„magasín“ sett við beitningar-
vélina, sem staðsett er aftast á
bátnum og beitunni, sem skorin
er í sérstakri vél, er hellt í beitn-
ingarvélina um leið og línan er
keyrð út. I þeim reynsluferðum,
sem farnar hafa verið reyndist
beitningarvélin og allt henni
fylgjandi mjög vel t.d. beitti hún
á um og yfir 90% önglanna á
línunni.
Guðbjörn Sölvason skipstjóri
á m/b Sif kvaðst vera bjartsýnn
á að þessi vél kæmi til með að
reynast vel.
Hann gerði ráð fyrir að byrja
með um 30 bala eða 60 „magas-
ín“ og þeir yrðu 6 á sem er 4 til 5
mönnum færra en gamla aðferð-
in heimti.
Hann gerði ráð fyrir að í vetur
yrði um tveggja sólarhringa úti-
veru að ræða en lengri á sumrin.
Þetta er fyrsta beitningarvélin
frá þessari írsku trúarreglu sem
sett er í íslenskan fiskibát.
Gunnar
Gabrielle við beitningarvélina um borð í Sif.
FulL búð
at
nýjum vörum
t.d. reiðbuxur — flauel,
denim — peysur — skyrtur
— Vattúlpur — vattbuxur
og margt margt fleira
Barna vatt-sett
Húfa — úlpa — buxur — vettlingar