Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
5
Hér má sjá hluta af kirkjukórum í Reykjavíkurprófastsdæmi og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit íslands,
sem sáu um tónlistarflutning á hátíðarsamkomunni í Þjóðleikhúsinu.
formaður borgarstjórnar, Sig-
urjón Pétursson og borgar-
fulltrúar auk forsvarsmanna
úr nágrannabæjarfélögunum.
Forseti íslands, frú Vigdís
F'innbogadóttir sendi kveðjur
sínar svo og biskup Islands
herra Pétur Sigurgeirsson, en
hann dvelur nú á sjúkrahúsi.
Einnig sendi forsætisráð-
herra, Gunnar Thoroddsen og
frú hans, Vala Thoroddsen,
heillaóskir sínar.
Inísund ára afmæli kristniboðs á íslandi:
Hátt í 1000 manns
sóttu hátíðarsamkomuna
Hátt í eitt þúsund manns voru
viðstaddir hátíðarsamkomu á
vegum Reykjavíkurprófasts-
dæmis í tilefni 1000 ára afmælis
kristinboðs í landinu, scm
haldin var í Þjóðleikhúsinu nú á
sunnudaginn. Guðsþjónustur í
Reykjavík voru einnig vel sóttar
þcnnan sama dag, en að þeim
loknum byrjaði fólk að streyma
inn í Þjóðleikhúsið og var húsið
mcira en fullskipað, en setið var
í göngum og stigum og alls stað-
ar, sem hægt var að koma sér
fyrir.
Að sögn Ólafs Skúlasonar
dómprófasts var samkoman
afar hátíðleg og tókst í alla
staði vel. A samkomunni söfn-
uðust 17.350 krónur til styrkt-
ar kristinboðsstarfi.
Ýmsir gestir voru viðstaddir
hátíðarsamkomuna, þeirra á
meðal borgarstjóri Reykjavík-
ur, Egill Skúli Ingibergsson,
Guðni Þ. Guðmundsson organisti Bústaðakirkju stjórnar hér kórunum af
mikilli innlifun, en hann var einn af níu söngstjórum, sem stjórnuðu
kórunum á samkomunni.
Ræða um leitar-
hunda og snjó-
flóðaleitir
Björgunarhundasveit íslands, í
samvinnu við l.andsamöand hjalpar
sveita skáta, hoðar til fundar í kvöld
í ráðstefnusal Hótels Loftleiða með
tveimur norskunt sérfræðingum um
hundaþjálfun og leitir í snjóflóðum.
Norðmennirnir, Ola Moen og
Tor Lökken, sem eru félagar í
norsku skriðuleitarsamtökunum,
munu flytja tölu á fundinum og -
svara fyrirspurnum fundar-
manna. Fundurinn er sérstaklega
ætlaður félögum í Björgunarhund-
asveitinni, Landsambandi hjálp-
arsveita skáta og Flugbjörgun-
arsveitinni, en er að öðru leyti
opinn áhugamönnum, en hann
hefst klukkan 20.30.
Fundur um vinnu-
verndarkönnun
í KVÖLI) kl. 8.30 hefst að Hótel Borg
atmennur fundur um nýju vinnuvernd-
arkönnunina nieðal iðnaðarmanna.
Einar Baldvin Baldursson og Wilhelm
Norðfjörð hafa umsjón með kynningu
á niðurstöðum í máli og myndum. Þeir
eru í hópnum sem framkvæmdi könn-
unina. Kyrirspurnum verður svarað eft-
ir því sem kostur er.
Þá sér Vernharður Linnet um
jasskynningu á þessum sama fundi:
Jassinn og jafnréttisbarátta svartra
Bandaríkjamanna.
Fundur þessi er liður í Neista-viku
sem hófst sl. laugardag og lýkur nk.
föstudag.
Skuttogari til
Patreksfjarðar
l’alrcksflrdi S. nóvcmlHT.
í l)AG, sunnudag, kom til Patreks-
fjarðar skuttogarinn SIGUREY SI
71 499 brúttólestir að stærð.
Togarinn er keyptur hingað frá
Siglufirði af Hraðfrystihúsi Pat-
reksfjarðar hf. Hann er byggður í
Krakklandi árið 1973, en var keyptur
til Siglufjarðar árið 1977. Fóru þá
fram á honum breytingar og endur
bætur í Slippstöðinni á Akureyri,
sem hæfðu veiðum og staðháttum
hér.
Fjöldi manns var samankominn
á bryggjunni til að fagna hinu
nýkeypta skipi og áhöfn þess.
Svavar Jóhannsson, bankastjóri
og stjórnarformaður HPP, flutti
ræðu og bauð skip og áhöfn vel-
komna til staðarins. Sveitarstjóri
Úlfar Thoroddsen bauð skip og
áhöfn velkomna fyrir hönd sveit-
arfélagsins.
Ennfremur talaði skipstjórinn
Hlöðver Haraldsson.
Patreksfirðingum er mikill
fengur að skipi þessu til jafnari
hráefnisaukningar og þar með
stöðugri vinnu í landi. Þrátt fyrir
góðan bátaflota má heita að eng-
inn fiskur hafi borist hér á land
frá því í ágústmánuði, nema af
færabátum, en þar hafa ógæftir
mjög hamlað veiðum. Mjög dauft
hefur því verið yfir aflabrögðum
hér í haust.
Jón Þórðarson og Vestri hafa
verið á línuveiðum og siglt með
aflann. Vestri hefur landað hér
undanfarna daga og afli verið
ágætur, allt upp í 14 tonn.
Páll.
Tæplega 9.000 manns
hafa séð Útlagann
NÚ hafa á milli 8 og 9 þúsund
manns séð íslenzku kvikmyndina
Útlagann, sem sýnd er bæði á Akur
eyri og í Reykjavík og að sögn Jóns
Hermannssonar, framkvæmdastjóra
Góð sala í
Grimsby
ARNÆLL Sigurðsson frá Hafnar
firði seldi 112,2 tonn af ísfiski í
Grimsby í gærmorgun fyrir 1.015,1
þús. krónur. Meðalverð á kíló var
kr. 9,05 og er þetta bezta salan í
Knglandi um nokkurt skeið.
Þá seldi Reykjavíkurtogarinn
Karlsefni 203,7 tonn í Cuxhaven í
gærmorgun fyrir 1.377,5 þús. kr.
Meðalverð á kíló var kr. 6,76.
ísfilm, telja þeir aðsóknina fyllilega
viðunandi.
Jón sagði að myndin hefði nú
verið sýnd i eina viku, 22 sinnum
alls og færi aðsóknin mjög vax-
andi. Það virtist vera svo að ís-
lenzku myndirnar færu alltaf
hægt af stað, en næðu sér síðan
verulega á strik og svo virtist vera
nú. Það gæti stafað af því að fólk
héldi að uppselt væri á myndina,
en svo hefði ekki verið á fyrstu
sýningum. Jón sagði einnig, að
vegna þess hve viðamikil og dýr
myndin hefði verið, teldist þeim
til að 160.000 íslenzka áhorfendur
þyrfti til að greiða allan kostnað.
Það væri vissulega bjartsýni að
búast við svo mörgum áhorfend-
um hér hcima og því hefði verið
miðað við það við gerð myndarinn-
ar að koma henni til sýninga í
kvikmyndahúsum erlendis og væri
nú unnið að því.
PÖNTUNARSÍM144440
Þú hefur allt ad vinrta
og engu að tapa
í hugum íslenskra kvenna eru „Bullworker“ og „vödvaaukning" allt ad því
sammerk orð, og á því furðar engan vegna þess árangurs, sem karlar hafa
náð með tækinu. Hormónar kvenlíkamans koma hins vegar í veg fyrir að
konan verði að vöðvafjalli. Æfingar með Lady-Bullworker tækinu hafa
sannað mörgum konum að það styrkir, stalir og fegrar líkama þeirra sem
kvenna og undirstrikar því enn frekar þann kvenlega þokka, sem fyrir er.
Auðvett!
11 hóflegar log- og þrýsliæfingar, sem eru út
skýrðar í lilmyndabæklingi og á stóru vegg
spjaldi.
Fljótlegt!
Nokkrar mínútur á dag í
næfli heima hjá þér.
Áhrífaríkt!
Góð áhrif æfinganna fara að segja
til sín eftir 3—5 daga.
Finnist þér tækið ekki henta þér er þér frjálst að skila því
innan 3 vikna frá móttöku.
Sendu úrklippuna strax í dag sem pöntun gegn
Ipóstkröfu með 3ja vikna skilafresti frá móttöku
tækisins.
ISendifl mér... . stk. Lady Bullworker, verð kr. 492.-.
póstkostnaður.
Nafn:.................................
Heimili:..............................
Póststöð...............Sími:..........
| PÓSTVERZL UNBN HE/MA VAL
j BOX39jrtPAVOGL
I
I
I
!
I
Audvelda
æfingar
adeins
nokkrar
mínútur
ádag
■f.H—■ • *