Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
13
})Hins vegar er þó
Ijóst, að skáldið gerir
sér glögga grein fyrir
því, sem sagt er frá sem
fyrstu kynnum sögu-
mannsins af nakinni
konu, hafi reynzt hon-
um skæður örlögvaldur
í samskiptum hans við
hið töfrandi kven-
kyn.íí
urinn og stúlkan hafi áður gengið
í hjónaband. Á þennan hátt leikur
hún sögumanninn, sem hefur und-
ir niðri haft von um, að hún mundi
losa hann við getuleysi í samskipt-
um við konur, sem hann hefur
fengið reynslu af, áður en hann fór
að heiman. Þetta fær svo mjög á
hann, að honum finnst hann
einskis megnugur og ekki þess
verður að lifa Hann reynir að
fyrirfara sér, en bjargast af ein-
stæðri tilviljun. Og þannig skilur
höfundur við hann, að hann reynir
að tileinka sér þá trú, að allar
þrautir og allt andstreymi þessa
lífs eigi að búa hann undir líf í
öðrum heimi, þar sem hann bíði
endurfæðingar til aukins þroska,
svo sem annar fóstri hans hefur
reynt að innræta honum í
bernsku.
Lýsingin á þessari þróun fyllir
hvorki meira né minna en átta af
hinum níu köflum sögunnar, og þó
að frásögnin sé ekki alltaf æski-
lega lífræn, spáir hún góðu um
framtíð höfundarins sem sagna-
skálds. Sama máli gegnir um þær
persónulýsingar, sem hann leggur
einkum rækt við.
Hvað getur ekki
gerst
í barnssálinni ?
Hugleiðing útaf norrænu kvikmynda-
hátíðinni í Regnboganum og Norræna
húsinu 1.—2. nóvember 1981.
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Undirritaður skrapp fyrir
nokkru í eitt af bíóhúsum borg-
arinnar starfs síns vegna. Mynd-
in sem hann hugðist sjá var ein
af þessum sem gæla við kynhvöt-
ina án þess að vera beint dónaleg
en hafði sem aðaltromp Harry
nokkurn Reems sem hefur verið
nefndur „vinsælasti tittlingur
Bandaríkjanna" vegna frábærr-
ar frammistöðu í dónamyndum,
meðal annars Deep Throat. Það
kom undirrituðum nokkuð á
óvart að meirihluti bíógesta á
þessari mynd voru smákrakkar
svona eins og maður hafði hugs-
að sér að sætu á Disneymyndum.
Nú, en daginn áður en undir-
ritaður sá þessa „léttklæmnu"
mynd barði hann augum hina
ágætu alíslensku kvikmynd Út-
lagann; sá hann ekki betur en sú
mynd væri auglýst bönnuð börn-
um innan tólf ára. Ekki er þar
nú að finna meira klám en í fyrr-
greindri kvikmynd né keyrir
ofbeldið úr hófi fram.
Hvað um það, hin mismunandi
afstaða kvikmyndeftirlitsins til
þessara tveggja kvikmynda leið-
ir hugann að þeiri ringulreið
sem ríkir hér í vali myndefnis
fyrir börn. En Samtök vinafé-
laga á Norðurlöndum vekja at-
hygli á þessu máli með vel skipu-
lagðri kvikmyndahátíð fyrir
börn og unglinga í Regnbogan-
um. Skilst mér á forráða-
mönnum hátíðarinnar að þeir
vilji kynna gott myndefni sem
sérstaklega er ætlað börnum og
unglingum en nýtur af einhverj-
um ástæðum ekki sviðsljóssins.
Er þetta framtak lofsvert og
mættum við sem fjöllum um
kvikmyndir og aðrir þeir sem
koma nálægt dreifingu þeirra
hér gefa meiri gaum að því
myndefni sem framleitt er fyrir
barnssálina, því hún er við-
kvæmust og mögnuð hryllings-
mynd getur jafnvel gert hug-
hraust barn varanlega myrkfæl-
ið.
Eg minntist áðan á hina
ágætu mynd Útlagann sem nú
skartar á hvíta tjaldinu í tvenn-
um höfuðstað. Ég áleit ekki þörf
á að banna hana innan tólf ára
frekar en fyrrgreinda mynd með
Harry Reems. Vil ég rökstyðja
þessa skoðun mína nánar. í
fyrsta lagi er okkur hollt að
minnast þess að börn á voru
landi hafa drukkið í sig íslend-
ingasögurnar um aldir og máski
hafa þær orðið sú undirstaða í
þjóðarsálinni sem bjargaði
okkur frá því að hljóta sömu ör-
lög og Grænlendingar hlutu í
örmum Danaveldis. Þær urðu
nefnilega sá menningarlegi
grundvöllur sem hver kynslóð
gat reist líf sitt á og hafa vafa-
laust bjargað mörgu ráðvilltu
ungmenninu frá þeirri siðferð-
islegu upplausn sem grípur
gjarnan um sig meðal vanþró-
aðra þjóða í greipum stórvelda.
Ég tel það skyldu okkar að fara
með börn okkar á þær kvik-
myndir sem gerðar eru eftir
fornsögunum, kvikmyndin er nú
einu sinni það mál sem krakk-
arnir skilja í dag. Það er skylda
okkar því þannig eflum við
skilning barnsins á því hvað er
að vera Islendingur. Að landið
rís ekki úr einhverri óskiljan-
legri fortíðarþoku. Að hér
bjuggu hetjur sem gátu kveðið
fyrir konunga og hlotið skip að -
launum.
Fortíðarlaus þjóð er illa kom-
in og auðveld bráð. Mér varð
þetta ljóst um daginn er ungl-
ingur nýkominn frá Miami
ræddi við mig í fyllstu alvöru um
hve fáránlegt væri fyrir íslend-
inga að berjast hérna einir og
óstuddir þeir ættu að innlimast í
Bandaríkin og þá myndi þjón-
ustan batna á flestum sviðum.
Ég held að þessi ungi maður
hefði ekki mælt þessi orð ný-
kominn af sýningu Útlagans. Því
þaðan kemur maður stoltur yfir
að vera Islendingur og finnst
jafnvel lítið til sumra landa
koma sem um þessar mundir
baða sig í hvað mestri hagsæld.
Ef ringulreið sú sem nú ríkir í
myndefnismálum barna og ungl-
inga heldur áfram stjórnlaus
enn um hríð er ég hræddur um
að mörgum unglingnum fari sem
þeim er áður gat. Ef hins vegar
verður unnið kappsamlega að
kvikmyndun okkar gullnu fortið-
ar þá er von að sú þjóðernis-
vakning sem bar okkur fram til
sjálfstæðis lifi í þjóðarsálinni.
Að næstu kynslóðir skilji hvers
vegna það er einhvers virði að
vera Islendingur. Bönnum því
ekki myndir á borð við Útlagann
en gefum gaum að kvikmydum
sem siðspilltir menn eins og Ha-
rry Reems taka þátt í.
r
ARGERÐ
CITROÉN*
hefur ávallt notiö
veröskuldaöra vin-
sælda á íslandi vegna
frábærra aksturseig-
inleika á vegum og
vegleysum, en hinn
nýi
CITROÉN*
GSA PALLAS
slær öll fyrri met. Þeg-
ar saman fer frábær
framleiðsla og ótrú-
lega lágt verö, er eftir-
spurnin slík aö . ..
CITROEN* GSA Pallas Frönsk fegurö að utan sem innan
við höfum ekki undan...
Ný sending komin til landsins. Flestir litir fyrirliggjandi.