Morgunblaðið - 10.11.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.11.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Kæra til félagsmálaráðuneytis vegna meðferðar bæjar- stjórnar á reikningum BUH eftir Árna Grétar Finnsson og Einar Þ. Mathiesen Morgtinblaðinu hefur borist til birtingar kæra Árna Grétars Finns- sonar og Einars l>. Mathiesen, bæj- arfulltrúa í Hafnarfirði, til félags- málaráðuneytisins vegna meðferðar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á reikn- ingum BÚH fyrir árið 1980. Kæran fer hér á eftir í heild: Til félagsmála- ráðuneytisins, Arnarhvoli Keykjavík Efni: Kæra vegna meðferðar bæjarstjórnar llafnarfjarðar á reikningum Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1980. Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar 13. október 1981 voru lagöir fram til 1. umræðu reikningar Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1980. Á þessum fundi lögðum við undirritaðir bæjarfulltrúar fram eftirfarandi tillögu: „í tilefni þeirra athugasemda og upplýsinga, sem bæjarfulltrúum hafa borizt frá endurskoðanda bæj- arins í endurskoðunarskýrslu með ársreikningum og greinargerð hans í framhaldi af þeirri endurskoðun- arskýrslu um fjárreiður Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar á árinu 1980 og með vísan til ákvæða 3. kafla sveitarstjórnarlaga, þá leggur bæj- arstjórn áherzlu á, að mál þessi verði upplýst að fullu. Bæjarstjórn samþykkir því að fela bæjarstjóra og bæjarendurskoðanda að athuga nán- ar þau atriði, sem fram hafa komið hjá bæjarendurskoðanda um fjár- reiður bæjarútgerðarinnar. Enn- fremur að láta nú þegar endurskoða bókhald fyrirtækisins fyrir yfir- standandi ár, eftir því sem tilefni kunna að gefast til. Að athugun þessari lokinni skulu þeir skila skýrslu um málið til bæjarstjórnar, ásamt tillögum um, hvernig með skuli fara. Bæjarstjórn leggur áherzlu á, að athugun þessari verði hraðað, svo sem frekast er kostur og lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi. Skulu bæjarstjóri og bæjarendur- skoðandi kveðja til það aðstoðarfólk, sem þeir telja nauðsynlegt, til þess að verkið megi vinnast sem fyrst. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fresta fyrri umræðu um reikn- inga Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1980, þar til niðurstöður athugunarinnar liggja fyrir og til- lögur að afgreiðslu." Ástæður fyrir flutningi tillögunn- ar voru þessar: I fyrsta lagi teljum við, að ýmis atriði, sem bæjarendurskoðandi hef- ur gert athugasemdir við í reikning- um og fjárreiðum bæjarútgerðarinn- ar séu ekki nægjanlega upplýst og að bæjarstjórn beri skylda til að afla sér um þau fyllri upplýsinga, áðuren reikningamir eru afgreiddir. I öðru lagi fylgdu ekki reikningun- um tillögur til bæjarstjórnar frá bæjarendurskoðanda um úrskurð á þeim athugasemdum, sem hann hafði gert við reikningana, svo sem 57. grein sveitarstjórnarlaganna mælir fyrir um. Á bæjarstjórnarfundinum var framangreindri tillögu okkar frestað til næsta fundar, ásamt fyrri um- ræðu um reikningana. Á fundi bæjarstjórnar 27. október 1981, báru bæjarfulltrúarnir Stefán Jónsson, Árni Gunnlaugsson, Hörð- ur Zophaníasson, Rannveig Trausta- dóttir og Andrea Þórðardóttir fram eftirfarandi frávísunartillögu á áð- urnefnda tillögu undirritaðra: „í fundargerð útgerðarráðs frá 23. október sl. kemur fram sú niður- staða, eftir sameiginlega umfjöllun útgerðarráðs og bæjarendurskoð- enda um reikninga Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1980, að bæjarendurskoðandi telur að full- nægjandi grein hafi verið gerð við aðfinnslum hans, vegna endurskoð- unar hans fyrir árið 1980. Með tilliti til þessara upplýsinga telur bæjarstjórn tillögu þeirra Árna Grétars Finnssonar og Einars Þ. Mathiesen svo og breytingartil- lögu Guðmundar Guðmundssonar óþarfar og vísar þeim því frá.“ Þessi frávísunartillaga var sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli með sjö atkvæðum gegn þremur, en einn sat hjá. Þegar þessi úrslit lágu fyrir, áskildum við undirritaðir okkur rétt til að leita með mál þetta til félags- málaráðuneytisins og gerum við það hér með þessu bréfi. Aðdragandi þessa máls hefur í höfuðdráttum verið þessi: Viðendur- skoðun á reikningum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1980 hefur bæjarendurskoðandi gert ýmsar at- hugasemdir við reikninga og fjár- reiður fyrirtækisins. Það hófst með bréfi hans dagsettu 21. janúar 1981, þar sem hann beinir fyrirspurnum í 16 liðum til forstjóra bæjarútgerðar- innar. Því bréfi svarar forstjórinn þann 26. janúar 1981. Með bréfi, dagsettu 28. apríl 1981 til Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar óskar bæjar- endurskoðandi skýringa á ýmsum atriðum, varðandi reikninga og fjár- reiður fyrirtækisins og eru fyrir- spurnir hans settar fram í 18 liðum. Skrifstofustjóri bæjarútgerðarinnar svarar bæjarendurskoðanda með bréfi dagsettu 15. maí 1981. Þann 21. mai skilar bæjarendurskoðandi endurskoðunarskýrslu með reikning- um bæjarútgerðarinnar og í fram- haldi af henni samþykkir útgerðar- ráð reikningana fyrir sitt leyti. Þann 6. ágúst 1981 skilar bæjar- endurskoðandi til bæjarstjórnar greinargerð í framhaldi af endur- skoðunarskýrslunni, þar sem nánar er fjallað um fjárreiður fyrirtækis- ins. Eftir það fjallar útgerðarráð á nokkrum fundum um athugasemdir bæjarendurskoðanda, en gerir engar tillögur til bæjarstjórnar um af- greiðslu þeirra. Á fundi sínum 8. október 1981 gerir útgerðarráð hins vegar eftirfarandi ályktun um storf bæjarendurskoðanda: „Kndurskoðandi bæjarreikninga hefur lagt mikla vinnu í endurskoðun reikninga BÚH. Þau vinnuhrögð, sem viðhöfð hafa verið eru ekki til þess fallin að skapa einingu og samstarf um fyrirtækið, heldur þvert á móti vekja þau upp tortryggni og dylgjur um stjórnendur þess og allt verkar það á þann hátt að veikja fyrirtækið bæði út- og innávið." í tilefni af þessari ályktun útgerð- arráðs ritar bæjarendurskoðandi þann 21. október 1981 bæjarráði bréf, þar sem hann segir meðal ann- ars: „f bókun þessari eru svo órökstudd- ar dylgjur í minn garð, að ég tel alvar- lega vegið að mínum starfsheiðri." Og ennfremur: „f tilefni þessarar bókunar útgerðarráðs krefst ég þess, að bæjar stjórn lýsi yfir, að endurskoðun mín hjá BÚH 1980 hafi verið framkvæmd eftir settum reglum og venjum, ella sé ég mig nauðbeygðan til að krefjast rannsóknar.“ í þessu sama bréfi gefur bæjar- endurskoðandi eftirfarandi skýr- ingar á því, að hann hafi ekki gert tillögur til bæjarstjórnar um úr- skurð á athugasemdum sínum við reikninga bæjarútgerðarinnar: „Samkvæmt 57. gr. sveitarstjórn- arlaga nr. 58/1961 er gert ráð fyrir því, að endurskoðandi geri tillögu til sveitarstjórnar um úrskurð á at- hugasemdum sem upp hafa komið við endurskoðun. Þar sem fullnægjandi svör hafa verið afar lengi að berast og sumum athugasemdum enn í dag ósvarað, hef ég ekki séð mér fært til þessa að leggja fram fyrir bæjarstjórn tillög- ur að úrskurði. í fundargerð útgerðarráðs frá 8. okt. sl. kemur fram, að útgerðarráð telji sig vera búið að úrskurða þau atriði, sem ég hefi óskað eftir að tek- in yrðu til afgreiðslu. Þarna er ekki rétt með staðreyndir farið, því ekki hefur verið tekin afstaða til allra þeirra atriða, sem ég hefi lagt fram, t.d. óuppgert tjón vegna bv. Apríl." Síðar í bréfinu segir bæjarend- urskoðandi: „Því er það mín tillaga að til fyrirtækisins verði ráðinn maður sem hefði fjármál fyrirtækis- ins að sérsviði." Tveimur dögum eftir að bæjarend- urskoðandi skrifar þetta bréf, boðar útgerðarráð hann á sinn fund, eða þann 23. október 1981. Þar er gerð eftirfarandi bókun: „1. Viðskiptamenn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar: Þar sem hreyfing er komin á þau mál með bréfi skrifstofustjóra dags. 29. sept. sl. til bæjarendurskoðanda, telur útgerðarráð og bæjarendur- skoðandi að málið sé í eðlilegum far- vegi. 2. Tjónamál: Framkvæmdastjóri hefur gert bæjarendurskoðanda grein fyrir stöðu tjónamála bv. Apríl hjá Trygg- ingamiðstöðinni hf. Von er á bréfi frá Tryggingamiðstöðinni varðandi tjónabætur. Telur því bæjarend- urskoðandi og útgerðarráð að þau mál séu í eðlilegri vinnslu og full- nægi þeirri kröfu sem hann hefur gert. í tilefni að uppgjöri við Samherja hf. teljur bæjarendurskoðandi og út- gerðarráð ekki óeðlilegt að Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar haldi í vörzlu sinni skuldabréfum þar til endan- lega hafi verið gengið frá málum við Póstgíróstofuna. 3. Viðskiptareikningar forstjóra og starfsfólks: Með tilliti til áratuga hefðar við- skiptareikninga starfsfólks, gerir út- gerðarráð ekki athugasemdir við áramótastöður þeirra 1980—1981, en vísar til þeirrar þróunar á yfirstand- andi ári og ákvörðunar þeirrar sem gerð hefur verið í þeim málum og telur útgerðarráð og endurskoðandi að þetta mál sé tæmt. I framhaldi af framangreindum bókunum telur bæjarendurskoðandi að fullnægjandi grein hafi verið gerð við aðfinnslum hans vegna endur- skoðunar hans fyrir árið 1980." Eftir að þetta hafði verið fært til bókunar, samþykkti útgerðarráð á þessum sama fundi að draga til baka bókun sína frá 8. október 1981, þar sem harkalega hafði verið veitzt að störfum bæjarendurskoðanda. Það er með vísan til þessarar bók- unar útgerðarráðs frá 24. október 1981, sem meirihluti bæjarfulltrúa samþykkir að loka málinu. Þessi málsmeðferð fær ekki staðist. í fyrsta lagi, er framangreind bókun útgerðarráðs afar takmörkuð, og bæjarfulltrúar eru litlu nær um það með hvaða hætti bæjarendurskoð- anda hefur verið gerð fullnægjandi grein fyrir aðfinnslum hans. I öðru lagi er það efnislega rangt, sem stendur í 3. lið bókunarinnar, að ára- tuga hefð hafi skapast um það að starfsfólk skuldaði fyrirtækinu á viðskiptareikningum um áramót. Þetta á einvörðungu við um sjómenn á skipum útgerðarinnar, sem þar eins og hjá öðrum fyrirtækjum hljóta að fá uppígreiðslur á meðan skip þeirra eru í veiðiferð. Um annað starfsfólk hefur þessi regla aldrei gilt og allra sízt um forstjóra fyrir- tækisins. Hans mál verður því ekki afgreitt með tilvísun til einhverrar hefðar, sem aldrei hefur myndast. Loks skal bent á það, að þrátt fyrir bókun útgerðarráðs og undirritun bæjarendurskoðanda undir nefnda bókun, þá er enn mörgu ósvarað, varðandi þær athugasemdir, sem endurskoðandi hefur gert við reikn- inga og fjármál bæjarútgerðarinnar. Þá hefur heldur ekki þeirri laga- skyldu, sem 57. grein sveitarstjórn- ariaganna mælir fyrir um, verið full- nægt, það er að endurskoðandi leggi fyrir bæjarstjórn tillögur til úr- skurðar á þeim athugasemdum, sem hann hefur gert við reikningana. Hér á eftir skulu rakin helztu at- riði úr athugasemdum bæjarend- urskoðanda, sem við teljum nauð- synlegt, að bæjarstjórn fái fyllri upplýsingar um og síðan fjallað um lagaskyldu bæjarstjórnar til að fella efnisúrskurð um athugasemdirnar. Atriði sem upplýsa þarf nánar: 1. Tjónamál I skýrslu bæjarendurskoðanda frá 21. maí 1981, kemur fram, að á meðal viðskiptamanna sé uppfærð inneign bæjarútgerðarinnar hjá Trygg- ingamiðstöðinni kr. 90.330.884,00, sem talið sé óuppgert tjónamál vegna bv. Apríl. í framhaldsskýrslu bæjarendurskoðanda frá 6. ágúst 1981 segir: „Þessi fjárhæð saman- stendur af mörgum viðgerðarreikn- ingum, sem búið er að greiða og sem upphaflega voru gjaldfærðir á við- hald skips, viðhald vélar og viðhald spils. Þeir eru nú orðnir nær árs- gamlir." Ennfremur segist bæjar- endurskoðandi hafa fengið þær upp- lýsingar hjá Tryggingamiðstöðinni, að búið sé að gera upp tvö tjónamál, vegna tjóna á spilum þessa skips frá því í marz og maí 1980, en óuppgert sé hinsvegar óveðurstjón frá því í nóvember 1980, en það sé óskylt þessu máli. í bréfi sínu 21. október 1981 segir bæjarendurskoðandi með- al annars svo um þetta mál: „Enn hafa ekki borist fullnægjandi svör um þetta atriði og hefur dregist úr hömlu að fá botn í þessi mál.“ Á fundi útgerðarráðs 23. október 1981 er hinsvegar bókað, að von sé á bréfi frá Tryggingamiðstöðinni varðandi þetta mál og að bæjarendurskoðandi telji fullnægt þeirri kröfu, sem hann hefur gert. Hér skortir bæjarstjórn margar upplýsingar: a) Hvers vegna var þessi fjárhæð kr. 90.330.884,00 færð af viðhalds- kostnaði bv. Apríl og uppfærð sem eign? b) Hvaða upplýsingar fékk bæjarend- urskoðandi á fundi útgerðarráðs 23. október 1981, sem hann telur full- nægja þeirri kröfu, sem hann hefur gert í þessu máli? c) Er bréf það, sem útgerðarráð bókar, að von sé á frá Tryggingamiðstöð- inni, varðandi þetta mál, komið og hvað stendur í því bréfi. d) Síðast en ekki sízt: Er einhver möguleiki á því, að bæjarútgerðin fái þessa háu fjárupphæð, sem nú hefur verið eignfærð í reikningum fyrirtækisins, borgaða? Hvar er rökstuðningur forráðamanna bæjar útgerðarinnar fyrir því? Hvar er umsögn bæjarendurskoðanda um þá möguleika? 2. Viðskiptamenn í skýrslu sinni frá 21. maí 1981, kveður bæjarendurskoðandi að nauðsynlegt sé, að áritanir, uppá- skriftir og önnur meðferð reikninga sé í fastari skorðum, og margar athugasemdir hans og fyrirspurnir lúta að samskiptum bæjarútgerðar- innar við viðskiptamenn hennar. í framhaldsendurskoðunarskýrslu sinni frá 6. ágúst 1981 segir bæjar- endurskoðandi: „Einnig vekur at- hygli hvað langt líður frá því BÚH greiðir inná viðskiptareikninga og þar til reikningar hafa borist yfir viðkomandi viðskipti." Síðan nafn- greinir bæjarendurskoðandi tvö fyrirtæki sérstaklega og segir síðan: „BÚH virðist ávallt eiga inni hjá þessum fyrirtækjum, en samt er t.d. dregið frá afurðasölu 15/1 ’81 g.kr. 14.643.812,00 og talin greiðsla upp í skuld. Þann 6. maí sl. eru svo sam- þykktir 2 víxlar samt. g.kr. 10.000.000,00 auk vaxta g.kr. 412.500,00 og talin greiðsla upp í hjallaefniskaup. Hér hefði undirrit- uðum þótt t.d. eðlilegt að bein úttekt BÚH væri dregin frá afurðareikn- ingum. I stuttu máli: Undirrituðum finnst nauðsynlegt að eftirlit með hvað sé útistandandi sé í fastari skorðum (t.d. ákveðinn aðili sjái um slíkt). Einnig að Ijóst sé hvað BÚH er að greiða hverju sinni." í bréfi sínu 21. október 1981 segir bæjarend- urskoðandi svo um viðskiptamenn bæjarútgerðarinnar: „Þó eru nokkrir stórir óvissuþættir enn fyrir hendi og ólcystir í dag.“ Á fundi útgerðarráðs 23. október 1981 er bókað, að þar sem hreyfing sé komin á þessi mál, þá telji bæjar- endurskoðandi þau í eðlilegum far- vegi. Hér skortir ýmsar upplýsingar fyrir bæjarstjórn: a) Hefur vaxtauppgjör farið fram á milli hæjarúterðarinnar og þeirra tveggja fyrirtækja, sem bæjarendur skoðandi nafngreinir sérstaklega og skýrir frá, að bæjarútgerðin sé að greiða á sama tíma og hún virðist eiga hjá þeim inneign? Fór fram samanburður á viðskiptareikningum bæjarútgerðarinnar og þessara tveggja fyrirtækja? b) Hvaða fyrirtæki eru það, sem fá greitt inn á sín viðskipti við bæjarút- gerðina löngu áður en reikningar berast frá þeim yfir þessi viðskipti? Hvernig eru reikningar þessara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.